Alþýðublaðið - 30.07.1967, Side 5
Sunnudags AlþýðublaSið — 30. júlí 1967
5
tSÚH/tetcáufT
æcæsíqj
cmattD
Ritstjóri-: Benedikt Gröndal. — Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján
Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasimi 14906.
Aðsetur: Alþýðu'núsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Frentsmiðja
Alþýðublaðsins. Sími 14905. - Áskriftargjald: kr. 105,00. — f lausa-
sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
STJÓRN FYRIRTÆKJA
iVARLA LÍÐUR SVO ÁR, að íslenzk
fyrirtæki haldi ekki uppi háværum
ikvörtunum um skort á rekstursfé, og
jer ríkisstjórnum yfirleitt kennt urn.
Heyrast jafnvel fullyrðingar þess efnis,
að ráðherrar séu á þennan hátt að kepp
ast við að drepa íslenzka atvinnuvegi.
Af þessu mætti ætla, að íslenzkir
jbankar væru ósanngjarnir í garð at-
yinnufyrirtækja og sveltu þau með
Bkömmtun á rekstrarlánum. Þessu er
þó ekki svo varið. Bankarnir lána fyrir-
tækjum, og þá alveg sérstaklega rit-
flutningsatvinnuvegunum, mörg þús-
ímd milljónir króna á ári hverju í
rekstrarfé.
Hvernig getur þá staðið á hinum ei-
lífa barlóm?
Skýringin er sennilega sú, að íslend
ingar gera lítinn mun á rekstrarfé og
fjárfestingu, þegar á hólminn er komið.
Það er alkunna, að gangi íslenzku fyr
irtæki vel í nokkra mánuði, eru þegar
uppi áform um stórfellda fjárfestingu,
ný vélakaup, nýjar byggingar og hvað
einh. Ekki er hugsað fyrir fullnægj
andi fjáröflun, heldur er tekið fé út
úr fyrirtækinu til að standa straum af
fjárfestingunni, sem oftast verður
miklu dýrari en áformað var, meðal
annars vegna lélegs og ófullnægjandi
undirbúnings.
Þessi óskipulegu vinnubrögð. sem
bera vott um litla stjórnunarhæfileika,
eru án efa ein af orsökum þess, hve
mjög íslenzk fyrirtæki kvarta um skort á rekstrarfé.
Síldarverksmiðjur, sem græddu tugi milljóna fyrir
tveimur árum, standa nú uppi með hálfgerðar fjárfest
ingaframkvæmdir og geta ekki, vegna fjárskorts,
greitt sjómönnum og verkafólki. Er þetta eðlilegt?
Skortur á þekkingu á stjórn fyrirtækja er án efa
ein hættulegasta orsök þeirra erfiðleika, sem íslend
ingar hafa lengi átt við að stríða í efnahagsmálum.
Vanhugsuð fjárfesting, sem oft jaðrar við verðbólgu
brask, er ein af meginorsökum stöðugrar dýrtíðar,
sem magnast í góðæri.
Bretar telja, að skortur á þekkingu á nútíma að-
ferðum við stjórnun fyrirtækja sé ein aðalorsök
vandræða þeirra. Þeir reyna að bæta úr þessu með
því að koma upp tveim fullkomnum verzlunarskólum.
En ef þeir þjást af þessum kvilla, hvað þá um okkur
íslendinga? Eigum við ekki margt ólært á þessu
sviði? Getum við nokkru sinni komið málum okkar
vel fyrir, ef ekki verður stórbreyting á þessu sviði?
Augiýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14906
Helgi Valtýsson skrifar kjallaragreinina í dag,
og fjallar hún um hvort varnarlið sé nauðsyn-
legt á íslandi, svar við grein Sigurðar Guð-
mundssonar um sama efni er birtist á sunnu-
daginn var.
Helgi Valtýsson:
Er varnarlið nauðsynlegt
á íslandi ? - já auðviíað
1. Greinin í Alþýðublaðinu:
I
SUNNUDAGINN 23. júlí birt-
ist í Alþýðublaðinu fremur stutt'
kjallaragrein um varnarmál ís-
lands, undir ofannefndum titli,
eftir Sigurð Guðmundsson, for-
mann SUJ. Er þetta skynsam-
lcga rituð grein, róleg og æs-
ingalaus og kemur víða við. En
þó eigi til hlítar þaulhugsuð.
Fyrir höfundi vakir — sem og
einnig fyrir meginþorra hugs-
andi íslendinga, hve æskilegt
væri að geta verið laus við er-
lent varnarlið á Keflavíkurflug
velli. Telur hann að tími sé til
kominn að staldra við og athuga
„hin breyttu viðhorf,” sem
sennilega hljóti að hafa áhrif á
skoðanir manna, og geti ef til
vill breytt afstöðu okkar til
dvalar varnarliðs á íslandi. Frá
þessu sjónarmiði ræðir höfund-
ur siðan málið rólega og skyn-
samlega. En rök hans eru of veik
til að sannfæra þá, sem rýnir
eru og hikandi. Og vík ég að
því síðar.
Höfundur spyr m. a.t „Er
varnarliðið á íslandi sá hlekkur
f öryggiskerfi NATO, sem ekki
verður komizt af án?” Þessu er
fljótsvarað:
— Já, auðvitað! Því miður.
En hlekkjum má auðvitað skipta,
svo jafntraustir séu, og vík ég
að því síðar.
