Alþýðublaðið - 20.10.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1967, Síða 7
LITKA E Nr. A012í*l VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRT&Ni 1W-1.fi. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS <A fx»hn sVuldör ^andhoíq }**»a jtlrtíinij EITT »ÚSUND KfiÓNUR Sportílrirt«ln( þ«tta »r ð»fi5 ú* K»»fc%a»<ai töflum (ró 26. aprit í90? uw» h*lmíl<f fynr rii;m^6/ntna M l6r>{i}ku vftgno fiOfnVvoamdo' Oaatiunof fyrft drtö 1t>67, : \3m. ínnfeutn sla'rtöfnWnj ofl varfait|ör M JdpVrcamt hini vsgcr aKðnttöm iMroiMum. Auk hOfoSsWÍí pg vurfo flfítöir TitóisJO^tiT VftfMjotur g( afcirtolnlnu/ *MHR fylgjö haiVkun Jjolfrl, *r fcdf.n aft v«föo 0 vijitolu byflgfncör- kojtpa^or fró úfgO^KÍAfli jVMtfnVt td fljoðtMago (>mj, samtóMxmt OÍrtörl óVvtuðum I 3. gr. jkltmdkj ó hcichfið. .:$PörÍ*VírtÓlr»(^::Jya Ofl : VOrflr: of: því Ofl . vUfðboftur,: «r: »Vo«ffJÓ|st ó wnxj hórt Ofl spanti, ibr, b®Jmtó í MÍr.ttöm töfluw RdyVjöfft, 2ð. april 1967 «fK(SSJÓÉ)5 1SLANOS Stlmþitfrjál it „Ég Eíf í ancia liðna tíð.. Sjötíu og fimm sæmdarkona Spariskírteini ríkissjóös 1967-2. flokkur ara allri og örugg í fasi og stjórn- söm vel. En kennaraferill Guðrúnar Arnbjarnardóttur varð ekki lang ur, því að haustið 1916 giftist hún önfirzkum ágætismanni, er var Jón Eyjólfsson frá Kirkju- bóli í Valþjófsdal, f. 1880, og hætti hún þá kennsiu. Verður mér nú að beina hug- anum um stund til þessa forn- vinar míns og ástvinar afmælis- barnsins, en hann hvarf af þess- um heimi 22. maí 1950. Svo ein- læg var sambúð þeirra og fölskv alaus og heimilið jafnan fagur vottur þess samhuga, að minn- ingar þaðan verða órjúfanlega samofnar og tengdar þeim báð- um. Minnist ég þess er ég kom til Flateyx-ar og tók að kynnaSt þar fólki, högum þess og menn- ingu, hversu mér þótti hugsjón ungmennafélaganna hafa skotið þar traustum rótum. Þar vofu 3 ungmennafélög bráðlifandi, er samband höfðu svo sín á milii og mikið mannval í öllum. En þá var líka hver sveitabær fullur af fólki. Og vissulega var það ánægjulegt og uppörvandi fyrir mig, nýkominn frá formennsku í ungmennafélagi að hitta fyrir slíka úrvalssveit ungra karla og kvenna sem þarna voru. Og ekki fór á milli mála að þar í fremstu röðum voru systkinin frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, mikill hópur og mannvænlegur. En þar bjuggu þá foreldrar þeirra, Eyj- ólfur Jónsson og Kristín Jóns- dóttir, bæði hnigin að aldri. Var Eýjólfur breiðfirzkrar ættar, há- vaxinn myndarmaðúr, harður sjósóknari á yngri árum og at- orkusamur bóndi. En Kristin kona hans var önfirzk að kyni, glæsileg gæðakona og vel gefin. Var Kirkjubólsheimilið mann- margt menningarheimili þá, þar sem margháttuð störf léku í | höndum dugmikilla æskumanna,^ reglusamra og kappsamra garpa bæði til sjós og lands. Var Jón Eyjólfsson þar í fyrirrúmi og þótti bæði ráðsnjall og traustur. Snemma á heimsstyrjaldarár- unum fyrri keyptu þeir Kirkju- bólsbræður húseignir á Flateyri og stofnuðu þar til verzlunar- reksturs. Varð Jón Eyjólfsson forstjóri þess fyrirtækis haust- ið 1916, og kvæntist þá Guðrúnu Arnbjarnardóttur, sem áður seg- ir, og settust þau þá að í húsi því, sem Bergur Rósinkranzson hafði áður búið í og verzlað, og varð það heimili þeirra upp frá því. En er Jón Eyjólfsson var til Flateyrar kominn tóku brátt að hlaðast á hann margvísleg störf. Varð hann þar fljótlega póstaf- greiðslumaður og gegndi því starfi með dug og dyggð um fjölda ára. Svo voru það þegn- Skapárstörfin fyrir sveitiba, hreppsnefndarstörf, oddvita- störf, skólanefndarstörf o. fl. af slíku tagi, sem hann gegndi lengi af frábærri alúð og trú- mennsku. Og til