Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 5
U Thant um heim- kvaðningu fribar- gæzlusveitanna ISLENDINGAR MEDAL MESTU LAÐALESENDA HEIMS AÐ DANIR lifi góðu lífi á alþjóð legum mælikvarða, er staðfest í síðustu útgáfu af „United Nat- ions Statistical Yearbook, 1966“ (hinni árlegu hagskýrslu Samein uðu þjóðanna fyrir 1966). Danir eru nefnilega í þeim litla hópi. þjóða, sem daglega neyta a.m.k. 3000 'hitaeininga á hvern íbúa. Finnar hafa það til síns ágætis að vera meðal fremstu framleið- enda dagblaðapappírs í heimin um. íslendingar og Norðmenn eru meðal mestu dagblaðales- enda heims, og Svíar nota meira stál en nokkur önnur íþjóð. Eins og endranær hefur hag- skýrslan að geyma mjög sundur leitar upplýsingar hvaðanæva úr heiminum. Á 776 blaðsíðum hennar eru 210 töflur um fólks- fjölda, efnahagsmál, félagslegar aðstæður, menntamál, flutninga- og menningarmál. Hagstofur í 150 löndum og landsvæðum hafa unnið með Sameinuðu þjóðun- um að gerð bókarinnar. Upplýs- ingarnar taka til ársins 1965, en Jtil samanburðar hafa einnig ver ið teknar tölur frá 'árinu á und an og frá 1948. Hér eru nokkur sýnishorn úr skýrslunni: □ Á miðju ári 1965 töldust jarðarbúar vera 3295 millj- ónir talsins. Árleg fjölgun á árunum 1960-65 nam 1,9 %. Örust var fjölgunin x Rómösku Ameríku eða 2,8 %, en hægust í Evrópu, 0,9 %. □ Iðnaðarlöndin, þar sem fjölgunin var hægust, juku brúttó — þjóðarframleiðslu : sína um 51% á tímabilinu 1950-64, en vanþróuð lönd in juku hana einungis um 40 % á sama skeiði. □ Hlutur vanþróuðu landanna í iðnaðarframleiðslu heims- ins jókst um hálft prósent á árunum 1958-65, úr 7,8 í 8,3 % □ Verð á iðnaðarvörum hækk- aði stöðugt á fyi'ri lielmingi ♦ yfirstandandi áratugs, en verð á matvælum var í stór um dráttum óbreytt frá því á árunum upp úr 1950. Þannig minnkaði kaupmátt- ur vanþróuðu landanna, sem byggður var á útflutn- ingi, um 17% frá 1950 til 1965. □ Samtals voru' framleiddir — og sennilega líka reyktir — 2322 milljarðar vindlínga í heiminum árið 1965. □ Fjöldi fólksbíla nam 139,9 milljónum, og í notkun voru 551 milljón útvarpsvið tækja og 181 milljón sjón- varpsviðtækja. Q 383 milljónir námsmanna lögðu stund lá nám við kennslustofnanir af öllum gerðum og gráðum (árið 1963). . Svíar nota mest stál. Árið 1965 voru Sovétríkin stærsti framleiðandi járnmálms í heiminum. Næst þeim komu Bandaríkin, Kanada, Frakkland og Svíþjóð. Bandaríkin bæði en á hvern íbúa notuðu Svíar framleiddu og notuðu mest stál, þó enn meira eða 682 kg. á ári. Árleg stálnotkun Bandaríkjanna á hvern íbúa var 656 kg. Þau lönd sem minnst notuðu af stáli voru Indónesía og Kongó með 3 kg. á hvern íbúa árlega. „United Nations Statistical Yearbook, 1965“ kostar heft andvirði 11 dollara og bundin 15 dollara. Hana má panta hjá Ejnar Munksgaards Boghandel, Nörregade 6, Köbenhavn. U THANT framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gaf AIls- herjarþinginu skýrslu um heim- kvaðningu friðargæzlusveitanna hinn 26. júní s.l. í skýrslu hans kom m.a. fram eftirfarandi: Enda þótt tilmæli um heim- köllun gæzlusveitanna kæmu mjög á óvart, var ekkert nýtt í málinu, hvorki að því er varð- aði grundvallaratriði né þær leiðir sem framkvæmdastjórinn varð að fara. Ákvörðun hans 18. maí um að verSa við ósk Arr bíska sambandslýðveldisins var eina sanngjarna og vænlega ráð stöfunin sem hægt var að gera. Framkvæmdastjórinn kannaði það 18. maí hvort staðsetja mætti gæzlusveitirnar innan landamæra ísraels, en ísraelar gátu ekki fallizt á þá lausn. Sama dag lét framkvæmda- stjórinn Arabíska sambandslýð- veldið vita um kvíða sinn vegna þeirra afdrifaríku afleiðinga sem heimkvaðning gæzlusveit- anna kynni að hafa, og hann lét þess getið að hann hefði í hyggju að hvetja Nasser til að taka ákvörðun sína til nýrrar