Alþýðublaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 13
Vitskert veröld (It is a mad mad world). I-Ieimsfræg og snilldar vel gerð amerísk gamanmynd í litum og panavision. Endursýnd kl. 5 og 9. ÍSLENZKUR TEXTI. Tálbeitan Ný ensk stórmynd í litum með íslenzkum texta. SEAN CONNERY. GINA LOLLOBRIGIDA. Sýnd kl. 9. Undir tíu fánum Sýnd kl. 5. nýtt&betra VEGA KORT SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Síml 16-2-27 Blllinn er Bmurðór IlJÓft «f W, 8eUmn aUar tcgnaair rf ttmnrolítf Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell bygglneavöniverzlun Réttarholtsvegl 3. Siml 3 88 40. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-101. á' tölurnar og átti erfitt með að einbeita augunum. Það var barið aftur að dyr- um og ég fór til að opna. Ég leit á úrið mitt og sá að það var komið að miðnætti. Engi- spretturnar suðuðu. Ég var löngu búin að opna gluggánn. Hann' kom inn og stakk glasi í hönd mér og brosti til mín. — Búin? Ég kinkaði kolli stirð eftir setuna. Hann virtist ekki undr- andi. Það var andstyggilegt af honum að álíta iþig jafn dug- lega og ég var. — Hver urðu úrslitin? Hann var líka með glas, með viskí og ísmolarnir klingdu þegar hann hreyfði glasið. Hann leit á mig. — Ekki sem bezt, því miður. — Ég bjóst við því. — Við eigum lítið inni í bankanum núna, þegar við erum búin að borga allt. — Ég bjóst ekki heldur við því. — En peningarnir fyrir samn- ingsrofin, sagði ég hugsunar- laust. — Það var lóðið. Við störðum hvort á annað. Það var heitt' inni og mollu- legt, en úti var svalt og ég starði á þennan sögulega mann, sem hafði leikið alla konunga heimsins. — Það hlýtur að vera einhver leið! sagði ég. Hann þagði um stund og leit niður fyrir sig. — Já, sjálfsagt, sagði hann og rétti úr sér. — Það er leið til Edinborgar. Hlýt- ur að vera leið; ég veit að ég breyti rétt. Ég reis á fætur, mig verkj- aði í axlirnar og ég snart hand- legg hans. Hann brosti sinu fallega brosi til min. Allir per- sónutöfrar góðs leikara voru í brosinu, hann kunni að sigra, að halda því sem hann vann, að kvelja og gleðja. 13. KAFLI. — Vaknaðu! Þetta var rödd, sem ég hafði ekki heyrt í tvo daga og Lúcí- ana stóð við rúmið mitt, þegar ég opnaði augun. Kaffiilminn lagði um herbergið. — En hvað þú séfur. Þú ihlýt'. ur að hafa verið dauðþreyyt. — Dásamlegt að sjá þig aft- ur. Ég fór fram úr rúminu og út 'á svalirnar. Það var sólar- laust og skýjað en afar kyrrlátt. Lúcíana kom og settist við hlið mér. Hún var klædd í gráa kjól- inn sinn með klút ibundinn um hárið. — Ég hef saknað þín, sagði ég. — Ég veit af hverju þú ert þreytt. Þú hefur unnið of mikið af mínum verkum. — Auðvitað ekki. Ég hef pressað fáeinar sítrónur. Nico- létta stóð sig vel- Þú átt ekki að skamma 'hana, sagði ég svo, þegar ég sá svipinn á andliti hennar. — Hún er óstundvís og taugaóstyrk en hún býr til góð- an mát. Þú átt alls ekki að skamma hana. — Ég lofa því ekki. — Það veit ég. — Af hverju ertu þreytt? 2. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 spurði hún. — Ég var ekki að vinna fyrir Trish, heldur James. Fram yfir miðnætti. Mig verkjar um all- an skrokkinn. — Lét hann þig vinna við fimleika? flissaði Lúcíana. Ég 'hló lika, en ég sagði henni ekki, hvað ég hafði verið að gera fyrir James- Það var einkamál og kom ekki öðrum við. Um leið og ég fór að horða hófust á- hyggjurnar. Ég hugsaði líka um Bob. Ég var slöpp. — Þú þjáist enn af ástarsorg, sagði Lúcíana, sem hafði virt mig fyrir sér með krosslagðar hendur. Ég nennti ekki að neita. — Já. Það er líkt tannpínu, ég reyni að segja.við sj'álfa mig, að ég hafi ímyndað mér þetta allt. Konur gera það gjarnan. Við hugsum ekki um annað en ást. Maðurinn var í sínum rétti með að elska mig ekki- Eins og þú vitir ekki allt um það. — Ég hélt kannski . . . — Þú hefúr þekkt Alexander hjónin í margar vikur. Þú hefur séð Bob Lane hér kannski oftar