Alþýðublaðið - 21.07.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 21.07.1967, Síða 13
KÓMÍwKgsBÍO] íslenzkur texti. OSS £17 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd 1 litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Kverisami píanistinn Víðfræg og snilldarvel gerð amerísk gamanmynd í litum. PETER SELLERS. PAULA PRENTISS. fslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjóri“ usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLfD I, SfMI 2129Ó VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNIHGUk LÖGFRÆÐISTÖRP Trúlofunarhrfngar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmlður Bankastræti 12. AU6LÝSID í Alþýðublaðtnu traust, hvíslaði hann einlægur. Alls ekkert sjáffstraust. Hún þarf sífellda uppörvun. Gagn- rýni særir hana djúpt. Áður en ég gat svarað kall- aði Trish á mig innan úr setu- stofunni og James leit aftur að- varandi á mig. Trish var í hvítum kjól og með ítalskt hálsmen, er kostaði fimm hundruð pund. Hún lá á' sófanum, brosti til mín eins og deyjandi svanur og bað um glas. Ég leit á hana. Veslingurinn, sem skorti sjálfstraust' og klígj- aði við gagnrýni, leit út eins og dýrlingur á málverki eftir Ra- fael. Andlit hennar var rólegt og áhægjulegt. — Við höldum veizlu í kvöld, sagði hún og hló. — Sagði Jim- my þér það. Alvöru veizlu — ekki þara fáeina kunningja. Eg íiringdi heiíln^ikið með'aJn, þú varst ekki heima í gær, elskan. Komstu ekki voða seint? Það koma fjörutíu í mat og svo ætlum við að dansa í rósagarð- inum. — Það er hollt að fara í sund um miðnætti, sagði Jam- es-. í fjarveru minni í gær, sem Trish minntist hvað eftir ann- að á, hafði hún ákveðið að halda stórveizlu. Lúcíana sá um mat-J inn. — Þú getur hvílt þig, elsk- an, sagði Trish Ijómandi. Ég þagði meðan við snædd- um_ matinn sem samanstóð af fjórum ostategundum og kexki Við borðum alltaf svona fyrir veizlu, sagði James og bauð mér ost eins og hann væri steik. Ég var glorhungruð og ákvað að fara í eldhúsið og fá mér ein- hverja næringu seinna. Og auk hungursins þjáðist ég af taugaóstyrk. Bob hlaut að vita, að mig langaði — nei, hann hlaut að langa að sjá mig aft- ur! Kom ekki karlmaður til stúlku eða hringdi til hennar eftir það sem við liöfðum átt saman í gærkvöldi? Það fór hrollur um mig og ég gat ekki einbeitt mér að því að hlusta á samræmur hjónanna. — Ég hrökk við, þegar ég heyrði nafn mitt nefnt. — Þú iætur þig dreyma, Júl- ía, sagði James. Ég var að segja þér ástæðuna fyrir boðinu. Þetta er trúlofunarafmælið okkar. —; Fyrir ellefu árum sagði Trish „já‘“. — Ég gleymi því aldrei. Það var eftir frumsýningu, James Manstu það? — Ég gæti endurtekið hvert orð. Þau horfðust í augu og ég leit á þau með fyrirlitningu og virðingu. Þau voru furðuleg. Trish borðaði álíka mikið og spörfugl og hún virtist hafa gleymt því að hún var reið við mig. Hún fór að tala um þessa frumsýningu, sem hafði farið fram fyrir eilefu árum. Þá hafði James unnið mikinn sigur í ein- hverju hlutv'erki. Mér fannst þetta mest líkjast endurminn- ingum gamals leikara um gamalt leikhús sem löngu var búið að rífa. Mér leiddist leikhústál. Trish og James sátu þarna og Suzanne EbeL ÚTÞRÁ OGÁST töluðu um löngu liðin afrek Jamesar og um klappið — Trish sagði dreymandi að hann hefði verið svo utan við sig eftir þennan mikla sigur. Hann hafði ekki vitað hvert hann var að halda. Hann var hugsjóna- maður og hann hafði alltaf lang- að til að gera eitthvað mikið á sviði. En þetta kvöld hafði Ter- ence de Witt fyrst boðið honum að leika í sögulegri kvikmynd. — Og þetta kvöld sagði hún „já.” Júlía, bætti James við og barði í borðið. Hún brosti blíð- lega til hans og bað mig um glas af ísköldu vatni. Þegar ég kom aftur inn hafði tilfinningarnar lægt og þau voru farin að tala um Terence de Witt. Ég fér. aftur inn í eldhúsið. Stúlkurnar voru að þvo upp og Lúcíana sat á stól við gluggann og horfði út. Hún sagði mér ek-ki að fara út svo ég settist við hlið hennar. Þarna þurfti ég ekki að hlusta á sögur sem