Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.08.1967, Blaðsíða 9
Sunnudags Alþýðublaðið — 6. ágúst 1967 $ Þættir frá Neskaupstað síldin, smábáfaúfvegur og bærinn crð sumarlagi Það var kaldranalegt að horfa niðrá Héraðið úr Flug- sýnarvélinni á föstudaginn á leið til Norðfjarðar. Nýfallinn snjór niðri í byggð og næstum haustlitir á jörðinni. Við í vél- inni vorum dálítið hiss£, þegar hún tók að lækka sig bfan við Eiða og vissum varla tívaðan á okkur stóð veðrið, þegar hún lenti á Egilsstöðum. ' Konan, sem sat fyrir aftan rþig, leit út um gluggannn og spurði í mesta sakleysi, hvort þetta værr Norðfjörður. Vissulega væri smekklegra hjá þeim Flugsýnarmönnum að láta far- þegana vita, þegar ekki er hægt að komast á áfangastað í stað þess að láta sem allt sé í himnalagi. Farþegarrjir höfðu sem sagt 'ekki hugmynd um, hvort verið væri að millilenda eða hvort ekki væri farið lengra. Hráslaginn og hra^landinn náði alla leið niður á Reyðar- fjörð, en þar var sólskin en kalt. -í Reyðarfjörður og Eskifjörður báru síldarleysinu gi-einilegt merki, varla íólk á Sferli og síldarbræðslurnar hírrídu tand urhreinar og tómlega|', engir bátar vou' sjáanlégir,| dauða- drungi yfir öllu. } Heimreiðin í Neskaupstað hefur ekki batnað síðaji í fyrra sumar, forarpyttir Qg drullu- dammir. Ný síldarvei’ksmiðja hefur risið upp inni ái strönd- inni rétt fyrir innán |á eldri. Það má því búast vií sæmi- legri reykjarbrælu yfir pláss- inu, þegar þær taka báðar að mala. þ t Sigurður Hinriksson stundar smábátaútgerð og ég tíitti hann á bryggjunni og spurði hann frétta. — Það hefur gengið sæmi- lega vel hjá mér það sem af er. Báturinn hefur verið við .Langanesið, fjórir á og þar af þrír Færeyingar. Þeir eru á færum og ef sæmilega tekst til í þessum túr hafa þeir los- að þrjátíu þúsund í part þenn- an mánuð. Einn trillukarlinn hér hefur lagt á land afla fyr- ir hálft annað hundrað þúsund síðan í maíbyrjun og er bara einn á. Ég spyr um sílcJina: Hún er óútreiknanleg en auð vitað kemur tíún fyrir haustið. Það er vont að stóla svona mik ið á hana, við verðum að hafa meiri fjölbreytni í veiðiskapn- um. Grimsbytjalli er að leggja upp að bryggjunni en þeir eru nærri daglegir gestir liér tjall- arnir, fá hér alls kyns þjón- ustu og oft setja þeir svip á bæ inn kallarnir í hvítu bússunum með flaksandi hárlubba og há- vært tal og stundum dálítið vaggandi í göngulagi. Þeir skera sig úr, þó ekki sé af öðru en því, að þeir virðast unmgangast vatn og sápu með meiri varkárni en gengur og gerist með öðrum starfsbræðr- um þeirra. Nokkrir síldarbátar liggja við höfnina og einn er á leið í land með slatta. Hann kemur frá Hrolllaugseyjum og karl- arnir segja, að þar sé ekkert að hafa, þetta sé bölvaður ræf- ill og standi stutt uppi og þá helzt um ljósaskiptin. Barði NK 120 er einn af bát um Síldarvinnslunnar hér á Norðfirði og sá elzti af fjór- um, smíðaður í Austur-Þýzka- 'landi, hið myndarlegasta skip og skipstjóri á honum er einn af þremur bræðrum, sem stýra skipum Síldarvinnslunnar. AU- ir eru þessir bræður ungir menn og aflaklær liinar iméstu og má þar ekki milli sjá. Hjörvar heitir skipstjórinn og er yngstur bræðranna þriggja en þ'eirra tíæstur, það sem af er þessari vertíð, hefur þegar lagt á land rúm seytján hundruð tonh. -*■ Já, ég kom í gærkvöldi, segir Hjörvar. Þetta er feikna stím, rúmar sjö húndruð míl- ur og það er annað en gaman að ferðást alla þessa vegalengd til að losna’ við aflann. Þetta er enginh meining að hafa ekki fleiri flutningaskip, þeg- ar svona langt er só.tt. í brúnni tíjá Hjörvari er Jó- hann Sigurðsson, útgerðarstj. hjá Síldarviniislunni, sívak- andi hörkumaður, sem vafa- laust á drjúgan þátt í velgengni bátanna^ ' — Síldarbræðslurriar hér fyr, ir austan hefðu þurft að kom- > ast«yfir. flutningaskip,ísegii' Jó hann, þetta er fjandakornið ekki hægt að eyða öllum þess- um tíma í stímin til og frá miðunum. En auðvitað skilja þeir þetta ekki þama fyrir sunnan, þeir eru nefnilega af- ar tregir á að komast í skiln- ing úm þann einfalda sann. leik, að ef síldih bregzt hér fyrir austan, þá standa þeir vonum fyrr 'á nærbuxunum, rúðir inni að skinni,' eða hvað halda þeir annars að hægt sé að flytja lengi inn bíla og þess tíáttar ef enginn fæst gjaldeyr- jrinn. Við spjöllum góða stund um síldina og horfurnar. Þeir eru vongóðir, skipstjórinn og út- gerðarstjórinn og ég geng létt Frh. á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.