Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 7
24.. september 1967 - Sunnudags Alþýðublaðið ? ILLYWOOD Ja, það ,eru ekki allt mín eigin börn. Ég á sex. Svo eru tvö sem ég á bara í sumarleyf- unum. Eftir á skilum við þeim aftur heim til foreldra sinna. Við erum alltof mörg á heimil- inu, enda erum við öll jafnhrif in af að hafa gesti. Stundum verðum við að telja hvað onarg ir sitja við borðið — fjórtán, ífimmtán, tuttugu, (þrjátiL'j. Okkur líkar prýðilega að vera í fjölmenni, en við þurfum líka stórt húsnæði. Hugsið yður bara: við eigum heimili á þrem ur stöðum, New York, Los Ang eles og Connectieut, og það eru víst upp undir fimmtiu rúm samanlagt í þessum þremur húsum. Hvar fellur yður bezt að búa —í New York, Los Ængeles eða Connecticut? Konan imín og ég vildum gjarnan búa í New York. En starf okkar í kvikmyndunum krefst þess, að við eyðum mikl- um hluta ársins í Los Angeles, og Iþess vegna er Kalífornía aðalheimili okkar. í fyrra vor- um við t. d. átta .mánuði þar. Krakkarnir ganga í skóla í Los Angeles, og sem betur fer elska þau öll Kalíforníu, enda er nátt úrufegurðin mikil þar og lofts- lagið unaðslegt. Viljið þér segja okkur eitt- hvað urn fjölskyldu yðar? Þá er fyrst að telja upp list- ann. Scott er elztur af krökk- unum mínum sex; hann verður seytján ára í september. Hann er prýðisgóður íþróttamaður og vitlaus í íþróttir eins og ég var á hans aldri. Susan er næstelzt; hún hefur mikinn áhuga lá, leik- list. Raunar er hún eltki nema fjórtán ára, svo að það er full- snemmt að spá nokkru um fram- tíð hennar, en ég held að hún hafi hæfileika í þá átt. Svo er Stephanie eða Steffie eins og við köllum hana. Það kemur kann- ski ekki vel út, að ég segi það, en hún spilar hreint og beint undursamlega á píanó. Hún er dugleg stúlka eins og eldri syst- ir hennar. Yngstar eru Nelle, Melissa og Clea. Of ungar til að hægt sé að segja, að þær hafi sýnt hæfi- leika eða hneigðir í sérstaka átt. Melissa sem er fjögurra ára virðist vera músíkölsk. En mað- ur sér með tímanum hvað fyrir þekn liggur. Þrjú eldri börnin hafið þér átt með fyrri konu yðar, hr. Newman, en seinni kona yðar, Joanne Woodward, hefur aftur á móti gefið yður þau yngri þrjú. Hvernig er nú samkomu- lag'ið milli barnanna? Eru þau ólík hvert öðru þau sem þér áttuð með fyrri konu yðar, Jack- ie Whitte, og hin sem þér hafið átt með Joanne Woodward. Nei, guði sé lof, það er ekki neinn rnunur þar á. Ég hélt líka, að það væri sitt hvað að vera móðir eða stjúpmóðir, en það hefur ekki reynzt þannig í þessu tilviki. Joanne finnst hún eiga öll börnin mín jafnt, og þeim finnst þau vera systkin í orðs- ins fyllstu merkingu. Ég er viss um, að elztu krakkarnir, Scott og Susan, myndu fórna lífi sínu fyr ir yngstu börnin þrjú ef út í það færi. Já, ég get sagt yður, að Scott og Susan vinna einmitt fyrri vasa peningunum sínum á þann hátt, að Scott fylgir yngri systkinum sínum í skólann á hverjum degi og Susan passar þau ef við Jo- anne þurfum að fara út á kvöld- in. Teljið þér yður vera strangan föður? Nei, ég held ekki, að ég geri of miklar kröfur til barnanna minna. Margir af starfsbræðrum yð- ar láta börnum sínum- í té svo ríkulega vasapeninga, að þeir myndu nægja venjulegum fjöl- skylduföður fyrir öllura hans út- gjöldum. Hvað gerið þér? Ja, litlu krökkunum gef ég ó- sköp lítið, einhvern hégóma bara til gamans. Og elztu krakkarnir vinna fyrir sínum vasapeningum eins og ég hef þegar sagt. Ég álít, að það sé hollt fyrir unglinga á þeirra aldri — seytján og fjórt- án — að læra að fara með pen- inga, safna fyrir því sem þá lang ar að veita sér, o.s.frv. þau þurfa að læra að meta gildi pening- anna, og ég held, að það sé bezt, að þau hafi hvorki svo rúman fjárhag, að þau geti keypt sér hvað sem þau vilja, né svo naum- an, að þau geti ekki safnað sér fyrir neinu sem varið er í. í fyrra langaði Scott og Sus- an að skreppa í ferðalag. Þau lögðu fyrir einn og einn dollara þangað til upphæðin var kcm- in; þá spurðu þau mig hvort þau mættu fara. Það varð úr, að við fórum öll saman, allur Newman- ættbálkurinn. Og Scott og Susan borguðu alveg fyrir sig: farseðla, hótelherbergi, máltíðir og ann- að tilheyrandi. Þannig talar fjölskyldufaðir- inn Paul Newman. Hinn ómót- stæðilegi hálfguð kvennanna er sem sé hugulsamur og ábyrgur heimilisfaðir í raunveruleikan- um. En hann er ekki einn. Hann á því láni að fagna að vera kvæntur óvenjulega skynsamri og góðri konu. Joanne Woodward er ekki að- eins í hópi beztu leikkvenna sem starfað hafa í Hollywood, heldur er hún ein af þeim örfáu stjörn- um sem tekizt hefur að sameina listina og fjölskyldulífið. Síðan þau giftu sig í Las Vegas árið 1958 hefur frægð þeirra. beggja breiðzt um allan heiminn, en Joanne lét hvorki frægðina né Oscarinn villa séi’ sýn. Ef hún þurfti stundum að velja á milli valcii hún mann sinn og börn. Það þótti óskiijanlegt þegar hún vildi heldur eigriast börn og Pramhald á 3. síðu. ingjusamur fjölskyldufaðir Þjóðdansafélag Reykjavíkur Vetrarstarf félagsins hefst 2. okt. Flokkar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Byrjendur og framhald. Barna- og unglingaflokkar: Kennslustaður Fríkirkjuvegur 11. Kennt verður á þriðjud. og fimmtud. Námskeið fyrir fullorðna í gömlu dönsunum og sígildum þjóðdönsum: Kennslustaður Alþýðuhúsið v/Hverfisgötu. Kennt verður á mánud. og miðvikud. Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 5-8. að Fríkirkjuvegi 11 — sími 15937. ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ. rl' 1 A 1 ^ /a D THE TRiBUNE 23' LOWBCY MODEL NO. ’fCX.&nT RCAVíCTORÍ^ HIN VINSÆLU RCA SJÓNVARPSTÆKI fyrirliggjandi í mörgum stærðum. — 2ja ára ábyrgð. — Allar nánari upplýsingar veitir RCA umboðið Georg Ásmundason & Co Suðurlandsbraut 10. Símar 81180 og 35277.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.