Alþýðublaðið - 19.10.1967, Síða 3
Ríkissjóður gefur út
verðtryggð spariskírteini
FJÁRMÁLARÁBHERRA hefur
ákveðið að nota lagaheimild frá
s.l. vori til útgáfu verðbréfaláns
að fjárhæð 25 millj. króna. Verða
skuldabréf lánsins í formi spari-
skirteina með sama sniði og verið
hefur. Hefst sala skírteinanna n.k.
föstudag, 20. þ. m.
Ávöxtun fjár í formi verðbréfa
eignar hefur, eins og kunnugt er,
ekki verið almenn hér á landi.
Eru margar ástæður fyrir þessu,
m. a. fastheldni í eldri form og að
verðtryggð verðbréf hafa ekki ver
ið fyrir hendi.
Veigamikil þáttaskil í þessu
efni áttu sér stað árið 1964, er
fyrsta spariskírteinaútgáfa ríkis-
sjóðs fór fram. Hefur' mörgum
lengi verið ljóst, hve brýn þörf
er á því að kynna almenningi
kosti verðbréfaeignar og hve.æski
legt er að koma á kaupþingsvið
skiptum og opinberri skráningu á
vaxta og hlutabréfum. Er hér um
að ræða fyrsta spor í þessa átt.
Jafnframt er það almennt viður-
kennt, að eðlilegt ér, að aflað sé
lánsfjár til ríkisrekstrar og fram
kvæmda á vegum hins opinbera
með almennri verðbréfasölu. Má
benda á í þessu sambandi, hve
verðbréfaeign í höndum almenn-
ings hérlendis er lítil miðað við
mót var heildarinnlánsfé við
heildarsparifjáreign. Um s.l. ára-
banka og sparisjóði rúmlega 9000
millj. króna, þar af innstæður á
sparisjóðsreikningum 7100 millj.
króna. Til samanburðar má geta
þess, að spariskírteinaútgáfur rík-
issjóðs frá 1964, sem nú eru orðn
ar 7 talsins, nema samtals 325
millj. króna.
Það er aðalforsenda þess að
koma á almennri verðbréfaeign á
verðbreytingatímum, að í boði séu
FerÖaskattur,
námsmenn
og sjúklingar
ÝMSIR hafa bent á, að ferða-
skatturinn væntanlegi muni
koma óþægilega við námsmenn
og sjúltlinga, sem þurfa að
fara milli landa. Er ekki gert
ráð fyrir undanþágu fyrir
þessa aðila eða neina aðra í
frumvarpinu, sem nú er fyrir
Alþingi.
Þessir aðilar gleymdust þó
ekki. Er ætlun ríkisstjórnar-
innar að bæta þessum aðilum
skattinn á annan hátt frekar
en að byrja að gera undantckn
ingar. Á fjárlagafruœvarpinu
er gert ráð fyrir hækkun til
námsmanna, sem hljóta náms-
lán eða styrki og einnig er þar
gert ráð fyrir fé til sjúklinga,
er þurfa að fara til útjanda,
og þar er einnig gert ráð fyrir
að bæta þeim skattinn.
verðbréf, sem rýrna ekki í verði,
séu með hagstæðum vöxtum og
ekki bundin til of langs tíma. —
Segja má, að spariskírteini ríkis-
sjóðs séu búin öllum þessum kost
um, enda hefur þeim verið vel
tekið af almenningi.
Verður hér á eftir gerð grein
fyrir kjörum og efni spariskír-
teina ríkissjóðs, sem nú eru til
sölu.
Það, sem gerir spariskírteinin
sérstaklega eftirsóknarverð, er að-
allega þetta:
— Þau eru verðtryggð
— Þau eru innleysanleg, hve-
nær sem er eftir þrjú ár,
—• Vextir eru hagstæðir og höf
uðstóll tvöfaldast með vöxt-
um á 12 árum og eru bá
verðbætur ekki meðtaldar.
— skírteini eru skatt- og fram
talsfrjáls
— bréfastærðir eru hentugar
Verður nú gerð nánari grein fyr
ir ofangreindum artiðum:
1. Verðtrygging:
Þegar skírteinin eru innleysí,
endurgreiðist höfuðstóll, vextir og
vaxtavextir með fullri vísitöluupp
bót, sem miðast við hækkun bygg
ingarvísitölu frá útgáfudegj til
hlutaðeigandi innlausnargjalda.
