Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 5
Sá sem sfóð fyrir
morði Raspútíns
NYLEGA lézt í París Felix Yous
sopoff (Jusopov) fursti, 81 árs
að aldri.
Nafn Jians verður óafmáan-
lega tengt nafni Rasputins, þar
sem hann hefur verið álitinn
hanamaður eða morðingi Ras-
putins. Felix Youssopoff var son
ur Sumarokov Elston greifa og
einkadóttur Nikulásar Jusopov
fursta, en hann var auðugasti
maður Rússlands. Greifinn fékk
leyfi til að taka upp Jusopov
nafnið, er hann kvæntist og syn-
ir hans tveir héldu því áfram,
en sá eldri lézt í einvígi, en sá
yngri var Felix.
Auðævi Jusopov-fjölskyldunn-
ar voru geysilega mikil, hallir,
skógar, demantar, býli, listmun-
ir o. fl. og í dag geta menn
vart ímyndað sér slík gífurleg
auðævi. Erfinginn ungi óx upp
við allsnægtir og munað.
Við þekkjum að nokkru sam-
band hans við Rasputin af frá-
sögn hans sjálfs og hún gefur
okkur mynd af ungum manni,
sem vildi gera ættjörð sinni gagn
með íþví að drepa Rasputin. —
Seinna var furstinn ekkert of
hreykinn af þessari dáð sinni og
tíminn leiddi í ljós, að morð
Rasputins gat ekki bjargað keis-
aradæminu, en ef Rasputin
hefði lifað, hefði hann kannski
getað dregið harmleikinn á lang-
inn.
Sannleikurinn um sambandið
milli Rasputins og unga furst-
ans kemur sennilega aldrei í
ljós, og nú eru þeir báðir horfn-
ir af sjónarsviðinu. Tilgátur eru
um það, að Rasputin hafi haft
mikið vald yfir hinum unga
manni, en það er erfitt að dæma
um, hvort það var að einhverju
leyti kynferðislegt. Kvikmyndir
frá þessum tíma, sem til eru,
sýna þessa tvo menn í faðmlög-
um, sem Youssopoff hafði þó
ógeð á að því er virtist. Eftir
því, sem íhann sjálfur sagði, fékk
hann þó ofsalegt grátkast, eftir
að Rasputin hafði verið varpað
í fljótið.
Felix Youssopoff hefur sagt
frá því í endurminningum sín-
um, að hann hafi stofnað til
kunningsskapar við Rasputin
einmitt í þeim tilgangi að geta
stuðlað að morði hans og lýsing
Youssopoffs á morðinu hefur
verið notuð til að styðjast við,
þegar bækur og kvikmyndir
hafa verið gerðar um athurðinn.
— o —
Furstinn og Rasputin læddust
út um bakdyr áleiðis að höll
furstans, þar sem hin fagra furst
ynja, Irené Youssopoff, frænka
zarins, var sögð bíða eftir hon-
um. í kjállara furstahallarinnar
hafði verið innréttað glæsilegt
herbergi, þar sem Rasputin átti
að bíða furstynjunnar.
Borið var á borð fyrir Ras-
putin ein flaska af madeira,
sem var vel blandað með eyan-
Raspútín.
kalium og kökur blandaðar sama
éitri. Hann borðaði og drakk og
það virtist engin áhrif hafa á
hann, þó að hann hefði innbyrt
svo mikið eitur, að nægt hefði
til að drepa marga menn.
Rasputin bað furstann að
spila og syngja fyrir sig og síð-
an bað Felix Youssopoff Rasput-
in um að virða fyrir sér kross-
inn í herberginu og lyfti á með-
an byssunni, miðaði á hjarta
Rasputins og skaut siðan á hann
beint í hjartastað.
Læknir sagði að Rasputin
væri dáinn, en rétt á eftir stóð
Síberíubóndinn upp og hljóp
upp kjallaratröppumar á með-
an samsærismennirnir skutu
hverju skotinu af öðru að hon-
um. Hann hljóp í næsta garð og
þá fyrst hneig hann niður.
Hann var vafinn í teppi og
síðan var honum varpað í fljót-
ið. Krufning leiddi í ljós, að Ras
putin hafði verið iifandi, þegar
honum hafði verið kastað í fljót
ið. Dauðaorsökin var drukknun.
Þegar keisarafjölskyldan hafði
verið myrt, var Felix Youssopoff
boðin krúnan, en hann hafnaði
henni. Hann vildi heldur flýja
til Parísar, þar sem hann bjó
með konu sinni þaðan í frá.
í byrjun lifðu ungu hjónin og
móðir furstans á þeim peningum
sem þau fengu með því að selja
demanta, sem þau höfðu haft
með sér á flóttanum. — Þau
græddu líka vel 'á að selja ilm-
Vatn, sem bar nafn furstynj-
unnar, en mestan gróða fengu
þau frá Metro-Goldwyn-Meyer-
kvikmyndafélaginu, er það varð
að borga þeim 30 millj, króna í
skaðabætur. í kvikmynd, er það
gerði um Rasputin var furst-
ynjan gerð að ástmey Rasputins.
