Alþýðublaðið - 19.10.1967, Side 2

Alþýðublaðið - 19.10.1967, Side 2
Landbúnaðarráöherra Danmerku r í Verzlun í Reykjavík. Hagkvæmast fyrir Island aö kaupa dönsk epli Segir ráð- herrann LANDBUNAÐARRADHERRA Danmerkur, Christian Thomsen, er nú staddur hér á landi. Ráð- iierrann kom hingað til lands síð- astliðinn þriðjudag í tilefni kynn ingarinnar á dönskum eplum, sem getið er hér annars staðar í hlað inu í dag. Ráðherrann hélt fund með blaðamönnum í gærdag. Thomsen kvaðst hafa heimsótt mörg Evr- •ópulönd, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann ætti þess kost að heimsækja ísland. — Hann kvaðst fyrst hafa fengið áhuga á islandi fyrir mörgum árum, er hann starfaði við trjáraektarstöð í Danmörku.. Ráðherrann sagði, að eplafram leiðsla væri ört vaxandi atvinnu- vegur í heimalandi sínu. Nú væri eplaframleiðslan orðin svo mikil, að mikilvægt væri að afia henni markaðs erlendis. Þegar væri út flutningur danskra epla orðinn töluvert mikill til hinna ýmsu Evrópuianda, en mestur væri hann til Austur-Þýzkalands. Með- al helztu viðskiptavina okkar á þessu sviði að undanteknum A,- Þjóðverjum eru Finnar, Svíar, Norðmenn, Englendingar og Vest ur-Þjóðverjar, sagði ráðherrann. Ráðherrann kvað iþað mjög heppilegt, að hinar Norðurlanda- þjóðirnar flyttu einmitt inn epli frá Danmörku fremur en frá öðr- um löndum, þar eð nálægð og auðveldir flutningar tryggðu, að varan yrði ódýr. Ennfremur sagði ráðherrann, að dönsku eplin hafi verið auglýst Ljósaskilti sett a I kvöld 19/10 verður fjögur þús- undasta leiksýningin í Þjóðleik- húsinu. Af því tilefni hefur ver- ið sett upp ljósaskilti á skyggnið yfir tröppum leikhússins „Þjóð- leikhúsið, 4000. sýning. Hornakór all“, en sýningar hefjast aftur á söngleiknum Hornakórallinn þetta kvöld. Einnig verður talan 4000 mörkuð með blysum á skygni Þjóð leikhússins og verður kveikt á blysunum áður en sýning hefst kl. 20.00. Lengd stafanna, sem marka töluna 4000 er einn metri. Fyrirhugað er að Ijósaskiltið standi framvegis á skyggni leik- hússin og sýni með Ijósum hvað sýning er dag hvern í leikhúsinu. Eins og fyrr segir hefjast sýn- ingar aftur á Hornakóralnum í kvöld. Leikurinn var frumsýndur seint á sl. leikári og urðu sýning- ar á leiknum þá alls sjö. Leikrit ið hlaut mjög lofsamlega dóma hjá öllum gagnrýnendum og þyk ir nýstárlegt og skemmtilegt leik húsverk. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en höfundar eru: Oddur Björns- son, Leifur Þórarinsson og Krist- ján Ámason. í ýmsum löndum Evrópu. Til dæm is hafi áður verið efnt til svipaðr- ar eplaviku og hér er efnt tii nú. Var það í Finnlandi árið 1963. Sagði ráðherrann, að áfram yrði haldið að afla markaða fyrir danska eplaframleiöslu erlendis, enda væri heildarframleiðsia á epium orðin 100 þús. tonn á ári. Landbúnaðarmálaráðherra Dan merkur vék einnig nokkuð að landbúnaðarmálum eins og þau snúa gagnvart Dönum. — Hann sagöi, að tveir þriðju hiutar allra danskra landbúnaðarafurða væru útfiutningsvörur. — Síðan Danir gerðust aðilar að EFTA hafi land búnaðurinn átt við ýmsa erfið- leika að stríða. Sagði ráðherrann, að erfiðleikapa mætti rekja til hins háa verðs, sem. væri á land búnaðarafurðum á markaðssvæð- inu. Þess vegna hafi Danir þurft að breyta að nokkru um stefnu í landbúnaðawnálum til aS bæta samkeppnisaðstöðu sina innan landbúnaðarmarkaðarins i Vestur Evrópu. Ráðherrann mun ræða við ís- lenzka ráðherra áður en hann fer utan, en þó er ekki um að ræða neinar formlegar viðræður. Ráð- herrann mun fara utan n. k. föstudag. IÐJA MÓT- MÆLIR FUNDUR haldinn í stjóm Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja- vík miðvikudaginn 18. október 1967, mótmælir þeim efnahagsráð- Framhaid á 15. síðu. 2 19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI9 Eplaræktin vex í Danmörku DANIR skipa nú orðið allháan sess meðal eplaframleiðenda í Vestur-Evrópu. Síðustu ciaga hafa Danir kynnt þessa framleiðslu- vöru sína hérlendis á hinni svo kölluðu eplaviku. Hefur verið efnt til sýnikennslu á matreiðslu epla að Hallveigar- stöðum í Reykjavík. Sýnikennsla þessi hefur verið fjölsótt af reyk- vískum húsmæðrum. Hersteinn Pálsson tjáði blaðinu í gær, að kynningin hafi gengið miklu