Alþýðublaðið - 30.07.1967, Síða 14

Alþýðublaðið - 30.07.1967, Síða 14
Sunnudags AlþýðublaSið — 30. júlí 1967 14 Blóm og elli Frh. úr opnu. farið að hafa leirböð í elliheini ilinu, en að því kemur. Samt er auðvitað einkar vel um heilsu l'ólksins hugsað. Þar er stöðugt Iækniseftirlit, og tannviðgerðir í Reykjavík eru innifaldar í dvalargjaldi. Og eitt af því sem gert er til að stuðla að heilbrigði og góðri líðan gamla fólksins er fótsnyrting sem allir geta notiff. Þessu liefur Gísli Sigurbjörns- son og hið áliugasama starfsfólk hans komið upp mikils til án þess að taka lán, og á þessu er enginn liallarekstur. Daggjaldið fyrfir gamla fólkið er aðeins 200 kr. - S. II. Snæfellingur Framhald 11. síðu. Aðalheiður Eiríksd. Sn. 20,80 4x100 m. boðhlaup: Sveit ÍM 57,7 A-sveit Snæf. 59,0 Sveit Umf. St. 62,1 B-sveit Snæf. 63,0 íþróttafélag Miklaholtshrepps hlaut flest stig á mótinu, eða samtals 94. Næst kom. Umf. Snæ- fell í Stykkishólmi með 66 st. Mótsstjóri var Sigurður Helga son. Afborganir Frh. af 1 síðu. kr. á stofuhúsgögnunum, 1.750 kr. á borðstofuliúsgögnunum og 1.300 kr. á sjónvarpstækinu, en að auki yrðu þau að borga fyrrgreindar hækkanir, sem námu samtals 4-365 kr. Niðurstaðan er semsagt sú, að heildarverð fyrrgreindra vara er 10.065 krónum hærra með afborgunarskilmálum heldur en gegn staðgreiðslu, sem nálgast að vera 10%. Blaðið hafði tal af Sveini Ás- geirssyni, formanni Neytendasam I takanna, og spurði hann hvort ; samtökin hefðu einhver afskipti af þessum verzlunaraðferðum. j Kvað hann svo ekki vera, en hins vegar væri nokkuð langt síðan i þessi mál hefði borið 'á góma og ; 'með bættum hag samtakanna væri von til að hægt yrði að taka þau föstum tökum. Þá upplýsti Sveinn, að í Danmörku væru gengnar í gildi strangar reglur varðandi kaup og sölu með afborgunarskil- málum. M.a. væri seljendum ger-t það að skyldu að hafa vöruna verðmerkta bæði með stað- greiðsluverði og afborgunarverði, svo viðskiptavinirnir megi vita rétt verð vörunnar. Þá benti Sveinn á það, að í mörgum tilfellum væri um staðgreiðslu að ræða, þegar talað væri um kaup með afborg- unum. Það er staðgreiðsla, þegar kaupandi geldur vöru með víxl- um, sem seljandi svo getur sam dægurs selt í næsta banka. Sveinn kvað þetta umfangsmikið mál, sem raunverulega rúmaði flestar tegundir viðskipta, og því bæri nauðsyn til að hraða sem mest undirbúningi reglugerðar þar að lútandi. Sextug Framhald bls. 11. og kaffi. Þar hefur þessi ágætis- kona unnið sér hylli. Við viljum enda þesi orð á að þakka margra ára vináttu. Við óskum þér, Ólína, og fjölskyldu þinni allra heilla á ókomnum ár- um. Ásta og Erlendur Þorsteinsson. Banaslys Framíhald af bls. 1. inn sá tvo drengi á líku reki við vegarbrúnina. Annar þeirra hljóp allt í einu fyrir bílinn og lenti framan á honum miðjum og féll í götuna. Drengurinn var þegar fluttur á sjúkrahús en var lát- inn er þangað kom. Drengurinn hét Valdemar Ólafs son frá ísafirði, en var í heim- sókn á Akureyri ásamt móður sinni. Forestal Framhald af bls. 1. um. Bandarísk skip á nálæg- um slóðum, sigldu þegar á vettvang til hjálpar. Óttazt er að margir af áhöfn Fores- tals hafi látið lífið. Sex klukkustundum eftir að eldurinn brauzt út, var lokið við að ráða niðurlög- um hans ofanþilja, en þá var það vitað, að 29 flugvélar hefðu eyðilagzt. Er síðast fréttist var sjúkraskip á leið til Forestals