Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 3
Sunnúdags Alþýðublaðið — 20. ágúst 1967 3 ÓNOTUÐ HRÁEFNI Það er mál margra, að fisk- iðnaður okkar íslendinga sé í einhæfasta lagi og fjölbreytni fisktegv-ndanna, sem unnar . eru oft næsta lítil. Einkum á þetta við um lýsis- og mjölframleiðsl- una, þar sem síldin yfirgnæfir öll önnur hráefni. í Tímarili Verkfræð.ingafélags íslands 52. árg. 1967 birtist grein eftir Þórð Þorbjarnarson, Ph. D., þar sem rætt er- um möguleika á hagnýtingu fleiri ís- lenzkra fiskitegunda sem hrá- efni til lýsis og mjölframleiðslu. í greininni er fjallað um þrjár fisktegundir, sem góðar líkur eru fyrir að megi nýta, en þær eru loðna, sadsíli og spærling- Tir. Tvær síðasttöldu tegundirn Mikilvæg tilkynning væntanleg Beirut 19/8 (NTB-Reuter). Útvarpið . í Kaíró tilkynnti) í dag, að mjög mikilvægrar tilkynn ingar væri að vænta innan 48 klst. frá hinum lokaða fundi í Bagdad, þar sem fulltrúarar ara- bisku olíusölulandanna ræddu ný lega, hvort nota skyldi olíuna sem efnaliagslegt vopn á þau vest- rænu lönd, sem stutt hefðu ísra- el í styrjöldinn í júní í sumar. ar hafa hingað til ekki verið hag nýttar hérlendis, en loðnan hef ur verið veidd í nokkrum mæli síðan 1964. Danir og Norðmenn veiða allra þjóða mest af þess- um fisktegundum og hafa þær mikla þýðingu fyrir fiskiðnað þeirra. í Danmörku hafa þær numið allt að helmingi þess lrrá efnis, sem fiskimjölsverksmiðj ur þar -hafa tekið við, í Noregi allt að einum fjórða. Jafnvel þótt fiskar þessir jafn ist ekki á við síld, teljast þeir allir mjög gott hráefni, og yfir- leitt gera markaðir ekki grein- armun á' síldarmjöli og mjöli unnu úr þeim. Ekki liggja fyrir nákvæmar heimildir um það hve stofnar loðnu, sandsílis og spærlings ■ eru stórir, en áreiðanlegt er, að þeir eru mjög stórir. Sams kon ar tæki eru notuð við bræðslu loðnu, sandsílis og spærlings og við bræðslu síldar, svo að ekki þyrfti að leggja í mikinn auka- kostnað, þótt tekið væri til við hagnýtingu tegundanna hér. Það er því ekki ofsögum sagt að sjórinn kringum ísland sé sankölluð gullkista. Kemur þetta betur í ljós með hverju ári sem líður. þar sem alltaf eru að finnast nýjar, dýrmætar fisktegundir, sem ekki hafa. ver ið liagnýttar áður. Má í því sam- bandi minna á að ekki er langt síðan menn uppgötvuðu að karf inn væri einhvers virði og ekki hefur humar og rækjuveiði ver ið stunduð lengi hér á landi. Hér á eftir fara nokkrar upplýs- ingar um hvern fiskanna þriggja fyrir sig. Loðnan er af laxaættinni. Hún er frekar lítill fiskur, verður full- vaxinn 14—17 sm. löng. Loðnan verður kynþroska á þriðja vetri og fer 'þá upp að ströndinni til þess að hrygna og deyr oftast að því loknu. Aðalveiðsvæði loðnunnar við ísland er frá Homafirði til Breiðafjarðar. Sandsílið er af silaættinni og verður 15—18 sm. langt fullvax- ið. Sandsílið byrjar að hrygna tveggja vetra en verður sjaldan eldra en þriggja vetra. Við ís- land heldur sandsílið sig helzt við suður- og suðvestur ströndina, og er mergðin þar oft gífurleg. Spærlingurinn er af þorskaætt- inni. Fullvaxinn verður hann oft- ast 15—20 sm. langur. Yfirleitt er hann orðinn kynþroska tveggja vetra gamall, en verður að jafn- aði ekki eldri en þriggja vetra eins og loðnan og sansíl'ð- Mest hefur orðið vart við spærling við suður- og suðvesturland einkum í marz og' apríl. Loðna. Sandsíli- Spærlingur. Tilraun með niður- suðu á kræklingi í sumar hafa staðið yfir tilraun ir með vinnslu íslenzks kræklings í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hafa tilraunirnar borið hinn bezta árangur og góðar líkur til þess að hér megi koma á fót vel arð- Uppreisn í Kínaher Hongkong (NTB-Reuter). 