Höfundur telur núverandi
setulið lítils virði hernaðarlega,
„fámennt og illa búið” um of til
að verja öryggi landsins, ef á
reyndi. Og þó nefnir höfundur
einmitt það. sem er meginstyrk-
Ur þessa varnarliðs, — og hvers
sem þar væri staðsett, — að það
sé „hlekkur í öryggiskerfi
NATO.” En það er einmitt sá
trausti hlekkur, sem ekki
brestur, þott úr öðru efni væri
ger. Þar er NATO að báki. Og
meðan svo er, verður eigi ráð-
izt á Keflavíkurvöil! Og méð
an vér sinnum því eigi sjálfir
að gæta vors eigin vallar á veg-
um NATO, verða aðrir að gera
það. Og um það höfum vér, aum-
ir menn, beðið erlent ríki að
annast fyrir oss. Og vanþakkað
það síðan hressilega! ....
Varnarlaus getur Keflavíkur-
völlur ekki verið. Þetta ættu
jafnvel blindir að hafa getað á
bók lesið síðustu áratugina. Rök:
Segi ríkisstjórn íslands upp
varnarliði vallarins og lýsi síðan
yfir, að þar sé framvegis aðeins
um hlutlausan og ávarinn Flug-
völl íslands að ræða á alþjóða-
leiðum, myndi völlur sá að 3—5
dögum liðnum hafa endurheimt
ókeypis öflugt „vallarlið” er-
lendra sjálfboðaliða, vel vopn-
aðra, til „verndar hlutleysi vall-
arins”! — samkvæmt ósk og til-
kynningu ættjarðarvina þeirra,
sem þess hafa bcðið um áratugi
að fá að annast „hlutleysi ís-
lands” á þennan hátt. Og þá
myndi sú fróma hugsjón þeirra
brátt rætast!
Þess vegna er NATO-varnar.
þörf á Keflavíkurvelli! Velþjálf-
uðu loftvarnarliði, íslenzku eða
erlendu. Hæfilega fjölmennu,
undir sterkri stjórn!
2. Rök höfundar:
Höfundur ræðir lauslega rök
sín fyrir „getuleysi varnarliðs-
ins,” ef á reyndi, og síðan um
hverjar betri varnir hér sé um
að ræða. Skal hér lítið eitt að
því vikið, þótt óþarft sé að
vísu:
Þótt „kalda stríðið” sé ef til
vill ekki framar í „algleymingi,”
er því þó alls ekki lokið undir
niðri! Og ástandið í Evrópu og
nágrenni hennar um þessar
mundir er sízt glæsilegra en áð-
ur var! Þó segir höfundur:
„Öryggi landsins verður bezt
tryggt með tryggu stjórnmála-
ástandi í Evrópu.” En vart myndi
öryggi i þeirri bið! — Og enn-
fremur segir höf.:
„Vissulega gæti Iandið eftir
sem áður með þátttöku sinni í
varnarsamtökum vestrænna
þjóða lagt fram sitt lið með mik-
ilvægari hætti en dvöl hersins,
t. d. með staðsetningu miðunar-
og athugunarstöðva í landinu,
eins og reyndar nú er.........“
Hefir ekki þátttaka okkar verið
harla lítil til þessa. Og höfundur
segir enn: „Er reyndar ekki að
efa, að stöðvar þessar eru hinu
sameiginlega varnarkerfi stórum
mikilvægari en dvöl hersins í
landinu.....” Þetta er vanhugs-
að um of:
Þrátt fyrir mikilvægi slíkra
stöðva, mannaðar starfsfúsum
sjálfboðaliðum íslenzkum, ef til
væru, sem lirópuðu hátt út í blá-
an geiminn um hfálp á hættu-
stund (hvaðan?), myndi hættan
óefað komin á Völlinn á undan
þeirri hjálp, sem berast kynni
úr einhverri átt! Er hér ekki
á ferðinni sama vanhugsaða hug-
myndin sem var á ferðinni op-
inberlega fyrir alllöngu:
Senda burt setuliðið af vellin-
um. Þess væri engin þörf á frið-
artímum! Og bæri óvænta hættu
að höndum, mætti bara kalla í
herskip einhverrar NATO-þjóðar,
sem óefað væru á vakki nálægt
íslands ströndum (sennilega til
að hafa gát á óvitunum!). Há-
sigldari var þjóðarmetnaður vor
ekki um þær mundir! Já: „Heill
yður, norrænu hetjur!”
3. islenzkt loftvarnarlið á
Vellinum undir NATO-
stjórn:
Fyrir um 25 árum var haldið
glæsilegt mót Ungmennafélaga
íslands að Laugum í S.-Þing-
eyjarsýslu. Um þær mundir var
rætt allmikið um varnir og varn-
arlcysi Keflavíkurflugvallar, —
og deilt allhart að vanda. Ég
skrifaði þá greinarstúf um mót-
ið í blaðið „Dagur” og drap þar
á m. a. að nú myndu gömlu ung-
mennafélagarnir frá aldamótun-
um hafa boðið sig fúsir fram til
loftvarna á Keflavíkurvelli. En
þá’ auðvitað sem virkur hlekkur
í sameiginlegu varnarkerfi NA-
TO-þjóða, sem við áttum auðvit-
að — og ættum enn að taka þátt
f þakksamlega og hljóðálaust.
Sökum smágreinar þessarar
fékk ég heljar hrakyrðadembu.
frá blaði nýstofnaðs stjórnmála-
flokks, sem þá taldi sig til þesa
kjörinn að vernda land og þjóð
með nýrri tegund pólitísks kjaft-
æðis......
Jæja: Vörn „Vallarins” er
nauðsyn! Og viljum við frani-
vegis ekki vera „hlekkurinn” i
varnarkerfi NATO, verða aðrir
að vera það sjálfra sín vegna
— að verja okkar opnu dyr.
Um þetta ættu SUJ og aðrir
áhugamenn að ræða af lilutlaus-
um drengskap og hugulum
manndómi.
Helgi Valtýsson.