Alþýðublaðið - 16.11.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 16.11.1967, Qupperneq 10
Aðvörunarmerki ÞÁ sýndi Ásbjörn okkur örygg- istæki (tvær gerðir), sem mikið er nú notað utanlands, hand- hægt og fer lítið fyrir því, eða ekki meira en lítilli loftdælu. Hægt að slá því sundur og • brjóta aítur saman. Mun tæki þetta eitthvað hafa borizt hing- að; kannski eitthvað notað, en í virðist þó ekki hafa náð neinni útbreiðslu og virðist helzt ó- ; þekkt öllum fjölda ökumanna. s Tæki þessi eru notuð er bíll s þarf, vegna bilunar og þ.h. að » nema staðar í myrkri á akbraut, l einkum úti á ólystum vegum. - Eru þau sett þeim megin við bíl , inn, í 30 til 60 m. fjarlægð, sem hættan er mest sökum umferð *• ar, þve. sé íbíll á vinstrí vegar- ! brún, er það sett aftan við hann. ' Ágætt er að hafa tvö tæki, sitt hvoru megin. Lýsandi þríhyrningur endur- varpar ljósi svo sterkt, að að- vífandi ökumenn sjá hann langt að. Dregur þetta vitanlega mjög úr þeirri hættu, að ekið sé á kyrrstæðan bíl í myrkri. í ná- grannalöndum okkar telja góð- ir ökumenn, þar sem aðstæður eru þó víða miklu betri en hér, sjálfsagt að hafa tæki þessi í toíl sinum óg nota er við á. Það hefur sem sé sýnt sig að tendr uð afturljós bíla reynast oft al- veg ófullnægjandi til að forða slysi þó í lagi séu. BFÖ hefur.í mörg undanfarin ár kynnt tæki þessi, bæði í eig- in tímaritum og á öðrum vett- vangi og mælir mjög með þeim. Ökumenn, sem áhuga hafa á, geta séð þessi tæki hjá Ábyrgð h.f. og kynnzt notkun þeirra frekar þar. Kolsýringsvari fyrir bíla Lítið þríhyrnt spjald, sem líma má á mælaborð eða hengja upp inni í bílnum. Á spjaldir.u er kringlótt gat og í því ljós- gul tala, sem er þannig gerð, að verði hún fyrir áhrifum kolsýr ings, breytir hún lit, verður grá leit eða jafnvel svört, eftir því, hve mikið magn þessa eiturlofts hefur komizt inn í bílinn. Er kol- sýringurinn hættir að vei'ka á ■töluna, þ.e. er loftið í bílnum er aftur orðið ómengað, fær hún aftur sinn upprunanlega lit. Hver tala endist í einn mán- uð og þarf þá að skipta um og setja nýja. Kolsýringur er ósýnileg, bragð og lyktarlaus lofttegund, ban. eitruð. Hún myndast við bruna, einkum komist lítið súrefni að. Hún fyrirfinnst m.a. í útblæstri bíla. Inn í þá getur hún kom- izt við ýmsar aðstæður, svo sem einkum sé útblástursrör bilað, bílbotn óþéttur, í miklu lognj í bílaþvögu, sé ekið í miklum snjó o.s.frv. Utanlands eru mörg slys talin verða árlega af þess- um sökum, og hér á landi er fu1! ástæða til að ætla að þau hafi orðið. Eitrið sljógvar meðvitund ökumanns og farþega, eða þeir missa alveg meðvitund. Fyrstu einkennin eru höfuðverkur og drungi. Nokkur dvöl að ráði í miklu magni af þessu eiturloftl, veldur bana. Ásbjörn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri BFÖ, sýndi Al- þýðublaðinu þetta litla öryggis- tæki í bíl sínum. Vill blaðið vekja eftirtekt á þessu, sem mun eiginlega vera alger nýj- ung hérlendis, enda þótt kol- sýrings varinn sé vel þekktur í ná grannalöndum okkar og mikið notaður þar. Yngsta móöirin Framhald úr opnu. sem fljótt óx henni yfir höfuð. Fólk sem ekki vissi að þarna voru mæðgin á ferð, héldu að þau væru systkin — eða ást- fangið par. Lina var lagleg stúlka og þeg ar hún varð 31 árs, hitti hún mann, sem