Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 13
 Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Bönnuð börnum lnnan 16 ára. Sýnd kl. 9. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá bif- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúiagöiu 53 við Rauðará Símar 15812 - Z390G. Serves 8 MASHED POTATO ...made from White-Meat Idahos! * -fc Olnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Biöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun Rcttarholtsvegi S. Síml S 88 40. Loftið í stofunni var kvelj- andi heitt. Myra gekk út að | glugga, sem lá að garðinum. — | Þarna hafði hún gengið um fyr- á ir tveim kvöldum og falið sig jj í kjarrinu. Hafði hún séð ljós l í íbúð Ralphs eða annars staðar. | Hún varð að komast að því! | Hún snéri sér frá glugganum 1 eins og til að flýja hugsanirnar, \ sem ásóttu hana. — Hvað er að? Fenella virti i hana fyrir sér með hálflukt | augun. — Að? Vonnie þóttist vera i undrandi, gekk að borðinu og i tók epli úr silfurskálinni. — i Ekkert! 1 — Ekki svo? spurði Fenella \, hæðnislegá. — Ég hélt að þú hefðir séð draug Felix frænda eins og þú rakst frá glugganum! Ég ræð þér til að flytja á hótel eins og þér var boðið áður en þú verður taugahrak. — Ég er komin og hér verð ég! Vonnie beit í eplið. — Mér fannst rétt að ég sæi um þetta fyrir þig. Fenella laut áfram, dró til sín öskubakkann og slökkti í sígarettunni þar. Frændi er seigur, hann deyr ekkí í bráð og það breytir öllu. Honum væri sama, þó að þú byggir á hóteli í nágrenninu. Auk þess er ég hér og eins og ég hef sagt þér, nægir honum að hafa mig. Við erum góðir vinir og höfum verið það í mörg ár. — Þá er víst kominn tími til að ég kynnist honum betur, sagði Vonnie blíðlega. — Gerðu það sem þér hent- ar! Ég veit bara það, að ef ég kæmi í hús, þar sem væri ný- búið að fremja morð og mér væri boðið að búa á hóteli, myndi ég ekki hika við að þiggja boðið. Það lá í augum uppi, að Fen- ella vildi ekki hafa hana. En hún var komin og hún ætlaði að vera í mánuð. Hún borðaði eplið og fór fram í eldhús til að henda kjarnan- um. Áður en *hún gerði það, varð henni litið út um bakdyrn- ar. Einihver stóð í horninu milli eldhússins og dagstofugluggans. Vonnie leit út og sá að það var Rhode. Gluggar dagstofunnar voru opnir og hún gat heyrt það sem lögregluforinginn og Joss Ashlyn voru að segja. Inni í dagstofunni kveikti Fenella sér í annarri sígarettu. Það voru fjórir stubbar í ösku- bakkanum. —• En þær spurningar hjá lögreglunni! sagði hún reiði- lega. — Hlægileg tímasóun, að koma hingað og trufla okkur. Því yfirheyra þeir ekki þessa svokölluðu vini Felixar frænda? Eða — bætti hún drafandi við, vini Joss frænda, fyrst menn álíta að ætlunin hafi verið að drepa hann. Kannski hann hafi lánað einhverjum peninga og reynt að rukka þá inn, en skuldunauturinn hefur ekki get- að borgað, fyllst örvæntingu og Suzanne Ebel: iiiniii tiiiiii — Ef svo væri hefði Joss frændi sagt lögreglunni það. — Hann er oft undarlegur. Hann er harðjaxl en hann er líka raungóður. Kannski hann kunni vel við viðkomandi og geti ekki fengið af sér að kæra hana. Það var gengið niður stig- ann. Fenella settist upp. — Ert það þú, Ralph? hróp- aði hún. — Við erum hérna inni. Dyrnar opnuðust og Fenella sá, að Ralph hélt á frakkanum sínum. — Hvert ertu að fara? — Út að fá mér ferskt loft. En það lítur út fyrir að það verði rigning. Hann reyndi að gera sér upp kátínu um leið og hann gekk fram í forstofuna. Eins og honum lægi á að kom- ast í burtu. —Vertu kyrr, hvæsti Fenella. Lögreglan vill kannske tala við þig líka! — Eg hef ekki meira að segja. — Eg ekki heldur og Myra og Joss frændi enn minna. En þeir yfirheyrðu okkur samt aft- ur! Af hverju spyrja þeir ekki vini Felixar frænda? — Þú heldur þig við sama heygarðshornið! Ralph henti frakkanum á