Alþýðublaðið - 02.08.1967, Page 1

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Page 1
Miðvikudagur 2. ágúst 1967 — 48. árg. 171 tbi. VERÐ 7 KR, Virkjun í Námaskaröi ódýrasta lausn í bili ENN hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um nýt- ingu hinnar kraftmiklu borholu í Gufudal, fyrir inn- an Hveragerði. Til greina hefur komið að nota þær til framleiðslu á þungu vatni, til upphitunar í Reykja vík eða jafnvel umfangsmikillar gróðurhúsaræktar. Kemur þetta fram í eftirfarandi viðtali, sem blaðið atti við Jakob Gíslason, raforkumálastjóra, um jarð- hitamálin. Þá gat raforkumálastjóri þess, að komið hefði fram sú hugmynd að nota jarðgufuna í Náma- skarði til framleiðslu rafmagns á ódýran hátt og væri þar e. t. v. ódýrasta lausnin í bili á raforkuöflunar- málum Norður- og Austurlands. DE GAULLE Kanada- stjérn llniEar Ottawa, 1. 8. (NTB-Reuter). LESTER Pearson, forsætisráð- lierra Kanada, harmar mi'óg stuð'n Jng: de Gauíles við aðskilnaðar- sinna í Quebec. l>etta er haft eft ir monnum, sem þekkja forsætis- .ráðherrann vel. Það' var látið í það skina, að forsætisráðherrann liti á yfirlýsingu de Gaulle, scm afskipti af innanríkismálum Kana da. Þessir söinu heimildarmenn sögrðu, að ef þetta væru elcki af- skipti af innanríkismálum ann- arra, — þá væru eng'in slík af- skipti til. Kanadíska stjórnin sat á fundi í dag til þess að ræða yfirlýsingu de Gaulles þess efnis, að hann styddi af heilum hug viðleitni frönskumælandi Kanadamanna til þess að öðlast það frelsi, sem þeir vilja fá. En hann sagði, að franska stjórnin gerði ckkert til kall til landssvæða í Kanada- Vera kann, að kanadíska stjórnin gefi út tilkynningu vegna yfirlýs ingar de Gaulle. Framhald á bls. 15. Þegar ákveðið var að láta fara fram í Gufudal boranir í rann- sóknarskyni var hugmyndin sú, að nýta jarðhitann til framhalds- virkjunar sunnanlands og gert ráð fyrir raforkuveri allt að 32 þús- und kílówöttum. Þegar svo Búr- fellsvirkjun var ákveðin, féllu þær virkjunaráætlanir niður af sjálfu sér. A undanförnum árum liefur einnig verið mikið um það rætl að byggja verksmiðju og nota gufuna til framleíðslu á þungu vatni, en þungt vatn er notað í kjarnorkuverum eins og kunnugt er. Hins vegar hefur eftir- spurn eftir þungu vatni hingað til verið of lítil til að slík fram- leiðsla þætti' koma til greina. Nú virðist þetta vera að breytast, og eftirspurn eftir þungu vatni að aukast, þar sem þeirri skoðun hefur aukizt fylgi á meðal vís- indamanna, að notkun þunga vatnsins yrði hagkvæmari í rekstri kjarnorkuvera. Segja má, að málinu sé haldið vakandi og hugsanlegir möguleikar kannaðir. Þá minntist Jakob á þá hug- mynd að nota gufuna til stór- fenglegrar gróðurhúsaræktunar með útflutning fyrir augum. í þriðja lagi hefði sú liugmynd verið rædd að nota gufuholurnar til hitunar í Reykjavík, en Heng- illinn er þrándur í götu þeirrar hugmyndar, þar sem töluverða orku þarf til að lyfta vatninu yfir lægsta hluta hans. Þess vegna m. a. keypti Reykjavíkurborg Nesjavelli og lét fara þar fram boranir í rannsóknarskyni. — I fyrstu báru þær góðan árangur, þar sem gufumagn reyndist mik- ið, en sá hængur er á, að út- streymi úr holunum hefur minnk að. Borunum verður samt haldið áfram á Nesjavöllum, þar sem jarðhiti er þar augljóslega mik- ill. Um þessar mundir er ver- ið að undirbúa boranir í landi Reykjavíkur með stóra gufuborn- um. Bor þessi, sem er sameign ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur verið notaður við tilrauna- boranir suðvestanlands, þar sem Jíkur hafa þótt benda til jarð- hita. Annars staðar hafa jarðbor- anir ríkisins látið í té minni bora í sama skyni. Er bæði sveitar- félögum og einslaklingum gef- inn kostur á að fá afnot af þeim borum. Ríkissjóður styrkir slík- ar tilraunaboranir á þann hátt, Kynþáttaóeirðir í Washingtonborg Washington 1. ágúst (NTB-Reuter) TIL kynþáttaóeirða kom í höfuðborg Bandaríkjanna í