Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 8
 VEL HEI FÖR UM STÆRSTI viðburSui'inn í starfi ungra jafnaðarmanna í sumar var án efa hingaðkoma og dvöl ungmenna frá vestur-þýzku verkalýðssamtökunum ásamt samsvárandi iheimsókn 18 ungra jafnaðarmanna til Þýzkalands. Ákvarðanir um samstarf og skiptiheimsóknir vestur-þýzku verkalýðssamtakanna og SUJ voru teknar sumarið 1965 og í fyrra voru fyrstu dvalarferðirn- ar íarnar. Þóttu heimsóknirnar takast með þeim ágætum að á- kveðið var að halda þeim áfram með sama fyrirkomulagi og ver- ið hafði. ÖldungadeildarþingmaBur svarar hershöfÖingja: EFTIRFARANDI er útdráttur úr ræðu George McGovern öld- ungadeildarþingmanns demó- krata í Suður-Dakóta um „Lær- dóminn af Víetnam“, sem var til umræðu í öldungadeildinni 25. apríl 1967. Ræðan er skel- egg gagnrýni á aðgerðir Banda- ríkjastjórnar í Víetnam og kem ur fram með úrbætur eða end- urskoðun á stefnu stjórnarinnar þar. Hún sýnir líka, að Banda- ríkjamenn eru ekki sammála um gildi opinberrar stefnu í Ví- etnam og að mikilvægar stjórn- arstofnanir sem öldungadeildin, koma fram með ákveðna gagn- rýni á stefnu stjórnarinnar. Áður en ég hef ræðu mína um Víetnam, langar mig að benda á nokkur atriði, sem síðustu at- Æskan o g landið Málgagn S.UJ. Ritstjörar: Finnur T. Stefánssoit Of GuSlaugur Tryggvl Karlsson. VlEINAM-SRlÐSINS burðir hafa staðfest. í nokkur ár hafa ýmsir öldungadeildar- þingmenn varað við auknum hernaðaraðgerðum í Víetnam. Við höfum bent á, að auknar hernaðaraðgerðir þar af okkar hálfu myndu líka leiða til aukn- ingar frá hinni hliðinni og þann ig orsaka meira og mannskæð- ara stríð á meginlandi Asíu. — Þetta er einmitt það sem marg- ir okkar beztu hershöfðingjar hafa varað við í mörg ár. Spádómar og viðvaranir hers- höfðingja okkar og öldungadeild arþingmannanna hafa komið fram. Hinar glitrandi herlausn- ir stríðshaukanna hafa reynzt rangar. ★ Ekki fariff fram á endur- heimt hersins. Núna í örvæntingu sinni, reyna haukarnir að koma sök- inni af mistökum sínum á gagn- rýnendur sína. Ég ásaka ekki Westmoreland hershöfðingja fyr ir ræðu sína í New York, því að hann gerir að sjálfsögðu bæði það í New York og Víetnam, sem honum er sagt af yfirmanni sínum, forsetanum. Með því að reyna láta í það skína, að það sé óánægja í Bandaríkjunum, sem veldur því, að Víetnambúar halda áfram stríðinu, er stjórn- in aðeins að játa veikleika eig- in stefnu með því að reyna að þagga niður gagnrýni og flækja málið fyrir bandarísku þjóðinni. Það eru ekki áhrif óánægjunn ar á Hanoi, sem veldur stjórn- inni áhyggjum, það er sú stað- reynd, að gagnrýnendurnir hafa sýnt fram á ósamkvæmni, mis- færni og þar af leiðandi er vönt un á trausti á stjórnarstefnu. Stjórnin í Hanoi veit mjög vel, að Bandaríkin ætla ekki að gefast upp eða hætta þessu stríði. Hanoi veit líka mjög vel, að enginn bandarískur öldunga- deildarþingmaður hefur lagt til að Bandaríkin gæfust upp eða færu burt. Það sem við höfum farið fram á er, að stjórnin hætti að magna stríðið, að stjórnin hætti að senda