Alþýðublaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 4
EtJQJKSttF
Ritstjóri: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml:
14906. — AOsetur: AlþýOuhúsið vlð Hverfisgötu, Rvflc. — Prentsmiðja
AiþýOublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausa*
sölu kr. 7.00 etntakiO. — Útgefandl: Aiþýðuflokkurlnn.
Skipulag eða handahóf
EITT af megineinkennum viðreisnarinnar hefur ver
ið stórfelld aukning áætlunargerðar. Samdar hafa ver
ið framkvæmdaáætlanir á einstökum sviðum, til dæm
is um vegagerð, landshlutaáætlunar og loks áætlanir
íyrir fjárfestingu ríkisins í heild. Þessu til viðbótar
iliefur verið unnið að því að fá sveitarfélögin til að
gera áætlanir um framkvæmdir sínar, og loks mundi
k.oma til kasta annarra aðila í þjóðfélaginu.
Þessi mikla áætlunargerð hefur haft góð áhrif og
komið skipulagi á þýðingarmikil mál, þar sem áður
ríkti hið mesta handahóf. Um leið og áætlanir um
framkvæmdir eru gerðar, verður að hafa til þeirra fé
og afla þess á skipulegan hátt. í þessu felst að sjálf-
sögðu val, þannig að þýðingarmestu framkvæmdir
eru settar fram fyrir aðrar og fjáröflun til þeirra lát-
in ganga fyrir.
Tíminn heldur fram þeim furðulegu kenningum, að
ríkisstjórnin hafi hafnað öllu vali og látið handahóf
ríkja um framkvæmdir þjóðarinnar. Er þetta þvert of
an í augljósar staðreyndir, sem framkvæmdaáætlanir
bera gleggst vitni. Þetta á að sjálfsögðu ekkert skylt
\úð þau höft, sem framsóknarmenn ennþá virðist
dreyma um, það er skipun nefnda til að ákveða, hvaða
einstaklingar megi reisa hús í landinu, bverjir megi
kaupa bíl eða dráttarvél, hverjir fá gjaldeyri til inn
flutnings.eða ferðalaga o. s. frv. Hér blandar Tíminn
, tvennu ólíku saman á hinn blygðunarlausasta hátt,
því engum kemur til hugar, að ritstjórar Tímans skilji
ekki allt þetta.
Það er athyglisvert að í marga áratugi reyndist
ekki unnt að koma fram áætlunargerð hér á landi.
Hugmyndin er runnin frá sósíalistísku flokkunum og
var í eina tíð kölluð rammasti bolsevismi. En áætl-
unargerð hefur verið tekin upp um allan heim .Stór
fyrirtæki auðvaldsins voru meðal hinna fyrstu, sem
skiidu þýðingu þeirra, og nú er varla það land til,
sem ekki beitir áætlunargerð í meira eða minna mæli.
Ætla mætti, að vinstri stjórnin hefði talið það sér-
•stakt hlutverk sitt að koma þessu máli fram. En það
var öðru nær. Framsóknarmenn brugðu fæti fyrir
málið og stöðvuðu það. Framkvæmdaáætlanir voru
ekki gerðar, meðan vinstristjórnin sat, heldur teknar
upp eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda.
Þegar forsaga þessa máls er íhuguð, hljóta menn
að siá, hversu furðulegur málflutningur framsóknar
manna er. Þeir hindruðu gerð framkvæmdaáætlana í
tið vinstri stjórnarinnar. Núverandi ríkisstjórn tók
þessa áætlunargei'ð upp og hefur aukið hana ár frá
ári með góðum árangri.
Svo segir Tíminn, að ríkisstjórnin hafi sett „handa
hóíið í hásæiið“, og uppskeran sé ringulrcið!
4 2. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Vædl_
■ ©-—
Bifreiðin
FRAMLEIÐUM
ÁKLÆÐI
á allar tec&nðlr bfil
OTUR
Hringbraut 111.
9íml 10659.
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupcndur að flcst-
um tegundum ogr árgcröum
af nýlegum biíreiöum.
Vinsamlegast látið skrá Mf-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðará
Símar 15813 - 23900.
_________ „
SKIPAUTGeRÐ RIKISINS
Ms Herjólfur
fer til Vestmannaeyja og Horna
fjarðar á miðvikudag. Vörumót-
taka til Hornafjarðar I dag.
Ms. Herðubreið
fer austur um land í hringferð
8. þ. m. Vörumóttaka á miðviku
dag og fimmtudag tjl Austfjarða
hafna, Húsavíkur, Akureyrar,
Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Norð-
fjarðar og Bolungavíkur.
Ms. Esja
fer vestur um land 9. þ. m.
Vörumóttaka á fimmtudag, föstu
dag og mánudag tií Patreks-
fjarðar, Tálknafjarðar, Bíldu-
dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suð-
ureyrar, lsafjarðar, Siglufjarð-
ar, Akureyrar, Húsavíkur, Rauf-
arhafnar og Þórshafnar.
Ms. Baldur
fer til Snæfellsness- og Breiða-
fjarðarhafna á morgun. Vöru-
móttaka í dag.
B I LA-
Lö K K
Grunnur
Fyllír
Sparsl
Þynnlr
Bón.
BINKAHMBOO
ÁSGEIR ÓLAFSSON, hefldv.
Vonarstræti 12. Sími 11071.
Hjólbarðaverk-
stæði
Vesturbæjar
VI8 Ncsveg.
S|mi 2312«.
Annast allar viðgerðir á bfól-
börðum og slöngum.
Smurstöóin
Reykjavíkurvegi 64, Qafnar-
firðL
Opið alla virka daga frá kL
T.30 — 19 s.d„ laugardaga ttl
hádegis. Vanir menn.
Sími: 52121.
Opið afla vlrka daga txá U.
8—22 nema laugardaga M
8—16. Fljót eg góð afgrwilbía.
Hjólbarðaviðgerðin
Reykjavíkurvegl 56
Hafnarfirði. Sími 51963.
KENNARAR
Tvo kennara vantar að barna- og unglingæ
skóla Þorlákshafnar.
Utvegum góða íbúð.
Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn í
síma: 99-3638 eftir kl. 5 á daginn.
Skólanefndin.
Héraðslæknisembætti
Héraðslæknisembættin í eftirtöldum héruð-
um eru laus til umsóknar:
1. Neshéraði. Veitist frá 10. sept. n.k.
2. Flateyrarhéraði. Veitist frá 10. sept. nk.
3. Þingeyrarhéraði. Veitist frá 10. sept. n.k.
4. Þórshafnarhéraði. Veitist frá 20. sept. n.k.
5. Austur-Egilsstaðahéraði. Veitist frá 1.
október nk.
6. Búðardalshéraði. Veitist frá 1. okt. n.k.
Umsóknarfrestur um öll héruðin er til 4.
september nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1. ágúst 1967.