Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 4
EC£SO® Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsiö vlð Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiöja Aiþýöublaðslns. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- Eölu kr. 7.00 elntakiö. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Stúdentaráðgjafi MENNTAMÁLIN eru ofarlega á baugi í íslenzku þjóðfélagi, enda er nú verið að vinna að endurskoðun og endurskipulagningu alls skólakerfisins til að að- laga það breyttum tímum og nýjum kröfum. Nylega var haldið í Háskóla íslands þing íslenzkra stúdenta og komu þar saman fulltrúar stúdenta við nám í Háskóla íslands og fulltrúar íslenzkra stúd- enta, sem eru við nám erlendis. Milli þessara hópa hefur lengst af verið óbrúað bil, og þeir unnið að sín um hagsmunamálum út iaf fyrir sig. En sú samstaða og samvinna, sem nú er hafin á áreiðanlega eftir að verða íslenzkum námsmönnum til góðs í hagsmuna baráttu þeirra. Á þessu stúdentaþingi flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra ræðu, þar sem hann skýrði frá því, að í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt verður fram í þingbyrjun, verði væntanlega gert ráð fyrir sér- stakri fjárveitingu til að launa stúdentaráðgjafa, og væri ætlunin að hann starfaði í nánum tengslum við lánasjóð stúdenta. Hér er um hið þarfasta nýmæli að ræða, sem áreið anlega mun fljótt bera góðan ávöxt. Að loknu stúdentsprófi er það ævinlega svo, að þeir 'eru margir, sem ekki eru fullráðnir í hvaða grein þeir vilja leggja stund á. Oft er þetta örlagaríka val framkvæmt í flýti og á síðustu stundu og vill þá stundum kylfa ráða kasti, þegar byggt er á ónógum eða lélegum upplýsingum. Því miður er það alloft svo, að eftir nokkurn tíma komast menn að því, að námið var ekki eins og þeir höfðu gert sér í hugarlund, námsefni annað, náms- tími lengri og leiðin torsóttari, en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Oft verður þetta til þess að eitt ár eða tvö fara að mestu leyti í súginn. Stúdentsárin eru dýrmæt og það skiptir þjóðfélagið verulegu máli, að menn séu ekki lengur við nám, en þörf krefur, heldur komi út í athafnalífið og hefji störf. Stúdentaráðgjafi, sem hefði það meginhlutverk að veita upplýsingar og leiðbeina um val námsbrauta, hefði því hér þarft verk að vinna. Ber að fagna þess um upnlýsingum menntamálaráðherra og vonandi verður þess ekki langt að bíða að slíkur ráðgjafi taki til starfa. En þetta er þó ekki nóg. Ef vel ætti að vera þyrfti að auka mjög verulega frá því, sem nú er leiðbein- ingarstarfsemi af þessu tagi innan Háskóla íslands og korna þar á nánari tengslum milli prófessora o.g nemenda. íslenzkum stúdentum á eftir að fjölga að miklum mun á næstu árum og skiptir því miklu, >að vel sé að þeirra málum búið, en fullyrða má, að á því ríki góður skilningur hjá núverandi menntamálaráðherra. 4 13. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hugmyndasamkeppni Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur í samvinnu við Húsnæðismálastofnun ríkisins ákveðið að efna til hugmynda- • samkeppni um uppdrætti að einbýlishúsi, sem henta mun til fjöldaframleiðslu á íslandi. Hugmyndasamkeppni þessi er boðin út samkvæmt samkeppnis- reglum Arkitektafélags Islands. Heimild til þátttöku hafa allir íslenzkir ríkisborgarar. Keppnisgögn eru afhent af trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, fulltrúa, Byggingaþjónustu A. í., Laugavégi 26, gegn kr. 500.00 þátttökugjaldi. Verðlaunaupphæð er samtals kr. 260.000.00 er skiptast þannig: 1. verðlaun kr. 130.000.00 2. verðlaun kr. 80.000.00 3. verðlaun kr. 50.000.00 Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 40.000.00. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns dómnefndar í síðasta lagi kl. 18, 31. janúar 1968. DÓMNEFNDIN. ★ GÓÐAR FRÉTTIR. Alltaf öðru hverju er maður að heyra góðar fréttir. Það bregður fyrir Ijósum punktum í tilverunni, þótt hún sé dálítið skugga- leg á stundum. Ég var t. d. að heyra í morgun, að það ætti að fara að leggja mjólkurhyrnurnar niður. Þetta er að vísu ekki frétt á heijnsmæli- kvarða, en eigi að síður mikil tíðindi, a.m.k. í mjólkursölumálum íslendinga. Mjólkurhyrnurnar hafa um langt skeið verið óvinsælustu matvöruumbúðir á ís- landi. Enda hafa þær til að bera alla eiginleika slæmra umbúða. Þær eru óhentugar, haldlitlar og fram úr hófi ljótar. Það hefur stundum hvarfl- að að mér, að líklega væru íslenzkir mjólkur- framleiðendur lélegustu - sölumenn í heimi. Á hverju byggðu bóli veraldar er kappkostað að vanda til umbúða á' framleiðsluvörunum, hafa þær hentugar og traustar og útlitsgóðar, reynt að gera vörurnar sem útgengilegastar og eftirsóknar- verðastar í augum kaupandans. íslenzkir mjólkur- framleiðendur hafa verið undantekningin frá reglunni. Allir kannast t. d. við lögunina á hyrn- unum. Þær eru ákaflega rúmfrekar og óþægilegar í meðferð og flutningum, haía bókstaflega horn í síðu viöskiptavinanna. ★ VANDRÆÐABÖRN MJÓLKURSAMSÖLUNNAR. Þá hafa kaupendur ekki síður fengið að kynnast því, hvað haldlitlar þær eru, Mjólkurliyrnuslysin eru orðin mörg og hroðaleg. Það má rekja slóðina frá mjólkurbúðunum í allar áttir um stéttir og götur. Og reyndar úti á þjóð- vegunum líka. Fólk tekur hyrnurnar með sér I ferðalagið og stingur þeim í farangurspokann. Og áður en varir er allt orðið löðrandi í mjólk. Það er talað um mikla slysahættu á H-daginn svokall- aða. í mjólkurhyrnusamféiaginu er H-dagur allt árið. Það eru alltaf að verða mjólkurhyrnuslys. Um útlitið þarf ekki að fjölyrða, ég held, að eng. inn hafi fallið fyrir því. - i 1 En nú eru þessar illræmduí mjólkurumbúðir bráðum úr sögunni, ef að líkuns lætur, og munu fáir gráta. Ég gat að minnsta kostl ekki stillt mig um að stinga niður penna til að láta í ljós gleði mína yfir þessum óvæntu tíðind- um og óska mér og öðrum til hamingju. Flestir voru hættir að gera ráð fyrir, að við ættum eftir •að lifa þann dag að losna við mjólkurhyrnurnar, heldur mundum við sitja uppi með þær til eilífðarw. nóns, öllum til kvalar og armæðu. Kannski verða þessi vandræða- börn Mjólkursamsölunnar horfin af sjónarsviðinu, þegar þessar línur koma fyrir augu lesenda, mættl þá líta á þennan greinarstúf sem eins konar eftir- mæli eða minningargrein, þótt ekki sé hann með því líkræðusniði, sem algengast er og flestir þekkja. — Steinn. ] mmmte

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.