Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþýðublaðið — 20. ágúst 1967
7
sinn stað. Hann þekkir öll deili
á sögufólki sínu, athöfnum þess
jafnt sem innstu hugrenningum,
íkemur ótrauður fram í sögunni
í eigin nafni og leggur dóma á
menn og málefni; 'hann segir sög
una með sömu hátign og guð al-
máttugur samdi biblíuna. Frá
þessu alveldi höfundarins yfir
verkinu hefur leiðin legið alla
tíð síðan. Og þeírri þróun veld-
ur fyrst og fremst raunsæiseðli
skáldsögunnar: sívaxandi krafa
um sannsýni verksins. Hinn al-
vitri, epíski sögumaður fyrri
skáldsagna þekkir ekki aðeins
öll skil á atferli og innræti sögu
fóiks síns heldur tekur sér einn-
l 1:
ig vald til að dæma það; það
liggur í augum uppi að hann
hefur þar með forréttindi og yf-
irráð yfir frásögninni sem eng-
um mannlegum mætti eru ætl-
andi. Dag hvern standa lesendur
hans skilningslausir frammi fyr-
ir atburðum sem þó virðast
miklu einfaldari; okkur er alla
daga hulið hvað öðru fólki er
niðrifyrir, og ekki allténd ljóst
hvað við séum sjálf að fara.
Hvernig eigum við að fá okkur
til að trúa manni sem læzt lesa
allt þetta eins og opna bók? Og
ósköp getur slíkur spekingur
líka orðið leiður í viðkynningu!
Sögumaðurinn sem segir frá
og útlistar sögu sína jafnharðan
varð að víkja; sú þróun fylgdi
um sögu sína og sögufólk; mun-
urinn felst í því að hann kýs
sér aðra vitneskju en fyrrum og
kemur henni á framfæri með öðr
um hætti. Hinn epíski sögumað-
ur er síðasti fulltrúi þeirrar trú-
ar að heimurinn sé einræður,
skiljanlegur fullum og endanleg-
um skilningi fyrir guðdómlega
opinberun eða upplýsing mann-
legrar þekkmgar. Með margræð-
ari, torráðnari heimsmynd, auk-
inni vitund um fallvaltleik mann
legrar hugsunar og fánýti guð-
legrar opinberunar, kemur sú
krafa að skáldskapur hlíti einn-
ig að þessu leyti veruleikanum
sjálfum. Sögumaðurinn flytur
inn í söguna sjálfa, verður ein-
ungis miðill veruleika sem les-
andanum er ætlað að skilja og
meta á eigin spýtur og drqga af
honum sínar eigin ályktanir eft-
ir því sem hann er maður til;
sjónarmið sögunnar verður sjón
armið fólksins í sögunni. Þetta
er út af fyrir sig engin nýjung:
ævinlega hafa verið th frásagnir
sagðar í fyrstu persónu af að-
ila sem sjálfur hefur tekið þátt
í atburðunum sem hann lýsir;
eþískur sögumaður talar sjálfur
einatt í fyrstu persónu. Nýjung-
in er sú að í stað þess að lýsa
endanlegri atburðarás utan frá,
með yfirsýn yfir frásögnina í
heild, tekur skáldsöguhöfundur
að lýsa atburðarás innan að, fyr-
ir milligöngu þátttakenda henn
ar sem ef til vill skilur enginn
fullum skilningi það sem frá-
sögnin raunverulega miðlar. Það
er sem sé stefnt að hlutgerv-
>ngu söguefnisins í staðinn fyr-
ir frásögn þess, stefnt að því að
gera staðreyndir sögunnar sjálf-
stæðar fyrir sjónum lesanda í
stað þess að hann taki við þeim
fyrir milligöngu sögumanns sem
hann hefur enga ástæðu til að
treysta. Heimur verksins verður
óháður, sjálfbjarga hetaur, þess
umkominn að bergnema iesand-
ann — eitthvað á þessa leið
orðaði Laxness þessa listarkröfu
til skáldsögunnar. Knúin til yztu
öfga leiðir hún til aðferða „nýja
rómansins" franska sem Lax-
ness nefnir ,,skáldsögubróður“;
verkið verður til að mynda ein
skorðað við skráningu skynhrifa
við nákvæmlega tilteknar ytri
aðstæður. Þetta er fullkomið
„raunsæi". Sagan „gerist“ öll í
mannlegri meðvitund, og hún
gerist með þeim hætti að inni
hald þessarar meðvitundar er
birt lesandanum; það er allt
raunhæft, þekkjanlegt, skiljan-
legt; allt sem fyrir ber í sögunni
er hlutlægar ,,staðreyndir“ þótt
imarkmið hennar kunni að vera
að miðla einhverju sem ekki
verður fest hönd á handan stað-
reyndanna. En textann sem af
þessum söguhætti leiðir er varla
hægt að kalla frásögu; hann er
öllu heldur ljóðkynjaður. Sjálf
hlutlægnisaðferð sögunnar leið-
ir til fullkominnar huglægni
hennar. í stað þess að lýsa heim
inum „eins og hann er“ birtir
hún alveg sérpersónulega mynd
hans.
hans. Þetta dæmi er tekið eftir
bók Wayne C. Botth, The Rhe
torie of Ficition, á'gætt yfiriit yf
irlit um list og tækni skáldsagna
sem jafnframt tekur upp hanzk
ann fyrir hinn brottrekna sögu
mann skáldsögunnar, leggur á-
herzlu á hlutverk hans í sög-
unni. En á íslenzku hefur fátt
verið skrifað um sögutækni
nema fyrrnefnd grein Guðmund
ar Finnbogasonar um sögusnið
í Skíri 1938.
