Alþýðublaðið - 12.08.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.08.1967, Qupperneq 5
SENDIBRÉF TIL SÉRA JÓNS NÝLEGA ræddi ég íslenzka ljóðagerð við ungan tnann, stúdent að menntun, en hann leggur stund á tungumálanám við háskólann og ætlar að gerast kennari. Hann reyndist næsta fróður um skáldskap síðustu áratuga, einkum kvæði Davíðs Stefáns- sonar og Steins Steinarr, Tómasar Guðmundsson- ar og Guðmundar Böðvarssonar, Snorra Hjartarson- ar og Hannesar Péturssonar. Duldist ekki að þessi ungi maður hafði varið miklum tíma í ljóðalestur menntaskólaárin. Var fagnaðarefni að kynnast þekkingu hans og djörfum sjálfstæðum skoðunum. Mér datt í hug af þessu tilefni, hvort ljóðagerðin sé ekki vinsælli og áhrifaríkari en maður ætlar. Ég freistast til þess að fara nokkrum orðum um þetta forvitnilega málefni, ef verða skyldi til í- hugunar og kannski umræðna. Kynslóðirnar tvær Stundum heyrist, að ljóð séu lítið lesin á íslandi nú á dögum, og er unga fólkið gjarnan sakað um tómlæti í því efni. Mig grunar, að sú afstaða muni ósanngjörn. Raunar er margt, sem glepur. Bóka- kostur er mikill, en fólk les fremur léttmeti heldur en nýstárlegan skáldskap. Þetta er þó varla and- legri le'ti æskunnar að kenna. Hún nennir engu síður en eldri kynslóðin að lesa og meta kvæði samtíðariiinar. Þetta verður ekki sannað í tölum, en hugsum okkur, að íslendingar skiptist í tvær kynslóðh', fólk yngra en fimmtugt og eldra. Hvor kynslóðin ætii kunni betur skil á Ijóðagerð hinnar? Ég ætla, að hlutur yngri kynslóðarinnar verði meiri og betri í þessurn athyglisverða samanburði. Þessu til á- réttingar skal eftirfarandi tekið fram, séra Jón: Fortíðin og líðandi stund Eldri kynslóðin veit sitthvað um skáldskap manna eins og Guðmundar Böðvarssonar, Guðmundar Frímanns, Guðmundar Inga, Jakobs J. Smára, Jakobs Thorarensens, Jóhannesar úr Kötlum, Jóns Iíeigasonar, Snorra Hjartarsonar. Tómasar Guð- mundssonar og Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, svo að ég nefni í stafrófsröð þau eldri ljóðskáld, sem snjöll ust munu, listrænust og sérstæðust, en sjálfsagt virðist, að þeim sé gaumur gefinn. Þau munu yngri kynslóðinni engan veginn framandi. Þvert á móti. Málkunningi minn, stúdentinn ungi, er naumast einstök undanlekning. Hins vegar mun mjög á skorta, að eldri kynslóðin lesi kvæði ungu skáld- anna. Þau njóta einkum jafnaldra sinna og yngri lesenda. Þó eru í hópi þeirra athyglisverðir eða ó- tvíræðir listamenn eins og Gunnar Dal, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Jóhann Hjálmars- son, Jón Óskar, Jón úr Vör, Mattías Johannes- sen, Stefán Hörður Grimsson, Þorsteinn frá Hamri og Þorseinn Valdimarsson, en aftur læt ég stafrófsröðina ráða upptalningunni. Þeir eru tví- mælalaust' vanmetnir af eldri kynslóðinni af því að hún hirðir ekki um skáldskap þeirra. Slíkt sæmir illa mestu bókaþjóð heimsins. Henni er skylt að glöggva sig á skáldskap samtíðarinnar og rekja samhengi íslenzkrar ljóðagerðar. Gaman væri að efna til keppni um kvæðakun- áttu kynslóðanna tveggja. Þá á ég ekki við þulu- kenndan utanbókarlærdóm heldur mat og skiln- ing. Ég myndi veðja á' yngri kynslóðina. Hún les meira og hugsar djarfara, þrátt fyrir námsannir og fjölbreytt áhugamál. Henni er í mun að finna til á líðandi stund jafnframt því, sem hún hyggur að fortíðinni. Verkaskipting tvíburanna Margt væri nauðsynlegt til eflingar samtíðar- bókmenntunum. Okkur vantar tilfinnanlega safnrit íslenzkra ljóða þessarar aldar. Lesbækur skólanna hafa raunar skánað, en þær ná of skammt og bregða ekki upp viðhlítandi