Alþýðublaðið - 20.10.1967, Side 15
Frá Singapore
Framhald bls. 10.
the bad times are good“ og vin
sælasta lagið á Islandi þessa
dagana er „Sanfrancisco". Það
er nr. 9 í Bretlandi, í efsta sæti
írska vinsældalistans og nr. 2
í Hollandi.
Við samningu þessarar grein
ar er stuðst við bandaríska mús
íkblaðið Billbord, en íslenzki v'in
sældalistinn er úr lögum unga
fólksiDS, er Hermann Gunnars
son stjórnar.
Sjötíu og fimm ára
Framhald at bis
hressari og glaðari þaðan. Þau
lijón voru samvalin í því sem
öðru, að gera hverjum gesti
glatt í sinni og ræða hvern
vanda af skilningi og góðvild.
Þess vegna m. a. er heimili
þeirra bjartur depill á spjaldi
minninganna.
Og ekki hopaði frú Guðrún
Arnbjarnardóttir af hólmi' er
eigínmaður bennar féll frá. Hún
hélt uppi merkinu, tók við
verzlunarstörfum manns síns og
liélt heimilinu saman með börn-
um sínum, af miklum dugnaði og
fyrirhyggju. Hafði hún langa
stund sinnt og starfað að félags-
málum kvenna á Vestfjörðum og
setið í stjórn þeirra samtaka,
og gerði það enn um stund, en
dró sig þá í hlé er meir þurfti
að einbeita kröftunum að for-
sjá heimilis. En í heimafélag-
inu er hún í heiðurssessi.
Þeim hjónum varð 5 barna
auðið, tveggja sona og þriggja
dætra. Hefur eldri sonun'iin,
Eyjólfur, stúdent að mennt,
drengur góður og reglusamur,
ókvæntur, reynzt móður sinni
mikil stoð.- Hann er nú verð-
gæzlustjóri á Vestfjörðum. —
Yngri sonurinn, Þórir, gjörvi-
.legur drengur og góður, fórst
með skipi er hann var vélstjóri
,á. Dæturnar tvær eru giftar,
Kristín í Reykjavík, Steinunn
á Flateyri, báðar prýðis konur,
en hin yngsta, Bryndís, er
heima hjá móður sinni. Öllum
þeim, og venzlafólki þeirra,
sendi ég beztu kveðjur. Og af-
mælisbai(ninu einlægustu ám-
aðaróskir, með innilegri þökk
frá liðinni tíð. Snorri Sigfússon.
Staða Þýzkalands
Frh af 5 siðu
bóta. Kola- og stálsamsteypan,
sem sett var á laggir 1952, varð
fyrsta dæmi þess, að þjóðir fram
seldu samtökum, sem voru æðri
einstökum þjóðum, fullveldis-
rétt slnn á vissu sviði. Þá var
hrundið í framkvæmd hinni hug
vitssamlegu áætlun Roberts Schu
manns um að setja alla stálfram
leiðslu Frakka og Þjóðverja und
ir eina stjórn og mynda með þvi
samtök, sem stæðu öðrum þjóð-
um opin. Kola- og stálsamsteyp
an gerir styrjöld með Frökkum
og Þjóðverjum ekki aðeins ó-
hugsandi, heldur er hún og efnis
lega óframkvæmanleg. Þetta full
nægði ekki aðeins þörf Frakka
fyrir öryggi, heldur ýtti það und
ir hugmyndina um einingu Evr-
ópu. Nokkur hluti Sameiginlega
markaðsins hafði verið skapaður.
Rómarsáttmálinn frá 1957 setti
Sameiginlega markaðinn ó lagg-
nu beraTVÆ
bragðljúfar sigarettur
nafniðCAMEL
ÞVÍ CAMEL— FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN
\A sjó og landh sumar og vetur
| Ilmandi Camrl-ogalltgengurbetur
ir og hann á að verða fullgerð-
ur 1970. Euratom-samningurinn
um friðsamlega nýtingu kjamork
unnar átti vel heima innan
ramma hans. Sameiginlegi mark
aðurinn er sannarlega undirbún
ingsstig á framtíðareiningu Evr-
ópu.
EVRÓPSK STEFNA í
FYRIRRÚMI.
Á öllum þeim órum, sem liðin
eru, síðan þetta varð, hefir stefna
Sambandslýðveldisins miðazt við
þarfir Evrópu, og jafnvel dag-
legar stjórnmálaumræður hafa
mestu leyti snúizt um Efnahags-
bandalagið.
Evrópuráðið og Evrópusamfé-
lögin hafa engum skyldum að
gegna, að því er varnir snertir.
Tilraun, sem gerð var á árun-
um 1953 til 1954, til að koma á
laggir varnarsamfélagi Evrópu
fóru út um þúfur, og Vestur-
Evrópu-bandalagið, sem Sam-
bandslýðveldið gekk I árið 1955,
gat ekki komið í stað þess. Það
hafði þó nokkur áhrif á sviði
varnarstefnu, og reyndist verða
brú milli Bretlands og „sexveld-
anna”. Samkvæmt Briissel- sátt
málanum hefir Sambandslýð-
veldið skuldbundið sig til að efna
ekki til farmleiðslu á vopnum á
sviði kjarnorku, líífræði og efna-
fræði. Upptaka Þýzkalands í At-
lantshafsbandalagið 1954 táknar
að það hefir verið fellt inn 1 ör
yggiskerfi vestrænna ríkja. Síð
an hefir sambandsstjórnin sett
hinar nýstofnuðu herþjónustu-
greinar sínar undlr stjórn NATO.
Þetta lokar hring hins trausta
samb. Þýzkal. við vestræn riki
með hernaðarlegri skuldbind-
ingu, jafnframt því sem vináttu-
samningurinn við Frakkland, sem
gerður var 1963, táknar enn eitt
sameiningartákn.
Myndin af Evrópu framtiðar
innar er enn hulin sjónum. En
hvernig sem hún kann að verða
hefir Þýzkalad valið sér sess.
Það verður traustur aðili og vin
ur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. október 1%7