M
■ ■ illi þessara endastöðva,
segjum til dæmis Tom Jones eft-
ir Fielding á 18du öldinni og La
Jalousie eftir Robbe-Grillet á
þeirri 20stu, eru tilbrigði skáld-
sögulistar að sjálfsögðu ótöluleg.
Sannsýni hlutlægni, raunsæi
eru vígorð sem mai'ka þróunai'-
leið hennar, lýsa þeim kröfum
sem jafnan eru gerðar til skáld-
sögu þótt inntak kröfunnar breyt
ist með breyttri heimsmynd,
breyttri þekkingu höfundar og
lesenda. Náttúruvísindi, sál-
fræði, félagsvísindi nútímans
eiga sinn hlut að þeim kröfum
sem við gerum til nýtilegrar
skáldsögu nú á dögum og stuðla
ásamt öðrum þekkingargreinum
að því að móta viðleitni skáld-
söguhöfunda. , Á þessum tíma
hefur skáldsagan framazt frá
því að vera skemmtilist, hálf-
gildings iðnaður, og forsmáð af
hátíðlega hugsandi bókamennta-
mönnum, til að teljast höfuð-
grein bókmennta á okkar dög-
um. Jafnframt hefur dregið úr
skemmtihlutverki skáldsögunnar,
þó að því sé enganveginn lokið,
og við því hafa fjölbreytt önn-
ur afþreyingarmeðöl tekið; að
þessu leyti hefur skáldsagan far
ið sambærilega þróunarbraut
við aðrar bókmenntagreinar á
undan henni. Og hvað eftir ann
að verður hugmyndar vart
að saga skáldsögulistar, eins og
við höfum átt að venjast henni,
sé nú senn öll; menn eru oft
og einatt að spá bráðum dauða
skáldsögunnar. Æ fullkomnari
skáldsögutækni, æ harðari list-
arkrafa til skáldsögunnar virðist
stundum að því komin að yfir.
buga lífsmátt hennar og gera
hana óhæfa að gegna hlutverki
sínu, að gera skiljanlega mynd
margæðs veruleika sem ef t>l vill
er óskiljanlegur að innsta eðli.
Slíkum 'hraðspám virðist ó-
hætt að taka með varúð, minnsta
kosti okkur sem enn í dag les-
um 700 ára gamlar skáldsögur
okkur til sálubótar. Hitt má
vera að hin sálfræðilega raun-
sæisaðferð 19du og 20stu aldar
i skáldsagnagerð haf> endanlega
lokið hlutverki sínu og aðrir
sögumannshættir taki við. En
þótt fjölyrt sé um söguh’átt, að-
ferðir, tækni má hitt ekki gleym
ast fyrir því að tækni verður
aldrei nema blekking; fullkomn
un tækni í skáldskap má ekki
taka fyrir fullkomnun skáldskap
ar. Tækni er ekki nema einn
þátt verka og verður ekki að
greindur svo vit sé í frá öðrum
þáttum þess. Það er augljóslega
fánýtt að bera saman hver sé
nú mestur höfundur, Cervantes,
Dostojevskí eða Joyce, höfundur
Njálu eða Halldór Laxness —
en gildi og hlutverk skáldsögu
listar hljótum v>ð að meta við
verk hinria mestu skáldsöguhöf-
unda. Tækni breytist. En þótt
epískur sögumaður fyrri tíðar
sé útlægur ger úr verkinu, eða
Framhald á bls. 10.
AÐALFUNDUR RAUÐA KROSS
ÍSLANDS
Aðalfundur Rauða kross íslands verður hald-
inn á Akureyri þann 23. september n.k.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Nánari upplýsingar verða gefnar RK. deildum
bréflega.
Stjórn Rauða kross íslands.
Það er segin saga
þa9 fæst hjá BRAGA
BÓKABÚÐ BRAGA BRYNJÓLFSSONAR
Hafnarstræti 22. — Sími 15597.
ÚTSVARSSKRÁ
Skrá um niðurjöfnuð útsvör, aðstöðugjöld og.
fasteignaskatt í Vatnsleysustrandarhreppi ligg
ur frammi mönnum til athugunar í Þinghúsi
hreppsins, verzlunum í Vogum og hjá oddvita
hreppsnefndar frá 20. ágúst til og með 4.
september n.k.
Kærur vegna álagðs útsvars og fasteignaskatts
skulu sendar undirrituðum, en vegna aðstöðu-
gjalds til Skattstjóra Reykjanesumdæmis.
Kærufrestur er til 5. september.
Oddvitinn í Vatnsleysustrandarhreppi.
ÍC BÓKAVERZLUN
★ RITFANGAVERZLUN
ií SKÓLAVERZLUN
BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR
Dunhaga 23. — Sími 11992.
Strákar
Johnny West og hesturinn hans eru komnir.
LEIKFAN G ABÚÐIN,
Laugavegi 11. Sími 15395.
Ný bók
Fremra — Háls ætt. Niðjat'al Jóns Árnasonar,
bónda að Fremra — Hálsi í Kjós. 1733 — 1751.
Safnað hefur og skráð Jóhann Eiríksson.
Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar,
Laugarvegi 8. Sími 19850.