betur en ráð var fyrir gert. Til að nefna hafi upphaflega ver ið fjölritaðar 1000 uppskriftir á hinum ýmsu eplaréttum fyrlr hús mæður, sem tækju þátt í sýni- kennslunni. Þetta upplag hafi hins vegar hvergi dugað og því hafl orðið að fjölrita uppskrift- irnar í mun stærra upplagi til að anna eftirspurn. Hersteinn sagði ennfremur, að sífelld bið- röð hafi verið við Hallveigarstaði síðan sýnikennslan hófst. Danir vilja nú vekja athygli ís- lendinga á kostum danskra epla í þeim tilgangi að auka hlutdeild sína í eplasölu til íslands. Hingað til hafa Danir flutt mjög lítið af eplaframleiðslu sinni hingað til lands. íslendingar fluttu inn 2000 lestir af eplum frá útlöndum á síðasta ári, en af því magni voru aðeins 146 lestir fluttar inn frá Danmörku. Danir telja, að þeir geti flutt taisvert meira magn af eplum til íslands en þeir hafi hingað til gert. Þeir segja, að aðstaða ís- lendinga til viðskipta við Dani sé á margan hátt mun heppilegri en við aðrar þjóðir. Danir geti boðið epli á lægra verði en aðr- að þjóðir, skipaferðir séu tíðari milli íslands og Danmerkur en nokkurs annars lands, sem selur íslendingum epli, ennfremur séu flutningsgjöld á milli landanna mjög hagstæð. í upplýsingapésa, sem dagblöð- in hafa fengið, en gefinn er út til kynningar á dönskum eplum, segir að dönskum eplaræktarmönn um hafi tekizt að rækta á síðustu árum eplategundir, sem áður þekktust ekki í Danmörku. Epla- rækt væri orðin ört vaxandi at- vinnuvegur þar í landi. Ennfremur segir í pésanum: „Fjölmargir Danir rækta epli til heimilisneyzlu, en undanfarinn mannsaldur hefur eplarækt orð- ið að sjálfstæðum atvinnuvegi þar í landi, og fer mikilvægi hans ört vaxandi. Eru margvíslegar á- stæður fyrir því skjóta gengi, sem pessi atvinnuvegur hefur átt að fagna, svo að hann er orðinn ár- viss þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Meðal annars er sú staðreynd, að sökum þess að dansk ir eplaræktendur hafa farið nokk uð seint og hægt af stað, hafa þeir getað hagnýtt sér reynslu annarra. Þeir hafa getað tileink að sér fullkomnar ræktunarað- ferðir og varnir gegn alls konar sjúkdómum og skaðlegum skor- dýrum, sem hrjáð hafa eplarækt með öðrum þjóðum. í pésanum kemur ennfremur fram, að mat á ávöxtum sé mjög strangt hjá Dönum, en það hafi leitt til þess, að þeir hafi getað aflað sér markaðs beggja megin járntjalds og sömuleiðis í báð- um markaðsbandalögunum. TÆKNIFRÆÐINGAR RÆÐA UM NÝJA VINNUAÐFERÐ VETRARSTARF Tæknifræðinga- félags íslands er nú um það bil að hefjast, og verður fyrsti fyrir- lestrarfundur félagsins haldinn í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 8,30. Umræðueíni fundarins verður hið svonefnda C. P. M.-kerfi eða Critiral Path Method, eins og það nefnist á ensku. Þessi vinnuaðferð er meðal annars viðhöfð við fram- kvæmdir í Breiðholtshverfi, sem nú er unnið við af kappi. Fyrlr- lesari verður Egill Skúli Ingibergs son verkfræðingur. Aðalfundur félagsins var ný- lega haldinn að Hótel Sögu, og flutti formaður, Jón Sveinsson, skýrslu stjórnar um störf félags- ins á liðnu ári. Eitt helzta málið, sem stjórnin hafði til meðferðar, var formleg umsókn um aðild að heildarsamtökum tæknifræðinga á Norðurlöndum, „Nordisk Ingen- iörsamfundet", sem aðsetur hef- ur í Stokkhólmi. Einnig gat for- maður þess, að félagsmenn væru nú orðnir 160, og hefur þeim fjölg að um rúmlega 100 síðan 1960. Þá ber þess og að geta, að á ár- inu var hafizt handa um útgáfu á félagsbréfi, sem nefnist „Tæknl fræðingurinn“. Á síðasta starfsári voru haldn- ir fjórir almennir féiagsfundir, þar sem fengnir voru fyrirlesar- ar til erindaflutnings. Þóttu þess- ir fundir vel takast, og verður því strax hafizt handa, þar sem frá var horfið, á þeím fundi, sem haldinn verður í kvöld. Aðalstjórn félagsins var öli endurkosin, og skipa hana nú eft irtaldir menn: Formaður, Jón Sveinsson, véltæknifræðingur, og meðstjórnendur Jónas Guðlaugs- son, rafmagnstæknifræðingur Steinar Steinsson véitækni- fræðingur, Baldur Helgason. rafmagnstæknifræðingur, Ásgeir Höskuldsson rafmagnstæknifræð- ingur, Hreinn Jónasson rafmagns tæknifræðingur og Ágúst Karls- son rafmagnstæknifræðingur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.