fleiri og fleiri bandaríska herm. til þess að gera það, sem ætti aðeins að vera gert af Asíu búum. ★ Hvers vegna er barizt? Kommúnismi er afl, sem er gagnstætt bandarískum hug- myndum, en við mætum ekki áskorun þess, með því að neyða bandaríska lausn upp á fólk, sem er ennþá að leita síns eig in þjóðernis. Mao Tse-tung get- ur hafa sagt að „vald grói úr byssuhlaupi“ en það hefur ekki verið aðal uppspretta banda- rískra áhrifa í heiminum, og það mætir ekki aðal vandamáli fólksins í Ásíu. Eftir að við höf um talið hina föllnu — banda- ríska og frá Víetnam — og land. ið er lagt í eyði, komust við að raun um að engu marki er náð. Við berjumst ekki í Víetnam út af neinu sérstöku éfni, held ur berjumst við vegna hinnar mjög svo vafasömu ástæðu að þetta sé eina leiðin sóma okk ar vegna. Ef til* vill berjumst við einn ig til þess að bjarga atvinnu- sæmd þeirra, sem standa að stjórnaráætluninni. Þeir hafa lagt til röð af atriðum, sem hvert um sig virðist vera afmark að og unnið af kostgæfni, en í raun og veru kallar hvert um sig aukningu stríðsins. Við virðumst ætla að bjarga Víetnambúum frá Ho Chi Minh jafnvel þótt þeir falli sjálfir í valinn og land þeirra verði lagt í auðn. Listi af gagmrýni. Til þess að hjálpa við endur skoðun stjórnarstefnu okkar í Víetnam þá.getum við haft hlið sjón af eftirfarandi atriðum. • 1. Þeir sem ákveða stefnu okk ar í Víetnam hafa misfært at- burðarrásina, til þess að rétt- ismáli, líklega til þess að verja læta afskipti okkar af innanrík frjálsa þjóð gegn utanaðkom- andi afskiptum, en í raun réttri þá styjum við einræðishóp í Saigon gegn öðrum hóp studdum af einræðisstjórn í Norður Víet nam. 2. Án þess að vita af því er stjórn okkar að styrkja málstað kommúnista þótt hún vilji hefta hann. 3. Við biðjum munnlega um viðræður, meðan við í raun auk Framhald á bls. 15. í vor kom svo 20 manna hóp- ur frá vestur-þýzku verkalýðs- samtökunum og dvaldi hér um hálfs mánaðar skeið. Var farið með hópinn í kynnisferðir um Suðurland og nágrenni Reykja- víkur og haldnir fyrir hann fyr- irlestrar um land og þjóð, ís- lenzk stjórnmál og verkalýðs- mál. Þá var Þjóðverjunum gef- inn kostur á að kynnast íslenzku atvinnulífi og belztu stjórnar- stofnunum landsins. Var ekki annað að skilja á gestunum, en að þeim þætti förin góð og sýndu allir áhuga á að koma aftur. Svarheimsókn ungra jafnaðar- manna hófst þann 30. júlí. Svo sem fyrr segir voru 18 menn í hópnum og höfðu þeir skamma viðdvöl í Kaupmannahöfn áður en þeir komu til Hamborgar. í Hamborg var hópnum tekið tveimur höndum og kornið fyrir í vinalegu gistihúsi í einu út- hverfi borgarinnar. — Júrgen Zúhlsdorff, sem var helzti leið- sögumaður og hjálparhella ís- lendinganna, hélt þar fyrirlest- Á myndinni efst á síðunni sjást nokkrir þýzkalandsfaranna fyrir íutan hið skemmtilega sumardvalarheimili v. þýzku verkalýðssamtak- ranna í Lutjensee, en myndin hér að neðan er tekin í rútubílum, [sem notaður var til skoðunarferða um Vestur Berlín. g 11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.