heildarmynd. Svo er bókmenntakennslan úrelt. Ungt fólk er forvitnast j og dómbærast á skáldskap samtíðar sinnar. Þess vegna á að byrja þar, en ekki aftur í fomeskju. íslendingar þurfa að liafa endaskipti á lesefni og verkefnum bókmenntakennslunnar. Og svo er hlut- ur blaða og útvarps. Þar hafa viðhorf breytzt stór- um til batnaðar og er sannarlega þakkarvert. Hins vegar þarf ríkara skipulag um þá bókmenntakynn- ingu. Hún stefnir í rétta átt, en fetar sig hægt. Sjónvarpið getur miklu áorkað í þessu efni. Ég vona, að það láti útvarpinu eftir að koma forn- sögunum á framfæri við þjóðina, en helgi sig samtíð arbókménntum og sér í lagi ljóðagerðinni. Sú verkaskipting þessara tvíbura myndi harla iarsæl. Bandarískt fordæmi Ég átti þess kost fyrir tveimur árum að kynnast sjónvarpi vestur í Bandaríkjunum nokkrar vikur. Þar er vandinn að velja og hafna. Athygli mín beind ist mjög að kennslusjónvarpi Minnesotaháskóla, en til þess er óspart varið fé og tíma. Mér fannst eink um til um bókmenntakynninguna. Frægur gagnrýn andi stjórnaði þætti um samtíðarskáld Engilsaxa. Hann rekur feril þeirra, vinnubrögð og séi-kenni í snjöllum fyrirlestrum. Svo er þeirri kynningu fyigt eftir með samtölum og upplestri. Stjórnandi þátt- arins kom á framfæri brezka skáldinu Ted Hughes, sem ég þekkti aðeins af umsögn W. H. Auden. Blöðin í Minneapolis komu af fjöllum, en gátu ekki orða bundizt. Þau höfðu frétt samkvæmt góðri heimild, að Ted Hughes væri efnilegas.ta og ný- stáriegas.ta Ijóðaskáld yngri kynslóðarinnar á enska tungu. Minnesotabúar liöfðu tugþúsundum saman séð hann og heyrt í sjónvarpinu, fengið skilmerki- lega greinargerð um skáldskap hans og kynnzt mörgum ljóðum þessa fjarlæga útlendings í frá- bærri túlkun. íslenzka sjónvarpið þarf að hiutast til um eitt- hvað þessu iíkt, þegar það fer að. skemmta lands- mönnum og fræða þá'sex daga vikunnar á komandi hausti. Þá mun bilið milli kynslóðanna tveggja verða brúað. Sjónvarpið er merkilegasta andlega samgöngutæki nútímans, en vissulega skiptir máli, hvað velst til flutnings. Eru ekki samtíðarbók- menntirnar nærtækastar? Skylda sjónvarpsins Vel fer á því, að íslendingar komist í huganum alla leið til Asíu og Afríku með því að horfa á sjón varpið. Ég tel og nokkurs virði, að íslenzkir æsku- menn kunni ár og vöth, fjöll og borgir i löndum og hinum megin á hnettinum. Slíkur fróð- leikur víkkar sjóndeildarhi’inginn og skerpir heims borgaraskynið, en hann er ekki einhlítur. Grund- vailaratriði íslenzkrar menningar eiga minnsta kosti sama rétt, en þau eru og verða tungan og og bókmenntirnar i djúpum og fægðum spegli skáldskaparins. Og þá ber að muna, hvað samtíðin leggur af mörkum. Ég trúi því að forráðamenn íslenzka sjónvarps- ins geri sér grein fyrir þessari skyldu og ræki liana af myndarskap. Hugkvæmni þeirra og viðleitni öll spáir þegar góðu. Mikið held ég, að sjónvarps- þættir Kristjáns Eldjárns verði vinsælir á Norður- landi, þegar þeir sjást og heyrast þar um allar jarðir. Bókmenntirnar ættu sömu ræktarsemi skil- ið. Helgi Sæmundsson. VERSTÖÐIN REYKJAViK Snurvoðabátar hafa aflað sæmilega síðan um síðustu helgi. Jón Bjarnason landaði 10 tonnum 9. 8. og aftur 7 tonnum 10. 