var tveimur árum eld>ri en hún. Hann hét Mazarro Román og bjó í Pisco City, þar sem foreldrar hennar höfðu bú ■ ið í nokkur ár. Mazarro Román sýndi mikinn . áhugi á Linu. Að dr. Luzada und- anteknum var hann eini karlmað urinn sem henni fannst hún geta treyst og hún þáði því, þegar hann bauð henni út. Þau voru . saman í tvö ár, áður en Román bað Linu. En Lina sagði ekki já undir- eins. Hún heimsótti fyrst ekkju dr. Lozada, sem nú var 73 ára, og bað hana um ráð. Og frú Lozada hefur áreiðanlega sagt Linu að hún hefði rétt til að lifa sínu eigin lífi og leita ham- ingjunnar, því að nokkrum vik- um seinna voru Lina og Mazarra Román gift og búa nú í Lima. Lina heldur áfram í gamla starfinu sínu og er nú hamingju söm ung eiginkona. Sonur henn ar heimsækir hana alltaf öðru hverju og hann kallar hana allt af systur. Lina vill ekki láta taka mynd- ir af sér og neitar að segja nokk uð frá lífi sínu. Og samkvæmt lögum í Perú getur hver sá átt á hættu fangelsisvist, sem ger- ir tilraun til að ryðjast inn í einkalíf hennar með óæskileg. um spurningum. Það er allt gert til að tryggja hamingju hennar og það að hún sé eins og allar hinar. Afmæli Framhald af 5. síðu. lífsleið. Hann er traustur að gérð og hefur löngum viljað hvers manns vandræði leysa. Hann hefur ekki verið ákafur bardagamaður. en drjúgur að koma málum fram vegna vin- sælda sinna og lagni. Munu margir minnast skipta sinna við hann með þakklæti og velvild á þessum tímamótum í ævi hans. Óskar hefur fengizt nokkuð við ritstörf. Bók hans ,,Á sævar slóðum og landleiðum“ kom út 1956; Marga frásöguþætti hefur hann skrifað í Jólablað Alþýðu blaðs Hafnarfjarðar og í blöð- um — einkum Alþýðublaðinu — á hann fjölda greina um ýmis- leg efni, einkum átvinnumál, en lagt hefur hann ýmsum menn- ingarmálum lið, meðal annars bindindismálum. Óskar kvæntist árið 1921 Mikkalínu Sturludóttur, fóstur- dóttur Jens Guðmundssonar kaupmanns á Þingeyri og Mar- grétar Magnúsdóttur ljósmóður, konu hans. Faðir Mikkalírtu, Sturla Jónsson á Stað í Súg- andafirði. drukknaði, þegar dótt ir hans var á barnsaldri. Mikka lína er hæfileikakona, en hlé- dræg og hefur valið sér starfs- svið innan heimilisins. Þau Ósk ar eiga tvær dætur, Önnu og Margréti, báðar giftar, en tvö börn á Mikkalína af fyrra hjóna bandi. Það er áreiðanlega mælt fyrir munn margra, þegar ég ber hér að lokum fram árnaðaróskir til Óskars Jónssonar og þakkir fyr ir unnin störf að félagsmálum og góð persónuleg kynni. Hann verður að heiman í dag. Ólafur Þ. Kristjánsson. Vísindi Framhald af 7. síðu. varna því að rannsóknirnar leiði til skaða“. Annar ræðumaður sagði á- lit sitt á því, hvernig mögu- legt væri að leysa þjójðfélags- legt væri að leysa þjóðfélags- ferðin væri sú að tryggja frið inn. og uppræta fátækt. Ræðumaðurinn, prófessor Kenneth E. Boulyding frá Mic higan háskólanum sagði enn- fremur að núverandi bygging og gerð sérhæfni, sem ríkir innan þjóðfélagsvísinda hindri þróun almenra þjóðfé lagsvísinda sem rnikil þörf er fyrir. Boulding nefndi þjóðfélags- fræði, hagfræði, pólitísk vís- indi, mannfræði og sálfræði. ,,Þegar um er að ræða þessar greinar, eru safnanir, skipu- lagningar og kennisetningar einskis virði. Lesið AihúXiihlafflð 10 16. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.