Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags Alþýðublaðið — 6. ágúst 1967 2 SLYSALAUS VERZL- UNARMANNAHELGI Verzlunarmannahelgin, mesta umferðarhelgi sumarsins fer nú í hönd. Bifreiðum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og umferðin á vegum landsins fer ört vaxandi. Nú um helgina, þegar þúsundir ökumanna halda út á þjóðveg- ina eykst slysahættan. VEGFARENDUR: Sameinizt um að tryggja öryggi í umferðinni. Sýn ið tillitssemi og kurteisi í umferðinni og metið rétt umferðar aðstæður. Stefnum að slysalausri verzlunarmannahelgi. Góða ferð. Góða heimkomu. LÖGREGLAN. Áskriftðrtónleikum symfóníu- hliómsveitar fjölgað í vetur Bohdan Wodiczko stjórnar Sym fóníuhljómsveit íslands i isesta starfsár. Symfóníuhljómsveit íslands hef ur starf sitt í haust með þrem hljómleikum á hinní Norrænu tón listarhátíð, sem haldin verður í Reykjavík síðari hluta septcmher- Fylgismenn Maós segjast hafa betur HONKONG, (ntb-reuter) 5. ágúst Eylgismenn Maos hafa nú yfir höndina í iðnaðarborginni Wuhan f Mið-Kína, að því er fréttir það an hernia í dag, en til heiftugra bardaga hefur komið á milli Btuðningsmanna og andstæðinga Maos-formanns víða við Yangtse- fljót. Fréttir, sem bárust til Hong- kong í nótt, hermdu, að til mik- illa átaka hefði komið í borgum sitt hvoru megin við fljótið og þá ekki hvað sízt í Shanghai. Kanton-útvarpið sagði í dag, að stuðningsm. Mous hefðu nú náð borginni Wuhan úr höndum þeirra, sem vinna fyrir fyrrver- andi forseta Liu Shao-Chi. Utanríkisráðherra Kína, Chen Yi á að hafa sagt, að margar milljónir manna hafi hervæðst til þess að sigrast á þeim flokks félögum, sem kosið hafi hina kapítalisku leið. Japönsk blöð segja í dag, að rauðir varðliðar í Peking ætli að efna til gifurlegrar kröfugöngu í dag og heimta, að Liu Shao-ehi forseti verði afhentur iýðnum. Japanskur fréttaritari fullyrti í dag, að honum hefðu borizt fregn ir af því, að gömul flokkshetja. Li Li-San, sem kallaður var „Stal ín Kína“ he.fði nýlega hengt sig. Frá Hongkong er það að segja, að talsmaður stjómarinnar þar staðfesti í dag, að 20 Kínverjar hefðu ruðst yfir iandamærin til Hongkong og réðust á brezkan hermann og lögregluþjón, sem stóðu þai- vörð. Kínverjarnir mót mæltu. harðlega, að yfirvöld í Hongkong hefðu látið rífa íjiður kínversk áróðursspjöld, sem hengd höfðu verið upp á brú. Aðrar fréttir herma, að Kín- mr verjarnir hafi tekið méð sér vopn bermannsins, en brezkt lið og lög regla hafi síðan komið á vett- vang, náð aftur vopnunum og Kínverjarnir hafi hörfað heim. Fyrir nokkrum dögum kom svipaður atburður fyrir á sama stað, — en þá voru Kínverjamir bara 40. mánaðar n.k. Hljómleikaniir verða dagana 19., 20. og 22. sept. Flutt verða eingöngu verk eftir norræn tónskáld og á einum tón- leikum aðeins eftir íslenzka höf- unda. Bohdan Wodiczko hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri næsta starfsár, en auk hans mun Róbert A. Ottósson stjórna tveim hljómleikum og ennfremur koma hingað finnski hljómsveitarstjór- inn Jussi Jalas, Kurt Thomas frá' Þýzkalandi og Shalom Roniy-Rikl is frá Israel. Meðal einleikara sem þegar hafa verið ráðnir eru Martha . Argerieh, píanóleikari, Valentin Georghiu, píanóleikari, Erling Blöndal Bengtsson, cellóleikari, Josef Suk, fiðluleikari, John Og- don, píanóleikari, Ruggiero Ricci, fiðluleikari, Ruben Vargo, fiðlu- leikari, Ferry Gebhardt, píanóleik ari, Björn Ólafsson, fiðiuleikari, Friedrich Marvin, píanóleikari, Vladimir Askenasí, píanóleikari, Mikhael Vaiman, fiðluleikari, Haf liði Hallgrimsson, 'cellóleikari, o. fl. Ráðgert er að fjölga áskriftar- tónleikum hljómsveitarinnar úr 16 í 18 og munu tónleikarnir verða á fimmtudögum eins Og fyrri ár. Fyrstu óskriftartónleik- arnir verða 28. september, en dag ana, sem Norræna tónlistarhátíð- in verður hér, mun áskrifendum veitast kostur á forkaupsrétti á hljómleika hennar. Ferðalög landa á milli og önnur samskipti þjóða aukast nú hröð'um skrefum með hverju árinu sem líður. f nýútkominni fund argerð Ferðamálaráðstefnunnar kemur í ljós að árið 1957 komu hingað til Iands aðeins um 10 þús. manns, en 1966 voru þeir um 35 þús Frá áruntun 1950-1960 var aukningin um 35% á ári til jafnaðar, en á síðustu árum hefur hún verið um 20%. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ferðamál segir að vart sé hægt að ofmeta gildi hins al- þjóðlega ferðamannastraums til aukins skilnings og samvinnu þjóða á milli. Sú skoðun, að ferðalög séu munaður, sem að eins fáir útvaldir megi og geti leyft sér tilheyrl fortíðinni og allar hömlur og bönn varðandi frjáls ferðalög stríði gegn alþjóða hyggjun og sókn mannsins til bjartara og betra lífs. A árinu 1961 var talið að 75- Frá aðalfundi Læknafélags Islands Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn í Reykja vík 27.—29. júlí sl., en samtímis var háð læknaþing, eins og þeg ar hefur verið getið um í frétt um. Auk venjulegra * aðalfundar- starfa og ákvarðana um innan- félagsmál bar hátt á aðalfundi þessum umræður um stjórnun og skipan heilbrigðismála í land ínu. Það var almenn og ákveðin skoð un fundarins, að mikil hætta væri á ferðum, ef framþróun og skipulagning heilbrigðismála dræg ist meira aflurúr, en orðið er, og kom fram ákveðinn vilji aðal- fundarins í þá átt, að félagssam |ök lækna í landinu geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stuðla að eðlilegri framþróun. Fundurinn taldi einnig, að mikla áherzlu bæri að leggja á fræðslu almennings um þessi mál efni, sem að óverðskulduðu hafa- fallið í skuggann fyrir ýmsum öðrum málum. er læknastéttin tel ur, að hefðu þolað bið. Á fundinum var lögð fram greinargerð frá stjórn Læknafé- lags íslands um nauðsynlegar grundvallarrannsóknir vegna heild arskipulags heilbrigðismála og mun hún verða lögð fyrir heil- brigðisyfirvöld sem viðræðu- grundvöllur um nauðsynlegan und irbúning að þessu mikla og ó- umflýjanlega þjóðfélagsmáli Auk ábendinga uki undirstöðu rannsóknir er þar lögð áherzla á nauðsyn endurskoðunar á yfir- stjórn heilbrigðismála, menntun- ar og nýliðunar starfsliðs til heil brigðismála. Fundurinn fól stjórn L.í. að vinna að því að heilbrigðisstjórn landsins hefji sem fyrst fram- kvæmdir þeirra grundvallarrann- sókna, sem lagt var til að gerðar yrðu. í framhaldi umræðna um þessi mál samþykkti fundurinn tiltögu þess efnis, að Læknafélag íslands beiti sér fyrir því, að hið fyrsta verði haldin ráðstefna um skipu- lag heilbrigðismála, og mun fé- lagið leita samvinnu um fram- kvæmdir slíkrar ráðstefnu við heilbrigðismálaráðherra, land- lækni, Alþingi, sýslu- og sveita- félög, samband sjúkrahúseigenda og fleiri sambærilega aðila. Nýkjörna stjórn Læknafélags íslands skipa læknarnir: Arinbjörn Kolbeinsson, formaður, Friðrik Sveinsson, ritari, Ásmundur Brekkan, gjaldkeri, í varastjórn: Helgi Valdimarsson, Stefán Bogason, Örn Bjarnason. Á læknaþingi vár, eins og get ið hefur verið, haldin ráðstefna um hagnýta greiningu, meðferð og vísindárannsóknir á sjúkdóm um í skjaldkirtli. Voru þar flutt mörg og merk erindi erlendra og innlendra vís Frh. á 10. síðu. millj. hefðu ferðast til annarra landa og árið 1965 var talan ko.m in upp í 120 millj. Þessum miklu ferðalögum fylgir mikill fjárflut ingur landa á milli. Flestar þjóðir leggja nú mikið kapp á að ná hagstæðum gjaldeyrisjöfn hingað til lands nær 44 þús. uði í þessum t'iðskiptum og tekst mörgum vel einkum á Vest urlöndum. Samkvæmt því sem fram kom hjá Þorleifi Þór-ðarsyni forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins korou ’fcrðamenn, en rúmlega 23 þúá. íslendingar fóru utan. Samkvæn t skýrslum gjaldeyriseftirlits hanl- anna eru tekjur af heimsóknum erlendra ferðamanna aðeins 94,5 millj. kröna en veittur gjaldeyrír íslendingum til utanferða 820 millj. Þorleifur taldi þessar til ur þó ekki gefa rétta mynd, me 5 aleyðsla hvers erlends ferðamanns hlyti að vera meiri en rúmírr 2000.oo kr. Ég myndi álíta sanri nær, sagði Þorleifur, að hyfcr gestur skildi eftir sig að minnsti kosti 3.500.OO kr. að meðaltal . Heildareyðsla ferðamanna í lanc- inu væri því um eða yfir 1£0 millj. kr. Hvernig sem þessu cr farið erum við tvímælalaust í flokki þeirra þjóða, sem eyí n meiri gjaldeyri til utanferða cr\ því nemur sem inn keniur. Þoi'- leifur taldi ísland hafa upp á margt að bjóða einkum á sumr in, en það sem skorti á, væri að skapa skilyrði til að leng; a ferðamannatímann, en til þess vantaði illilega gisth-ými. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.