Alþýðublaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 7
anum er látin streyma út í loftið 'VINNSLA ýmsum sviðum, en nú eru gróð- urhúsin í niðurníðslu og hús og jörð og gróðurhúsin auglýst til leigu fyrir lítið verð. Krísuvík á eftir , að verða lyftistöng fyrir íbúa Hafnarfjarð- ar. Þar verða ekki aðeins mörg gróðurhús og garðyrkjumiðstöð heldur einnig hressingarhæli fyr- ir gigtveikt og lasburða fólk, líkt og nú er í Hveragerði — en salt vinnsla verður í Hafnarfirði. Jarðhitinn á íslandi er víða mikill, en óvíða meiri en í Krísu- vík, sem er aðeins um 20 km. frá Hafnárfirði. — Er raunalegt til þess að vita, hversu lítið liefur orðið ágengt að nota jarðhitann þar — en um það stoðar lítið að rita. Hitt er veigameira, ef hægf er að vekja áhuga manna á jarð- hita, jarðgæðum og möguleik- um, sem ég er sannfærður um að eru fyrir hendi í Krísuvík. Garðyrkjumiðstöð, gróðurhús og garðrækt í stórum stíl, sem og hressingarhæli fyrir gigtveikt og Iasburða fólk — allt þetta er hægt að framkvæma í Krísuvík í dag, eins og nú er gert í Hvera- gerði. Er vonandi að þeim, sem taka gróðurhúsin og íbúðarhús- in í Krísuvík til leigu farnist vel og að sá árangur verði af starf- semi þeirra að gróðurhúsarækt- in aukist til muna — og að fleiri gróðrarstöðvum verði komið upp. >f krefst trúarlegt nám bæði vinnu, tíma og nokkurs aðhalds. Prest- arn'ir, þjónar kirkjunnar, líta svo' á, að bæði heimili og skóli verði að vera í samvinnu við þá, ef nót eiga að verða að barna- spurningum undir fermingu. Hér er ekk; tækifæri til langra umræðna um þessi mál, en ég vil drepa á fáein atriði, sem snúa að þessum tveimur aðilum. Ég hefi enga ástæðu til að ætla annað en að ráðandi skólamenn í Reykjavík séu kristindóms- fræðslunni hlynntir, en kennslu- skrá skólanna er undantekningar- lítið hagað þannig, að fermingar- börnunum er gert eins erfitt fyrir timasókn og mögulegt er. Þau komast ekki til spurninga, fyrr en þau eru búin að sitja í skólanum allt frá hádegi eða jafnvel lengur, og þá eru þau orðin dauð-þreytt, stundum svöng og leið. Séu þau í skólan- um fyrri h}uta dagsins, hefur orðið eðlilegt hlé á kennslu og hugurinn miklu hressari. Það er Iíka óskemmtilegt til þess að vita fyrir prestinn, að hann geti ekki, spurt börnin, nema það gangi út yfir máltíðir á heimilunum — á tímum, þar sem alltaf er verið að hvetja unglingana til að rækja heimilin. Það er að vísu oft bú- ið að ræða um þessa hluti, en allt hefur setið í sama farinu ár- um saman. Annað, sem snýr að skólunum, er námsefnið. Þegar prestur tek- ur við spurningabörnum, gengur hann yfirleitt út frá því, að börn- in séu sæmilega að sér í biblíu- sögum, einkum frásögum guð- spjallanna um Jesú og starf hans, dæmisögur o. s. frv. En á þessu er mikill misbrestur hin síðari ár, og hygg ég, að það stafi mest af því, að námskrá skólanna sé hagað þannig að það sé of langt síðan börnin liafi lært þetta efni, og séu því farin að gleyma því, er til spurninga kemur. Það myndi létta börnunum námið hjá prestinum, og auka á gleði sam- verustundanna, ef nánari sam- vinna gæti tekizt með skóla og kirkju í þessu efni. Sem sagt: Spurningabörnin séu í skólanum á morgnana og fái meiri tilsögn í efni guð- spjallanna en þau virðast hafa fengið. Og foreldrarnir? Hvern- ig getur prestur fengið samvinnu við foreldra barnanna. Það er ógerningur fyrir þá fáu presta, sem hér eru í þjónustu, að hús- vitja upp á gamla móðinn. Stétt- in er ekki orðin nema leifar ein- ar. En samvinna getur samt átt sér stað með ýmsu móti, eins og reynslan sýnir. Foreldrarnir vita að þeir eiga aðgang að prestin- um til viðtals, og slík viðtöl geta oft verið bráð-nauðsynleg vegna barnanna sjálfra. í öðru lagi hef ég reynslu fyrir því, að það geti orðið mikils virði fyrir alla að- ila, að einmitt foreldrarnir sæki messur með börnunum. Slíkt er liður í uppbyggingu beggja að- ila, og dýrmæt reynsla, sem gott er að minnast eftir á. Og fyrir prestinn er það ómetanlegt, að hann verði þess persónulega var, að forelörarnir, sem hafa falið honum að halda í hönd með börnum þeirra, scm eru þeim dýrmætari en allt annað — vilji sjálf koma til móts við hann. Fyrirbæn þeirra fyrir þessum þætti uppeldisstarfsins telur hann sig eiga vísa. Ef til vill vilja einhverjir for- eldrar taka þessi mál upp á for- eldrafundum skólanna, og taka þannig sinn þátt í samvinnu við kirkju og skóla. Kristniboðsvika Vikuna 19.—26. nóv. verða almennar kristniboðssamkom- ur í húsi K.F. (J.M. og K. við Amtmannsstíg, kl. 8,30 hvert kvöld. Sagt verður frá kristniboði, litmyndir sýndar, hug- leiðing. Söngur og hljóðfærasláttur. Gjöfum til kristni- boðsins í Konsó verður veitt viðtaka í sambandi við sam- komurnar. Fyrstu samkomuna, á sunnudagskvöld, annast Kristniboðs- flokkurinn Árgeisli. Hugleiðingu hefur Jónas Þórarinsson, Æskulýðskór KFUM og K syngur. Starfsmenn Kristniboðssambandsins annnast samkomuna á mánudagskvöld. Nýjar litmyndir, sem Símonetta Bruvik, hjúkrunarkona, hefur tekið. verða sýndar Gunnar Sigur- jónsson hefur hugleiðingu. Einsöngur og stúlknakór. AHir velkomnir á samkomurna. Samband ísl. kristniboðsfélaga. Oskum eftir að ráð gjaldkera frá 15. des. n.k. Laun samkv. 17. launflokki opinberra starfsmanna. Umsóknar- frestur til 1. des. n.k. Uppl. um menntun og fyrri -störf skulu fylgja umsókninni. HITAVEITA REYKJAVIKUR. Frá Verkamannasambandi Islands \ Ákveðið hefur verið, að 3. þingi Verkamanna- sambands íslands, sem halda átti 25. og 26. þ.m., verði frestað um sinn af sömu ástæðum og framhaldsþingi Alþýðusambands íslands hefur verið frestað. Jafnframt hefur verið ákveðið, að þingið komi saman þegar að loknu framhaldsþingi ASÍ. Verkamannasamband Islands. Lausar stöður við slökkvilið Hafnarfjarðar. 1. Staða varaslökkviliðsstjóra. 2. Staða brunavarðar. Umsók’narfrestur er til 5. des. n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Breið- holtshverfi. Utboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3000.— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sarna stað mánudag- inn 4. des. n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR VONARSIRÆtl 8 - SÍMI 18300

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.