Alþýðublaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags AlþýðublaSið — 30. júlí 1967
7
Ólafur H. Torfason lieitir hann,
tvítugur, og stundar menntaskóla
nám, Það gera þó fleiri og
þykir ekki lengur merkilegt.
Ólafur teiknar hins vegar auk
reitis, skrifar smásögur og fæst
í ofanálag við kvikmyndagerð,
þótt í smáum stíl sé.
Ég barði að dyrum á húsi núm
er fjögur við Melhaga, sem er í
Vesturbænum. Hann kom sjálfur
til dyra og bauð mér í herbergi
sitt- Það er stórt herbergi undir
súð. Ekki sér þar handa skil fyr
Eigi skel valda
ir alls kyns dóti og minna 'hí-
býlin í senn á listmunasafn og
ruslakistu. Stórir staflar af teikn
ingum liggja þar í öllum horn-
um, fiskinet hangir niður úr loft
inu og alla veggi skreyta teikn-
ingar og furðulegar úrklippur.
Tveir dívanar eru í herberginu
og trúir Ólafur mér fyrir, að
hann sofi á þeim dívaninum, sem
minna drasl er á hverju sinni.
Við setjumst, ég við skrifborð,
hann á þánn dívaninn, sem
minna drasl er á.
— Ég er fæddur í endaðan
júlí 1947, segir Ólafur, í gömlu
skrýtnu húsi á Laufásvegi, þar
sem þá bjuggu amma mín og
afi. Þaðan flutti ég tveggja ára
gamall og haínaði þremur árum
seinna hér í Vesturbænum, þar
sem ég hef síðan alið aldur
minn.
tj/í STÆKKUNARGLER.
— Hvenær vaknaði fyrst hjá
þér áhugi á listsköpun?
— Líklega hef ég alla tíð haft
mjög yakandi auga fyrir allri
list og ekki síður því, sem er að
gerast í kringum mig. En það,
sem kann að hafa ráðið úrslit
um um beina listsköpun mína,
var stækkunargler, er faðir
minn sendi mér sem smápatta í
sveitina. Ég töfraðist bókstaflega
af þessu stækkunargleri og víst
opnaði það mér nýja heima. Tím
unum saman undi ég við að
skoða blóm og steina í gegnum
glerið og lærði þannig snemma
að beina atihyglinni að hlutum í
afmörkuðum fleti. Raunar má
segja, að stækkunarglerið hafi
kennt mér að leita innsta kjarna
allra hluta og þroskað með mé-
þá athyglisgáfu, sem hverjum
þeim er nausynleg, er fæst við
teiknun. Síðan hef ég alltaf
miklar mætur á sjónaukum og
myndavélum, því á nokkuð hlið-
stæðan máta afmarka þau sjón-
sviðið og koma manni í snert-
ingu við eðli viðfangsefnisins.
Ég fór svo snemma að festa
myndir á pappírinn. Samt leidd
ust mér teiknitímar í skóla þótt
undariegt megi virðast, en svo
er reyndar um fleira. Mér hefur
ávallt leiðzt það sem aðrir segja
mér að gera.
— Hvað teiknar þú helzt?
—Til þessa hefur það ekki ver
ið neitt eitt öðru fremur. þó hef
ég lengi haft mestan áhuga á
mannamyndum og vildi raunar
gera meira af slíkum teikning
um. í vetur teiknaði ég talsvert
af andlitsmyndum í ,,Faunu“
Menntaskólans í Reykjavík og
hlaut við þa ðnokkra æfingu í
þess háttar myndagerð.
$$ LÝGUR ENN-
— Hvað um smásagnagerð,
Ólafur?
— Það hefur alltaf verið mér
mikil nautn að segja sögur. Hér
áður fyrr stundaði ég það mjög
að segja félögum minum lyga-
sögur um menn og málefni, sem
runnu þá upp úr mér og vöktu
oft talsverða eftirtekt. Enn þann
ioHÆNírES SUK m SUPER GRff CAM
Úr Fánu: Jóhannes Björnsson.
dag í dag finn ég oft hjá mér
djúpa hvöt til að ljúgá að fólki
og geri það þá vitanlega. Ekki
var ég heldur mjög gamall, þeg
ar ég ritaði fyrstu hugsmíðar
mínar- Það mun hafa verið á
fyrstu árum mínum í barnaskóla
að ég tók að handrita blað, sem
ég nefndi, að því er ég bezt
man, ,,Kvæði, sögur og fréttir".
