Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 7
Dátar gera víbreist DATAR eru nú komnir í heima haga eftir velheppnað ferðalag um landið, en það er ekki þar með sagt, að þeir haldi sig ein göngu við höfuðborgina hér eft ir því aðdráttaraflið, sem sveita böllin hafa, stenzt enginn þeirra. Hljómplata þeirra hefur fengið mjög góðar móttökur og hefur út gefandinn ekki við að panta nýj ar sendingar, og ennþá selst' hún gráðugt, enda er hér á ferðinni beathljómplata eins og þær ger- ast beztar. Þeir, sem skipa DÁTA eru: Jón Pétur Jónsson, Rúnar Gunnars- son, Karl Sighvatsson og Stefán Jóhannsson. Fjórmenningamir lögðu upp laugardaginn 8. júlí. Reyndar Pónik í Galtalækjarskógi Meðfylgjandi mynd er af Pónik og Einari, en þeir félagar halda uppi fjörinu á danspall- inum í Galtalækjarskógi um verzlunarmannahelgina, sem nú fer í hönd. Eins og kunnugt er, hefur hljómsveitin leikið inn á tvær hljómplötur og hefur önnur þeirra þegar komið á markað- inn og fékk ágætis móttökur, en þeir voru nokkuð séinheppn- ir, því aðallagið á plötunni, ,,Jón á líkbörunum", var bannað í okkar virðulega Ríkisútvarpi, en þetta lag hefði þá þegar öðl- azt vinsældir á dansleikjum hjá piltunum. Einari Júlíussyni tókst sérstak- lega vel upp á þessari hljóm- plötu og nú bíða allir i spenn- ingi eftir -næstu plötu, en titil- lagið á henni heitir HERRA MINN TRÚR. voru þeir sex í ferðalaginu, hin ir tveir „Dáta-skáldið“, Þorsteinn Eggertsson, en eins og kunnugt er, hefur hann samið að heita má öll þau Ijóð, sem DÁTAR hafa sungið á hljómplötu og vænt anlega mun sá háttur verða hafð ur á í framtíðinni, því Dátar eru vandlátir. Einnig var umboðsmað ur og framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, Þráinn Kristjánsson, með í ferðinni. Dátar héldu sinn fyrsta dans leik í Víðihlíð í Húnavatnssýlu og voru allir aðilar ánægðir með kvöldið. En nú gerðust menn nokkuð þaulsetnir í bifreiðinni, því ekið var alla leið í Breiða- blik á Snæfelisnesi og þar var slegið upp balli á sunnudags kveldi. Á mánudögum eru ekki haldin „böll“ hvar sem er, en eftir nokkr ar vangaveltur var ákveðið að brenna til Akureyrar, enda Alþýðu'húsið tilvalinn staður til mánudagsdansleiks. Og piltarnir sluppu ekki samdægurs frá Ak- ureyringum. því áfram var dans inn stiginn þriðjudag og miðviku dag og voru undirtektir gestanna slíkar, að rætt var um, hvort ekki væri athugandi að setjast að á staðnum fyrir fullt og allt. En þar sem Dátum er nú vel við alla landsmenn, -svona almennt, hvar sem þeir búa, þá þótti ekki tilblýðilegt að láta Akureyringa sitja eina að krásunum. Á fimmtudegi var ekið til Siglu fjarðar og að sjálfsögðu haldinn dansleikur í Hótel Höfn. Dátar fengu ágætis móttökur og ekki sízt Stefán, en hann er Siglfirð- ingur í húð og hár. Næst á dag II á lög- regluþjónum — Okkur vantar lögreglu- þjóna, segir Sigurjón Sigurðs-- son, lögreglustjóri við Alþýðu- blaðið. Við ætlurn að auglýsá á næstunni. Við þurfum 20 góða menn í haust. Þeir geta komizt á námskeið í Lögreglu- skólanum í október. — Hefur ekki verið hörgull á lögregluþjónum í sumar? —Jú, en