Alþýðublaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1—7. október 1967 SJONVARPIÐ Á mánudaginn kl. 21.40 sýnir sjón varpið merkilega heimildarkvik- mynd um fuglatekjur í Súlnaskeri við Vestmannaeyjar. Myndin heit ir „Skerdagur“. Rúnar Gunnars- son, kvikmyndatökumaður sjón- varpsins kleif eyna í sumar ásamt þremur öðrum. Dvöldu þeir þar daglangt, og myndaði Ritnar það sem fyrir augu bar. Myndin hér til hliðar sýnir félagana á léið upp bergið. Foreldrar skulu minntir / DAG á að myndin er tæplega fyrir börn. <s» Arsafmæli sjónvarpsins í DAG, 1. október er ár liðið síð- an íslenzka sjónvarpið hóf útsend inSar sínar. Umræður um sjón- varp hö.fðu hafizt nokkrum árum áður og var það þá mál margra að íslendingar væru þess lítt bún ir til að taka í sínar hendur rekst ur svo umfangsmikils og vandmeð farins tækis. Það ríkti- því vantrú og efasemdir þegar sú stóra stund rann upp og íslenzkt sjónvarp var hafið. Starfsemin var að vísu' köll uð tilraunasjónvarp allt fram til 1. sept. þessa árs, en ekki virt iist áhorfendum neinn byrjenda bragur 'á gjörðum sjónvarps- starfsmanna og jafnvel svömustu andstæðingar sjónvarpsreksturs hafa orðið að viðurkenna að mjög vel hafi til tekizt. Starfsmenn voru fáir í upphafi og tæki þeirra ófullkomin, en óbilandi á hugi og dugnaður starfsfólksins bætti hér úr um og réði vafalaust mestu um velgengni sjónvarpsins. Nú eru ný og betri tæki komin að stofnuninni og verið er að fjölga starfsfólki, svo að um leið og fagn að er ársafmæli sjónvarpsins er ■ full ástæða til að vænta góðs af framtíðarstarfi þess. Myndin hér að ofan er tekin fyrir ári síðan og sýnir Ásu Finnsdóttur skömmu áð ur en dagskráin hófst, en Ása var þula þann dag og verður það einn ig í dag. Skerdagur Sjónvarpið endurtekur í dag kl. 17 þáttinn „Stundarkorn", sem áður var sýndur að kvöldi 11. þessa mánaðar. Síðan stjórnar Örn Eiðsson íþróttaþætti. Sýndur verður leikur Fulham og West- ham Unied úr ensku bikarkeppn- inni, en á undan ræðir Sig. Sig. við Bjarna Felixsson um liðin. Einnig verður sýnt frá seinni degi landskeppni Finna og Norð- manna í frjálsum íþróttum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.