Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 10
10 I Sunnudags AlþýSublaðið — 20. ágúst 1967 / i -/ \ i t Frh. af 3. sí6u. er álit manna, að kínverskar á- Ihafnir gangi af skipunum, þegar þau koma til hafnar til þess að taka þátt í haráttunni í landi. Kínverskar vörur hlaðast upp í kínverskum toöfnum, — en af- greiðsla skipa gengur illa, og samgöngur á landi eru engan veg inn reglulegar. Einna verst er ástandið í Shanghai og í hafnarhorginni Tsing Tao í Norður-Kína. Lögregian í Hongkong gerðl Ihúsrannsókn á ritstjóraskrifstof- um þriggja Pekingsinnaðra folaða í dag. 31 maður var handtekinn. Þessi blöð höfðu virt að vettugi útgáfubann, sem sett var á þau fyrir þrem dögum, en þessi blöð hvöttu Kínverja í Hongkong til þess að óhlýðnast brezkum yfir. völdum. Mál hefur verið toafið gegn ábyrgðarmönnum blaðanna. Frh. úr opnu. réttar sagt: þótt toann táki á sig allra kvikinda líki með breyti- þróun sögunnar, er hann enn í dag jafn-sprækur og nokkru sinni. Tækni er blekking. Við föllumst á að trúa því að saga „segi sig sjálf“ ef toún er sögð með nógu fullkomnum hætti, ef alvaldur höfundur hennar kýs að dyljast til fullnustu foak við efnivið sinn. Og 'víð tökum al- vitrum toöfundi með þökkum þar sem hann er þess umkominn að koma fram í eigin nafni eins og í verkum margra klassískra skáldsöguhöfunda. Eftir sem áð- ur, hvernig sem hann hagar sögu sinn», er það toann sem miðlar lesanda söguefninu, skipar því niður, metur og vegur hvaðeina, á hvað leggja skuli átoerzlu, draga úr toverju, gerir grein ó- beint ef ekki beint, fyrir þeim verðmætum sem halda saman heimsmynd hans. Hverja hugs- anlega atburðarás, hverja per- sónu í sögu má sjá og segja frá toenni á ótölulega vegu: höf undur kemst aldrei hjá því að velja sér leið að efninu. Það val er sjálft sögumannstolutverk hans. Hvort hann kýs að vinna verk sitt fyrir opnum tjöldum eða 'foulinn að tjaldabaki kann undir tízku eða kreddu og skiptir út af fyrir sig ekki máli. Það skiptir hins vegar máli hvort hann fær lesendur sína til að trúa sér. -Hver höfundur reynir að skapa sér lesendur í sinni eigin mynd, og það á hann undir því komið hvort við fest- um trú á þeirri sjálfsmynd höf- undarins sem verk hans birtir. í hverju skáldverki má greina mynd ..höfundarins í verkinu" „the implied author“ segir Booth að baki sögufólks og atvika, og sú mynd er raunverulega summa allrar sögunnar, efnis og forms, Ekki lengur húð innan í uppþvottavélunum. Ekkl lengur svart silfur. VATNSSiUR Ekki lengur óþægileg lykt og bragðefni í vatninu. — SfA SF Lækjargötu 6b, siml 13305. endanleg niðurstaða allra þeirra úrkosta í1 smáu sem stóru sem saga setur höfundi sínum. Hall- dór Laxness hefur í seinni tíð fallið frá skáldsagnagérð og skýrir þá ákvörðun einkum með því að hann sé leiður á skáld- söguforminu. Hann er leiður á sögumanni skáldsögunnar, sem hann nefnir stutt og laggott Plús Ex, sem sí og æ sé að þvælast milli lesanda og söguefnisins og komi í veg fyrir fullkomna hlut- lægni skáldsögunnar. — Þessi vandkvæði Laxness eru allténd til marks um það hve örðug hlutlægniskrafan, sem einatt er gerð til skáldsagna, getur reynzt. Þar fyrir er „höfundurinn í verk inu“ ekkert aðskotadýr í rétt- skapaðri skáldsögu. Það er reyndar hann sem gefur skáld- sögu gildi. u ■ ■ öfundurinn í verkinu kann í raun réttri að vera aðalper- sóna hverrar skáldsögu eins og Halldór Lxness segir um Plús Ex. Hann er oft og einatt, en þarf ekki að vera, samur og jafn epískum sögumanni verks; eða þá einhverri einni persónu þess, einkum ef saga er sögð í fyrstu persónu. En hann birtist jafnan í frásagnarhættinum frekar en atvikum sögunnar eða einstök- um mannlýsingum; það er hans andi sem mótar alla söguna; við erum jafnan stödd í hugarheimi hans meðan við lesum. Það gild- ir einu hvort hann kemur fram í eigin nafni í sögunni og gerir sér dælt við lesendur