Alþýðublaðið - 02.08.1967, Side 8

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Side 8
,ÉG fæddist í Swiss Cottage í London. Faðir minn, Iona Usti- nov, var af rússneskum ættum Hann lézt árið 1962. Móðir mín er af frönskum og rússneskum ætt um. Han-n var blaðamaður, ihún var iistamaður. í dag býr hún í litlu húsi í Gloueestersliire-þorpi, og ég flækist um allan heim bæði við kvikmyndaleik og leikritunum mínum. Það fyrsta, sem ég man eftir, er þegar ég var að bera málara- grindina og litla stólinn hennar mömmu um London- Eitt sinn, er ég var sjö eða átta ára, var ihún að mála götumynd og ég sat við hlið hennar, og var í rauðu skóla- fötunum mínum. Þá kom faðir minn af tilviljun fram hjá og varð ofsareiður, er hann sá mig í skóla fötunum sitjandi á götunni. Hann neyddi mig til að taka af mér rauðu húfuna og það gerði ég, en ég vissi svo ekki fyrri en góð- hjörtuð kona, er fram hjá gekk, hafði lagt skilding í húfuna. Móðir mín segir, að ég hafi verið „gott“ barn, og ég held að henni hafi fundizt það, af því að ég var svo latur. Ég var stór, þungur og þéttur 'á velli, enda nennti ég ekki að hreyfa mig of mikið. Ég var úkaflega hlýðið barn, en það hefur áreiðanlega verið af því að ég var einkabarn. Mamma hafði sterkar móðurtil- finningar en ekki í óhófi og hún var eiginlega alltaf eins og systir gagnvart mér. Hún hafði sinn sér- staka hátt við að tala við börn og hún sýndi að hún var eldri, en það að vera eldri lét hún aldrei skilja á sér að væri neitt betra en að vera barn, aðeins öðru vísi. Sumir segja, að of mikið sé dekrað við einkabörn. Ég hey að það sé ekki rétt. Ástæðan er sú, að foreldrar ihafa meiri tíma til að heiga barni sínu, ef það er aðeins eitt- Og hvað mér viðkom, hafði það þau áhrif á mig að vera einkabarn , að ég þroskaðist fyrr. Ég var oft einn og þá vandi ég mig á að hugsa um ýmislegt. Móðir mín er ákaflega þolin- móð, en faðir minn átti litla þol- inmæði til að bera. Ég man, að mamma sagði oft við mig: — Þú verður að hafa hljótt um þig nú, því að pabbi þinn er byrjaður á að skrifa bók. Allan daginn urðum við að læð- ast á tánum fram og aftur, svo að ekki heyrðist hljóð í okkur. Um miðnætti kom svo að því, að pabbi hafði lokið við eina blað- síðu eftir mikil heilabrot og út- strikanir. Þá kom hann fram og las dagsverkið. fyrir okkur — og það var alit og sumt. Bækurnar hans urðu aldrei nema ein blað- síða. Ég man aðeins einu sinni eftir því að mamma hafi misst þolin- mæð.ina, og það man ég vegna þess, að það var svo óvenjulegt. Við höfðum farið til Estonia til að heimsækja föður hennar. — Mamma var með mikla tannpínu og hafði þjáðst af henni alla leið- ina- i Það var um þetta leyti — ég hef verið þriggja eða fjögurra ára — sem ég var bíll. Ég var ekkert að látast vera bíll. Ég var bíll. Ég startaði mér á morgnana, ók allan daginn, bakkaði í rúm- ið á kvöldin og drap á mér. Allt í einu missti mamma þol- inmæðina: — í guðanna bænum hættu þessum hávaða, æpti hún. Afi róaði hana og gaf henni 'á- minningu: — Segðu aldrei svoria við drenginn, sagði hann, ímynd- unarafl hans er að þróast. Éjöiskylda móður minnar var svo iisthneigð, að gekk nær úr hófi, og ef einhverjum í fjölskyld- unni hefði doftið í hug að segja eitthvað á þessa leið: — Ég vildi gjarnan