að lið- sinna særðum. Forestal er þriðja stærsta flugvélamóðurskip Banda- ríkjamanna með um 3400 manna áhöfn og getur haft 85 flugvélar innanborðs. Stækkyeiarglerió Framhald af bls. 7. ur reyndar gegnumgangandi í þjóðsögum, en eins og ég sagði áður, væri þá hægt að sýna eitt- hvað annað meðan hann stæði sem hæst, svona til að breyta dálítið til. — Hver er eftirlætis listgrein þín? —Nú sem stendur er það kvik myndagerð. Annars eru viss tengsl á milli þessara þriggja list greina. Sem dæmi mætti nefna, að teiknun þjálfar með manni góða formskynjun, sem aftur er þörf við kvikmyndagerð. Ég nefndi það áðan, að ég legði mikla áherzlu á persónulýsingar og raunar lýsingar allra hluta í smásogum mínum..Þarna kemur fram auga teiknarans. Ég verð þess raunar var, að ég nálgast allar listgreinarnar þrjár úr sömu áttinni, þ-e. beiti sama túlkunarmátanum á þær allar. íSi SKRÝTIN HÚS. — Verður þú fyrir miklum áhrifum annarra? — Já, víst verð ég það. Samt sem áður eru þessi áhrif ekki einstaklingsbundin. — Enginn einn maður hefur í rauninni verkað á mig öðrum fremur. Hins vegar hrífst ég oft af ein stökum málverkum og einstök- um kvikmyndum, sem og köflum í bókum. Allt slíkt hefur sín á- hrif þótt óbein megi teljast. Fé- lagar mínir eru auk þess flestir sama sinnis og ég, þannig að innbyrðis áhrif eru einhver. í of análag hef ég alltaf hrifizt mjög af því sem skrýtið er- Það er sama hvort í hlut á skrýtið fólk, skrýtið hús eða jafnvel skrýt- inn lampi, ég hef áhuga á því öllu. Stundum þegar nóttar og 'kyrrð færist yfir borgina, geng ég út og leita að skrýtnum hús- um. Ég geng svo heim, en áhrif in eru varanleg. — Hvað viltu segja um ís ' lenzka listamenn? — Um þá vil ég helzt ekkert segja. Ég tel ei á lofið bætandi. Hins vegar þykir mér athyglis- vert, að svo virðist sem einhver gloppa sé í listsköpun hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Engir listamenn á því aldursskciði geta í dag talizt framúrskarandi. Þetta er ef til vill afleiðing heim styrjaldarinnar síðari. Nú tel ég raunar vera að spretta upp í landinu kynslóð ungra manna og kvenna, sem brátt munu hasla sér völl á sviði listsköpunar. — Er þér anht um almennings álitið? — Ekki held ég það, en þyk- ir þó rétt að taka nokkuð tillit til þess- Raunar finnst mörgum listamönnum gaman að glettast dálítið við almenning og almenn ingi ekki síður við listafólkið. Ég reyni að fara bil beggja. — Hyggur þú á frekara list- nám? — Líklegt þykir mér það. Ég hef dútlað við þetta of lengi, til að geta nú snúið aftur til hvers dagsleikans. Þaravinnsla Framhald af bls. 2. upp rannsóknarstofnun í áfeng ismálum. Þá skuli veita vísinda lega fræðslu um áfengismál í öllum skólum og eigi skólarn- ir sjálfir að sjá um þá kennslu. Enn er lagt til, að áfengis- varnarnefndir séu sameinaðar félagsmálanefndum og ráðstöf- unum áfengismálum komið fyr ir sem almennum lið í félags- málastarfi þjóðfélagsins. Enn er lagt til, að sektir fyrir ölv- un falli -niður. Arbeiderbladet átti í tilefni af hinni nýju Stefnuskrá sam- tal við formann Verðanda í Stokkhólmi, Bengt Hallberg. Hann kvað samtökin vilja ein- beita sér að orsökunum fyrir misnotkun áfengis, svo sem fé- lagslegum erfiðleikum og efna hagslegu misrétti. Samfélagið eigi að einbeita sér að orsök- um ^fdrykkjunnar, en síðan eigi 'hin -frjálsu samtök að ann ast baráttuna fyrir algeru bind indi