Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 8

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Side 8
 I/•... , • (í > '<i' V jji J8 z1 9mmmÆMmmSHSS^m3. $.$ .r».utítá í$. ^HMwHWealfa'. «-ír'. * s&SÉ sá@:3 UNDANFARNA daga hafa gífur- legar kynþáttaóeirSir geisað í bandarísku borginni Newark í nágrenni New York. Kynþátta- óeiröir af þessu tagi eru því mið- ur engan veginn ný bóla á þess- um slóðum, og hið upphaflega til- efni var ekki mikið. Sumir segja, að svartur leigubílstjóri bafi verið tekinn fastur, — aðrir eegja, að svartur piltur hafi ver- ið skotinn. Slíkir atburðir gerast oft í heimsborgunum og þykja naumast fréttaverðir. En sums staðar er falinn svo mikill eld- ur í glóðunum, að lítið þarf til a8 hann biossi upp og verði að miklu báli. Hatrið leiðir af sér hryðjuverk á báða bóga........... Yfirvöidin sjá ekki önnur ráð en að kalla á herlið til þess að hjálpa lögregliinni á staðnum, en koma hvítra, vopnaðra her- manna verkar ögrandi á' svartan múginn, — allt fer í bál og brand. Loks tckst að bæla niður upp- reisn þess, sem er minni máttar, en e'idurinn, sem brann slokkn- ar ekki að fullu. Hann er aðeins falinn, og einhvern tíma, fyrr eða seinna, er hann vakinn að nýju. Ríkisstjórnin í New Jersey tal- ar um „glæpsamlega uppreisnar- starfsemi”. Lögreglumenn í New- ark virðast ganga út frá sam- særi: Hinn umdeildi negraleið- togi Stokly Carmichael fór í burtu rétt áður en óeirðirnar brutust út. En það, sem menn ættu fyrst og fremst að aðgæta er, að ásandið í bæ eins og New- ark er þannig, að það þarf mjög lítið til þess að til ógnaverka komi, — einkum eftir að hið svokallaða langa heita sumar er komið. Bent hefur verið á, að Martin Luther King varaði nýlega við því, að líklegt væri að upp úr syði í tíu bandarískum borgum. Ein þeirra var Newark. Það má bæta því við, að flestir sérfræð- ingar í þessum málum, hafa lengi reiknað með því, að til óeirða gæti komið á þessum stað: 60% íbúanna eru svartir, — og hvergi er þéttbýlla í Bandaríkjunum, — nema í New York. Kannski hafa slagorðin „eng- in valdbeiting,” sem allt áttu að leysa, — misst mesta glansinn í augum bandarískra negra: eng- inn getur efazt um að sjálf jafn- réttindahreyfingin er illa komin. Áberandi negraleiðtogar eru farn- ir að tala um svart vald (black power) sem eins konar tákn sjálfsvirðingar og kröfu til með- ákvörðunaiTéttar, — jafnréttj er þeim ekki lengur raunhæft tak- mark. Enginn getur líklega um það dæmt, hve veikur eða sterk- ur þessi minnihluti er, en það er nokkurn veginn víst, að enn er aðeins um minnihluta að ræða. Að minnsta kosti hefur boðskap- ur þessa hóps og kynþáttaóeirðir síðustu ára í negrahverfum stór- borganna, — fælt marga forna fylgismenn frá „samtökum hvítra frjálslyndra”. En svertinginn í Bandaríkjun- um getur ekki til lengdar látið sér nægja þá ábendingu, að vald beitingin vinni gegn sigri hins góða. Hann verður þvert á móti þess vís, að valdbeiting er stund- um það eina, sem dugar. Blökku- menn Bandaríkjánna hafa ein- ungis með hörkunni í mótmæla- aðgerðum sfnum komið af stað þeirrj skriðu, sem ieitt hefur til _ Frh, á 14, siðu.________________ Sá hann í sjónvarpi Ég SÁ ÞIG í sjónvarpinu, hróp- aöi lítil stúlka, þegar hún kom auga á Wilson í veitingahúsi þingsins nýlega. Litla stúlkan var í eftirmiðdagsboði í þing- húsinu á'samt fleiri börnum af barnaheimilum, og þegar hún var í miðju kafi að borða rjóma kökuna sína, .kom hún auga á Wilson, sem kom fram til að taka sér smáhvíld. Eitt af hin- um börnunum vildi endilega að forsætisráðherrann ýtti á hnapp, svo að þau gætu séð, hvað skeði. Wilson lét þetta eflir barninu og samstundis j kom þjónustustúlka inn með í köku handa Wilson. Soffía frænka Á MYNDINNI sjáum við Alex- öndru Mussolini, en hún er systurdóttir Sofiu Loren, dóttir systur hennar, Önnu Mariu Scicolone. Alexandra hefur nú eignazt litla systur og þarna er hún í ökuferð með systur sína. Nýasta tízka ÞAÐ nýjasta í tízkuheiminum er að baðfötin séu í stíl við hundinn — og hér á myndinni er það Dalmatian hundur, sem fyrirsætan á og baðfötin eru því hvít með svörtum blettum. Hugmyndina að þessu tízkufyr- irbrigði á sjálfur Jacques Es- terel. Hver er þetta? ÞEKKIÐ þið stúlkuna á mynd- inni? Það er ekki víst að þið þekkið hana strax, en hún er ein vinsælasta kvikmyndaleik- kona í heimi. Hún stst hér í hlutverki sínu í myndinni — Thoroughly Modern Millie — en þar leikur hún aðalhlutverk- ið. Hún hefur leikið í m. a. „Mary Poppins”, Sound of Mus- ic” og þá vitið þið víst, hver hún er, — Julie Andrews. g. 21. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.