eins og sögumaður Jóns Thoroddsens; eða dylst á bak við hlutlægan ó- persónulegan frásagnarhátt sál- fræðilegra skáldsagna; eða setur upp grímu tómasar einshvers. En „höfundinum í verkinu" má ekki heidur rugla saman við höf undinn sjálfan, þann mann, sem við sjáum á götunni og þekkjum afspurnar. Sú mynd hans, það „alter ego“ sem verk hans bift- ir, kann að vera harla ólík prívatmanninum; en það er hún ein sem lesendur hans varðar. Sama gildir um þær skoðanir, sem höfundurinn kann að vilja láta uppi um hvaðeina: þær verða einungis metnar eftir sann leiksgildi sínu innan verksins, eftir því hversu höfundinum í verkinu auðnast að færa sönn- ur á þær í samhengi fólksins og atvikanna, sem hann segir frá. Með því að sannfæra lesand- ann um að hann meti sögu sína rétt færir hann sönnur á sína eigin mynd í verkinu, tilvist sína .og erindi við lesanda. Raunsæishugtak okkar er ný- legt af nálinni, kemur fyrst upp á öldinni sem leið og þá í sam- bandi við skáldsagnagerð. Af þeirri kröfu til skáldskapar, að hann lýsi hversdagslegum veru- leik eins og hann virkilega sé, leiðir eðlilega þá framhaldskröfu að skáldskapur orki á veruleik- ann, daglegt umhverfi lesand- ans; vigorðið: breytið heimin- um hefur verið ríkur þáttur raun sæisbókmennta eins og þær mót uðust á nítjándu öld og hafa við- haldizt fram á þennan dag. En svokallaður boðskapur í skáld- skap, ádeila, umvöndun, upp- bygging, veltur alveg á því hvort við getum tekið höfundinn í verkinu trúanlegan í hverju einu. Því er það að allir svo- um skáldskap eru í rauninni sið- kallaðir fagurfræðilegir dómar ferðilegir og sið fræðilegir dómar okkar um skáld skap, dómar um inntak verks eða boðskap, verða alls ekki að- greindir frá fagurfræðilegu mati okkar á verkinu. Þetta er þó einatt reynt að aðgreina í umræðu um skáldskap sem unnt er að hagnýta í áróðursskyni, sem menn halda að láti uppi æskilégar eða óæskilegar skoð- anir. Menn kjósa einatt að taka viljann fyrir verkið. En það er því miður ekki hægt að skaðlausu Og mikið af velviljuðum skoðun- um og boðskap og ádeilu fellur marklaust niður í skáldskap af því að höfundinum auðnast ekki að áskapa skoðanir eínar heimi verksins sjálfs, gera mynd sína, höfundarins í verkinu trúverð- uga lesendum. í stuttu máli sagt: gera mark á sér takandi. Skáld- verk gerir tilkall til þess að les- andi falli frá tortryggni, — en verkið sjálft er eini aðilinn sem megnar að knýja hann til þess. Og það sem ekki er satt í skáld- skap er því miður ekki annað en lygi. ! •, I j Framhald af 1. síðu. Laugavegs yrði komið á. Sigurð- ur Magnússon tók að lokum fram, að viðræður við umferðar- nefndina hefðu til þessa verið vinsamlegar og hefðu kaupmenn enn akki mótmælt formlega. Alþýðublaðið hafði nú sam- band við nokkra kaupmenn á götunum tveimur. Kristjáto Friðriksson, eigandi Últíma, til húsa í Kjörgarði, var stuttorður um þessi mál. Hann sagði, að breytingin mundi ekki, hafa nein áhrif á kaupmennsku við Laugaveg og engin ástæða væri til að vera með neitt múður. Baldur Þorsteinsson, eigandi verzlunarinnar Víkur á Lauga- vegi 52, taldi að þetta mundi raska verzlunarjafnvæginu..,,Fólk ið fer úr strætisvögnunum efst á Hverfisgötu og gengur niður hana“. Að vísu væru verzlanir ekki fyrir hendi við götuna, og yrðu sennilega ekki leyfðar, en þær mundu spretta upp í næsta nágrenni. Sagði Baldur, að ein- hver röskun yrði strax eftir breytinguna, en hún mundi auk- ast ér frá' liði. Hrafn Bachmann, kaupmaður í kjötbúðinni á Laugavegi 32 taldi ekki ástæðu til aS bera neinn ugg í brjósti. Laugavegur yrði alitaf Laugavegur. Þangað væru komnir stórir bankar og stórir verzlunarstaðir, sem ekki yrðu endurreistir á næsta leiti. Annars skipti engu máli nú orð- ið, hvar verzlanir væru stað- settar, fólk væri smám saman að komast upp á lagið að leita þess bezta. Nú væri auk þess yf- irvofandi aukið