Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 7
Sendibréfskorn til Jóns Þórarinssonar fimmtugs Kæri Jón! ALÞÝÐUBLAÐIÐ vill, að ég mæli til þín nokkur orð á fimmtugsafmæli þínu í dag. Ég geri það fyrir sjálfan mig, en vel er, ef fleirum líkar. Alltaf man ég, þegar við tók- um tal saman fyrsta sinni. Það var á stríðsárunum, og við urð- um samferða úr blaðamanria- viðtali á Hótel Borg, þú frétta- maður ríkisútvarpsins, en ég nýkominn í þjónustu Alþýðu- blaðsins. Ég vissi þá fátt, en kunni samt þau. skil á þér, að þú værir sonur Þórarins Bene- diktssonar í Gilsárteigi og Önnu Maríu, konu hans, stúdent frá Akureyri, menntaðúr hljóm- iistarfræðingur, slyngur söng- stjóri og landsþekkt tónskáld. Auk þess hafði ég spurt, að þú hefðir skömmu áður lesið sem útvarpsþulur kosningafi-éttir af Austfjörðum hlutdrægum rómi að dómi konu eins af þing- mönnum Framsóknarflokksins í kjördæmi þar um slóðir. Dag þennan gekkst þú haltur, og við fikuðum okkur hægum skrefum upp Bankasltrætið og inn Laugaveginn og kvöddumst við Klapparstíginn. Mér fannst þú hress í máli og alþýðlegur í Sjötug í dag Jón Þórarinsson. viðmóti. Fór þá strax bærilega á með okkur. Samt grunaði mig ekki, að við ættum eftir að blanda geði eins og síðar varð. Svo fórst þú til Bandarikjanna og stundaðir framhaldsnám í tönvísindum hjá Paul Hinde- mith, komst aftur heim til á- gætra starfa og varðst á vegi mínum á ný. Tókust brátt með okkur kynni, sem ég met mik- ils. Gott var að sitja með þér kvöldstundir, þegar þú stjórn- aðir rekstri sinfóníuhljómsveit- arinnar, og komið hef ég í ríki þitt í tónlistarskólanum og verið sessunautur þinn og viðmæl- andi á fundum og samkomum, en beztur ertu kannski heim að sækja. Auðvitað dæmi ég ekki söngstjórn þína, enda liefur lagleysingl minn aldrei hlýtt valdboði þínu í karlakór, og varla mun ég dómbær á tón- smiðar þínar sem skyldi, en aðrir mér snjallari telja þig svinnan í þeim efnum, og hef ég það fyrir satt. Hins vegar les ég jafnan með athygli tón- listargagnrýni þína og annað, sem þú færir í letur. Dylst engum, að þú sért íslenzkri menningu þarfur maður, en sér í lagi álít ég þig heims- borgara í list þinni og við- horfi. Þú hefur einhvern tíma fullyrt, að svokölluð þjóðleg list spretti löngum af mati og skilningi á undrum veraldar, ef hún eigi að heita nokkurs virði. Mér finnst slíkt lýsa þér vel, enda hefur þú sannað þetta í verki. Menntun á heimsvísu mun eigi sízt nauð- synleg þjóð frægrar sögu 'og Frh. á bls. 15. SIGURRÚS SVEINSDÖITIR Hafnarfirði FRÚ Sigurrós Sveinsdóttrr, for maður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar um árabil, á sjötugsafmæli í dág. Hún er fædd í Garðahreppi hinn 13. sept. 1897, en fluttist barn að aldri til Hafnarfjarðar, þar sem hún hefur búið síðan. Á uppvaxtarárunum kynntist hún vel hinum kröppu kjörum, sem öll alþýða manna átti þá við að búa, og var henni fljótt ljóst, að þar var úrbóta þörf. Hún sldpaði sér því í raðir þeirra, er hófu baráttu í verka lýðshreyfingunnt og Alþýðu- flokknum fyrir bættum lífskjör um almenningi til handa. Var hún strax ung að árum í farar broddi í þeirrt baráttu, enda á- vallt verið óvenju dugleg og á- hugsasöm að hverju því verk- efni, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur að vinna. Á hana hlóðust því margs konar trúnað arstörf á vegum verkalýðshreyf ingarinnar og Alþýðuflokksins. Skilyrði kvenfólks til að sinna félagsstörfum á þeim ár- Sigurrós Sveinsdóttir. um voru sannarlega ekki upp á það bezta, svo ekki sé meira sagt. Fjöldi hafnfirzkra hús- mæðra vann þá utan heimilis ins við erfiðisvinnu, einkum salt fiskverkun, sem var einn aðalat vinnuvegur Hafnfirðinga um árabil. Var sú vinna þeirra með al annars í því fólgin að vaska fisk í óupphituðum húsakynnum, oft og tíðum í frosti og kulda, frá morgni til kvölds, en heim ilisstörfn voru unnin, þegar aðr- ir máttu hvíla sig. Við slíkar aðstæður varð Sigurrós og sam- starfskonur hennar að vinna hin tímafreku félagsstörf. Sigurrós átti sæti í fyrstu stjórn Verkamannafélagsins Framtíðarinpar og ávallt síðan, að undanskildum tveimur árum, og var lengst af formaður fé- lagsins eða samtals í 38 ár. Þá hefur hún verið í stjórn Alþýðu sambands íslands, í flokksstjóm Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í 40 ár, í miðstjórn Alþýðuflokks ins, var fyrsti formaður Kven- félags