Alþýðublaðið - 19.10.1967, Side 10

Alþýðublaðið - 19.10.1967, Side 10
■ ■ ■ SÁ SEM SVEILANA Framhald ur opnu. elskendur þar. Svetlana var unga drottningin, ég var Don Alíonso, hinn lánlausi elskhugi. En John Gilbert dó, og Greta Garbo fór í útlegð í myndinni. Aftur á móti teysti Stalín vanda mál 'ástar okkar Svetlönu á ein- faldari og órómantískari hátt: hann sendi mig í fimm ára fanga búðavist og gaf dóttur sinni tvo duglega löðrunga". Kapler gaf Svetlönu bækur og grammófónplötur, hann kom henni í kynni við verk ýmissa bandarískra forboðinna höfunda (hún las Hemingway £tf sérstascri ánægju), þau fóru saman á söfn, 1 leikhús og bíó. Þau sáu dans- og söngvamyndir með Gingers Rogers og Fred Astaire og teikni ■myndir Walt Disneys sem Svet- lana varð hugfangin af; hún elsk aði ævintýri og þjóðsögur. Kapl er kallaði hana Svetu, og hú?i kallaði hann Lyusia. Hvorugt þeirra gerði sér grein fyrir hættunni sem þau stofn- uðu sér í með samdrætti sín- um. Vassilí hjálpaði þeim að hittast á laun, Lyusia fór að sækja Svetu í skólann, faldi rig milli húsa þangað til hún kom út, og leynilögreglumaðurinn fylgdi þeim eftir eins þögull skuggi. Þau hringdu hvort til annars og skrifuðust á, en "Vissu ekki, að hlustað var á símtölin, afrit tekin af bréfunum og skýrsl ur skrifaðar sem Stalín las vand lega. Dag einn fékk Kapler skipun um að fara þegar í stað burt frá Moskvu og láta ekki sjá sig þar næstu órin. Það voru fyrir- mæli frá æðstu stöðvum. En hann virti þau að vettugi. „Hvers vegna?“ segir hann nú. „Ja, ég veit ekki. Ég var uppreisnargjarn að eðlisfari, og kannski gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því, að Stalín var ekki maður sem óhætt var að óhlýðn- ast. Við Sveta vissum að sam- band okkar var orðið vonlaust, samt höfðum við ekki sálarstyrk til að slíta þvi. Ég leit ekki á mig sem neinn ævintýraprins, en ég vissi, að hún þurfti á mér að halda, og ég vildi ekki yfirgefa hana. Hún var einmana; ég hef aldrei þekkt neina manneskju jafn einmana og hana. „Við ákváðum að slíta sam- bandi okkar og gerðum það um tíma. En svo gátum við ekki haldið það út og byrjuðum aft- ur að hittast. Þetta hljómar eins og löng saga, en í rauninni var fyrsti kaflinn stuttur. Á endan- um sáum við, að við gátum ekki haldið svona áfram. Svetlana var orðin seytján ára, en hún var eins og fangi föður síns. Við hittumst í seinasta sinni í íbúð Vassilís. Það „gerðist1 ekkert — ■ekkert sem við þurftum að skammast okkar fyrir. Bara koss, ekkert meira. Við töluðum lengi saman, og leynilögreglu- maðurinn sýndi okkur þá vin- semd að leyfa okkur að vera í einrúmi. Loks kvöddumst við — það voru sársaukafullar kveðj- ur. Við vissum ekki, að það var njósnað um okkur og erindrek- ar lögreglu Stalíns fylgdust með öllu saman“. Nokkrum dögum síðar var Kapier skyndilega handtekinn. Engin réttarhöld fóru fram, skk ert tæknifæri gafst til varnar, hann var dæmdur sekur um „andsovézkar og andbyltingarleg ar skoðanir". Á Svetlönu var ekki minnzt einu orði. Refsing- in var fimm ár í fangabúðum. Hann fékk ekki að láta vini sína vita hvað komið hefði fyr- ir. Hann fékk ekki einu sinni að senda konunni sinni skilaboð. Nei, hann bara „hvarf“. Það var ekki óalgengt á þeim tíma í Sov- étríkjunum undir stjórn Jósefs Stalín. Ellefu árum síðar fékk hann að heyra af vörum Svetlönu hvað komið hafði fyrir hana þennan sama dag. Stalín hafði ráðizt á hana viti sínu fjær af bræði. ,,Fáðu mér bréfin og myndirnar sem þessi þorpari Kapler hefur gefið þér“, hvæsti hann og hristi dóttur sína harkalega. „Ég á engin bréf og engar myndir frá honum“, stamaði unga stúlkan skelkuð. ,,Engar lygar!" þrumaði Stalín. „Það þýðir ekkert að reyna að blekkja mig. Lögreglan heíur tekið þennan glæpamann í sín- ar vörzlur". „En ég elska hann!