en ég get ímyndað mér. Þú hlýt- ur að vita, að hann var ástfang- inn af ihenni, sagði ég eins og mig langaði til að láta særa mig. — Allir menn, sem hingað koma hafa einhvern tímann ver- ið ástfangnir af henni, sagði hún áhugalaust. — Það er nútíminn, sem máli skiptir, Og ég ætla ekki að elta hann á röndum. Við skulum hætta að tala um þetta- — Þú ert hugrökk. Gott. — Þú lætur eins og þú værir mamma mín, sagði ég fýlulega vegna þess að þessar umræður ýfðu upp sársaukann. Hún sagði að sér fyndist hún vera það. — Ég geri ekki ráð fyrir að þú viljir segja mér neitt af þín- um högum, sagði ég illskulega. — Ég get það ekki, en þú ert einstaklega elskuleg við mig og ég er þér afar þakklát, sagði hún, stökk á fætur og kyssti mig. Þegar ég var orðin ein, hugs- aði ég fyrst um Bob .og svo um James. Eða ég ákvað réttara sagt að hætta að hugsa um Bob, þó hugur minn vildi ekki úm ann- að hugsa. Það var annað með James. Hann var hugsjónamað- ur. Hanh var leiðtoginn, maður, sem ég vildi fylgja fúslega eins og svo margir aðrir- Allt var eins og ég hafði skilið við það 'á skrifstofunni. Ég velti því fyrir mér, hvort þorpsstúlk- unum hefði verið bannað að þrífa. Það leit út líkt og lög- reglan hefði innsiglað allt eft- ir morð eða gestgjafinn eftir veizluhöld. í stað óhreinna glasa og sígarettustubba var þar rit- vél samlagningarvél, pappírs- miðar og endalausar talnaraðir. Ég lagaði til, þurrkaði af borð inu og fór út í garðinn tii að tína blóm. Vindurinn bærði ekki trjálaufið, fuglarnir sungu ekki. Ég leit á húsið. Þetta var ekki sama húsið, sem ljómaði af tón- list og ljósum á kvöldin. Þetta var ekki hús Jamesar og Trish. Þetta var hús reist á steini, snert af eyðingu aldanna, ryki og regni. Það minnti mig á Lúcí- önu- Ég reyndi að vinna, en hafði engan áliuga. Ég gat ekki hugsað um tölurnar, sem dönsuðu fyrir augum mér. Ég sat með 'hend- urnar í kjöltu mér og hugsunin um Bob Lane ásótti mig. — Ég hafði átt lítið. Nú átti ég ekk- ert. Ég heyrði fótatak á marm- arastéttinni og hróp: — Halló! Hver er heima? Ég fór inn til að taka á móti Midge. Hún var í rósrauðum sjiffonkjól með klút um hálsinn. Hún opnaði ihverja hurðina á fætur annarri og gægðist inn. — Ó, Júlía! Hún-a! Hvar er Trish? — Ekki komin á fætur. — Þá tala ég ekki við hana. Ég þekki reglurnar, við verðum að varðveita fegurðina, elskan, sagði hún og hló glaðlega- — Ég veit hreint ekki hvað ég ætla að gera, svo ég bið þig bara fyrir skilaboð til hennar. Komdu og talaðu við mig meðan ég mála mig. Ég hraðaði mér svo hing- að að ég steingleymdi augnskugg anum. Ég fór inn í setustofuna, en þar settist hún á stól og hóf að róta í risastórri basttösku- Hún náði í silfurlitt hylki og hóf að mála augnalok sín og gretta sig framan í handspegil. — Þetta er rétt hjá Trish. Ég ætti að sofa meira. Ég er eins og gömul kerling. Hvernig gengur, elskan? Mig langaði að segja Trish að Bob ætlar að hringja í dag út af greininni. En hvað þeir gera mikið úr sér þessir blaðamenn. Ég 'hitti hann í Róm í gær- Ég flaug þangað og hitti hann. Ég hef ekki frétt hvernig allt gengur, en þú? Hún lagði frá sér augnskugg- ann og leit á mig. — Ég hélt eig- inlega að þú værir skotin í hon- um. Ég er dálítið sniðug að geta mér til um hver er hrifin af hverjum. Sjötta skilningarvitið, þú veizt og í gær . . . ég skil, ihvernig þér líður. Hann er sæt- ur, mér fannst það að minnsta kosti í gær. Og svo ók hann mér heim á hótelið. Gerði hún þetta viljandi? Ég vissi það ekki- Hún var glaðleg og augu hennar ljómuðu eins og hún hefði fægt þau með brún um skóáburð. — Þarna er eldabuskan elsku- leg! sagði !hún allt í einu. — Hún er með glös.' Heldurðu að paghetti sauce mix Þa3 tekur ítölsku kokkana 4 stund- ir, en yffur affeins 15 mínútur a3 laga ekta ítalska spaghettisósu, ef þér notiff sósuduftiff frá ALLT TIL SAUMA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.