Alþýðuflokksins í Hafnar firði svo nokkuð sé nefnt af hinum fjölmörgu trúnaðarstörf- um, sem Sigurrós hefur sinnt í þágu verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Sigurrós var varabæjarfulltrúi Framhald á 15. síðu. Minning: Tómas Guöberg Hjaltason DAG fer fram utfor Tomasar G. Hjaltasonar lögregluþjóns, sem lézt af slysförum hinn 6. september s.l. Tómas Guðberg Hjaltason var fæddur í Reykjavík hinn 12. marz 1938, sonur hjónanna Val- nýjar Tómasdóttur og Hjalta Gunnlaugssonar verkstjóra. Tómas Guðberg hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur hinn 1. febrúar 1964 og sarfaði lengst af við umferðardeild lögreglunn ar, aðallega á bifhjóli. Áður en Tómas hóf störf í lögreglunni, hafði hann verið starfsmaður Landsíma íslands og bifbeiða- verkstæðis Egils Vilhjálrnssonar, en Tómas var bifvélavirki og lauk prófi í þeirri grein árjð 1960. Tómas varð ungur skáti og starfaði mikið í þeirra röðum, og var félagi í Hjálparsveit skáta. Ennfremur var hann í Björgunarsveitinni Ingólfi og alltaf boðinn og búinn til að veita aðstoð og hjálp, hvar og hvenær sem til hans var leitað. Hann Vár félagslyndur maður og áhugasamur um velgengni þeirra mála, sem hann helgaði allar sínar tómstundir, slysavarnir og hjálparstarfssemi. — Hann var einn þeirra manna sem nútima- þjóðfélag á mikið að þakka fyr ir óeigingjörn störf í þágu al- mennings. Lögreglumannsstarf sitt innti hann af hendi mjög farsællega og var vinsæll jafnt af starfsbræðrum sem borgur- um. * Tómas lauk prófi frá Lögreglu skóla ríkisins hinn 10. maí s. 1. Auk þess hafði hann lokið prófi frá skóla dönsku almannavarn- anna. Hinn 15. ágúst kvæntist hann Guðnýju Maríu Finnsdóttur, og áttu þau heimili hjá foreldrum Tómasar. Við félagar Tómasar í lög- reglunni í Reykjavík þökkum honum samstarfið og samver- una, og eiginkonu hans, foreldr- um, systkinum og öðrum ætt- ingjum og vinum, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Bjarki Elíasson. t EINN af félögum okkar og skáta bræðrum, Tómas Guðberg Hjaltason lögregluþjónn lézt af slysförum 6. þ. m., aðeins 29 ára að aldri. Með honum er fall inn frá einn af okkar beztu og traustustu vinum. Fréttin um l'át hans var vin- um hans og kunningjum mikið reiðarslag og fáir hefðu getað orðið okkur meiri harmdauði. En svona er lífið, því miður, oft óréttlátt. Skyndilega verðum við þess vísari, að einn af okkar beztu vinum er horfinn. Lífi hans er lokið, — hann er farinn 13. sei Tómas Guðberg Hjaltason. heim. Við verðum að viðurkenna að hann er horfinn sjónum okk- ar og að við sjáum hann ekki aftur, fyrr en fundum okkar ber saman hinum megin, en þá vit- um við, að tekið verður á móti okkur af gamalkunnum hressi- leik og glaðværð. En minningin um hinn horfna vin mun aldrei líða úr hugum okkar. Slíkir menn sem Tómas heitinn var eru ekki á hverju strái. Tómas gekk snemma í skáta- hreyfinguna og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Skátafé- lag Reykjavíkur allt fram til síðustu stundar. Voru störf hans jafnan unnin af óeigingirni, dugnaði og elju. Tómas heitinn var með allra vinsælustu mönn- um, svo vinsæll, að allir sóttust eftir vináttu 'hans og félagsskap. Hann var eins og sagt er hvers manns hugljúfi. Tómas var fé- lagi í Hjálparsveit skáta í Reykja vík og lengi einn af forustu- mönnum þar. Átti hann sæti í sveitarráði sveitarinn um ára- bil og þekktu hann allir, sem að björgunarmálum vinna. Hann var traustur maður, harðdugleg- ur og baráttuglaður. Þrekmaður var hann mikill og einn af þeim mönnum, sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ef liann vissi, að einhver þurfti hjálpar með. Var hann þó ávallt rósem- in sjálf, og sást honum aldrei bregða, hversu slæmar, sem horfur og aðstæður voru. Þeir menn eiga gott, sem búa yfir jafn mikilli hugarró og Tómas lieitinn bjó yfir. Enda var svo, að jafnan var leitað til Tcmas- ar er gera þurfti út leiðangra til björgunarstarfa. Var þá sama hvort beiðnin kom á virkum degi eða rúmhelgum, að nóttu til eða degi, Tómas var ávallt viðbúinn. Það eru vafalaust fá- ir, sem hafa tekið jafn virkan þátt í björgunarstörfum og Tóm as heitinn gerði, þar var hann ávallt framarlega í flokki. Á siðari árum var Tómas einnig félagi í Björgunarsveitinni Ing- ólfur og gegndi þar stöðu vara- formanns. Framhald á bls. 15. ember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.