Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 16
Það er komið haust og óðum fcólnar í lofti. Fólk er farið að bregða yfir sig vetrarflíkunum til að klæða af sér hrollinn. En þótt mörgum sé kallt á kroppnum þessa dagana, er ekki að sjá, að andlegur hiti sumra af okkar yngri og efnilegri skólamönnum nálgist neitt frostmarkið, heldur þvert á móti. Nú eru skólarnir einmitt að hefja störf og malefni þeirrk og skólakerfið reyndar allt er í brennidepli. Það virðist nefnilega mjög vinsælt að deila um íslenzk skólamál, og ef til vill er ástæð- an fyrir því sú, að allir virðast óánægðir með ríkjandi kennslu- kerfi, og því af mörgu að taka þegar afhjúpa skal annmarka þess. í nýútkomnu tímariti geysast þrír ungir og vaskir menn, sann- kallaðir „haukar", fram á ritvöll- inn og vega svo hart og títt að blessuðu skólakerfinu okkar, með pennum auðvitað að dæmi menn- ingarbyltingarmanna í Kína, að við getum varla séð hvað held- ur því lengur uppi, nema ef vera sfcyldi gamall vani. , m •••. . ••••■,.,.•' Ekki viljum við hér á Baksíð- unni fara mjög mörgum orðum um þessi mál, enda kynni þá svo að fara, að hér hæfist alvöru- menningarbylting, en hins vegar getum við ekki stillt okkur um að endurprenta hér kafla úr grein eins „hauksins". Sá telur reynd- ar blessaða barnaskólana vera stóra kýlið í skólakerfinu og seg- ir þá starfsemi, sem fari fram innan veggja barnaskólanna einna helzt minna á aðferðir dýratemj- ara í sirkus, sem kennir sæljóni að Iáta bolta tolla á trýninu. Til skýringar þessari fullyrð- ingu lætur hann fylgja eftirfar- andi samtal kennara og nemenda í 1. bekk miðskóla. Námsgrein- in er landafræði, börnunum hef-- ur verið sett fyrir og fyrsti tím- inn er liafinn. í ljós kemur, að enginn kann neitt. Nemendur: Við vitum ekkert, hvernig á að gera þetta. Eigum við ekki að gera vinnubók? Kennari: Þið eigið að lesa það, sem stendur í kennslubókinni, og hafa kortið til hliðsjónar. Nem.: Hvernig á að gera það? Við höfum aldrei gert svoleiðis. Kennarinn fer þá yfir lexíuna og sýnir rétt vinnúbrögð. í næsta tíma: Nem.: Kennari, fáum við ekki spurningar? Kenn.: Nei, þið fáið engar spurningar, þið eigið að lesa kennslubókina. Nem.: Gvu hvað þetta er skrít- ið. Alltaf lét liann Jón okkur hafa spurningar. Kenn.: Þið eruð ekki lengur í barnaskóla og eigið að læra með öðrum aðferðum núna. Þið þurf- ið ekki annað en lesa kennslu- bókina. Þessi togstreita endar með þvi, að kennarinn gefur nemendun- um 20 spurningar og segir þeim að finna svörin heima í kennslu- bókinni. " í næsta tíma hefur enginn svo mikið sem reynt að finna svörin. Nem.: Þú átt að gefa okkur svör in. Ætlarðu ekki að gefa okkur svörin? Alltaf lét hann Jón okk ur fá svörin. Kanntu ekki að kenna, eða hvað? Kenn.: Svörin eru á bls. 3-10 í kennslubókinni. Nú skuluð þið nota tímann til að svara spurn- ingunum og skrifa svörin. Nem.: Hvar er svarið við fyrstu spurningu? Kenn.: Það er efst á bls. 4. Nem.: Je minn, á að skrifa þetta allt? Iívað á að skrifa mik- ið? Svo mörg voru þau orð. Og þessl vizka fylgir síðait veslings netnendunttm í ýms. um útgáfum allar götur að stúdentsprófi, engnm til skemmtunar nema kannski einhverjum kennaradrang', sem á þann draum heitastan að verða að minnsta kosti nýr Lúðvik XV. — í næsta lífi, Samvinnan, í mínu ungdæmi áttu nð flestir draugar, hvort sem þeir voru kennarar að mennt un eða ekki, þann draum heitastan að hvíia í friði. Af hverju kaupir Seðlabank inn ekki Sænska frystihúsið? Víst stjórna peningarnir lieim inum. Og á lýðræðisvísu er það meirihiutastjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.