Þetta var þykkt blað, sem ég
lauk að vísu aldrei, og engir
voru lesendurnir aðrir en höf-
undurinn sjálfur. Síðan hefur
skriffinnskan loðað við mig.
— Hver munu vera höfuðein-
kenni á skáldskapartilraunum
þínum?
— Ég leik mjög gjarnan með
orð og legg mikið upp úr lýsing
um. Oft verður þetta nokkuð á
kostnað efnisins, þykist ég vita,
enda legg ég liöfuðáherzlu á
sjálft málið. Nú í vetur ,,eksperi-
mentaði“ ég töluvert með skáld-
skaparform, sem flestir munu
telja ,,absurd““, gerði það lík-
lega einkum sökum leiða á vana
festunni, en hef nú lagt niður þá
laupana að mestu.
HÆLL í STAÐ RÁNS.
Ég skal finna þig.Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Túbal, og ég skal
setja króka í kjálka þína.
— Hvernig mátti það verða
að þú tókst að fitla við kvik
myndagerð?
— Ég hef lengi haft gaman
að myndavélum, eins og ég
nefndi áður, og þá ekki síður
kvikmyndavélum- Fyrstu kvik-
myndatökuvélina eignaðist ég
sextán ára gamall. Aldrei hefur
þó kvikmyndaáhugi minn snúizt
í fjölskylduáttina, heldur að
gerð sj'álfstæðra verka. Ég kann
að þykja nokkuð ,,absurd“ í
myndagerð, því líklega fylgi ég
ekki algengustu leiðum, Ætti
til dæmis að gera mynd um
bankarán yrði venjulegi mátinn
sá að skapa gífurlega spennu,
er lykj með ráninu sjálfu. Ég
mundi reyna að draga sem mest
úr þessari spennu, þannig að
hún yrði aukaatriði. Hins vegar
kynni ég að gera mynd-
ina frá þeim sjónarhóli, að skó-
hæll bankaræningjans væri
hálfónýtur og sýna út í gegnum
Rætt vi$ usigan menntaskélanema sem
skrifar og teiknar og tekur kvikmyndir
— og sefnr á þeim dívaninum í herbergi
sínu sem minna drasl er á það skiptið.
Stækkunarglerið opnaði
huiiin heim
myndina þau vandræði, sem af
hælnum hlytust. Með þessu er
ég ekki að fíflast, heldur vak
ir fyrir mér að sýna fólki hinar
mörgu hliðar á hverjum hlut. A9
vísu er þetta enn aðeins til gam
ans gert, og fjár- og tímaskortur
veldur því, að myndirnar verður
að skera niður eins og unnt er,
jafnvel niður í örfáar mínútur.
Þetta veldur því máske í og með
að stundum verður framleiðslan
helzt til „absurd“. Allar þessar
myndir eru þöglar, því gerð
slíkra mynda er einhver bezta
þjálfun, sem á boðstólum er.
DRAUGAR EÐA EITT-
HVAÐ ANNAÐ.
— Sækir þú kvikmyndahús?
— Nokkuð geri ég það, enda
lærdómsbrunnur. Eftir að ég
fór sjálfur að dútla við kvik-
myndagerð hafa augun smám
saman opnazt fyrir mdri og
minni háttar myndatÖKugöllum,
sem oft óprýða kvikmyndir, eink
um fjöldaframleiðslu Hollywood
borgar. Þá þykist maður stund-
um mundu hafa getað gert bet-
ur sjálfur. Þess háttar gallar eru
hins vegar fátíðir í vandaðri
myndum. Þar sem ég horfi þann
ig á kvikmyndir með augum
myndagerðarmannsins, vill sögu
þráðurinn oft fara fyrir bí —.
Stundum verða mér jafnvel
eftirminnilegar kvikmyndir, sem.
eru að flestu leyti ómerkilegar,
en hafa til að bera eina stutta
,,senu“, sem hrífur mig á ein-
hvern hátt.
— Hvað um möguleika til kvik
myndagerðar hérlendis?
— Frá mínum bæjardyrum
séð eru þeir fyrir hendi í stórum
stíl. Segja má að vísu, að mín
myndagerð sé ekki háð staðhátt
um. Ég hef meira að segja gert
kvikmynd af manni vera að raka
sig, að vísu eftir handriti annars-
En í fullri alvöru, þá er það skoð
un mín, að t.d. þjóðsögurnar séu
ótæmandi brunnur til gerðar
kvikmynda. Nú er draugagang-
Framhald á bls. 14.
Ólafur H. Torfason.