Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags AlþýSublaSið — 20. ágúst 1967 5 Ritstjóri-: Benedikt Gröndal. — Ritstjóri SunnudagsWaðs: Eristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Símí 14905. —' Áskriftargjald: kr. 105,00. — t lausa* sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. tPŒQJCgtlCQ'S FANGELSI FYRIR GESTABOÐ ÞAU FURÐULEGU TÍÐINDI hiafa borizt -frá Grikklandi, að herdóm stóll hafi dæmt fyrrverandi utanríkis ráðherra landsins, Evanghelos Averoff, í fimm ára fangelsisvist fyrir að halda 30 manna samkvæmi á heimili sínu án þess að biðja yfirvöldin fyrirfram um leyfi. Það fylgir fréttinni, að samkvæmt framburði hermanna, sem tóku Averoff fastan, hafi alls ekki verið um pólitíska samkomu að ræða, heldur venjulegt, saklaust einkasamkvæmi. En sam- kvæmt fyrirmæfum herforingjaklík- unnar, sem nú stjórnar Grikklandi, mega ekki fleiri en fimm menn koma saman án leyfis stjórnarvalda. Enda þótt margt hafi frétzt um of- beldi og kúgun herforingjastjórnarinn- ar í Aþenu, kom þessi fregn eins og reið arslag. Er fangelsun hins fyrrverandi utanríkisráðherra glöggt vitni um póli- tískt einræði af versta tagi. Um þessar mundir fer til Grikklands sendinefnd þingmanna frá hinum Norð urlöndunum. Var íslendingum ekki boð in þátttaka í ferðinni, og eru þeir því MEO PEUGEOT ekki meðal þeirra þingmanna, sem ráð- ast í þessa rannsóknarför. Ekki er þó líklegt, að þingmennirnir kom mikilu til leiðar, ef dæma má eftir árangri af PEHCEOXcKi öðrum tilraunum til að fá herforingja- klíkuna í Aþenu til að sleppa pólitísk- um föngum og láta af kúgunarstefnu sinni. sterkbyggdir Það er vafalaust rétt, eins og sumir sparr6eytnir benda á, að nú er friður og ró í Grikk- hájr fr£ vegj landi, reglusemi í hvívetna og jafnvel frábærir aksturshæfileikar járnbrautir ganga á réttum tíma. En odýrastir sambærilegra bila þetta hefur frá alda öðli verið eitt af ein .................. i'iiiiiiihi n m kennum harðstjóranna, sem þeir jafnan reyna að nota sér til framdráttar. Það vantaði ekki, að járnbrautir gengju á réttum tíma í ríkjum Hitlers og Muss olinis. Ef þjóð á að velja milli slíkrar reglu og frelsisinsj' hlýtur hún að velja frelsið. Það er ekki allt sem skyldi í stjórn- arfari ýmissa vestrænna ríkja, en hefur þótt bót í máli, að heldur stefndi í rétta átt hjá þeim flestum. En í Grikklandi hefur verið stigið stórt skref aftur á bak. Við það mun gríska þjóðin vonandi ekki lengi una — en hún verður sjálf að kasta herforingjaklíkunni af sér. LAND AllT HAERAÍEIIHF. BRAUTARHOLTI 22 SÍMAR-. 23511 *34560 Orðsending r frá SIS Ausfurstræti! Ei'ns og auglýst hefur verið hættir matvörudeild okkar í Austurstræti nú um þessa helgi. Um leið og við þökkum viðskiptavinum fyrir gott samstarf á liðnum ár- um, viljum við vekja athygli á kjörbúð okkar KJÖT OG GRÆNMETI að Snorrabraut 56. Við munum leggja áherzlu á nú sem hingað til, að veita góða þjónustu og selja góðar vörur. FOSSKRAFT TRÉSMIÐIR óskast. Löng vinna og ákvæðis- vinna. Upplýsingar hjá Trésmíðafélagi Reykja víkur og á Suðurlandsbraut 32. RÁÐNINGARSTJÓRINN. FOSSKRAFT VERKAMENN vanir byggingarvinnu óskast. LÖNG VINNA. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. RAÐNINGARSTJORINN. Austurstræti MUNIÐ Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Garðars leikur. Söngvari: Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. Ingólfs-Café BINGÓ í dag kl. 3. aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.