einstaklinga. Hið gamla slagorð hefði verið „áfengis- laust þjóðfélag“, en hið nýja áfengi“. væri „þjóðfélag án tjóns af Verðandi er ekki einn um hina nýju stefnuskrá. Að henni standa einnig „Lánkrörelsen“ (samsvarar AA) , og bindindis- samtök stúdenta. Á aðalfundi Verðanda var deilt um 18 ára markið, en stefnuskráin að öðru leyti samþykkt einróma. Arbeiderbladet átti einnig viðtöl við nokkra forystumenn norsku bindindishreyfingarinn ar, og snerust þeir á móti þess ari nýju stefnuskrá. Þeir telja algert bindindi óhjákvæmilegt fyrir þá, sem standa höllum | fæti gagnvart áfenginu- Þeir skýrðu svo frá, að lengi hefðu verið átök innan sænsku bind- indishreyfingarinnar, og hefðu Verðandi menn meðal annars fylgt því, að selt yrði svonefnt „milliöl“ á þeim grundvelli, að aukin neyzla veikra drykkja mundi valda minna tjóni en drykkja ihinna sterku veiga. Verðandi og stúdentasamtökin hafa aðeins brot af 393.000 fé lagsbundnum bindindismönn um Svíþjóðar innan sinna vé- banda. Strætisvagn á dæluhús Kl. 8,20 í gærmorgun var stór strætisvagn sem flutt hafði verka- menn til vinnu í Straumsvík á leið eftir Suðurgötu í Hafnarfirði upp að endastöð áætlunarleiðarinnar Reykjavík—Hafnarfjörður og átti að hefja áætlunarferð. Þegar vagninn er nýkominn inn á Suð- urgötuna segist vagnstjórinn hafa ætlað að rétta vagninn af, en þá hafi stýrið festst, hefði hann þá ætlað að liemla, en liemlarnir ekki virkað. Vagninn fer þá út af veginum hægra megin og lendir á dæluhúsi vatnsveitunnar og brýtur leiðsluna sem liggur upp á Hvaleyrarholtið í sundur og var hverfið þar vatnslaust og raf- magnslaust fram yfir hádegi. Blaðið hafði tal af nokkrum Hafnfirðingum um málið, og bar þeim saman um, að mikill óhug- ur væri í bæjarbúum vegna á- stands strætísvagnanna, stýri og hemlar í ólagi og hjólbarðar mjög slitnir í þetta skipti, en það væri ekki einsdæmi. Óhjákvæmilegt' hlyti að vera, að skipuð yrði rann sókn á rekstri vagnanna. Jarðskjálft- ar enn ENN urðu jarðhræringar á Suðurlandi í fyrrinótt. Snarpur kippur varð um kl. 2.25 — og fannst hann greinilsga á svæðinu frá Reykjávík austur í Álftaver, ennfremur úti í Surtsey. Níu minni hræringar fundust á Hellu og séx í Villingaholti. Líklegt er að upptökin séu á svipuðum slóðum og undanfarna daga. Haförn með fullfermi HAFÖRNINN kom í fyrrinótt úr fimmtu ferð sinni af síldarmið- unum til Siglufjarðar og er nú búinn að flytja þangað um 18 þúsund tonn alls. Ferðin á miöin tekur alls fimm sólarhringa og hafa flutningarnir gengið mjög vel, þótt leiðin sé löng. Haförn- inn hefur fært síldveiðiskipun- um bæði vistir og olíu og má sem dæmi um gagnsemi þessara flutn- ingaskipa, sem sækja síldina, að í ferðinni á undan seldi Haförn- in síldveiðiflotanum 143 þúsund lítra af olíu. PHILIPS kæliskápur Höfum fyrirliggjandi 5 stærð- ir af hinum heimsþekktu PHILIPS kæliskápum. 137 L 4,9 cft. 170 L 6,1 cft. 200 L 7,2 cft. ^ 275 L 9,8 cft. 305 L 10,9 cft. Afborgunarskilmálar. Gjöi’ið svo vel að líta inn. VHTOðlNSTORG S í MI 1 0 3 2 2 Lesið Aiþýðublaðið Alúðarfyllstu þakkir flytjum við öllum þeim, sem auð. sýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför INGILEIFAR EYJÓLFSDÓTTUR, STEINSKOTI EYRARBAKKA. Eyjólfur Ágústínusson, 'T]j Daníel Ágústínusson, Anna Erlendsdóttir, Bjarndís Gúðjónsdóttir, Úlfar Magnússon og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.