atvinnuleysi og minni peningaráð, þannig að það yrði fólki brátt nauðsynlegt að leita uppi það hagkvæmasta. Kvaðst hann engu kvíða í þeirri samkeppni. Grímur Jónsson, kaupmaður í verzluninni Varmá á Hverfis- götu 84 var mjög uggandi um sinn liag og sagðist hafa verið það um nokkra hríð. Var hann toissa á, að fólk skyldi fyrst nú vera að vakna til meðvitundar um afléiðingar þessarar breyt- ingar. Hann leit þó málið öðr- um augum en aðrir þeir, ér við áttum tal við. Þorra viðskipta- vina í verzlun sinni kvað hann vera fólk á Ieið út úr bænum, er stöðvaði bifreiðir þar úti fyr- ir til að verzla. Engum dytti hins vegar í hug að nema staðar á leið niður eftir. Þau viðskipti væru því úr sögunni við breyt- inguna. í annan stað sagði Grím ar, að gangandi fólki yrði ekki snúið við með H-deginum, því eigi væri unnt að snúa við vana fólksins. Fólk hefði auk þess enga ánægju af því að ganga niður Hverfisgötu og yllu þvi m. a. hús þau er gnæfa út í miðja götuna. Ef Hverfisgatan yrði byggð upp að nýju, væri máske einhver von. En eins og málin stæðu í dag, sagðist Grím ar vera mjög uggandi um foag kaupmanna við Hverfisgötu og ekki sízt þeirra, er verzluðu með matvöru, öl og tóbak. Ægir Ferdínandsson í kjöt- verzluninni á Hverfisgötu 50 bjóst yið lítilli breytingu. Það væru verzlanirnar, sem drægju tii sín fólkið, fáar verzlanir væru til staðar á Hverfisgötu og því mundi fólkið að stórum hluta Ieita áfram upp á Laugaveg. — Hann sagði íbúa vera fáa í ná- grenni verzlunarinnar. Hún væri að miklum hluta háð bif- reiðum, er numið hefðu staðar fyrir utan. Bifreiðastraumurinn niður götuna mundi valda því, að ekki yrði framhald á slíkri við- dvöl bifreiða. Einhver aukning gangandi fólks mundi þó vega þar upp á móti, þannig að í það heila tekið bjóst Ægir ekki við stórfelldri röskun á fjölda við- skiptavina, heldur fleiri gætu þeir þó kannski orðið. En hvað sem öllum spádóm- um líður, eru það þó kúnnarn- ir, sem endanlega ráða viðskipt- unum. Það lá því beint við að leita álits nokkurra úr þeim hópi um afleiðingar breytingar- innar næsta vor. Ingibjörg Jónsdóttir, Stóra- gerði 30, kaupir ekki matvöru niðri í bæ, en kvaðst iðulega fara þangað niður eftir í ann- ars konar verzlunargjörðum og gengur þá oft Laugaveginn. Hún taldi engar líkur á að það my.ndi breytast. Guðrún Eyjólfsdóttir, Hraun- bæ 56, sagðist kaupa alla mat- vöru aðra en fisk í grennd við heimili sitt. Hún fer mjög oft með strætisvagni niður í foæ og gengur eftir Laugavegi. Ekki taldi hún sína verzlunarhætti mundu breytast, því hún færl mjög mikið í sömu verzlanirn- ar. ' Jóna Kjartansdóttir, Karfa- vogi 35, kaupir enga matvöru 1 miðbænum. Hún kvaðst þó oft fara niður í bæ til að verzla eitt- hvað annað og gengi hún þá Laugaveginn eins og allir aðrir. Hún sér ekki hvernig það ætti að breytast. — o — Við létum þetta nægja. Niður- staða þessara athugana virðist vera sú, að Laugavegur muni ekkj tapa stöðu sinni sem stærsta verzlunargata landsins, en eins og segir einhvers staðar: vandi er um slífct að spá, og vissulega verður það reynslan sem sker hér úr um sem annars staðar. _ B. G. Elsku drengurinn okkar og foróðir ERLINGUR JÓHANNES ÓLAFSSON er lézt af slysförum þann 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10,30 árdegis. Þeim sem vilja minnast toans er bent á sjóð er stofnaður verður til minningar um hann, við Hlíðardalsskóla i Ölfusi. Minningarkort í verzluninni Blóm og Ávextir, Hafnar- stræti 3, og skrifstofu Aðventista, Ingólfsstræfi 21. Athöfninni verður útvarpað. Vigdís og Róbert Jack, Ólafur Guðmundsson og systkini hins látna. Jarðarför móður okkar ÁSLAUGAR BENEDIKTSSON fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. ágúst, kl, 2, e.h. ? Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Bjöm Hallgrímsson, ” "1 Geir Hallgrímsson,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.