margs konar félagslegra starfa við ýmis kon- ar menningarleg viðfangsefni var hann bæði ágætlega lið- tækur og allra manna fúsastur. Var hann þó hlédrægur að eðl- isfari, maður sem lítið bar á og ekki fór mikið fyrir og aldr- ei tranaði sér fram. En heilli starfsmaður og traustari mundi vandfundinn. Er þar vissulega margs að minnast og margt að þakka. En eigi skal það þó tiltínt hér. En einu sérstæðu trúnaðar- starfi skal þó ekki sleppt, þar sem verulega reyndi á, og get- ur raunverulega borið vitni um öll störf Jóns, en það var ráðs- mennska lians yfir hreppsverzl- un þessara styrjaldarára. Hafði landsstjórnin komið slíkri verzl- un á fót og fól hreppsnefndum framkvæmdina, hverri lijá sér. En þá framkvæmd fól hrepps- nefnd Mosvallahrepps Jóni Eyj- ólfssyni. Var það mikið vanda- verk, þar sem hann þá líka rak nokkra verzlun sjálfur. Er mér ekki sízt þessi þáttur í minni, því að á miklu valt að ekki yrði komið höggi á þá sem ábyrgð- ina báru. En með slíkum ágæt- um tókst Jóni þetta vandasama verk, að endurskoðun öll á' þessum verzlunarrekstri gat að engu fundið. Og eigi aðeins það, heldur lauk miklu lofsorði á allt þetta verk lians. Svo gagnmerkur starflsmað- ur og heiðarlegur var Jón Eyj- ólfsson. Ég minnist þess nú á gamals- aldri, hversu gott var að eiga þennan frábæra starfsmann að samverkamanni og tryggðavini. Margt kvöldið sátum við saman í hinu gestrisna og vistlega heimili þeirra hjóna og ræddum vandamálin og annan lífsins gang. Og jafnan fór maður Framhald á bls. 15. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. október 1967 7 Vestur á Flateyri við Önund- arfjörð á sæmdarkona 75 ára afmæli í dag. Langar mig til að horfa til hennar í huga stundar- korn, og heimilis hennar, sem staðið hefir þar í meira en íálfa öld, og undir einu og sama þak- inu alla tíð. Kona þessi er Guðrún Arn- bjarnardóttir, kennari að mennt og hin mætasta húsfreyja og móðir. Hún er ekki vestfirzk að kyni, heldur 'Árnesingur að ætt og uppruna, fædd í Fellskoti í Biskupstungum 20. okt. 1892. Voru foreldrar hennar, Arn- björn bóndi í Egilsstaðakoti í Flóa, Arnbjarnarsonar silfur- Guðrún Arnbjarnardóttir. smiðs á Rútsstöðum í Flóa Þor- kelssonar, og Þóra Eiríksdóttir bónda í Fellskoti Einarssonar (Kennaratal). Kann ég ekki skil á þessum ættliðum, en þykist viss um það, að Guðrún hús- freyja sé af góðu bergi brotin og hafi hlotið gott uppeldi. Var hún m. a. um skeið á uppvaxt- arárum sínum á heimili sr. Magnúsar Helgasonar á Torfa- stöðum, síðar Kennaraskóla- stjóra, en það þótti ágætur skóii ungu fólki, og mun flestum hafa reynzt svo. Tuttugu og eins árs gömul lýkur svo Guðrún kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands, og ræður sig hið sama ár, haustið 1913, til kennslustarfa vestur í Önundarfjörð. Ekki þó við þorps- skólann, þar sem ég hafði slegið tjöldum árinu áður, heldur í skóla sveitarinnar, þar sem kennt var að vísu á fleiri en einum stað, en við mun betri skilyrði en viðast þá í sveitum. Og þar kenndi Guðrún vet- urna 1913-16 við ágætan orðsiír. Enda tel ég það mála sann- ast, að lmn væri mjög vel fallin til Ikennslustarfa, — prýðisvel greind og vel að sér, brosmild og sviphýr, alúðleg í framkomu Aðalkostir spariskírteina ríkissjóðs: — eina verðtryggða sparnaðarformið — höfuðstóll tvöfaldast með vöxtum á 12 árum •—• að auki full verðtrygging höfuðstóls, vaxta og vaxtavaxta •— innleysanleg hvenær sem er eftir þrjú ár — jafngilda fjárfestingu í fasteign, en eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus — skatt- og framtalsfrjáls Allar upplýsingar hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.