“ kjökraði Svetlana. Þá sló Stalín hana utan undir tvisvar sinnum og svo fast, að hún var næstum dottin. Vassilí hafði oft orðið fyrir slíkri með- ferð hjá föður sínum þegar hann sveikst um í skólanum eða tók léleg próf, en þetta var í fyrsta sinn sem hann sleppti sér al- gerlega í návist dóttur sinnar. Hann hellti yfir hana svívirðing um og kallaði hana óprenthæf- um nöfnum, og hann þóttist bæði svikinn og særður, að hún skyldi falla fyrir „þessum kvennaflag- ara, þessu gyðingaúrþvætti, þess um óvini Sovétríkjanna". Stalín átti í erfiðleikum um þessar mundir, en honum fannst fram- koma einkadótturinnar kóróna allt. „Farðu bölvuð!" öskraði hann að lokum og rak hana út. Kapler dvaldist eitt ár í fanga klefa í Moskva, en var þá send- ur til Síberíu. Fangabúðirnar voru í Vorkuta, og þar voru margir menntamenn og lista- menn í haldi fyrir það eitt að hafa dirfzt að 'hugsa sjálfstætt og láta ekki kúga anda sinn. Kapler leið ekki illa þau fjög ur ár sem hann var í Vorkuta. Þarna voru haldnar leiksýning- ar, og hann fékk sérstakt leyfi til að skrifa leikrit og vera við æfingar á þeim. í leikflokknum voru ýmsir fangar sem fengu leyfi til að æfa og sýna á kvöld- in, og til viðbótar voru nokkrir atvinnuleikarar. Að sjálfsögðu varð „boðskapurinn" að vera tómur áróður um ágæti stjórn- arfarsins og hamingju fólksins í Sovétríkjunum, en það var þó skárra en að híma aðgerðarlaus í fangaklefa eða vinna nauðung arvinnu úti. Meðal atvinnuleikaranna sem störfuðu með fangaflokknum var gullfalleg leikkona að nafni Tokarskaja. Hún var einnig hjartahlý og næmgeðja, og hún hreifst þegar í stað af hinuin fangelsaða rithöfundi. Það var viss rómantískur ljómi yfir hon um í augum hinna — hann var maðurinn sem hafði vogað sér að elska dóttur einvaldsins og óhlýðnast fyrirskipunum hans. Lengi frétti hann ekkert af Svetlönu. En loks fékk hann að heyra, að hún væri gift ungum námsmanni sem hún hafði kynnzt í háskólanum, Morozov að nafni. Kapler varð ekki hissa að frétta það, en oft hugsaði hann til Svetu sinnar með ang- urværð. Tokarskaja reyndi að hugga hann óg hjálpa honum til að gleyma liðinni tíð, og smám saman fölnaði minning Svetlönu í huga hans. Eftir fimm ára fangavist var hann látinn laus, en með því skilyrði, að hann kæmi ekki fram ar til Moskvu. Honum var skip- að að fara til Kiev og setjast þar að. En Kapler var enn sami upp- reisnarmaðurinn, og hann vildi hitta konuna sína, þótt ekki væri nema til að vera hjá henni eina nótt. Um Svetlönu hugsaði hann ekki; hún var gift kona. Hann fór til Moskvu huldu höfði og hugðist síðan halda til Kiev. Aftur var hann handtekinn, og nú var hann dæmdur í fimm ára þrælkunarvinnu. Það urðu löng fimm ár. Nú voru engar leiksýningar og eng- in sérstök leyfi fyrir listamenn og rithöfunda. Hann vann neð- anjarðar í námu, þrælaði sér út í slitvinnu sem hann var óvan- ur. En Tokarskaja var honum