Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 2
Spilakvöld að hefj- ast í Hafnarfirði 14. scpt. s.l. opnaði ný Raftækjaverzlun í Suðurviri, Stigahlíð 45-47. Hin nýja verzlun heitir Raf- .tækjaverzlun H.G. Guðjónsson og eru eigendur hennar hjónin Guðbjörn E. Guðjónsson og Selma Marteinsdóttir. Verzlunin hefur m. a. á boðstólum kæliskápa og frystikistur frá finnska fyrirtækinu UPO, mikið úrval af lömpum og öðrum heimilis ækjum. Magnús Kjartansson hlýtur verðlaun Björns Jónssonar Magnúsi Kjartanssyni, ritstióra ÍÞjóðviljans, voru síð'astliðinn laugardag veitt vcrðiaun úr Móð urmálssjóðnum, Minningarsjóði Björns Jónssonar. Sjóður þessi var stofnaður á aldarafmæli Björns Jónssonar, 8. október 1946, af niðjum hans. Var þetta í átt unda skipti, sem úthlutað er úr sjóðnum. í skipulagsskrá sjóðsins segir m.a. svo um tilgang hans: „Til- gangur sjóðsins er, að verðlauna mann, sem hefur aðalstarf sitt við blöð eða tímarit, og 'hefur að dómi sjóðsstjórnar á undanförn- um árum, ritað svo góðan stíl og vandað mál, að sérstakrar viður- kenningar sé vert.“ Bíl stolið Aðfaranótt sunnudags eða á sunnudag á tímanum frá klukk- an 02.00 til 17.00, var fólksbifreið inni R-9067 stolið af bifreiðastæði við Álfheima 58. Bifreiðin, sem er Chevrolet fólks bifreið, tveggja dyra, er af árgerð inni 1956. Bifreiðin er græn og hvít að lit. Rannsóknarlögreglan auglýsti eftir bifreiðinni tvisvar í útvarpi í fyrradag, en hún hafði enn ekki komið fram síðdegis í gær. Hugsanlegt er, að þjófurinn hafi skilið bifreiðina eftir á einherri fáfarinni götu eða húsasundi. Þeir lesendur blaðsins, sem kynnu að hafa séð bifreiðina R-9067, síð an á laugardagskvöld, eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna og gefa henni upplýsingar um bifreiðina. Áður hafa þessir menn hlotið verðlaunin: Karl ísfeld 1946, Loft ur Guðmundsson 1949, Helgi Sæmundsson 1956, Bjarni Bene- diktsson 1957, Matthías Johannes sen 1960, Indriði G. Þorsteins- son 1961 og Skúli Skúlason 1965. Formaður sjóðsstjórnar Stein- grímur J. Þorsteinsson afhenti verðlaunin. Sjóðsstjórnina skipa: fimm menn: Tómas Guðmundsson skáld skipaður af Menntamálaráð- herra, Bjarni Guðmundsson deild arstjóri í Stjórnarráði, skipaður Framhald á bls. 15. Magnús Kjartansson. Annað kvöld fimmtudaginn 12. cktóber kl. 8.30 hefjast hin vin- sælu spilakvöld Alþýðuflokksfé- laganna í Hafnarfirði í Alþýðuhús inu. Tilhögun spilakyöldanna verð- ur með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Spiluð verður félagsvist annað hvert fimmtudagskvöld, og hafa spiladagar verið ákveðnir, sem hér segir 12. okt. — 26. okt. — 9. nóv. — 23. nóv. og 7 desember Auk þess, sem spiluð verður fé lagsvist, verða flutt stutt ávörp, og margvísleg skemmtiatriði fara fram hverju sinni, og kaffiveiting ar fram toornar. Gunnar Bjarnason mun stjórna spilakvöldunum í vetur eins og að undanförnu, en honum til að- stoðar verða þau Valgerður Ólafs dóttir, Helgi Jónsson og Sigurður GuðLaugsson. Veitt verða glæsi leg verðlaun að loknum spilakvöld um í vor, en ennþá hefir ekki ver ið ákveðið hver þau verða hins vegar má minna á, að aðalverð- launin í fyrra, var farseðill fyrir tvo með hinu glæsilega þýzka skemmtiferðaskipi Fritz Heckert, og hlaut þann vinning frú Hafdís Magnúsdóttir úr Hafnarfirði. Leitazt mun verða við, að hafa aðalverðlaunin í ár eins glæsi- leg og frekast verður kostur á. Auk aðalverðlauna verða veitt góð kvöldverðlaun hverju sinni. Þá skal á það bent, að þar sem að sérstakt og áður óþekkt á- stand hefir skapazt við valdatöku núverandi meirihluta í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, mun erinda flutningur á spilakvöldunum í vet ur, verða eingöngu ‘helgaður bæjarmálunum. Munu toæjarfull- trúar Alþýðuflokksins og aðrir þeir menn sem bezt þekkja til mála, sjá um flutning erindanna, og veita, sem sannastar og gleggst ar upplýsingar um það, sem er að gerast á vegum