8., sem verður að teljast gott. Hinir eru með þetta 4-5 tonn eft ár tveggja daga útivist. Aðal- uppistaðan í aflanum er ýsa. Hæstur af snurvoðabátunum það sem af er vertíðar er Valur með um 240 tonn. Trollbátar hafa lítið verið að í vikunni. Blakkur hefur gert einn túr síðan á helgi og land- aði 7 tonnum. Lundey er að landa í dag, þ.e. 10.8, um 14 tonnum, en hún er búin að vera úti hátt í viku. Handfærabátar hafa ekkert hreyft sig þessa viku. Trillur eru nokkrar að og hefur verið reytingur eða upp undir tonn í róðri. Alltaf berst eitthvað af síld hingað og eru bátarnir að landa þetta 20-100 tonnum, sem þeir fá hér um þriggja itíma stím frá Akranesi. Búið er að ákveða verð á sildinni, og að venju voru allir óánægðir nema oddamaður. Eitthvað munu bátar fá af síld við Vestmannaeyjar, en þar mun botninn vera nokkuð harð ur og ’hafa sumir rifið af þeim sökum. Bátar, sem búnir eru að fá milli 1500 og 2000 tonn hér syðra, hljóta að koma betur út úr veiðunum fjárhagslega held- ur en þeir, sem þurfa að sigla 800 sjómílur með aflann. Svo þykir sjómönnum eins og öðrum alltaf fengur í að vera nærri sínum nánustu. Toffararnir. Ekki er um sama mokið hjá togurunum að ræða ems og var, en samt verður að telja afla nokkuð góðan. Þeir landa allir heima, nema Karlsefni, sem scldi í Englandi fyrir skömmu rúm 100 tonn fyrir £ 4.700. Eitt hvað af aflanum var ónýtt og þar ofan á bættust löndunarerf- iðleikar. Neptúnus landaði í vik unni 50 lonnum, en hann kom inn vegna hilunar, og í gær var hann aftur kominn af sömu á- Ofnkranar, fengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell öygrgingavÖFUverzlun Réttarholtsvegi S. Sími 3 88 40 stæðu. Hallveig Fróðadó.ttir land aði 8. 8. 183 tonnum eftir 17 daga útivist. Jón Þorláksson er að landa um 200 tonnum eftir 12 daga, en með hann var nú í sínum fyrsta túr Ragnar Fran- zon, sem áður fyrr var með Þor kel Mána. Næstur að landa hér mun vera Marz. Þormóður Goði var þann 8. 8. kominn með um 200 tonn, en hann er við A- Grænland. Þar eru einnig Vík- ingur og Sigurður. Þar er reyt- ingsfiskirí, en ísinn hefur alltaf rekið þá frá öðru livoru. Sigurð ur mun eiga að landa í Hafnar- firði á mánudag, en hann er bú inn að vera lengi. Þorkell máni liggur hér og er að verða mán- uður siðan hann landaði síðast. Mun vélin vera í lamasessi. Bú- ið er að selja Skúla Magnús- son til Belgíu í brotajárn, og mun hann sigla þangað undir eigin vélarafli, fógetinn sjálfur einhvern næstu daga. Togararn ir, sem eru á heimamiðum, eru ýmist í Víkurálnum eða á hryggnum út af Breiðafirði. Um Maí er lítið vitað, en helzt er hann grunaður um að hafa far- ið á Nýfundnaland. Akurnesingar mega vera stolt ir af sínum dugmiklu sjómönn- um, en þeir verða samt að kyngja einföldum staðreyndum. Ríkisútvarpið hafði nýlega eftir frét.taritara sínum á Akra- nesi, að enginn hefði fengið eins mikla síld undan Jökli og Höfrungur III., sem fékk einn daginn 120 tonn. Lítill bátur, Húni II. (rúm hundrað tonn) fékk nú samt um daginn gríðar- mikið kast þarna á sömu slóðum og fyllti sig og varð að lienda töluverðu. Landaði hann um 160 tonnum hér í Reykjavík. Að hinu ley.tinu er það lítið til að hrósa sér af að geta drepið sem mest af því lítilræði, sem eftir er af síldarstofninum hór sunn- anlands. Færi betur á því að leyfa síldinni að auka við kyn sitt. Ömurlegt er til þess að vi.ta, að sildin fyrir austan ætlar að bregðast okkur svona lengi fram eftir liausti. Hún má fara að halda af stað og það á sínum hámarkshraða, sem mun vera 25-30 mílur á sólarhring. Hún yrði hér aldrei fyrr en viku a£ september samt. Ef hún verður ekki kominn á söltunarstöðvarn ar fyrr en í október — nóvem- ber, má jafnvel búast við erfið- leikum vegna kulda, en söltunar stöðvarnar fyrir austan eru flestar undir berum himni. Pé.tur Axel Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ § ■ VJIF 12. ágúst 1967 —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.