Alþýðublaðið - 15.10.1967, Side 14

Alþýðublaðið - 15.10.1967, Side 14
14 Sunnudags Alþýðublaðið — 15. okt. 1967 V Sp.: Er þá ekkert sem getur ýtt við'yður? Til dæmis starf- ið? Sv.: Ég geri ekki annað en geispa nema rétt á meðan ég er fyrir framan kvikmyndavélarn- ar. Það er óskaplega leiðinlegt að leika í kvikmyndum. Það getur verið gaman að undirbúa kvikmynd, fá nýjar hugmyndir, ræða tilhögunina, ímynda sér hvernig þetta verði nú, o.s.frv. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. — Þurfa að hafa hjól. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sími 14900. 2/o herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 38336. MERKJASALA Blindravinafélags ísíands verður Sunnudaginn 15. okt. og hefst kl. 10 f.h. Sölubörn komið og seljið merkí til hjálpar blindum. Góð sölulaun. Merkin verða «ifhent í anddyri barnaskóla Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Merkið gildir sem happdrættismiði. BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS. Ingólfs-Café BINGÖ í dag kl. 3. aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826. Ingólfs-Café GömEu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Garðars leikur. Söngvari: Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. 1Eg hef ekki áhuga Frh. af 6. síðu. ur rnaður. Það er kannski ekki tóm leti, heldur fremur áhuga- leysi eða jafnvel sinnuleysi sem að mér gengur. Ég hef engan áhuga á þjóðfélaginu og vanda- málum heimsins. Ég vil helzt vera út af fyrir mig og fá frið. Ég er eigingjarn og lífsleiður, skortir hlýjar tilfinningar í garð annarra. En þegar takan sjálf byrjar er hún frámunalega lefðinleg og öll í molum. Sá eini sem fær einhverja skemmtun út úr því er leikstjórinn. Leikarinn gerir lítið annað en bíða og aftur bíða. Bíða meðan verið er að mála hann og snyrta, bíða með- an Ijósin eru stillt, bíða eftir töku næsta atriðis, bíða í það óendanlega. Níu klukkustundir af hverjum tíu fara í bið eftir einhverju. Ég hef lágan blóð- þrýsting, og þegar ég er setztur steinstofna ég venjulega í stóln- um þangað til ég er vakinn til að leika næsta atriði. Ef ég er vakandi geispa ég stöðugt. . Sp.: Hafið þér gaman af að lesa, hlusta á músik eða fara í bíó? Sv.: Nei, langt frá því. Ég les aldrei neitt, og músik hef ég ekkert vit á'. Ég fer aldrei í bíó, ég hef engan áhuga á kvikmynd- um. Ég sé ekki einu sinni þær sem ég leik sjálfur í. Þér haldið kannski að ég hafi séð „Ókunni maðurinn”? Nei, ekki aldeilis, nóg var að leika í myndinni, að ég þyrfti nú ekki að sjá hana líka. Sp.: Langar yður ekki að kynn- ast nýju fólki og sjá ný lönd? Sv.: Nei, nei, mig hryllir við tilhugsuninni. Ég vil helzt ekki umgangast neinn nema þá sem ég þekki vel. Það stafar af minni venjulegu eigingirni; það er þægilegra að umgangast kunn- ingja sína, ég veit hvernig ég á að koma fram við þá. Ég nenni ekki að kynnast fólki; það er þreytandi og veldur oft ein- hverjum vandræðum. Betra að hætta ekki á neitt. Ég þekki ekki einu sinni sjálfan mig, og meðan ég þekki ekki sjálfan mig hef ég enn minni löngun til að læra að þekkja aðra. Ég rífst aldrei við ncinn og mótmæli ekki neinu til að þurfa ekki að lenda í óþægindum. Ég hef eng- an áhuga á ferðalögum og lang- ar ekkert að sjá ný lönd. Ég ef þó hrifinn af New York. Þar þekkir mig enginn, ég get geng- ið um án þess að nokkur víki sér að mér eða glápi á mig. — Meðan ég var í New York hvarf ég í fjöldann og varð að engu; það átti vel við mig. Sp.: Hafið þér áhuga á kven- fólki? Sv.: Já, svona að vissu marki. Ég hef gaman af svolitlu daðri, en eftir það verð ég leiður á öllu saman. Ég verð leiður á hverri konu mjög fljótlega, og þess vegna geng ég aldrei of langt. Hálft skref nægir mér, augnatillit, smáleikur — síðan dreg ég mig í hlé. Sp.: Sem sagf: þér hafið ekki áhuga á nokkrum sköpuðum hlut undir sólunni? Sv.: Ég kann bezt við að liggja í leti og þurfa ekki að gera neitt. Ég veit vel, að ég ér dauð- yfli, en ég nenni ekki að reyna að breyta mér. Ég þekki mín takmörk og læt mér nægja að lifa innan þeirra. Stundum spyr ég sjálfan mig hvort ég þjáist af sjúklegu viljaleysi. Sp.: Og hverju svarið þér? Sv.: Ég hef ekki fundið neitt ákveðið svar við því. Að líkind- um er ég í hópi þeirra sem heldur vilja sitja við gluggann og horfa út en að blanda geði við annað fólk og lifa lífinu. Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu og reyni ekki að lifa lífinu, heldur læt það renna framhjá. Stundum berst ég með straumnum, en ég geri ekkert til að ýta mér áfram. Það er eins og ekkert komi mér við, ekkert geti sært mig eða valdið mér sorg. Ef kona spyr mig hvort ég elski hana segi ég allt af já. Ef ég segi nei, verður hún hrygg eða reið, fer að gráta og hver veit hvað. Það er miklu fyrirhafnarminna að skrökva en segja satt, borgar sig betur að vera kurteis en hreinskilinn. Og hvað gerir það svo sem til? Ann- að hvort gerist eitthvað eða ekk- ert, og mér stendur á sama. Ég vil ekki komast í uppnám, og ég get ekkí fundið til mikilla geðs- hræringa. Mín mesta ánægja er að líða vel líkamlega: borða, drekka, sofa, vera inni í hlýju þegar kalt er úti og í svalanum við sjóinn þegar heitt er, klæð- ast fallegum fötum, eiga falleg heimili en allt annað er mér hjartanlega sama um. Sp.: Þér eruð auðsjáanlega orðinn alveg eins og „ókunni maðurinn” sem þér voruð að leika í mynd Viseontis. Ég hef heyrt, að þér væruð mjög áhrifa- gjarn og mótuðust algerlega af persónuleika þeim sem þér eruð að túlka hverju sinni. Haldið þér að það væri ekki ráðlegra að fara að leika heldur jákvæðari persónur í framtíðinni? Sv.: Og yður dettur ekki í hug, að Visconti hafi valið mig til að leika þetta hlutverk einmitt vegna þess að ég eigi margt sam- eiginlegt með persónunni? Nei, nei, þér skuluð ekki halda, að ég sé neinn leikari. Hvorki í kvikmyndum né einkalífinu. Ég hefði átt að verða iðnaðarmaður, múrari eða trésmiður. Það er enginn að ætlast til, að múrarar séu hugmyndaríkir, fyndnir eða fullir af andríki, að þeir hafi sterkan persónuleika og fylgist með öllu sem er að gerast í heiminum. Þó er það á sinn hátt skapandi starf að hlaða einum múrsteini upp á annan þangað til úr því verður veggur. Traust- ur veggur er einlivers' virði, hann varir lengur en maðurinn. Kvikmynd er dægurfluga sem hverfur í gleymsku áður en leik- arinn deyr. Já, ég held, að ég hefði átt að verða múrari. Þá’ liefði ég sennilega getað orðið hamíngjusamur í lífinu. Hætt við Hagnar Framhald úr ojrnu. sem nú er nauðsynleg. Og ég held áfram að gefa út ný skáldverk; það er satt að segja meira í boöi af þeim en maður getur með nokkru móti annað. En mér finnst það knýjandi ástæða til að gefa út nýja bók, ef fram kemur ein- hver ádeila í henni. Og ég verð að efast um það að mörg þau verk sem hér hafa verið samin og gefin út á undanförnum árum hefðu nokkurn tíma birzt ef hér væri pólitískt einræði í bókaút- gáfu og öðru menningarstarfi. Listamenn eru þeir einu sem geta haldið í hemilinn á pólitík- usum, — maður sér það bezt i einræðislöndum þar sem slagur- inn stendur sí og æ við lista- menn. Og ég ætla að stuðla að því meðan ég get að menn geti rifið sig við náungann hér á landi, samið og birt það sem þeim býr í hug. — Ó. J. Úr heimi... Framhaid af bls. 7. köllum Vetrarbrautina mynd- ast stjömur ennþá úr geim- ryki. Það er gas, sem mynd- azt hefur er stjörnukerfi okk- ar varð til fyrir meira en 10 milljörðum ára. í nokkrum sólkerfum er ekkert slíkt geim ryk eftir og þar myndast eng- ar nýjar stjörnur. Hjarðhvötin virðist ennþá vara í geimnum. Stjömurnar safnast saman í það sem við köllum stjörnukerfi og vetrar- braut okkar hefur að geyma um 200 mílljarða sólna og hef ur þvermál, sem nemur 100 þús. ljósárum. í himingeimnum m‘á finna þrjá meginflokka sólkerfa. — Um það bil 80% eru. af sömu tegund og okkar sólkerfi, þ. e. a. s. hvirfing með miðdepíí til hliðar rið tvær eða fleiri hvrfingahvíslir, sem saman- standa af stjörniiin og geim- ryki. Sautján prósent eru spor- laga eða kúlumynduð og sam- anstanda einkum af stjörnum, en litlu geimrvki. Stjörnurnar liggja þéttar saman og stjörnu kerfin eru stærri og skýrari og sjást þar af 'eiðandi betur en hvirfingamar. — Þrið.ji flokk- urinn er óreglulegur eða skýja sóikerfi sem innihalda mikið magn af geimryki. Vjsindagreinin, sem miðar að því að uþplýsa upp'haf, þró un og endalok alheimsins, er ennþá ung að árum. Athuganir sem nú eru gerð- ar á eðli, leiða í Ijós að eitt sinn var geysistórt ský er sam anstóð af geimryki. Ský þetta þjappaðist saman fyrir til- verknað þyngdaraflsins. Þar sem rykið var þéttast mynduð ust stjörnurnar fyrst. Margar þeirra voru bláar risastjörnur me/ skamma tilveru. Eftir að hvirfingahvísliinar fylltust af stjörnum, byrjuðu þær að þrýsta sér æ meira saman. — 'Geimrykið gekk til þurrðar. Efnið hafði myndað st.iörnur. Að lokum lítur sólkerfið út | sem flöt, þunn pönnukaka með sporlaga, miðdepli. Allt þetta er samansafn gamalla, rauðra stjarna, sem nálgast endalok sín. ANDLIISBOÐ KVÖLD- SNYRTING DIATERMI HAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðingur. Hlégerði 14, Kópavogi. Sími 40613.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.