'Þetta gefur skírteinunum sama ör
yggi gegn .hugsanlegum verðhækk
unum og um fasteign væri að
ræða. Hins vegar hljóta spariskír-
teinin í mörgum tilfellum að vera
miklu heppilegri fjárfesting, þar
sem þeim fylgja hvorki fyrirhöfn !
né áhyggjur og eru skatt- og fram j
talsfrjáls. F*ns og stendur eru
spariskírteinin eina verðtryggða
sparnaðarformið, sem fyrir hendi
er.
2. Innleysanleg eftir þrjú ár.
Eigandi skírteina getur hvenær
sem er, að þremur árum liðnum
frá útgáfu, fengið skírteini sín
innleyst að fullu. Það fé, sem í
skírteinin er lagt verður því að-
eins bundið til skamms tíma, ef
eigandi skyldi þurfa á andvirði
þeirra að halda. Skírteini eru
ekki innleyst að hluta. Hins vegar
skiptir Seðlabankinn stærri bréfa
stærðum í minni bréf, sem getur
Frh. á 14. síðu. ‘
m ER VAT
GUFA A VENU
Hitinn í gufuhvolfinu er 40-280 gráður
SOVÉZKA geimfarið Venus 4
lenti snemma í gærmorgTm
mjúkri lendingu á reikistjörnunni
Venusi. Hafði geimfarið þá ver-
ið 128 sólarhringa á leiðinni og
lagt að baki u. þ. b. 350.000.000
km. Tók það þegar að senda út
vísindalegar upplýsingar um and
rúmsloft reikistjörnunnar.
Fyrstu tilkynningarnar um að
lendingin hefði tekizt vel komu
átta klst. eftir að sendistöðin, sem
hafði losnað frá geimfarinu og
fallið niður í sérstakri fallhlíf,
kom niður á yfirborð Venusar.
Þar með var málmskjöldur með
skjaldarmerki Ráðsfcjórnarríkj-
anna í annað sinn kominn til
Venusar.
Venus 4 kom inn í andrúmsloft
reikistjörnunnar kl. 3.30 í gær-
morgun og lenti skömmu síðar. í
upplýsingum, sem Venus 4 sendi
frá sér sagði m. a., að hitinn í
liinu óþekkta andrúmslofti væri
40—280° C og loftþrýstingur um
15 loftþyngdir.
Samkvæmt mælingum gerfi-
tunglsins er andrúmsloftið að
mestu leyti koldíoxíð, en þar að
i auki finnst dálítið af vatnsefni
og gufu eitthvað um það bil 1,5
prósent af andrúmsloftinu. — Á
hinn bóginn virðist ekki neitt
köfnunarefni finnast.
Sovézkar sjónvarps- og útvarps
stöðvar gerðu hlé á útsendingum
sínum til þess að segja hin miklu
tíðindi og síöan voru þau endur-
tekin við og við með stuttu milli-
bili.
Rannsóknartæki gervitunglsins
unnu stöðugt í tæpar 2 klst. að
því að rannsaka yfirborðið og loft
ið umhverfis og senda upplýsing-
ar tU rannsóknastöðva á jörðu
niðri.
Venus 4 var sendur á loft frá
sovézkri eldflaugastöð þann 12j,
júní s. 1. og aUtaf síðan meðau
á ferðinni gegnum geiminn stí\
hefur hann sent þýðingarmiklar
upplýsingar um eiginleika himin-
geimsns. Þegar geimfarið tók að
nálgast Venus tUkynnti það að
ekki væri um að ræða neitt seg-
ulsvið effa gedslasviðl umhverfis
reikistjörnuna. Hins vegar varð
vart við vatnsefniseim, þegar
geimfarið seig gegnum andrúms-
Ioft stjörnunnar niður á yfirborð
ið.
Sovézkir talsmenn fullyrtu, að
hér væri um að ræða þýðingar-
mikið spor í rannsókn plánetanna
í sólkerfi okkar. — Rússneski
geimfarinn Pavel Popvitsn sagöi,
að þessi nýi áfangi gerffi hanir
vongóffan um að takast mætti að
fullrannsaka sólkerfi okkar áður
en þessi kynslóð fellur frá.