stól og settist á borðbrúnina. — Þeir vita ekki enn á hvern grunurinn fellur fyrst, en þú getur treyst því, að það verður eitt okkar. .. — Þú líka? Hann brosti til hennar. — Kannske ég líka. Þó að þeir hugsi minnst um mig. Það er engin minnsta ástæða til að ég vilji gera öðrum hvorum frænda þínum mein. Ég er aðeins leigj- andi hér. Fenella leit á hann og augu hennar virtust hafa skipt um lit, svo dökk og áköf voru þau. — Ertu aðeins leigjandi, elsk an? spurði hún lágt. — Aðeins leigjandi, sem hefur engan á- huga fyrir fjölskyldu minni? Það varð smáþögn. Ekkert þeirra hreyfði sig um stund. Það eina sem heyrðist var tif klukkunnar á arinhillunni. Þá stóð Ralph á fætur. — Ég ætla að láta þig vita það Fenella, að þetta morð kemur mér ekki við, sagði hann. — Reyndu að skilja það! Einhverjar sterkar tilfinning- ar tengdu þau saman. Það vissi Vonnie, Kannsko ást eða óvin- átta, Ralph kveikti í sígarettu og spennan var rofin. Um leið og hann tók upp kveikjarann sinn, sagði hann: — Það er voðaleg tilhugsun, að hefði aðeins eitthvert okkar ver ið heima, hefði verið unnt að bjarga lífi frænda þíns. Það er víst þetta sem menn kalla glett ur örlaganna, að enginn skyldi vera heima á þessari stundu. Annars hefðu menn heyrt fallið — heyrt glasið brotna, En það hafði einhver verið heima — það hafði verið ljós í vinnustofunni. Hver hafði kveikt það? Rhoda? Ef til vill var hún of hrædd yfir iþví, sem gerzt hafði til að viðurkenna að hún hafði komið fyrr heim en hún sagði. Þær heyrðu dyr opnaðar, fólk tala saman, gengið yfir parket- gólfið og svo útidyrnar opnaðar og lokað aftur. ,Ralph leit út um gluggann og það mátti heyra á rödd hans, þegar hann tók aftur til máls, að honum hafði létt mjög. — Þeir eru farnir! Og töl uðu ekki við mig, Fenella! — Þeir koma aftur, sagði Fen ella. — Treystu því. Þeir koma aftur og spyrja þig spjörunum úr. Og guð veri þér náðugur, ef þú svarar ekki alltaf eins - Ég geri það. Ég svara nefnilega sannleikanum! —• Það er víst vissara fyrir þig! hvæsti hún og leit til hans mikilvægu augnaráði, sem Vonn ie skildi ekki vel. Joss gamli kom inn. Köttur- inn elti hann og þegar hann settist stökk kötturinn upp í fang hans og fór að mala. Vonnie leit á hann. Þrátt fyr ir að hann var svona stór og sterklegur sást greinilega að hann var rneð hjartveiki. Áfall gæti riðið honum að fullu. Kannske myndi þessi sorgarleik ur verða afdrifaríkur fyrir hann. — Hvað vildi lögregluforing- inn núna, Joss frændi? spurði Fenella. — Spyrja, hvort ég hefði nokkurn tímann farið með ó- kunnuga inn í vinnustofuna og boðið þeim upp á glas. Ég sagð ist aldrei hafa gert það. — Og þó svo hefði verið þá vissi enginn um ofnæmið? — Þegar ég kom af sjúkrahús inu fréttist það víst almennt. Ég vann þá við málverk af ein um í konungsættinni svo blöðin skrifuðu um það. Hann virtist IMMMMMMMMMMMMMlé'. skyndilega bæði gamall og beygð ur. — Ég hélt að ég ætti enga óvini. Mér virðist hafa skjátlazt. Fenella stökk á fætur. — Þú átt enga óvini, Joss frændi. Hún tók blíðlega um breiðar axlir hans. — Ef einhver hefur reynt að myrða þig hlýtur það að hafa verið geðsjúklingur. — Ég held enn að þú ættir að fara á hótel, Myra, sagði hann. — Þessar yfirheyrslur taka víst engan endi. — Einhvern tímann hljóta þeir að hætta að yfirheyra þig, sagði Vonnie. — Það eru tak mörk fyrir öllu. — Ekki þegar Vachell lög- regluforingi á í hlut, sagði Fen ella illgirnislega. — Þegar hann hefur lokið við allar spumingarn ar byrjar ha.nn bara upp á nýtt. Þetta er þriðjugráðu yfirheyrzla. Hrein og bein grimmd. — Þú ert óréttlát núna, sagði Joss frændi ásakandi. — Hann GJAF&BRÉ F prA *UNOLAUGARSJÓOl skAlatúnsheimilisino NETTA BRÉF ER KVITTUN, EN PÓ M1KIU FREMUR VIDURKENNING FTRIR STUON- ING VID GOTT MÁLEFNI. mustard 13. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.