Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 9
24. september 1967 - Sunnudags Alþýðubla'ðið 9 Ný dönsk mynd, gerfl eftir hlnni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde". Sýnd kl. 5 og 9. Bönnufl börnum tnnan Ið ára. Gög og Gokke til sjós Sýnd kl. 3 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur afl flest- nm tegundum og árgerflum af nýlegum bifrelflum. Vinsamlegast látlfl skrá blf- relðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vifl Rauflará Simar 15812 - 23900, Fjórhjóla vöruvagnar fyrirliggjandl Kristinn Jónsson Vagna- & bílasmiflja Grettisgötu 21 - Sími 13343. Tökum aff okkur alls konar ál-suður IJlgf Kristinn Jónsson Vagna- & bilasmiflja Grettisgötu 21 - Sími 13343. Kassa- og sekkjartrillur fyrirliggjandi Kristinn Jónsson Vagna- & bilasmiffja Grettisgötu 21 - Sími 13343. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell I i byggfngavðmverzlun Béttarholtsvegl t Bfml S 88 40. • MARTHA ARGERICH MARTHA ARGERICH, argentínski pí- anóleikarinn, sem leikur með Synfón- íuhljómsveit íslands næstk. fimmtudag. F.kki fer alltaf saman fríðleiki og andans fegurð, og þótt hið ytra trafið hafi minna að segja, hvað tónlistarfólk áhrærir, sakar ekki að þetta tvennt prýði einu og sömu manneskjuna. Hugsa margir gott til fyrstu ’áskriftarhljómleika symfóníuhljómsveitar- innar á fimmtudaginn, þar sem hinn ungi argentínski píanóleikari, Martha Argerich leikur með hljómsveitinni píanókonsert í G-dúr eftir Ravel og konsert nr. 3 eftir Prokofieff. — Bara að hljómsveitarmenn irnir gleymi sér ekki við að horfa á hana og fari út af laginu...... Argerich er í hópi þess unga og efnilega tónlistarfólks milli tvítugs og þrítugs, sem hefur haslað sér völl á tónlistarsviðinli síð- ustu árin, en af þeirri kynslóð mætti nefna píanóleikarann Daníel Barenholm, sem á þessu ári hefur leikið inn á hljómplötur Són ötur eftir Beethoven og píanókonserta eftir Mozart og er nú farinn að stjórna og ræðst ekki á garðinn þar em hann er lægstur; á nýútkominni hljómplötu stjórnar hann symfóníum Mozarts nr. 32, 35 (Haffner) og 38 (Prague). Þá eru þau Vladimir As- kenazi, Jacquelin du Pré, Stephen Bish- op, John Ogdon, John Browning og hljóm- sveitarstjórarnir Zubin Metha og Pierino Gamba. Argerich var undrabarn í píanóleik, hóf nám hjá V. Saramuzza í Buenos Aires þriggja ára að aldri og þótti svo efnileg, að Juan Peron, sem þá var forseti Argen- tíu, skipaði föður hennar í stöðu við sendi- ráðið í Vín, þrátt. fyrir að þeir væru and- stæðingar í stjórnmálum, aðeins til þess að Martha gæti notið leiðsagnar hinna beztu kennara. í Vín nam hún hjá Fried- rich Gulda. Ennfremur stundaði hún nám hjá frú Lipatti og N. Magaloff í Geneve. Sautján ára hafði hún unnið fyrstu verð- laun í tónlistarsamkeppni í Geneve og Busioniverðlaunin í Bolzano og þar að auki ferðast víða um Evrópu og haldið tónleika. En nítján ára sagði liún skilið við Evrópu og píanóið og fluttist til Bandaríkjanna, þar sem hún átti í miklu sálarstríði og hugraunum. Fyrir þremur árum snéri hún sér aftur að píanóinu og sigraði þá í Chop- inkeppninni í Varsjá (1964). í fyrra hélt hún svo eftirminnilega tónleika í New York, sem juku mjög á hróður hennar. Martha Argerich lék á Edinborgarhátíð- inni í þessum mánuði og hreif áheyrendur þar með yndisþokka sínum og fágætri snilli, er hún lék konsert fyrir píanó og blásturhljóðfæri eftir Stravinsky, sónötu nr. 2 eftir Schumann og verk eftir Bach og Chopin. Þó stóð henni samkeppni af stjörnum eins og Joan Rutherland, sem söng í endurvakinni óperu Haydns, Arfeo og Evridíka, George Balanchine með Ballet New York borgar og Herbert von Karajan ásamt Fílharmoníuliljómsveit Berlínar, og mörgu öðru þekktu listafólki. í blaðaummælum er sagt, að áheyrendur hafi setið agndofa, er þeir sáu hana koma svífandi með slegið hár inn á sviðið, ber- arma í hvítum kjól og lét hvítan vasaklút- inn falla á svart píanóið, um leið og hún settist. Er hljómsveitin hóf að leika verk Stravinskys, lygndi hún aftur dökkbrúnum augunum og fylgdi hljómfallinu með líkam- anum. Síðan byrjaði hún — hreyfði fyrst hendurnar varfærnislega yfir nótnaborðið og skipti svo yfir í stakkatohraða. Hún sat keik og.kvik við hljóðfærið og þræddi með aðdáunarverðum hraða slungnar og kunn- áttusamlegar synkópur þessa erfiða tónverks og átti alls kostar við Stravinsky. í þögn- unum strauk hún hárið frá augunum. Argerich fær orð fyrir að vera örgeðja og tilfinninganæm og skemmtilega hjátrú- arfull, hefur ávallt fót af brotnu vínglasi sér til heilla í pússi sínu. „Ég kemst auð- veldlega í uppnám,” segir hún, „og mér hættir við að ofgera. Fyrir tónleika fæ ég ósvikinn sviðsskjálfta; mér finnst pianóið vera á við stórt fjall, sem ég þurfi að sigr- ast á. Fyrst þegar ég er farin að spila, finn ég að ég hef vald yfir því. Píanóið er eins og sá sem maður elskar, maður þolir ekki nálægð þess alla tíð, en getur ekki lifað án þess. í vetur me^tim við eiga von á tveimur híjómplötum með Mörthu Argerich frá Deutsche Grammophon. — G. P. ÍBÚÐ 2ja herb. íbúð óskast til leigu í austurbæ frá 1. okt. n.k. eða síðar. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 38336 og 14906. ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD Úrsiit í íslandsmótinu í knattspyrnu fer fram í dag, sunnudag kl. 2 með leik milli Fram og Vals Dómari Magnús Pétursson. Línuverðir Karl Jóhannsson og Hreiðar Ársælsson. Aðgangseyrir: Stúka kr. 100.00 ,stæði kr. 60.00, böm kr. 25.00. MÓTANEFND. Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun, öndunaræfingum og léttum þjálfunaræfingum fyrir konur og karla, hefjast i byrjun októher. Einnig hópkennsla í þessum greinum fyrir samtök einstaklinga, félagá og starfshópa. Talið viff mig sem fyrst. Sími 12240. VIGNIR ANDRÉSSON, íþróttakennari. Seljið blað og merki Sjálfsbjargar í dag. — Komið í barna- skólana í Reykjavík, Árbæjarhverfi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Opið frá kl. 10 f. b. SJÁLFSBJÖRG, T eiknari Landsvjrkjun óskjar eftiiý að ráða teiknara sem fyrst. Umsækjendur hafi samband við skrifstofu- stjóra Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.