Rússar hafa gert þrjár aðrar
tilraunir tU þess að koina geim-
fari tU Venusar. I'rí fyrsta var
skotið á loft 12. febrúar 1961, en
það fór aUangt fram hjá skot-
markinu og sania var að segja
xmi Venus 2. Þriðja geimfarið
hitti Venus, en brotnaði í spón
við lendinguna þó cftir að hafa
komið fyrir málmplötu með skjald
armerki Ráðstjórnarríkjanna.
Venus er sú reikistjarna, sem
liggur næst jörðu. í 300 ár hafa
stjörnufræffingar reynt að ákveða
snúningstíma stjörnunnar, en
jafnan án árangurs enda er hún
umvafin þykku þokukenndu and-
rúmslofti. Loksins, þegar radar-
inn hafffi komið tU sögunnar tókst
að reikna út, að dagurinn á Ven-
usi er 243 jarðardagar.
NÓBEISVERÐLAUNIN í LÆKNISFRÆÐI
VEITT FYRIR RANNSÓKNIR Á SJÓNINNI
Stokkliólmi 18. okt. (ntb-rt).
NÓBELSVERBLAUNUM í lækn-
isfræffi var úthlutað í gær til
tveggja bandarískra og eins
finnsks vísindamanns. Fá þeir aU-
ir verfflaunin fyrir rannsóknir á
sjóninni frá efnafræðilegu og líf-
eðlisfræðilegu sjónarmiði.
Þrímenningarnir heita: Ragnar
ÞING BREZKRA
ÍHALDSMANNA
Brighton 18. 10. (ntb-reuter)
ÍHALDSFLOKKURINN brezki
hóf landsþing sitt í borginni Brigh
ton í gær.
Formaður flokiksins, Anthony
Barber, setti þingið og minntist
strax á það mál, sem flokksmeð-
limir hafa mestar áhyggjur út af,
en það eru stöðugt minnkandi vin
sældir Edwards Heaths, Ieiðtoga
flokksins, innan flokksins.
Heath sat rólegur í sæti sinu,
þegar Barber lagði áherzlu á að
þetta mál yrði tekið til rækilegr-
ar íhugunar á þinginu, jafnvel
þótt það kynni að vera óþægilegt
fyrir Heath, Barber lýsti því yfir,
að hann teldi Heath hafa gefið
flokknum virðingarbrag, sem
Frh. á 14. síðu.
Granit, sem er fæddur Finni, en
býr nú í Stokkhólmi og Banda-
ríkjamennirnir Haldan K. Ilart-
hann. — Hartline er góður kunn-
hafa starfað til skiptis í New
York og Cambridge, Massaehus-
etts.
Granit, sem starfar við læknis-
fræðilega rannsóknarstofu í
Stokkhólmi, var staddur í Oxford
sem gestur, þegar hann fékk hin
óvæntu tíðindi. — Ég get ekki
lýst undrun minni og gleði, sagði
ann. — Hartline er góður kunn-
ingi minn og við höfum unnið
mikið sáman. Ég er mjög ánægð-
ur með að deila verðlaununum
með honum.
Á rannsóknarstofunni í Cam-
toridge í Massacusetts, þar sem
George Wald vinnur, var tíðind-
unum fagnað með því að drekka
kampavín úr tilraunaglösum. —
„Ég er orðlaus," var það eina
sem hann gat sagt.
— Þær upplýsingar, sem Nóbels
verðlaunahafarnir í ár hafa unn-
ið með rannsóknarstörfum sínum
leysa mölrg vandamál varðandi
ýmiss konar sjónskynjanir. Þær
fjalla m. a. um það hvernig sjón-
frumurnar í auganu taka til
starfa og hvernig tooð berast frá
þeim til heilans og gefa okkur
nýja vitneskju um ihina lífeðlis-
fræðilegu hlið þess, sem gerist
í auganu, er það mætir ljósi af
ýmsum styrkleika, lit og lögun.
Uppgötvanir iþeirra félaga hafa
einnig leitt til enn frekari til-
rauna og athugana og valdið því,
að í stað hugmynda og ágizkana
hafa komið staðreyndir, segir í
tilnefningarskjali karolinska
sjúkrahússins, en það hefur út-
nefningu Nóbelsverðlaunahafa í
læknisfræði á hendi.
Vandi sjávar-
útvegsins
óleystur
FRÁ Landssambandi íslenzkra
útvegsmanna hefur Alþýðublað-
inu borizt:
. í tilefni af samþykkt Sjómanna
sambands íslands um efnahags-
mál, sem birt var nýlega, vill
Framhald á 15. síffu.
19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐTÐ 3