Við höfum líka feng ið allmarga kennai'a og há- skólastúdenta, sem liafa fyllt skörðin og reynzt prýðilegir starfsmenn. Sumir hafa únnið Jhjá okkur sumar eftir sumar. Einn af þessum 18 kennurum og háskólastúdentum sem starfa í götulögreglunni í sum- ar .er Jóhannes Pétursson kenn ari, ög cr þetta sjötta sumarið hans þarna. Við náðum augna blikssamtali við Jóhannes sem annars.var í útkalli fyrst þeg ar liringt var í jhann. Jóhann- es kann vel við lögreglustörfin sem stimarvínnu. Jóhannes Pétursson. — Hvernig vildi til að þú tókst á þig lögreglustörf í sum arleyfum þínum Jóhannes? — Þegar ég byrjaði hér sum arið 1961 var ástæðan sú að ég þurfti að fá sumarvinnu til að jafna hallann á fjárlögun- um hjá' mér, var nýbúinn að byggja — og stóð til boða að gerast sumarmaður í götulög- reglunni. Ég vildi gjarnan reyna þetta, sumarleyfið nýtt- ist mér betur en við ýmis önn ur störf, sem þá stóðu til boða. — Og hvernig kanntu við þig? — Ég lief skiljanlega kunn að vel við mig. Bæði yfirmenn og vaktafélagar hafa verið mér velviljaðir og ég hygg að aðr- ir hafi sömu sögu að segja í því efni. Og oft hefur hið fagra sólsetur í Reykjavík stytt næt urvaktina til rnuna- — Lendirðu í átökum? —■ Ékki svo teljandi sé. — Þú ert kvæntúr, er það ■ekki? Framhald á 14. síðu. skrá var Ólafsfjörður og kom bæjarstoltið upp í fáeinum ung- lingum, svona í lokin og kannski ekki að undra, því dansleiknum var ekki framlengt lengur en um hálftíma. Laugardagskvöldið 15. júlí var haldinn dansleikur í Skúlagarði, Kelduhverfi. Þetta var fjörugasti dansleikur og voru þingeysku kon urnar svo aðgangsharðar, að hljómsveitin var ekki vinnufær f.vrr en kl. 10 kvöldið eftir, en þá léku Dátar í Hlöðufelli á Húsavík. Þar sem hljómsveitin var búin að leika stanzlaust á níu dansleikjum í ferðinni, eða á hverju einasta kvöldi síðan lagt var af stað, var ákveðið að taka tveggja kvölda frí að loknum dansleik á mánudagskvöldinu í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Fyrra íríkvöldið 18. júlí fóru Dátar á- samt fylgdarliði sínu í Sjálfstæð ishúsið á Akureyri, Snæddu þar stóran kvöldverð og skemmtu sér þar um kvöldið. Dátum bar öll- um saman um, að hljómsveit Sjálfstæðishússins á Akureyri væri sérlega góð, en það er hljóm sveit Ingimars Eydal. Á meðan Dátar voru á Akureyri, var gist á Hótel KEA, og þar er þjónusta öll alveg til fyrirmyndar, að sögn Dáta. Að loknu tveggja daga fríi á höfuðstað Norðurlands var brennt austur á firði, en það átti að vera lokaþáttur ferðalagsins. Fyrsti austfjarðadansleikurinn var haldinn í Egilsbúð, Neskaup stað, sá næsti í Valhöll, Eskj- firði, og síðasti austurlandsdans leikurinn og jafnframt síðasti dansleikur ferðarinnar vár hald- inn í hinu nýja félagsheimili héraðsbúa á Egilsstöðum, Vala- skj álf. En eins og fyrr getur, er langt frá því, að Dátar bi-ndi sig ein göngu við Reykjavík og í því sam bandi má geta þess, að þeir verða í Húsafellsskógi um verzl- unarmannahelgina. Meðfylgjandi myndir voru tekn ar af þeim félögum á ferðalaginu. 2.- ágúst 1967, - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.