Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 3
Norðmenn taka við
ískönnunarfluginu
Danska blaðið Aktuelt skýrði jrá
því nýlega að í þessum mánuði
muni norska jlugfélagið Bergen
Air Transport taka við ískönnun-
arflugi því við Hvarf á Grænlandi
sem Flugfélag íslands hefur til
þessa haft á hendi. Að sögn blaðs
ins er um þessar mundir verið
að gera samning við norska flug-
félagið um að annast ískönnunar-
flug þetta næstu þrfú árin.
ískönnunarflug við Grænland
liófst eftir að danska farþegaskip-
ið Hans Hedtoft fórst við Hvarf.
íslendingar hafa annazt þetta
flug, þar til nú, en samningur við
FÍ um flugið rann út 1. júlí síð-
astliðinn, en félagið mun halda
könnunarfluginu uppi, þar til
norska félagið tekur við einhvern
tíma í þessum mánuði.
Danska ríkið ber kostnaðinn
við ískönnunarflug þetta, en að
sögn blaðsins nemur hann um 2,5
milljónum danskra króna á ári
eða um 15 milljónum íslenzkra
króna.
iiklar síma-
framkvæmdir
Framkvæmdir hjá Landssíman-
um eru miklar í sumar eins og
endranær, segir Gunnlaugur
Briem, póst- og símamálastjóri í
samtali við Alþýðublaðið. Síma-
númerum í Hafnarfirði var fjölg-
að um 600 sl. mánaðamót. Stækk-
un Grensásstöðvarinnar um 2000
númer er langt komin og síðar
á árinu verður fjölgað um 400
númer í Kópavogi. Þá verður
stækkað um 400 númer á Akur-
eyri.
Nýjar sjáifvirkar stöðvar verða
teknar j notkun á Brúarlandi,
Vogum, Stykkishólmi, Grundar-
firði með um 800 númer samtals.
Framkvæmdir eru hafnar við 400
númera sjáifvirka stöð á Sauðár-
króki, og verður hún tekin í notk-
un snemma á næsta ári, sömu-
Framkvæmdum
miöar vel
við Búrfell
Byggingarframkvæmdum við
raforkuverið mikla hjá Búrfelli
miðar allvel áfram. Nokkrar taf-
ir í byrjun verksins og ill veðr-
átta í vetur ullu því að fram-
kvæmdirnar drógust heldur aftur
úf áætluninni, en nú hefur eðli-
legur gangur komizt á og ef ekk-
ert óvænt kemur fyrir verður
verkinu lokið sumarið 1969.
Öllum greftri og undirvinnslu
að stöðvarhúsinu -er lokið og brátt
hefst bygging gólfs þess, sem sjálf
ar túrbínurnar eiga að standa á.
Sprengivinna við aðrennslisgöng
þau, sem munu leiða vatnið að
túrbínunum, og fóðrun þeirra er
alllangt komin og sama er að
segja um vatnsinntakið við Þjórsá.
Vinna við að korna túrbínun-
um upp hefst að öllum líkindum
snemma á næsta ári. Auk stöðvar-
byggingarinnar verða byggð 5
íbúðarhús þarna og eru þau ætluð
starfsfólki raforkuversins, og
verður bráðlega hafin vinna við
þau.
leiðis 300 númera sjálfvirk stöð
á Patreksfirði, og 100 númera
stöð á Hellu, seint á þessu ári.
Lokið verður við sjálfvirka stöð
að Brú í Hrútafirði, sem verður
aðalstöð fyrir ailstórt svæði.
Nokkrar smá'stöðvar verða tekn
ar í notkun t.d. í Þykkvabæ, Laug-
arvatni, Kópaskeri og Hvamms-
tanga.
Helstu jarðsímaframkvæmdir
eru lagning línu milli ísafjarðar,
Flateyrar og Bolungavíkur.
Þá verður í sumar lokið við að
reisa símastöðvarhús á Brúar-
landi, Vogúm og Hellu og fleiri
hús eru í smíðum. Af öðrum
framkvæmdum Landssímans má
nefna fjölsímalagningu, endurnýj
un talstöðva, uppsetningu innan-
hússtöðva hjá fyrirtækjum og
Telexnotendum fjölgar úr 27 í
50 — 60, á næstunni.
Nýr prófessor
Með lögum nr. 41/1966 var
stofnað prófessorsembætti í ensku
við heimspekideild Háskóla ís-
lands. Embástti þetta var auglýst
laust til umsóknar og hefur I. J.
Kirby, lektor, verið settur pró-
fessor í ensku við heimspekideild
Háskóla íslands til eins árs, frá 1.
júlí 1967 að telja.
Menntamálaráðuneytið,
28, júlí 1967.
Saga úr sólskininu
Arnarhóll hefur undanfarna daga
jafnan verig þéttsetinn í hádeginu,
og sumir hafa ekki látið sér nægja
að sleikja þar sólskinið sitjandi á
bekk, heldur hafa lagzt út af endi-
langir í grasið og látið líða úr þreytt
um limum. Og hvað er þá eðlilegra
en einhverjum renni blundur á brá?
En það er eins gott að sofa ekki of
lengi. Þá kann svo að fara að menn
vakni upp við vondan draum, því
lögreglan er árvökul • og fylgist vel
með því að fólk leggist ekki til svefns
á almannafæri, jafnvel þótt það ætti
að vera alveg óhætt veðursins vegna.
95 % ISLENDINGA HAFA RAFMAGN
I nýútkominni skýrslu raforku-
máiastjóra, ORKUMÁL, kemur
fram m.a. að nú hefur um 95%
þjóðarinnar rafmasn frá almenn-
ingsrafstöðvum; 3% hafa rafmagm
frá einkastöðvum, en um 2% eru
án rafmag-ns- Heildarnotkun raf-
magns á öllu landinu árið 1966
var 3442 kílówattstundir á mann.
Orkuvinnsla allra almennings
orkuvera á landinu árið 1966 nam
alls. 667 598 megawattstundum,
og hafði aukizt um 0,7 % frá ár-
inu áður. Á Suðvesturlandi var
um nokkru minni orkuvinnslu að
ræða en árið áður, og stafaði það
af vatnsskorti í Soginu. Þetta hef
ur þó ekki dregið úr almennri
orkunotkun, cn hins vegar haft í
för með sér samdrátt í sölu af-
gangsorku til Áburðarverksmiðj-
upnar. Raforkunotkun Áburðar-
verksmiðjunnar minnkaði um 32,7
% á árinu, en stórnotkun í heild,
þ.e. notkun Áburðarverksmiðjunn
ar, Sementsverksmiðjunnar og
Keflavíkurflugvallar, minnkaði
um 19,1 % á sama tíma. Alls var
stórnotkunin árið 1966 125 137
wattstundir eða 10,1 % af iheildar
heildarnotkuninni; þar af notaði
Áburðarvérksmiðjan 67 688 mega-
megawattstundir eða 18,7 % af
notkuninni. Til samanburðar má
nefna að raforkunotkun verksmiðj
unnar var 100 648 megawattstund
ir árið 1965 og 142 469 megawatt-
stundir árið 1964. Orkunotkun
hennar hefur þannig minnkað
um meira en helming á tveimur
árum.
Sé orkuvinnsla vegna stórnotk-
unar ekki talin með, kemur
Framhald á bls. 15.
2. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3