Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 5
5 24. september 1967 - Sunnudags Alþýðublaðið Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagstilaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Eeykjavík. — Prentsmiðja Alþi’ðublaðsins. Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. — t lausa* sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Efnahagur og síld rmmÐM [SDSMIÍD Erfiðleikar steðja nú að hjá fleiri þjóð- um en íslendingum, sem að verulegu leyti byggja afkomu sína á sölu sjávar- afurða. Þannig eiga Norðmennum þess- ar mundir í erfiðleikum, ekki aðeins hvað varðar sölu á síldarafurðum, held ur hafa og miklir erfiðleikar skapazt vegna þess að skreiðarsalan til Nígeríu hefur stöðvazt, vegna borgarstyrjaldar- innar, sem þar geisar nú. Þ'að bætir þó talsvert úr skák í efnahagslífi Norð- manna, að þeir hafa miklar tekjur af skipastól sínum, en eins og kunnugt er hafa farmgjöld með olíuskipum stór- hækkað síðan Súezskurður lokaðist vegna styrjaldar Araba og Egypta. Við íslendingar höfum ekki upp á neitt slíkt að hlaupa. Ekki verður annað sagt en horfurnar hjá okkur, hvað síldveiðarnar snertir séu heldur slæmar. Langt er síðan verð á mjöli og lýsi hefur verið jafn lágt og raun ber vitni, og hefur sú stað- reynd, þegar skapað okkur erfiðleika og tjón. Þegar við þetta hefur svo bætzt í sumar að síldaraflinn hefur verið lé- legur og bátarnir aldrei þurft að sækja jafn langt, þá er varla von að byrlega blási. Kemur svo þar að auki til, að þótt búið sé að selja verulegt magn af saltsíld til helztu viðskiptalanda okkar á því sviði, hefur enn sem komið er sama og ekkert verið saltað, en um þetta leyti í fyrra var hinsvegar búið að salta hátt á fjórða hundrað þúsund tunnur. Það er auðvitað von allra, að úr þessu rætist, en fiskifræðingar telja horfur á að síldin komi nær landi nú með haust- inu og verður þá vonandi hægt að salta upp í gerða samninga. Það mundi hinsvegar hafa mjög al- varleg áhrif og um það ætti ekki að þurfa að orðlengja, ef síldveiðin bregzt það sem eftir er haustsins og fyrri part vetrar. Engin ástæða er til að ætla að svo verði enn sem komið er. Fiskifræð- ingar okkar hafa oftast reynzt sannspá- ir í þessum efnum undanfarin ár. Við höfum um hríð búið við góðæri, og þótt nú blasi erfiðleikar við um stundarsakir er engin ástæða til að ör- vænta, íslendingar hafa fyrr lifað afla brest og verðfall og komizt klakklaust af, þótt herða hafi þurft sultarólina um stund. Mestu máli skiptir í þessu sambandi, að þjóðin í heild geri sér grein fyrir hvernig málum nú háttar og við hvaða erfiðleika er að etja. Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Skólarnir verða settir mánudaginn 25. sept- ember n.k. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: -Skólasetnin’g kl. 10. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar við Vonarstræti: Skólasetning í Iðnó kl. 15.30. Hagaskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II., III. og IV. bekkjar kl. 10. Réttarholtsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl. 14, II., III. og IV. bekkjar kl. 15. Lindargötuskóli: Skólasetning IV. bekkjar kl 10, III. bekkjar kl. 11. Gagnfræðadeild Vogaskóla: Skólasetning í í- þróttahúsinu við Hálogaland kl. 14. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó kl. 14.30. Gagnfræðadeildir Miðbæjarskóla, Austurbæj- arskóla, Laugárnesskóla, Langholtsskóla, Hlíðaskóla, Laugalækjarskóla: Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II. bekkjar kl. 10. Gagnfræðadeild Álftamýrarskóla: Skólasetn- ing fyrsta bekkjar kl. 9. SKÓLASTJÓRAR. Móðir okkar INGVELDUR JÓNSDÓTTIR Suðurgötu 37B. Hafnarfirði, andaðist að S'ólvangi 22. september. BÖRNIN Útför mannsins míns og föður okkar SIGFÚSAR BJARNASONAR, forstjóra Víðimel 66. fer fr'am frá Dómkirk.iunni, þriðjudaginn 26. þessa mán- aðar kl. 1.30 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. RANNVEIG INGIMUNDARDÓTTIR OG BÖRNIN. INNRITUN DAGLEGA: KEFLAVÍK, sími 1516 og 2391. HAFNARFJÖRÐUR — REKJAVÍK, sími 14081 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.