fara út í viðskiptalífið. Þá hefðu allir fjölskyldumeðlim- irnir gripið andan á lofti, og litið á hann furðu lostnir. Og úr augna ráðinu hefðirðu lesið: Hvers vegna velurðu ekki eitthvað öruggt, t. d- «ins og ljóðagerð? Foreldrar mínir eru óaðskiljan- leg í huga mínum, því að þau voru ákaflega sérkennileg hjón og listin einkenndi líf þeirra. — Mamma gerði aldrei neitt sérstakt til að draga að sér athygli. Hún var t. d. aldrei í áberandi fötum. Aftur á móti fannst henni ekkert athugavert við það, þó að hún héldi áfram að mála meðan pabbi eldaði matinn og þvoði upp. Hon- um fannst gaman að þessu og hann þvoði mér alltaf um hárið. Hann vildi nota venjulega sápu, en ekki shampó og svo reykti hann sígarettu á meðan hann nuddaði á mér hársvörðinn. Það var hræðilegt. Pabbi var mjög vinsæll yfir- leitt og skemmtilegur, en mikill yfirborðsmaður- Mamma gat aftur á móti hlegið og flissað að smá- munum. Ég man eftir einu atviki, þegar ég var að aka mömmu frtá Suður- Frakklandi rétt eftir stríð, og við gistum um nótt í Limoges. Öll hótelin voru yfirfull og það eina 'herbergi, sem við gátum fengið, var með hjónarúmi. Við sváfum svo í því, hvort i sínum enda. Um morguninn kom roskin þjónustu- stúlka með morgunverðinn til okk ar. Hún leit hneyksluð á mig eins og hún vildi segja: — Gaztu nú ekki -fundið neina á þínum aldri? Mamma gat varla haldið niðri í sér hlátrinum. Ég byrjaði strax á látbragðs- leik, þegar ég var pínulítill og pabbi var vanur að láta mig sýna fyrir vini sína. Ég veit ekki, hvað- an ég hef erft þessa gáfu, en ég hlýt að hafa byrjað snemma, því að til er mynd af mér með hatt og göngustaf, en nöktum að öðru leyti og á myndinni stendur — „Prime Minister Bonar Law“. — Ég var þá tveggja ára. Pabbi hermdi oft eftir Viktoríu drottningu og tókst vel upp. Hann setti þá vasaklút á höfuðið og lék drottninguna stórkostlega- — Mömmu tókst sérlega vel upp, þeg ar hún hermdi eftir listamannin- um Augustus John. Svo kom að því að ég átti að fara í skóla, og vandinn var að .velja hvað skóla ég ætti að heiðra með nærveru minni. — Mamma spurði mig þá, hvort ég vildi heldur vera með stráhatt eða pípuhatt. Og ég valdi pípu- hatt og endaði í Westminster. Ég var alltaf hæstur í ensku, frönsku og sögu í mínum hekk, en lægstur í öllu öðru. Ég held, að mamma hafi ekki bundið neinar sérstakar vonir við mig og henni var alveg sama, þó að einkunnirnar mínar væru ekki þær hæstu. Ég held, að ástæðan fyrir því, að foreldrar verða fyrir ' vonbrigðum með börn sín sé oft sú, að þeir hafi ímyndað sér, að þau væru betri en kemur í Ijós og því er það for- eldrunum sjálfum að kenna. Eitt af því sem fylgir því að vera einka barn er að þau verða oft full sjálfstrausts. Og vakna því oft við vondan draum, þegar þau hafa rokið í hjónabandið. Allt i einu opnast ný fylgsni í huganum, sem hafa verið lokuð í mörg ár. Ég held, að hvorugt minna foreldra hafi sagt mér almennilega frá staðreyndum lífsins- Mér var leyft að kvænast í fyrsta sinn án þess að vita neitt og það held ég að sé ekki rétt. Ég veit, að þau Framhald á 15. síðu. É HÚSl frú Ustinov er mik- iff af listmunum og m. a. þetta málverk af syni henn- ar, sem hún málaði, þegar Peter var 12 ára. s 2. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.