trygg og trú. Hún heimsótti hann, færði honum mat, huggaði hann, taldi í hann kjark. Sumarið 1953 var hann látinsi laus. Stalín var þá dáinn fyrir þremur mánuðum. Kapler og Tokarskaja giftu sig rétt eftir að hann fékk aftur frelsi sitt. Nú ætlaði hann að byrja nytt líf og reyna að gleyma þessum hörmulegu tíu árum. Ári seinna hitti hann Svetlönu aftur. Ellefu ár voru liðin síðan þau kvöddust með slíkri örvænt- ingu í íbúð Vassilís. Kapler var tvíkvæntur, Svetlana tvígift. Þau voru bæ'ði breytt; Svetlana var full af beiskju og vonbrigð- um, og tíu ár í fangabúðum höfðu sett merki sín á Kapler. Hann var orðinn hvíthærður, andlit- ið rist djúpum rúnum. ,,En þú hefur samt ekkert breytzt,” sagði Svetlana. „Þú ert alveg eins og þú varst“. Þau töluðu og töluðu, spurðu hvort annað, tóku upp þráðinn á ný. Svetlana var enn einmana, hún lifði enn í virki sínu, og sami skugginn fylgdi henni enn eftir. Eiginmenn hennar tveir höfðu ekki getað gefið henni þá hamingju sem hún þráði. Þau fóru að hittast reglulega. Nú var enginn reiður Stalín sein gat ógnað dóttur sinni og sent manninn sem hún elskaði í fanga búðir. Þau töluðu aldrei um Stalín nema Svetlana sagði einu sinni: „Mér þykir það afar leitt, að þú skulir hafa þurft að líða allar þessar hörmungar af vö!d um föður míns“. Kapler sagði ekki neitt. í huga hans var Stal ín meinvættur og ófreskja, en Svetlana var dóttir hans, og hann vildi ekki særa hana. Nú var Svetlana frjáls að lifa lífi sínu eins og henni þóknaðist. Hún hafði skilið við báða eigin- menn sína, og nú vaknaði gamla ástriðan aftur til lífsins. Hún vildi Kapler og engan nema Kapler. Þau fóru saman til Svartahafsins, og þar urðu þau elskendur. Allar skyldur gleymd ust. Svetlana vildi giftast hon- um, en Kapler sagði nei. Hann gat ekki hugsað sér að bregð- ast konunni sem hafði staðið honum við falið öll erfiðustu ár- in. Tokarskaja vissi auðvitað um Svetlönu, en hún þagði og bar ekki fram neinar ásakanir. En Svetlana var vön að fá vilja sinum framgengt. Hún vildi giftast Kapler, og henni stóð algerlega á sama um til- finningar konu hans. Hún fór á fund Tokarskaju eftir leiksýn- ingu, og hún neytti allra bragða til að sannfæra hana um, ?3 hún ætti að skilja við mann sinn. Hún bað og hótaði, skamm aðist og grét, en Tokaraskaja lát hana ekki koma sér úr jafn- vægi. Hún sagði, að Alexei réði því hvað hann gerði í málinu, en hún vildi ekkert um sambarid þeirra vita. Þetta frumhlaup fyrirgaf Kapl er Svetlönu aldrei. Og það varð upphafið að endinum, bæði á ástarævintýri þeirra Svetlönu og hjónabandinu við Tokaraskaju. „Konan mín“, segir hanri, „var mjög stillt og hlédræg. Hún fékk engin afbrýðisemiköst, og hún álasaði mér ekki einu orði. Hún sagði mér aðeins frá því sem gerzt hafði, um þessa einkennilegu og óvæntu hei’n- sókn. Ég reiddist Svetu mjóg fyrir þetta heimskulega og ill- gjarna uppátæki. Hún hugsaði ekki um neitt nema sjálfa sig, en það kom ekki að gagni. Þann- ig lauk öðru hjónabandi minu og öðrum kaflanum í viðskipt- um okkar Svetlönu”. Þriðja kona Kaplers heitir Julia Drunina og er skáldkona („þriðja flokks“, segir Svetlana). Hún er rúmum tuttugu árum yngri en eiginmaðurinn, ljós- hærð og aðlaðandi, klæðist sam- kvæmt vestrænni tízku, bland- Framhald á bls. 15. 10 19- október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.