19/8. Tvær deildir úr öryggisher Cant kongblaðinu Standard í dag. Þetta er haft eftir ferðamönnum, onborgar hafa gert uppreisn og sem eru nýkomnir frá Kanton. lagt undir sig liæð nálægt flug- velii borgarinnar, segir í Hong- Þeir segja, að upreisnin hafi ver ið gerð, þcgar það komst upp, að Haraldur þakkar Forseta íslands hefur borizt eftirfarandi símskeyti frá Har- aldi, ríkisarfa Noregs: „Við heimkomu mína eftir mjög ánægjulega og lærdóms- ríka heimsókn á ísiandi sendi ég yður, hcrra forseti, for- sætisráðherranum, íslenzku ríkisstjórninni og íslenzku þjóð- inni hjartans þakkir mínar með óskum um allt gott“. (Frétt frá skrifstofu Forseta íslands). yfirmaffur hersins í Kanton, Wong-Shing væri horfinn spor- laust. Fréttir frá Kanton undanfarna daga hafa hermt, að það væri borgarastyrjöld í borginni á miili Mao-sinna og fylgjenda Liu Shao Chi, forseta, Hongkong Standard segir í dag, að 15.000 hermenn úr 47. herfykingunni, hafi komið vígbúnir frá Hanan og fylkt liði við ána, sem rennur umhverfis Kanton. Þetta er líklega gert sam kvæmt skipun Chou En-lai, for- sætisráðherra- Ólgan í Kína er nú farin að segja til sín í kínverskum höfn- um, sagði formælandi siglingaýf- irvalda i Hongkong í dag. Það ^ Framhald 10. síðu. bærri framleiðslu. Sýnishorn af íslenzkum kræklingi niðursoðnum í eigin saft, hafa verið send til þekktra erlendra sölufyrirtækja og þótt mjög góð vara . Blaðið sneri sér til Jóhannesar Arasonar, sem hefur haft tilraun irnar í Grundarfirði á hendi, og spurði hann frétta. Sagði Jóhann es það vera helzta kost íslenzka kræklingsins, að liann lifði í al- gjörlega hreinu vatni og við eins eðlilegar aðstæður og hugsast gæti. Á hinn bóginn lifðu flest ar erlendar kræklingategundir í sjó, serp væri orðinn mjög meng- aður af ýmiss konar úrgangsefn- um og þrifust því ekki eðlilega. Hlutafélag liefur verið stofnað til þess að annast kræklings- vinnsluna og nefnist það Niður- suðan h.f. Mun það jafnframt stunda niðursuðu á þorsklifur. Jóhannes kvað gnægð af krækl- ingí vera við strendur íslands og aðstaða til vinnslu víða góð. Einnig mundi vera tiltölulega auð- velt að rækta krækling skipulega og yrð'i það þá fyrsta tilraunin til ræktunar fiskimiða hér við land. Nægir erlendir markaðir eru fyrir niðursoðinn krækhng. Spurn ingin er aðeins hvort hægt er að framleiða kræklinginn á nógu ó- Kræklingur. dýran hátt, svo að hann verði samkeppni&hæfur hvað verð snert ir. Niðursuðan h/f mun í fyrstii byggja afkomu sína á þorsklifurf framleiðslunni meðan hún er' að þreifa fyrir sér með kræklingsi- vinnsluna, en vonir standa til þes£ að hún verði aðalverkefni fyrir- tækisins i framtíðinni. jj Einhverja styrki mun ríkissjóð ur veita til kræklingsframleiðsi- unnar, en kræklingurinn yrði fyrsta lúxusvaran, sem íslending- ar framleiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.