Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 3
24. september 1967 - Sunnudags Alþýöublaöið 3 Skipin hafi samvinnu um söltun á miðunum Framhald af bls. 1. en þar er sama aðferðin og Norð anenn nota í sumar til reynslu um þorð í Uksnöy. — Síldinni var landað eftir 59 tíma siglingu 'hjá söltunarstöðinni Björg á Raufarhöfn, og þar var liún athuguð og tekin til meðferð ar og ákvarðað um áframhaldandi verkun. Endanlegar niðurstöður um gæði síldarinnar og árangur 'tilrauiiarihnar geta þó ekki leg- Jð fyrir fyrr en eftir 3ja til 5 vikna geymslutíma. — Allar þær geymsluaðferðir sem við reyndum, að sjókæling- unni undanskilinni, krefjast mik illar vinnu, og það hamlar því auð vitað að þær geti orðið til að leysa flutningavandamálið í' stór- um stíl. Persónulega álít ég, að það sé algjörlega vonlaus aðferð alla vega séð að setja síldina heil a í pækil eða salta úti á miðunum. ísun á síld getur verið ágæt, séu kunnáttumenn um ísun um borð, en þess verður að gæta mjög vel að merja ekki síldina við ísun, en henni hættir mjög við að merjast undir roði og spillir það gæðum hennar. Varðandi sjókældu síld- ina mundi ég vilja segja, að ef menn vissu ekki á hvern hátt síld in væri komið til landsins, teldu menn síldina mjög góða og náh- ast sem nýveidda. Sá galli fylgir þó sjókælingu, að hreistrið fer að mestu af síldinni, en það er gömul venja að meta gæði síldar eftir hreistursmagni. Sem beitúsíld er þetta fyrsta flokks vara. — Ég sannfærðist um það í þessari ferð, að söltun veröur að færast frá landi út að veiðisvæð- unuro, cn það getur orðið með tvennu móti. í fyrsta lagi gæti verið um að ræða söltun í sér- skip, sem keypti síld úti á mið- unum, og það yrði að sjálfsögðu að hafa vplar um borð til aðstoð- ar við söltun. í öðru lagi - og það er ný hugmynd - væri hægt að salta um borö í veiðiskipunum, og þá þannig að fjögur eða fimm skip störfuðu saman og mynd- uðu veiðiflota, og aðstoðuðu hvert annað við veiðarnar. Ég hugsa þetta þannig, að skipin sigldu sam-an á miðin og þar köst uðu fyrst t.d. tvö þeirra. Veiðinni yrði skipt milli allra skipanna og söltun gæt hafizt á glænýrri síld um borð í þelm öllum. Síðan tæki skip nr. 3 að sér að kasta og veiða handa flotanum, og síðan koll af kolli, þar til nægilegt aflamagn væri komið í öll skipin. — Svona veiðihópur gæti salt • að um 6-8 þúsund tunnur á 10- 12 dögum, og söltun gæti hafizt um miðjan júlí, ef aðstæður leyfðu. Ég geri mér í hugalund, að floti sem þcssi, yrði allt að 14 dögum í veiðiferð. Við það spar aöist geysileg olía, nótaslit verða miklu minna og álag á allan vél búnað í lágmarki. Þetta þýddi að hægt væri að lækka reksturskost- nað skipanna mjög mikið, en það er höfuðverkefni. allrar útgerðar í dag, að lækka stórlega allan til- kostnað við útgerðina. Með þess- ari tilhögun væri gert tvennt í einu - úthaldskostnaðurinn lækk- aður stórlega og samtímis væri verðmætasköpunin aukin marg- falt. Til þess að þetta sé unnt, verð ur að úthluta bátaflotanum í tæka tíð fyrir næstu vertíð söltunar- leyfi fyrir allt að 150- 200 þúsund tunnum, sem yrðu saltaðar á mið unum. — Og að endingu væri ekki úr vegi að minna á orðtakið: ,,svelt ur sitjandi kráka...” Söltunarsildin myndinni. rennur niður rennuna. Dælubarkinn sést aftast á Vopn til Vietnam Moskva, 23/9 (ntb-reuter). Stjórn Sovétríkjanna tilkynnti á laugardag, að hún hyggðist senda ýmiskonar vopnabúnað til Norður-Vietnam I þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn Bandarískum árásum. Meðal vopn anna, sem stjórnin mun senda, verða eldflaugar og langdrægar fallbyssur. Sameining Framhald af bls. 1. Árið 1950 virðast á lífi 3094 menn fæddir á ísafirði, þar af búa á ísafirði 1407 eða ca. 45,5%, í öðrum umdæmum Vestfjarða, 238 eða ca. 7,7%, alls á Vestfjörð- um 1045 eða 53,2%. Utan Vestfjarða búa því 1950 1449 ísfirðingar, þar af í Rvík og Reykjaneskjördæmi 1172 eða ea. 37,9%, þar af 981 eða ca. 32% í Reykjavík. Alls virðast á lífi árið 1950 5629 menn fæddir í sveitahrepp- um ísafjarðarsýslna og 2124 í kauptúnum eða samtals 7753. Þar af búa í ísafjarðarsýslum 3066 eða ca. 38,3%, hlutfall fyrir fólk fætt í sveitum er 2112 af 5629 eða ca. 37%, en 954 af 2124 fyrir fólk fætt í kauptúnum eða ca. 44,8%. Alls á Vestfjörðum 4152 af 7753 eða 53,3%. Utan Vestfjarða 3601 alls, þar af á Reykjavíkursvæði og á Suð- urnesjum 2911 eða ca. 37,6%. íbúar ísafjarðar 1950 2808 þar af fæddir á ísafirði 1407 þar af fæddir i ísafj. sýslum 888 þar af fæddir í öðrum um dæmum Vestfjarða 153 Alls á Vestfjörðum 2448 eða ca. 87,2%. íbúar Isafjarðarsýslna voru árið 1950 3840 þar af fæddir í ísafjarð- arsýslum 3066 þar af fæddir á ísafirði 203 þar af fæddir i öðrum um- dæmum Vestfjarða 221 Alls á Vestfjörðum 3490 eða ca. 90,1% af íb. -Samtals á lífi 1950 10847 manns fæddir á ísafirði og í ísa- fjarðarsýslum, þar af búsettir í sömu umdæmum 5554 eða 51,2%. Newman Frh. úr opnu. helga sg uppeldi þeirra en leika í kvikmyndum, og hún fer held- ur með manni sínum til fjar- lægra staða þar sem hann þarf að leika en að vera kyrr í Holly- vvood og sinna eigin starfi. Hún leikur í fáum myndum og lætur ekkert eyðileggja samheldni fjölskyldunnar sem henni er dýr mætari en frægðarljóminn. „Eg segi það með sanni, að ég á bæði hamingju mína sem manns og velgengni mína sem leikara að þakka þessari dásam- legu konu sem ég er kvæntur”, segir Paul Newman. ,,Hún hefur í kringum sig sex börn — nei, sjö, meina ég — og er öllum þeirra jafnómissandi". Það þarf ekki að taka fram hvert sjöunda barnið er — hin dáða súper-stjarna í eigin per- sónu. Hér er dæmi um samvinnu á síldarmiðunum, sem lengri hefur tíðkazt. Skip fá iðulega síld hvert frá öðru, og er það auðvelt verk í framkvæmd, eins og sjá má af myndinni. Hér er Héðinn að láta Guð- rúnu Guðleifsdóttur hafa síld, og að þessar gjöf lokinni var Héðinn búinn að láta öðrum skipum i té nær því 500 tonn á þessu sumri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.