mér hundleiddist og ekki að sitja við fætur frægra leikara og lita upp aðdáUnaraugum. — Ég hef ekki heyrt frá Bob, stundi ég. — Hvers vegna hefur hann ekki hringt? Á ég að spyrja Trish hvort honum sé boðið í kvöld? — Spurðu hana ekki, sagði Lúcíana hvasst. — Hún vill að allt snúist um hana. Talaðu al- .drei um sjálfa. þig við hann. Þetta virtist gott ráð en ég var eirðarlaus. — Mér líður illa. Dagurinn er svo langur. Hvað á ég að gera. — Ekkert; hann kemur; hún brosti þreytulega og ég skamm- aðist mín fyrir að hlaupa og biðja um ráðleggingar hjá henni, sem hafði staðið upp á’ endann frá því sex um morgun- inn og eldað mat fyrir fjörutíu manns. — Marcello var í garðinum. Ég ætlaði að segja þér það. — Ég veit það. Hann fór til Rómar. Átti ég að minnast á að hann bað mig um að gæta hennar? Hún virtist svo döpur að það myndi gera hana enn daprari. í þess stað spurði ég í hvaða kjól hún ætlaði að vera í kvöld. — Ég læt ekki sjá mig. Ég er aðeins eldabuskan. — Hættu þessu. Það er þraut leiðinlegt. Hún endurtók fýlulega að hún vildi ekki láta sjá sig og bauð mér konfektmola. Svo til- kynnti hún mér að það væri pizza í ofninum. Það birti yfir henni meðan ég borðaði. — Engar áhyggjur. Hann kem- ur í kvöld, sagði hún. — Hún hringdi til hans mjög seint í gærkvöldi. Ég varð að finna núm- erið — þú varst nýkomin heim. Hún hafði áhyggjur og var reið yfir greininni. Hvað sagði ég ekki. Fyrst reið, svo elskuleg .... Hann kemur og þú hittir hann. Farðu í fínan kjól, vertu sæt. Allt fer vel. — Já, sagði ég. Hópur manna voru í rósa- garðinum að setja gólf yfir stéttina. Ég var fegin að losna frá ritvélinni og hugsunum mín- um og fór til að horfa á þá. Þeir komu með undirlag og yfí irlag og skipuðu ákaft fyrir. — Þeir hlógu og töluðu hástöfum saman og einn þeirra steig í rósabeðið á stórum járnbentum skónum. Æðisgengið vein heyrðí ist frá svölunum þar sem Trish hafði auga með rósunum. Þegar búið var að leggja gólf- ið fægði maður í hvítum vinnu- galla það. Hinir mennirnir hengdu upp ljósker eins og Bob fannst svo ljót upp í tré. Blá- og hvítröndóttar sólhlífar voru borð birtist þakið hvítum dúk- um. Þetta var skemmtileg ring- ulreið og enn skemmtilegri vegna valdastríðs milli Lúcíönu sem líktist gyðju í gráu pilsi og með hvíta svuntu og þjóninum, sem líktist storki og birtist af og til eins og gestur úr Undir- heimum. Lúcíana sigraði. Hún bað mig um aðstoð við- víkjandi borðskreytingunni og þarna var ég að vafsast með rós- ir og liljur sem minntu mig á Midge. Loks var allt eins og það átti að vera og ég fór upp til að skipta um föt. Eftir að ég kom úr baði horfði ég á föt- in mín og velti því fyrir mér á hvað Bob litist bezt, Mig skorti allt sjálfstraust á þess- ari stundu. Ég hafði alltaf haft nægilegt sjálfstraust áður fyrr, viss um að ég lit'i vel út, að ég fengi að ráða, að ég myndi skemmta mér, að öllum litist vel á mig. En núna var þetta allt horfið. Kossar Bobs höfðu rænt mig sjálfstraustinu. — Hvað viltu, hafði Lúcíana spurt. Ég vildi vera hjá honum og vera „hans.” Gamaldags og 21. samt siung. Ég tók fram kjól, sem ég hafði keypt mér á ísóla með Lúciönu, kjól úr hvítu baðmullarefni skreyttur með útsaumi eins og skírnarkjólar gjarnan eru. í slík- um kjól hefði ég aldrei verið í Manchester. — Þú ætlar þó ekki að vera í þessu, hefði pabbi spurt og sent mig upp á loft til að fara í bleikan silkikjól ísaum- aðan með perlum sem kostaði hann þrjátíu pund og leit út fyrir að hafa kostað enn meira. En pabbi var ekki hér og smekkur minn hafði breytzt. Ég setti enga há’lsfesti á mig og burstaði hár mitt fram á ennið, notaði lítið af snyrtivörum og of mikdð af ilmvatni. Þegpr byrjað var að spila fór ég niður. Ég horfði á liljurnar, sleit eina og stakk henni í hár mitt, ltnt í spegiiinn, tók liljuna úr aftur og leit enn í spegilinn. Erkiengillinn sjálfur stóð við hlið mér. Heimsins mest selða sinnep, og auðvitaS kemur þaS frá ALUR S.F. — SÍMI: 1 3051 úlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.