í réttarhöldunum var sannað,
að furstynjan bafði aldrei hitt
Rasputin. í fyrra reyndu fursta-
hjónin að fá 60 millj. kr. skaða-
bætur hjá Columbia-sjónvarps-
fyrirtækinu fyrir sjónvarps-
mynd af harmleiknum við dauða
Rasputins, en það mistókst.
— o —
Rússneski furstinn, sem 30.
desember 1916 tók þátt í morði
Rasputins, hafði vonað að með
morðinu gæti hann breytt sög-
unni til gagns fyrir föðurland
sitt og fyrir rússnesku keisara-
fjölskylduna. En allt sitt líf var
hann Rússi og hann reyndi ald-
rei að fá franskan borgararétt,
þó að það hefði veitzt honum
auðvelt. Hann sagði sjálfur, að
hann ætti aðeins eina ósk í líf-
inu — að stíga enn einu sinni
á frjálsa, rússneska jörð, —
frjálsa undan einræði kommún-
ismans. — En þessi ósk rættist
ekki.
, Furstynja Irene Alexandrovna
lifir mann sinn. Hjónin áttu eina
dóttur, en hvað hefur orðið um
hana virðist enginn vita. Þau
eignuðust aldrei son, svo að með
Felix Youssopoff deyr út sú ætt,
sem einu sinni var voldugust í
Rússlandi.
Læknaskipti
Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um
heimilislækni frá næstu áramótum, snúi sér til
afgreiðslu samlagsins fyrir 10. nóv. n.k. og
hafi samlagsskírteini sitt meðferðis. Skrá um
lækna þá, sem um er að velja, liggur frammi
í afgreiðslunni.
Sjúkrasairslag Reykjavíkur.
ÁSKRIFTARSÍMIER 14900
BLÚDIN OG ISIfNZKI MAL
ÚTVARPSÞÁTTUR Árna Böðv-
arssonar, Daglegt mál, hefur
náð miklum vinsældum, enda
gegnir hann ærnu hlutverki.
Verður honum vonandi haldið
áfram, þó að Árni hætti við
hann um sinn vegna annríkis.
Raunar mun vandfundinn
maður, sem geri eins vel og
Árni í þessu starfi, hvað þá
betur, en útvarpið getur samt
gert sér góðar vonir í því
efni. Málfræðingar okkar eru
margir prýðilega menntaðir
og snjallir kennarar.
FURÐULEG AFSTAÐA.
V
Steingrímur J. Þorsteinsson
prófessor vék að útvarps-
þætti þessum óbeinlínis á
slyngan hátt í fréttaauka
laugardagskvöld í vikunni, sem
leið, þegar hann afhenti Magn-
úsi ritstjóra Kjartanssyni móð-
urmálsverðlaunin, sem kennd
eru við Björn heitinn Jóns-
son. Var tilefni ummæla Stein-
gríms sú furða, að Árni
Böðvarsson hefur í útvarpsfyr-
irlestri verið sakaður um at-
vinnuróg vegna gagnrýni á
málfar blaðanna. Kastar þá
sannarlega tólfunum, þegar
blaðamenn bregðast þannig
við gagnrýni, sú stétt, sem
gerir sér hana að atvinnu.
Blaðamönnum ætti einmitt
að vera fagnaðarefni, að hóf-
samur kunnáttumaður eins og
Árni Böðvarsson leiðbeini
þeim og kenni. Þess er mikil
þörf. Blaðamannastéttin má
alls ekki bregðast illa við
slíkri gagnrýni og sízt af öllu
með fullyrðingum um atvinnu-
róg. Það er hlægilegur mál-
flutningur, sem sæmir ekki
ágætum mönnum.
ÁHRIFAMEIRI GAGN-
RÝNl.
Árni Böðvarsson hefur ver-
ið hófsamur og sanngjarn í
gagnrýni sinni. Eftirmaður
hans ætti að taka til athugun-
ar að gerast honum aðgangs-
harðari. Virðist mér í lagi á-
stæða að tilgreina blöðin, þeg-
ar tekin eru dæmi um mál-
villur eða smekkleysur. Þá
leikur enginn vafi á um til-
efnið. Þannig yrði gagnrýnin
tvímælalaust áhrifameiri.
Jafnframt ætti að færa út
kviar þessarar gagnrýni eða
kennslu með því að fjalla og
um málfar útvarpsins og þó
einkum sjónvarpsins. Einnig
þar er af ýmsu að taka, og
útvarpinu færist stórmann-
lega að gagnrýna sjálft sig um
leið og það agar dagblöðin og
tímaritin. Þá verður ekki
dregið í efa, að tilgangurinn
með gagnrýninni sé allt annar
og betri en atvinnurógurinn.
11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §