Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 6. gúst 1967 — 48. árg. 176. tbl. — Verff kr. 7 <$UH/Ute6ufS *—■— ........■■■■■■■.. Þyrla notuð til löggæzlu um helgina Um heígina verður þyrla Landhelgisgæzlunnar not uð til eftirlits með þjóðvegum landsins, liðsflutninga lögreglunnar og slysaflutninga, ef þörf krefur. ! METDAGUR í FLUGINU f Flugfélagr íslands hefur f aldrei í sögu sinni flutt jafn- V marga farþega á einum degi f og í fyrradag. Þá flugu með flugvélum félagsins alls lið- stanzlaust allan daginn — . < lega 2000 manns, rúmlega 350 Myndin liér að ofan var tekin .1 't í utanlandsflugi og 1645 innan á Reykjavíkurflugvelli í gær- ' | lands, þar af fóru um 1000 morgun, er hópur þjóðhátíðar 11, mjlli Iands og Eyja. Alls fóru gesta var að halda upp í far-’ Ó flugvélar f élagsins 25 ferðir kost sinn. • Við óskum þeim * J til Vestmamiaeyja í fyrradag. góðrar skemmtunar, eins og , i! í gær voru ráðgerðar 5 ferðir, öðrum sem gera sér einhvem 11 6 ferðir í dag en á miánu- dægramun um helgina. daginn verður flogið þangað Pétur Sveinbjarnarson umferð- arfulltrúi skýrði Alþýðublaðinu frá því í gær, að lögreglan befði fengið til afnota þýrlu landhelgis- gæzlunnar um helgina, og verður hún einkum notuð í þrennum til- gangi: Til umferðkrgæzlu á veg- um úti, til sjúkraflutninga, ef iþörf er á, og til liísflutninga milli staða, ef ástæða þykir. Flug maður þýrlunnar verður Björn Jónsson og með honum í hverri ferð verða löggæzlumenn, sem verða tilbúnir að taka að sér umferðarstjórn, ef þqrf krefur, eða skakka leikinn, þar sem svo kann að vilja til, Fyrsta eftirlitsför þyrlunnar var farin kl. 14.30 í gær og var lögreglustjórinn í Reykjavik með í þcirri för, en eitt af því sem íþyrlan verður notuð til, verður að flytja yfirmenn lögreglunnar í eftirlitsferðir til hinna ýmissu Frh. á 10. síðu. NÆR ÞVl RMMTIHVER HREPPUR MED FÆRRIIBÚA EN HUNDRAÐ Hagstofan hefur nú birt endan legan tölur um mannfjöldann á Is- landi 1. desember s.l., og hafa landsmenn þá reynst vera alls 196.933 að tölu, 99.546 karlar og 97.387 konur. Reykjavík er að sjálfsögðu lang fjölmennasti staðurinn. Þar búa i alls 79.202, 38.651 karl, og 40.551 i kona. í öðrum kaupstöðum búa samtals 54.995, 27.753 karlar og 27.242 konur. í sýslufélögum búa alls 62.736, 33.142 karlar og 29.594 konur. Fjölmennasti kaupstaðurinn ut- an Reykjavíkur er Kópavogur með 10.014 íbúa, þá Akureyri með 9.943 íbúa og í þriðja sæti er Hafnarfjörður með 8.555 íbúa. Síðan koma aðrir kaupstaðir í þessari röð: Keflavíki 5.422, Vest- mannaeyjar 5.002, Akranes 4.162, ísafjörður 2.719, 2.402, Húsavík 1.871, ur 1.521, Sauðárkrókur 1.416, Ól- afsfjörður 1.063 og Seyðisfjörður 905 Af sýslufélögum eru tvö lang- samlegast fjöimennust,....Ámes- sýsla með 7.840 íbúa' og 'Gtlll- bringusýsla með 7.010 -:ibúar Kang- fámennasta sýslufélagið er.-'AvSt- ur-Barðastrandarsýsla með 493 íbúa. íbúatala annarra ■ sýslna er sem hér segir: Suður-Múlasýsla 4.847, Snæfellsnessýsla i .4114)2, Eyjafjarðarsýsla 3.899, Kjósar- sýsla 3.240, Ra Hgárvallásýsia 3083, S-Þingeyjarsýsla 2.826, Skagafjarðarsýsla 2.583, Norður- Múlasýsla 2.391, Austur- Húna- vatnssýsla 2.335, Mýrasýsla 2.069, Vestur-Barðastrandarsýsla 2.020, Norður-ísafjarðarsýsla 1.951, N-Þingeyjarsýsla 1.1895, V-Skafta fellssýsla 1.783, Borgarfjarðarsýsla 1.464, A-Skaftafellssýsla 1.449, Strandasýsla 1.414, Vestur- Húna- vatnssýsla 1.401, Vestur- Skafta- fellssýsla 1.397, og Dalasýsla 1.154 I þéttbýlisstöðum utan kaup- staða búa alls 33.153 íbúar. Sjö slíkir þéttbýlishreppar hafa yfir þúsund íbúa hver og eru þeir þessir, raðað eftir fólksfjölda: Selfosshreppur 2.155, Garðahrepp ur 2.059, Seltjarnarneshreppur 1.878, Njarðvíkunhreppur 1.538, Borgarneshreppur 1.037, Stykkis- hólmshreppur 1.020 og Patreks- hreppur 1.014. Tólf héttbýlis- hreppar ihafa færri íbúa en 100, og er Djúpavík þeirra fámennast ur með 28 íbúa. , Hreppsfélög á landinu eru alls 213, og af þeim hafa 40 hreppar færri íbúa en 100, þar af 8 færri íbúa en 50. Fámennastur þessara hreppa er Loðmundarfjarðarhrepp ur í Norður-Múlasýslu með 11 íbúa, en aðrir hreppar með færri íbúa en 50 eru Fjallalireppur, N-Þingeyjarsýslu 29. Selvogshrepp ur, Árnessýslu 33, Kétildalahrepp ur, Vestur-Barðastrandasýslu 38, Múlahreppur, Austur-Barða- strandasýslu 39, Klofningshrepp- ur, Dalasýslu 42, Snæfjallahrepp- ur, Norður ísafjarðarsýslu 45 og Seyðisfjarðarhreppur, Norður- Múlasýslu 47 íbúa. Norrænt móí um fjölmiðlunartæki Norræna félagið í Danmörku efnir til ráðstefnu dagana 20. til 26. ágúst. Fundarstaður verður á óðali félagsins, Hindsgavl, og við íangsefni ráðstefnunnar verður „Maðurinn og fjölmiðlunartæk- in“. Stjórnendur eru dr. phil. Há- kon Stangerup og Rrarb» Vendt. Framhald 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.