Alþýðublaðið - 19.10.1967, Side 4
wmwM)
Rltstjórl: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingaslml:
14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið viö Hverfisgötu, Rvik. — PrentsmiOja
AlþýOublattslns. Simi 14905. — Askriítargjald kr. 105.00. — 1 lausa*
sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandi: AlþýOuflokkurinn.
Atvinnan tyrir öllu
VERKALÝÐSFÉLÖG senda nú hvert af öðru frá
sér mótmæli gegn þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórn-
in hefur gert í efnahagsmálum. Þetta er eðlilegt. Ráð-
stafanirnar koma við alla landsmenn og óneitanlega
þungt við stærri heimilin. Það er hlutverk verkalýðs
félaganna að standa á verði í þessum efnum og knýja
ríkisvaldið til þeirra aðgerða, sem eru félagsfólkinu
hagstæðastar á hverjum tíma.
Það er athyglisvert við þessi mótmæli, að svo tii
allir viðurkenna, að vandinn sé geigvænlegur og
grípa verði til aðgerða. Deilan er aðeins um, hvernig
þær aðgerðir eigi að vera. Þar sem ríkisstjórnin hef-
nr nú auglýst eftir tiliögum um aðrar ráðstafanir,
sem væru léttbærari almenningi, er enn tækifæri til
að kanna, hvort slíkar leiðir finnast. Alþýðuflokkur-
inn er hlynntur því, að þetta sé vandlega athugað.
Það er rétt, að ríkisstjórnin tók ekki upp samninga
við verkalýðshreyfinguna um lausn á fjárhagsvand-
ræðum ríkissjóðs á næsta ári. Er raunar hæpið að
ætla verkalýðssamtökunum að gerast beinir aðilar að
slíku máli í heild, en þau eiga að einbeita sér að
þeim atriðum, sem beinlínis snerta umbjóðendur
þeirra. Til þess gefst enn tækifæri og ber að vona,
að unnt reynist að létta eitthvað byrðarnar á þeim,
sem sízt geta borið þær.
Því betur sem menn athuga vandamálið í heild, því
ljósara verður, að ríkisstjórnin valdi einu heildar-
stefnuna, sem hugsanleg var eins og á stóð. Það var
■ekki hægt að gera minna á þessu stigi, og getur raun-
ar enginn fullyrt, að ekki verði þörf frekari ráðstaf-
ana síðar í vetur, þegar staða sjávarútvegsins verð-
ur Ijósari en hún er í dag.
í umræðum á Alþingi lýsti forsætisráðherra því
yfir, að það væri grundvallaratriði í stefnu ríkis-
stjómarinnar að forðast atvinnuleysi. Þessari hlið mál
anna verður nú að gefa meiri gaum, því víða hefur
'atvinna ekki aðeins minnkað verulega, heldur jaðrar
við atv irmuleysi. Sums staðar bitna vandræði eins
frystihúss á heilu byggðarlagi, þannig að það ná-
lega larr>ast, og samdráttur í einum eða tveim iðngrein
um, til dæmis skipasmíði, getur haft alvarleg áhrif
á afkomu heilla bæja. Verður sýnilega að beina fjár-
magni í ríkara mæli til ýmissa atvinnugreina til að
vega upp á móti því tjóni, sem verðhrunið gerir í ein-
stökum greínum og byggðum.
Framurr’an er alhliða barátta við mestu erfiðleika,
sem þióðin hefur orðið fyrir síðan í byrjun heims-
kreppu^nar. Nú verða allir að sýna ábyrgð og dreng-
lund og leggja sig fram um farsaélustu lausn málanna.
4 19. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞAU ERU KOMIN - DONSKU EPLIN
MEÐ BROSI SAFA OG ANGAM
LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT
AÐ SUMARAUKANUM
HANN ER í NÆSTU BÚÐ, SEM HEFUR
DÖNSKU EPLIN TIL SÖLU.
krossgötum
★ ÍSLENZKAR JURTIR.
Á íslandi vaxa um 430 tegundir
jurta auk slæðinga, sem sumir hverjir eiga
sjálfsagt eftir að ílendast hér og vinna sér þegn-
rétt í gróðurríkinu. Þar við bætast svo garðjurt-
irnar og stofublómin og er tala þeirra legíó. —
Grasafræðiáhugi margra er að mestu bundinn
við skrautjurtimar, nær oft ekki út fyrir stofuna
eða garðinn og jafnvel varla það. Hinir eru þó
líklega fleiri, sem hafa meiri eða minni áhuga
á gróðurfari og jurtalífi landsins yfirleitt, enda
eiga þar margir hagsmuna að gæta, t. d. flestir,
sem landbúnað stunda eða vinna að ræktunar-
málum. Hingað til hafa fáir íslendingar lagt stund
á grasafræðinám umfram það sem almennt er
krafizt til að ná prófi í skólum. Þó eigum við
nokkra vel menntaða grasafræðinga og á þeim
hvíla allar meiriháttar grasafræðiranlnsóknir
iandsins. En þetta er svo lítill hópur, að þótt hver
þeirra væri fjögurra manna maki að afköstum og
vel það, þá myndi margt verkefnið, sem leysa
þarf, verða út undan eða dragast á ianginn.
Þó er stöðugt unnið að gróður-
rannsóknum, m. a. hefur undanfarin ár farið fram
athugun á útbreiðslu háfjallaplantna, og hefur
Eyþór Einarsson, grasafræðingur, einkum haft
það starf með höndum. Þetta er seinunnið verk
og tímafrekt, enda kemur einungis hásumartím-
inn til greina við gróðurathuganir á fjöllum.
Samt hefur ýmislegt athyglisvert komið i ljós. T.
d. hefur nú fengizt örugg vitneskja um, að jurtir
vaxa hér mun hærra yfir sjó en til skamms tíma
var ætlað eða í ríflega 1600 m. hæð.
★ ATHUGANIR Á EYJA-
FLÓRUNNI.
Dálítið hefur líka verið um
gróðurathuganir við sjávarsíðuna, en þar er þö
margt ógert eða skammt, á veg komfð. Hef ég
þá sérstaklega eyjarnar í huga. Rannsóknir hafa
að vísu farið fram á einstökum eyjum, þó fáum,
en engar heildarathuganir á eyjaflórunni hafa
átt sér stað. Mikið er af eyjum og hólmum með-
frpm ströndum la'ndsins, sem kunnugt er, á
Breiðafirði einum munu t. d. finnast á þriðja
þúsund eyjar með einhverjum landgróðri. 1 flest-
ar þessara eyja hefur aldrei grasafræðingur
komið, hvað þá að fylgzt hafi verið með gróður-
farsbreytingum, sem þar kunna að hafa orðið.
Þarna kynni ýmisiegt íróðlegt að koma í ljós, e£
að væri gáð. Til marks um það má nefna, að
Framhald á bls. 15.