bæjarins hverju sinni. Hér verður því gullið tækifæri fyrir þá, sem vilja fylgjast með gangi bæjarmálanna, en ekki hafa átt þess kost til þessa að sækja spilakvöldin í vetur, og hlusta á stutt enn snjöll ávörp Framhaxd é 15. síðu. Hochhuth fær slæma dóma Berlín, (ntb-reuter). í fyrrakvöld, er þýzka leikrita skáldið Rolf Hochhuth gekk fram fyrir tjöldin að aflokinni frum- sýningu á hinum umdeilda leikriti hans Hermennirnir, píptu áhorf- endur ákaft aff honum. í Ieikrit inu lætur Hochhuth aff því liggja að Winston Churchill forsætisráff herra hafi í heimsstyrjöldinni síff ari gefiff skipun um aff drepaj pólska hershöfðingjann Wladis- law Sikorski. Er hinni þriggja tíma löngu leiksýningu lauk, klöppuðu áhorf endur ákaft fyrir leikendum, en jafnskjótt og Houhhuth sté fram, píptu þeir ákaft svo vart urðu greind fagnaðaróp þeirra fáu í salnum sem hylltu hann. Gagnrýnendur þýzkra blaða skrifa um leikinn í gær og telja hann ómerkilegan og leiðinlegan. veiöi í fyrrinótt Síðasta sólarhring var gott veð ur á miðunum, en mikill straum- ur. Köstuðu margir bátar, en veiði var misjöfn. Margir bátar rifu nætur sínar, og urðu þeir því að halda til lands með þær til við- gerðar. Veiðisvæðið síðasta sólar- hring var á 66° og 25 mín norður og 8° og 30 mín. vestur. 27 síldveiðiskip tilkynntu um afla, eða alls 3.035 lestir síldar. Hæsta skipið var Börkur frá Nes- kaupstað með 280 lestir, annað hæst var Ásbjörn frá Reykjavík með 195 lestir og Vigri GK. með 170 lestir. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við nokkra síldarstaði og fregnaði, hvernig gengi með sölt- un og aðra vinnslu síldarinnar. RAUFARHÖFN. Á Raufarhöfn er búið að salta í 17-18000 tunnur það sem af er þessari síldarvertíð. Eitthvað var saltað þar í fyrrinótt, að minnsta kosti á einni stöð. í gærmorgun var hins vegar saltað á tveimur stöðvum. Þegar blaðið hafði sam- band við Raufarhöfn síðdegis í gær, var eitt sildveiðiskip á leið- inn þangað með fullfermi eða 110 lestir. Var það Fífill frá Hafnar- firði. Mun hann hafa verið um það bil 15 klukkustundir á leiðinni af miðunum. Sildarbræðslan hef ur stöðugt brætt að undanförnu og hefur lítið lát verið á. DALVÍK. Á Dalvík hófst síldarsöltun fyrir um það bil 3. vikum eða 20. sept. Heildarsöltun er nú orðin 5.300 i tunnur. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra var alls saltað í 3.347 tunnur síldar á Dalvík. Er því heildarsöltunin á Dalvík í ár qrðin meiri en hún var síðastliðið ! ár. Á Dalvík eru reknar tvær sölt unarstöðvar, Söltunarfélag Dalvík ur og Norðurver. Alþýðublaðið átti símtal við Dal vik i eftirmiðdaginn i gær. Þá var þar gott veður. Ekkert var saltað þar í gær, en búizt var við einu skipi, Lofti Baldvinssyni, með 85 tonn síðla í gærkvöldi eða nótt. Mjög hefur lifnað yfir staðn- um síðan síldin fór að berast, en Frh. á 14. síðu. Mikið netaí Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við síldarleitina á Raufar- höfn vegna þess tjóns, sem sildar bátar urðu fyrir í fyrri nótt, er margir- þeirra rifu nætur sínar. Er hér sjálfsagt um milljónatjón að ræða. Mörg síldveiðiskip urðu fyrir til finnanlegum skaða síðasta sólar- hring, er þeir rifu nætur sínar. Erf itt var að kasta fyrir síldina, enda var straumur óvenjumikill, en hins vegar mikil sild. Logn var á mið unum. Tjáði síldarleitin blaðinu, að allmörg skip hefði orðið að leita til lands með rifna nót til viðgerð ar og þar af leiðandi misst af veiði. Nú er síldin komin það nærri landi, . að gæta verður sterkra strauma, sem eru á því svæði, þar sem síldin er nú. Síldin er nú um það bil 150 sjómílur norður af Dalatanga og gætir þar strangra strauma, sem að nokkru leyti or- sakast af blöndun kaldari og heitari sjávar á þessu svæði. Trúlega mun heildarskaði þeirra síldveiðibáta, sem rifu nætur sínar síðasta sólar hring, nema milljónum króna. 2 11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.