nótt. Blökkumenn fóru í hópum um göfur, brutu rúður og kveiktu í ýmsum verzlunarhúsum. Til ó- eirða kom, ekki langt frá Hvíta húsinu, - en lögregl- an kom þegar á vettvang og eftir þrjár klukkustund- ir hafði henni tekizt að stilla til friðar og slökkva eldana. Lögreglan neitaði því, að óeirðirnar í Wash- ington væru sams konar og óeirðir blökkumanna í Detroit og Milwaukee. Þetta er liðið hjá. Ég hef ekki trú á því að til mikilla óeirða komi hér, sagði formælandi lög- reglunnar. En sagt er, að mikil spenna ríki í höfuðborginni eft- ir að fréttir bárust af óeirðun- um í Detroit og öðrum banda- rískum borgum. Lögreglan er við öllu búin, en frétzt hefur um smásprengingar og. einstaka skothvellir hafa kveð ið við. , Allt lögreglulið borgarinnar var hvatt á vettvang, þegar fréttist að uppþot væri í negrahverfun- um, — en ekki þótti nauðsynlegt að kalla til starfa þá lögreglu- þjóna, sem áttu frí. í morgun var allt með kyrrum kjörum í borginni, en eyðilegging nætur- innar bar þess vott, að höfuð- borgin liafði orðið fyrir nokkru hnjaski. Til nýrra óeirða hefur komið í negrahverfum ýmissa borga Bandaríkjanna, en ekki segir frá neinum stórátökum. Johnson forseti á nú við meiri stjórnmálalega erfiðLeika að etja en nokkru sinni fyrr, síðan hann flutti inn í Hvíta húsið. Vinsæld- um hans hefur hrakað síðasta ár- ið og virðast enn fara minnkandi. — Síðasta Gallup-skoðanakönnun leiddi í ljós, að 52 af hundraði í Bandaríkjunum eru andvígir stefnu forsetans í Víetnam. Ge- orge Romney, ríkisstjóri í Mich- igan, heldur uppi áköfum árás- i>m á forsetann. Hann segir, að forsetinn hafi notað sér kynþátta óeirðirnar í Detroit til þess að rýra álit republikanskra yfirvalda þar. Johnson, forseti, sendi fall- hlífarhermenn til Detroit til þess að skakka leikinn i negrahverf- unum, að því er Johnson segir, — samkvæmt beiðni Romney, — en Romney segir, að upplýsingar for setans séu rangar. Hann hafi ekki beðið um þessar hersveitir. Romney er talinn líklegur fram bjóðandi republikana til forseta- kosninga næsta ár. .Tohnson, forseti, sagði á blaða- mannafundi nýlega, að hann léti ekki geðþótta almennings ráða stefnu stjómarinnar í utanríkis- málum. að viðkomandi aðilum er veitt lán úr orkusjóði, er nemiir 40% af kostnaði. Ef allt gengur að ósk um og borholurnar eru nýttar, skal endurgreiða lánið, en e£ enginn árangur fæst af borunun- umum, þarf ekki að greiða lánið. Tekur ríkissjóður þannig á sig, hluta áhættunnar. Aðspurður um framtíðarvirkjan ir norðanlands og austan sagði Jakob, að bent hefði verið á þann möguleika að nota jarðgufu úr Námaskarði til framleiðslu raf- orku. — Ef næg gufa er fyrir hendi mætti þannig fá mjög ó- dýra raforku með tiltölulega litl- um stofnkostnaði. Raforkumála- stjóri kvað hins vegar ekki enn vera búið að bora nægilega mikiff á því svæði. en allt svæðið hefur að öðru leyti verið rækilega kann að. En eins og kunnugt er, fara samtímis fram undirbúningsrann- sóknir að viðbótarvirkjun í Laxá í S.-Þingeyjarsýslu. fr/ oð far ab fela? Reykvískur unglingur fór í gær með foreldrum sínum í Þjórsárdal. Á leiðinni var staðnæmzt stutta stund. á Selfossi. Þar ihitti unglingur inn jafnaldra sinn, og tóku þeir tal saman. — Hvað ert‘ að fara, spurði Selfyssingurinn. — í Þjórsárdal. — Ert‘ að far‘ að fela? Þegar foreldrunum var sagt frá þessu nýstárlega samtali, skildu þeir ekki, hvað Selfyssingurinn hafði átt við. Skýringin er sú, að hann vildi fá að vita, íhvort Reykvíkingurinn væri að fara í Þjórs'árdal til að fela áfengi og eiga þar xrm Verzlunarmannahelgina. Virðist þetta vera ein af leiðum unglinganna fil að forðast, að lögreglan taki af þeim áfengi á mestu ferðahelgi sumarsins. HREINSANIR I 1 GRIKKLANDI. ! | Aþenu, þriðjudstg: Gríska rífe- isstjórnin rak í dag fjölmarga lögreglumenn frá störfum. Er þetta liður í „hreinsunuminn* an lögreglunnur þar í landií

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.