yfirvegunar. Seinna þann sama dag rádlagði utanríkisráðherra Arabíska sambandslýðveldisins framkvæmdastjóranum að bera ekki fram slík tilmæli, þar sem þeim yrði vísað á bug. Þegar ísraelar og Arabar stóðu andspænis hvorir öðrum, eftir að Arabíska sambandslýð- veldið afréð að senda hersveit- ir til landamæranna, var hlut- verki fi'iðargæzlusveitanna lok- ið, þar eð þeim var meinað að gegna því. Ekki var fyrir hendi neitt op inbert skjal er sýnt gæti fram á, að heimild Arabíska sambands- lýðveldisins til að afturkalia leyfið til dvalar gæzlusveita í landinu væri einhvei'jum tak- mörkum háð. Nokkrum klukkustundum eftir að framkvæmdastjórinn hafði fengið tilmæli Arabíska sam- bandslýðveldisins í hendur ráð- færði hann sig við riáðgjafa- nefnd fx-iðai'gæzlusveitanna og þau sjö ríki, sem áttu mannafla í sveitunum. Hann áleit að það mundi ekki þjóna neinum já- kvæðum tilgangi að reyna að kveðja saman Allshei-jarþingið eða Öryggisráðið, og var enn sömu skoðunar þegar hann flutti skýi'sluna. Tilmæli Arabíska sambands- lýðveldisins ónýttu verkefni gæzlusveitanna. Sérhver tilraun til að halda áfram gæzlustörfum á landsvæði Arabíska sambands- lýðveldisins eftir að leyfi hafði verið afturkallað hefði 'án efa haft alvarlegar afleiðingar. Skýringarnar sem Dag Hamm arskjöld fyrrverandi fram- kvæmdastjóri gaf í viðræðum Framhald á bls. 14. fslðnd í amerískum blöðum STUTTU áður en við hjónin fluttumst búferlum frá Grand Forks, North Dakota til Vietoria, British Columbia, Kanada — í júnílok, bárust mér í hendur Þingtíðindi Bandaríkjaþings — (Tho Congressional Record) — frá 18. júní s. 1. Þar var prentað ávarp, sem senator Quentin N. Burdick, þjóðþingmaður Norður- Dakota, hafði látið birta í til- efni lýðveldísdags íslands 17. júní. Er það vel samið erindi, með tilvitnunum til góðra heim- ilda, og lýsir miklum góðhug í garð lands vors og þjóðar. Er það ekki í fyrsta sinn, sem Bur- diek þjóðþingmaður hefur sýnt íslandi og oss íslendingum sóma og vinsemd með þeim hætti. Þann 8. júlí birtist í dagblaði Victoríuborgar, Vietoria Daily Times, mjög athyglisverð rit- stjórnargrein um Kanada sem land fjölþættrar menningar. — Fjallaði grein þessi sérstaklega Ugr' um íslendinga og Vínlandsfund þeirra til forna. En tilefni henn- ar var það, að Eric Stefánsson, þingmaður Gimli-kjördæmis í Manitoba, hafði í vetur flutt á kanadiska þjóðþinginu tillögu þess efnis, að 2. ágúst yrði lög- festur sem árlegur Leifs Eiríks- sonar dagur í Kanada. Skýrir ritstjórnargreinin svo frá, að miklar umræður hafi orðið um tillöguna, þó að eigi færi fram atkvæðagreiðsla um hana að því sinni. En jafnframt notar blaðið tækifærið til þess að minna á það í umræddri grein, hvern skerf íslendingar og önnur hin smærri þjóðarbrot hafi lagt og leggi til kanadisks þjóðlífs og menningar, eigi síður en Frakk ar og Bretar. Átti það ágætlega við að draga athyglina að því grundvallaratriði einmitt á þess- um merkistímamótum í sögu Kanada, aldarafmæli fylkjasam bands landsins. Þá barst mér fyrir nokkrum dögum frá norskum vini í Kans- as City, Missouri í Bandaríkj- unum, grein um ísland („In the Land of Frost and Fire“), sem kom í stórblaðinu Kansas City Star 1. júlí s. 1. Hún er skrifuð í Reykjavík, og er höfundurinn Arthur R. Pastore jr., mun hann vera amerískur blaðamaður, er þá var á ferð á íslandi. Greinin, sem prýdd er nokkrum myndum, bregður innan sinna takmarka, upp glöggri og óvenjulega í'étt- orðri mynd af landi voru og þjóð, og er vinsamleg að sama skapi. Öllum góðum íslendingum, sem eiga dvöl ei’lendis, er það ánægjuefni að lesa sannorðar og vingjarnlegar frásagnir um heimalandið og heimaþjóðina. Slíkar lýsingar eru jafnframt þakkarverð landkynning. Victoria, B. C. 14. júlí 1967. 21. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.