Alþýðublaðið - 21.07.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Page 7
SKOKKURÁ DÓTTURINA Skokkur er alltaf hentugur klæðnaður, því að bæði gr hægt að nota undir liann blússur og peysur og því hæg't að nota hann bæði vetur og sumar . auk þess er auðvelt að sauma hann. Skokkurinn hérna á myndinni er fyrir G-8 ára gamlar telpur og það er hægt að sauma hann úr þykku baðmullarefni eða ullarefni gða rifluðu flauelj ef hugsað er fyrir haustinu Og ef vill, má hafa mislitan borða neðst á skokknum eins og sést á myndinni. Hver rcitur eða rúða á sniðmyndinni e rlOxlO cm. KARRÝ -RÉTTIR Hakkað kjöt í karrý. I 1 laukur, matarolía, 1 matsk. karrýduft, 1 pund hakkað kjöt, 3-4 tómatar, salt. Steikið laukinn í olíunni. Hrær- ið karrýinu saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið þá í hakkaða kjötinu, jafnið því með gaffli, svo að það blandist saman við laukinn og karrýið. Bætið síðan við tómötunum og saltinu og setjið lok yfir pönnuna og sjóðið við hægan hita í 40 mín. Borið fram með hrísgrjónum og grænmeti. Köld karrýsósa. 2 stórir laukar, 4-5 matsk. matarolía, 1- 2 matsk. karrýduft, 2 sléttfullar matsk. hveiti, tæpur peli af vatni, ca. 8 tómatar, 2 matsk. tómatsósa, salt, pipar, Vz matsk. sinnep, 2 matsk. sítrónusafi, 2- 3 tesk. sykur. ÞREYTA I AUGUM ..._.s___ Margir kvarta um þreytu í augum við augnlækni sinh, bæði ungir og gamlir og þá sér staklega kvarta þeir um þreytu eftir lestur eða t.d. saumaskap. Það er erfitt að halda áfram og fljótt kemur í ljós þreyta, sem lýsir sér m.a. í höfuðverk, sér- staklega verk yfir ennið og aug un. Verkur og sviði er í augun- um og oft er eins og korn hafi farið upp í þau. Venjuleg skýp ing á augnþreytu er sjóndepra. Og góð gleraugu eru venjulega bót á því. En ef um ungt fólk er að ræða, þarf ekki alltaf að vera um sjóndepru að ræða. Slímhimnubólga -í augunum get ur valdið því að þreyta og sviði kemur í augun. Einnig er oft um slíkt að ræða hjá fólki, sem er slæmt á taugum, þó að ekki sé þá um að ræða bólgu í augunum. Alls konar augn- vötn eru mikið auglýst við augn þreytu, en gildi þeirra er mis- munandi mikið. Það gerir al- veg sama gagn að baða augun úr vatni með örlitlu salti í og það er mikið ódýrara. Eitt dæmi má nefna um augnþreytu án beinna orsaka: Samvizkusami skólanemandinn, sem les og les, kvartar oft um augnþreytu En í slíkum tilfellum er augnþreyta og höfuðverkur jafneðlileg og líkamleg þreyta íþróttamannsins eða erfiðisvinnumannsins, en nemandinn gæti liagað lestri sínum þannig, að hafa hlé á milli og hvíla sig, einnig að fara í gönguferðir o.s.frv. Þegar lítil skólabörn koma til augnlæknisins og kvarta um samkvæmt fyrirsögn móður sinn ar, að þau séu nærsýn, og þreyt ist við lestur, er það oft svo, að ástæðan er aðeins sú, að börn in hafa þann ávana að halda bókinni allt of nærri ahgun- um. Bæði ungir og gamlir tala oft um það, að of mikill lestur og nákvæmisvinna sé skaðlegt fyr- ir augun. En þessu er ekki þann ig varið. Gamla trúin á því, að nærsýni orsakaðist af of miklum lestri á ekki við rök að styðj- ast Og það átti að vera sér- staklega bættulegt að liggja út af og lesa. Og oft heyrist gam- alt fólk segja sem svo: Það er ekki undarlegt að sjónin í mér sé farin að bila, ég hef líka ekki reynt svo lítið á augun. En þetta á ekki heldur við rök að styðjast og ekki fremur sú kenn ing að hlífa eigi augunum með því að minnka lesturinn. Þó að augun þreytist þá er það ekki hættulegt, aðeins áþægilegt og lagast eftir nokkra hvíld. Á myndinni sjáum við til hægri í skálinni köldu karrýsósuna, til vinstri í skál eru hrísgrjónapönnukökurnar og einnig eru borin með niðurskorin epli, agúrkur, tómatar, sítrónur og rækjur. Skerið laukinn smátt og steikið hann í olíunni, ekki brúna hann. Bætið við karrýinu og steikið enn í nokkrar mín. við hægan hita. Hrærið hveitið út í og látið malla nokkrar mín. Bætið síðan við öll um hinum efnunum og látið suð- una koma upp og látið sjóða í 1-2 mí(n. ,'hrærið vel í á meðan. Minnk ið hitann og látið enn sjóða í 10 mín. Kælið sósuna, en hrærið í öðru hvoru. Sósan er borin fram köld, t.d. með kjötbúðingi, kjöt- bollum, soðnum . kjúklingum. Berið einnig með grænmeti, ag- úrkur, tómata, salat, einnig niður- skorin epli og sítrónur. Einnig er gott að bera fram með sósunni hrísgrjónapönnukökur, sem bún- ar eru til úr 200 g. soðin hrís- grjón, % mjög smátt saxaður laukur, 1 hrært egg, Blandið ofangreindu vel saman og kryddið með salti og pipar. Takið síðan fulla matskeið af deiginu og steikið í vel heitri feiti, þar til pönnukökurnar eru stökkar og ljósbrúnar. Kaldir kjúklingar í karrý. Sósa: 30 g. smjör, 1 saxaður laukur, 1 matsk. karrý, 1 matsk. hveiti, ea. 1 Vi peli kjúklingasoð, 4 tómatar, 1 soðinn kjúklingur, 180 g. hrísgrjón, soðin. Gerið fyrst sósuna: Bræðið smjörið og steikið laukinn. Hrær ið karrýinu saman við, einnig hveitinu og hitið í 2-3 mín. Bætið soðinu saman við og lirærið í þar til sósan þykknar. Bætið þá tóm-. ötunum saman við (skerið þá í bita áður og takið hýðið utan af þeim). Látið sósuna sjóða í 15 mín. Kælið hana síðan. Skerið kjúklinginn í sneiðar og berið þá fram ofan á köldum, soðnum hrísgrjónum og hellið sósunni yf ir. Berið grænmeti með. 21. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.