Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 4
ÍBJ£MO) Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — ASsetur: AlþýOuhúsið víð Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmlðja AlþýðublaSslns. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- Eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Mennfun og jafnrétti FRÁ ÖNDVERÐRI baráttu verkalýðssamtákanna og síðar Alþýðuflokksins, sem stofnaður var og verið hefur stjórnmálalegt tæki samtakanna, til að ná lýð- ræðislegu jafnrétti þegna þjóðfél'agsins, 'hefur jafn- rétti til menntunar verið eitt af höfuðbaráttumálum álþýðusamtakanna. Það á ekki og má aldrei verða aftur, að aukin menntun og fræðsla verði sérgrein eða forgangsaðstaða sona eða dætra svokallaðra efna>- manna. Þeir, sem getu hafa og vilja til 'að leggja á sig fram- haldsnám umfram hið lögkveðna skyldunám, verða að eiga þess kost, með jöfnum rétti og án tillits til efnahags aðstandanda. Þetta frumskilyrði verður nú að telja tryggt í íslenzkri skólalöggjöf, a.m.k. í þeim skólum, sem ríki og bæjarfélög standa fjárhagslegan straum af. íslenzkt æskufólk má aldrei aftur verða úti lokað frá því námi sem hugur þess stendur helzt til og það hefur vilja og getu til, vegna þess eins, að það sé af lágla-unuðu og fátækara fólki komið. Bezta gróðrarstía fyrir öfgastefnur eins og nazista og kommúnista, er yngri kynslóðin og námsfólk, sem telur sig hafa getu og möguleika til frekara náms, en fær ekki tækifæri til að reyna á þá hæfileika sína. Við íslendingar þurfum ekki að leita út fyrir landstein- ana til að finna þessum staðreyndum stað. Menn sem kenna þjóðfélaginu og valdhöfum þess um alla sína brostnu framtíðardrauma, er fyrst og fremst að finna í íorystuliði sömy stjórnmálasamtaka þ.e. íslenzkra kommúnista. I skjóli þessa aðstöðumunar telja þeir menn sér síð- an ævinlega nauðsynlegt að vera úrillir út í veröld- ina og jafnframt alla þá, sem einhver ráð teljast hafa heima fyrir. Hiakka jafnvel yfir því að illa árar, af því að bað komi valdhöfum illa, þótt það bitni fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín. Það er því enn eins og í öndverðri baráttu verka- lýðssamtakanna, þjóðfélagsleg nauðsyn að tryggja í hvivetna jafnréttisaðstöðu þegnanna til alls þess náms, sem kostur er að veita, meðal annars til að mis- rétti á því sviði ali ekki á niðurrifshvötum manna og spilli því, að kraftar þeirra nýtist á jákvæðan hátt. 4 21. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýtízku kjörbúö Örskammt frá Miklubraut Kynnizt vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíö 17. SNYRTING Í^lFYRIRHBLGINA 0NDULA HÁRGREIBSLUSTOFA Aðalstrætl 9. - Sími 13852 HÁRGREIÐSLUSTOFA ÓLAFAR BSÖRNSDÓTTUR Hátúnl 6. Simi 15493. GUFUBAÐSTOFAN HÓTEL LOFTLEIQUM SkólavörSustig 21 A, Simi IV 762. Kvcnna- og karladeildir: Mánndaga til föstudaga 8.8 Laugardaga 8-5 Sunnudaga 9-12 f.h, BýSur ySur: GufuhaS, sundlaug, sturtubaS, nudd kolhogaljós, hvíid. PantiS þá þjónustu er þér óskiS í sima 22322. GUFUBAÐSTOFAN Hétel LoftleiSum ANDLITSBÖÐ Sími 40613. KVÖLD- SNYRTING HAJVD BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtlsérfræðíngur Hlégerði 14, KópavogL krossgötum * LÍTIL FJÖLBREVTNI. Það er mál nianna, að næsta lítil íjölbreytni sé varðandi þær íþróttagreinar, sem stund er lögð á hér á landi. íslenzk veðrátta og hinn íslenzki vetur takmarka að sjálfsögðu hvað hægt er að leggja hér stund á en þó er ekki því að neita, að þetta er nokkuð að breytast'. Áhugi á golfíþróttinni virðist til dæmis hafa farið mjög vaxandi hér undanfarin eitt til tvö ár og er það vel, því golf er í senn holl og skemmtileg íþrótt, sem jafnt ungir sem gamlir geta lagt stund á. Ekki er langt síðan nýr golfvöll- ur var tekinn í notkun á Seltjarnarnesi, nýr golf- völlur er suður í Leiru skammt fyrir sunnan Keflavík, og rétt nú um daginn var vígður golfvöll- ur á fögrum stað í Hvaleyrarholtinu sunnan við Hafnarfjörð. Þá er Golfklúbbur Reykjavíkur með stórvirki á prjónunum upp við Grafarholt og verður þar hin ákjósanlegasta aðstaða til að iðka þessa íþrótt. Því ber þó ekki að neita, að þar virðist meiri áherzla hafa verið lögð á íburð í klúbbhús- inu heidur en á garð golfvallarins. Spilar þó eng- inn golf á parketgólfum glæsilegra salarkynna, én hver hefur sinn smekk. ★ FLEIRA MÆTTI BÆTAST VIÐ. j I En til eru fleiri íþróttagreinar, skemmtilegar og hollar, sem hér er lítil rækt lögð við. Tennis er á sama hátt og golfið holl íþrótt fyrir kyrrsetumenn. Einhverra hluta vegna hefur það því miður aldrei komizt í tízku hér að leika tennis og er það illa farið. Þá má' minna hér á eina íþrótta- grein enn, sem að vísu er ekki iðkuð undir beru lofti, en er samt alls góðs makleg, en það er keiluspil eða „bowling.” Þetta er sannkölluð fjöl- skylduíþrótt jafnt' við hæfi ungra sem aldinna og hefur undanfarin ár farið sigurför um Evrópu, eftir að hafa verið vinsæl um langt árabil í Banda- ríkjunum. Hér er áreiðanlega verkefni fyr- ir framtakssama menn, að koma upp aðstöðu til keiluspils. Slíkt' mundi án efa verða vinsælt og vel sótt. Væri ekki fjarri lagi að hið opinbera veitti einhverja fyrirgreiðslu í þessum efnum, því vel fer á að hafa slíka starfsemi í einhverju sam- bandi við æskulýðshöll, eða skemmtistað fyrií: unglinga. Ýmsar fleiri íþrótltagreinarl mætti hér tilnefna, sem hægt væri að stunda hér í ríkari mæli en gert hefur verið, en hér skal þó látið staðar numið að sinni. — KARL.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.