Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 10
10
Sunnudags AlþýðublaSið — 6. ágúst 1967
□ QQBBDB D I
Nýtízku kjörbúð
Örskammt frá Miklubraut
Kynnizt vörum, verði og þjónustu.
Góð bííastæði.
KRON StakkahlíS 17.
Þeim sem kynnu að iiafa á-
huga á að sækja ráðstefnuna ber
að tilkynna þátttöku til félags-
ins Norden, Malmgade 3, Kaup-
mannahönf.
Þyrla
Framhald af 1. síðu.
samkomustaða.
Pétur sagði að umferðin út úr
bænum í gærmorgun 'hefði verið
mjög jöfn og stöðug, og engir
umferðarhnútar ihefðu myndazt.
Bærinn virtist hins vegar vera að
tæmast af fólki eða því sem næst
og langsamlega mestur straumur-
inn lægi í Húsafellsskóg, en einn-
ig væri mikið farið í Þórsmörk
og að Galtalæk. Vestmannaeyja-
ferðir liggja hins vegar að sjálf.
sögðu utan við verksvið umferð-
ardeildarinnar.
VELTUSÚNDI 1
Sími 18722.
Ávallt fyrlrligKandi
LOFTNET oe
XOFTNETSKERFI
FYRIR
JFJÖLBÝLISHÚS.
SJ.KS.
Vangaveltur
Framhald af bls. 2.
leikann yfir fjöll og ása, festa
augað við eitthvað sem er geysi
f jarri, sjá yfir það sem liggur
næst. Og það er eins og sú
brynja af uppgerð og ímynd-
un sem við klæðumst gjarnan
í margmenninu (því að hver
verður þar að hafa sitt and-
íit, ekki fyrir sjálfum sér, held
ur öðrum) prufi upp eins og
dögg fyrir sólu. — Það er bráð
nauðsynlegt að vera bara mað-
ur sjálfur og ekkert annað við
og viS. — Við þurfum að hafa
jarðsamband.
Að austan
Frh. af 6. siðu.
ari í spori af þeirra fundi og
virði bæinn fyrir mér.
Vissulega er allt með öðrum
blæ hér nú en síðastliðin sum-
ur, þegar allt iðaði af lífi og
allir á þönum til og frá vinnu,
en þó eru menn bjartsýnir og
alls staðar er verið að byggja
íbúðarhús.
Nokkur iborgarbragur er kom
inn á fyrirmenn í plássinu og
maður sér gjarnan góðborgar,
ana spranga með golfgræjur
og veiðistengur og einhver hef-
ur sagt mér að þeir séu búnir
að stofna Rotary-klúbb og
ihefði það þótt saga til næsta
bæjar hér á Norðfirði fyrir
nokkrum árum. Þeir eiga líka
þokkaiega bíla hér eins og
annars staðar á landinu og von
andi verður þess ekki langt að
bíða að menn geti þeyst inn
búlivardinn, sem á að koma
inn „ströndina“ og gömlu
kofaræksnin verða fjarlægð
þaðan.
Það er laugardagskvöld og
og unga fólkið dansar í félags-
heimilinu, fáir á ferli. Tóm-
tunnuhlaðarnir bíða á plönun-
um og allt er til reiðu að taka
ó móti hafsilfrinu, þegar því
þóknast að sýna sig upp við
landið.
Blár bátur er að hverfa út
í flóann og mávarnir halda
þing á rafstöðvarhúsinu, og
enn cr ljós hjá bæjarfógetan-
um sem nú er senn á förum
til Akureyrar. Ró er yfir bæn
um, stafa logn og tojart yfir
nema smá þokuslæða inn í
Selárdal. Þau eru fögur sum
arkvöldin hér á Nesi og hér
er gott mannlíf, og það er
röskleiki í ihreyfingum ungu
mannanna sem spranga upp
rafstöðvarbrattann og vippa
sér inn í Egilsbúð í dansinn
og gleðina.
Leikarinn
IMl úr opnu.
segja. „Hann er hæverskur og
fágaður næstum feiminn — en
undir niðri brennur glóð sem
gerir hann ólíkan öllum öðrum.
Hann er listamaður út í fingur-
gómana. Og hann er einstakur
maður. Léttur, fyndinn og gam-
ansamur. Og svo hefur hann
þessa einstöku hlýju.
„Hvílikur leikari! Og þó fyrst
og fremst — hvílíkur MAÐUR.
Aðalfundur
Framhald af 3. síðu.
indamanna, í tvo daga, og tel-
ur stjórn L.t, að árangur að ráð
stefnu þessari hafi verið mikill
og þýðingarmiklar niðurstöður
þar birtar íslenzkum læknum, en
meðal merkustu erinda má telja
erindi Þorvalds Veígars Guð-
mundssonar, um rannsóknir hans
á eðli og eigindum kalkvaka í
skjaldkirtli og kölkunum, enn-
fremur rannsóknir Dr. Crooks frá
Aberdeen á notkun tölutækni við
upplýsingasöfnun, greiningu og
meðferðarákvarðanir, sem beltt
hefur verið með góðum árangri
við skjaldkirtilssjúkdóma. Tækni
þessi á eflaust eftir að gjörbreyta
öllum starfsaðferðum við sjúk-
dómsgreiningu og meðferðará-
kvarðanir.
Þá fluttu þeir prófessorar I.
Doniach og Dr. E1 Williams frá
London gagnmerk erindi um
krabbamein í skjaldkirtli og áhrif
geislunar á skjaldkirtil, með tilliti
til myndunar krabbameins í þvx
líffæri.
Loks fóru fram umræður, um
rannsóknir sem gerðar hafa verið
og eru í framkvæmd hérlendis
með samvinnu innlendra og út-
lendra vísindamanna.
Meðal annars var þá birtur
hluti niðurstaðna á hóprannsókn
um þeim á skjaldkirtisstarfsemi
vanfærra kvenna, sem gerð var
hér í Reykjavík fyrir rúmu ári
síðan. Hafa þessar niðurstöður
vakið mikla athygli erlendra
fræðimanna, en þessi rannsókn
sýnir m. a. hve mikið íslendingar
geta lagt af mörkum til vísinda
iðkana, í mörgum greinum í góðri
samvinnu við erlenda aðila
(frá stjórn Læknaf. isl.)
Norrænn fundur
Framihald af tols. 1.
Á ráðstefnunni verða haldin
mörg erindi og a meðal fyrir-
lesara eru Bodil Koch mennta-
málaráðherra Dana, sem flytur
inngangserindi um manninn og
fjölmiðlunartækin, Julius Bomholt
þingmaður, sem mun láta í ljós
álit sitt á samvinnu Norðurlanda
í sjónvarpsmálum, Gunnar Thor-
oddsen, sendiherra, en erindi sitt
nefnir hann „Tengslin milli blaða,
útvarps og sjónvarps lá íslandi".
Auk þessara manna flytja margir
aðrir kunnir menn erindi á ráð-
stefnunni.
RADIONETTE
tækin henta sveitum
landsins.
Með einu handtaki má
kippa verkinu innan úr
tækinu og senda það á
viðkomandi verkstæði
— ekkert hnjask með
kassann — auðveldara
í viðhaldi.
Radionette-verzlunin
Aðalstræti18 sími 16995
ÁRS ÁBYRGÐ
Aðalumboð: Einar Farestveit £r Co. hf. Vesturgötu 2
20% afsláttur
af öllum tjöldum og
viðleguútbúnaði