Alþýðublaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 4
Bitstjórl: Benedikt GrSndal. Simar 14900-14903. — Auglýstngasfml:
14906. — ASsetur: AlþýSuhúslO vlð Hverílsgötu, Rvfk. — Prentsmlðla
AlþýCublaOslns. Slml 14905. — Askrlftargjald kr. 100.00. — 1 lauM-
sölu kr. 7.00 elntakiO. — útgeíandl: AlþýOuflolckurinn.
VERÐFALUÐ BLEKKING?
, FRAMSÓKNARMENN fást enn ekki til að viður-
kenna, að verðfall fiskafurða erlendis hafi valdið ís-
lenzku þjóðinni stórfelldu tjóni og sé undirrót þeirra
•efnahagserfiðleika, sem nú er við að glíma. í Tíman-
um í gær er notað orðið ,,verðfallsblekking“ — og
talar það sínu máli.
Sigurvin Einarsson alþingismaður hefur tekið að
<:ér að sanna, að ekki sé um alvarlegt verðfall að ræða.
Þetta gerði hann í ræðu á Alþingi á þann hátt, að
1 ann bar saman meðalverð helztu útflutningsafurða
1961-68 og verðlagið á þessu ári.
Hins vegar lét Sigurvin hjá líða að reikna út með-
alkostanað við framieiðslu útflutningsafurðanna 19
61-66 og bera hann saman við kostnaðinn á þessu ári.
Ef allur tilkostnaður við að veiða fiskinn og vinna
hann væri í dag aðeins meðaltalið af því, sem hann
var 1961-66, þá væri ekkert vandamál við að stríða.
Þetta skilja allir heilvita menn. Sigurvin Einarsson
ætti að sýna þann heiðarleik að bera ekki saman verð
víurðanna án þess að bera um leið saman kostnað við
framleiðslu þeirra.
Á árunum 1961-66 gengu framsóknarmenn fram
fyrir skjöldu í kröfum um að allir skapaðir hlutir
hækkuðu, kaup fólksins, verð til bænda, álagning verzl
imar og fleira. Þeir töldu þá ekki ástæðu til að
spyrna við fæti - svo framarlega sem útflutningsat-
vinnuvegirnir gætu greitt. Þeir geta því ekki sakazt
vdð aðra, þótt þjóðin hafi á þessum árum bætt lífskjör
sín með vaxandi tekjum.
Þess má raunar geta, >að á þessum árum byggði
i íkisstjórnin upp gjaldeyrisvarasjóð. Ekki voru fram
sóknarmenn hrifnir af honum. Og á síðastliðnu ári
var til allmikill tekjuafgangur hjá ríkissjóði. Þessar
fyrningar hafa verið notaðar til að fleyta þjóðinni í
heilt ár í þeirri von, að verðlag útflutningsafurða
færi aftur hækkandi. Þannig hefur ávöxtur góðu ár-
auna þegar verið notaður í lélegra árferði.
Samanburður Sigurvins Einarssonar jafngildir því
•að hann telji kaupgjald verkafólks eiga að vera svo-
sem meðaltal kaups frá árunum 1961-66. Öðruvísi
verður þessi málflutningur, sem Tíminn hefur tekið
undir, ekki skilinn.
SHIRLEY TEMPLE
SHIRLEY TEMPLE hefur boðið sig fram til
Eandaríkjaþings í kjördæmi í Kaliforniu og fallið.
( Guði sé lof.
4
BARNAFATNAÐUR
LADYBIRD barnafatnaður er heimsþekkt gæðavara.
LADYBIRD barnafatnaður er nýkominn í eftirtaldar verzlanir:
Einar Guðfinnsson, Bolungarvík
Gunnar Jónsson, Vopnafirði
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi
Pöntunarfélag Eskfirðinga, Eskifirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði
Verzl. Emma, Skólavörðustíg' 5, Reykjavík
Verzl. Ýr. Grettisgötu 32, Reykjavík
Verzl. Storkurinn, Kjörgarði, Laugavegi, 59,
Rvík.
EINKAUMBOÐ fyrir ísland hefur:
Heildverzlun V.H. Vilhjálmssonar
Reykjavík. — Símar: 18418 — 16160.
á krossgötum
★ VETRARHJALP FUGLANNA.
Vetrarhjálp fuglanna er tekin til
starfa. Á sunnudaginn rölti ég niður að Tjörn í
góða veðrinu, eins og margir gera, ég hef nefni-
lega alltaf gaman af að horfa á fuglalífið. í auðri
vök framundan Iðnó gömlu syntu endur, gæsii-
og álftir fram og aftur íhugandi vandamálin, sem
alltaf segja til sín þegar haustar: að sjá sér og
sínum farborða yfir vcturinn, en á Tjarnarbakk-
anum mátti sjá ýmsa góðhjartaða borgara bæjar-
ins, sem útdeildu nýbökuðu franskbrauði óspart
til hvers sem hafa vildi. Einkum voru það þó börn
í fylgd með foreldrum sínum, sem inntu þessa á-
gætu þjónustu af hendi við fuglana á Tjörninni,
og var ckki annað að sjá en brauðið væri vel
þegið.
Kannski þurfa endurnar og aðrir
fuglar Tjarnarinnar ekki beinlínis á þessu gjafa-
brauði að halda, mér er sagt, að bærinn sjái þeim
fyrir fóðri á veturna eftir þörfum, sem líka er
skylt og sjálfsagt. Engu að síður finnst mér fara
vel á því að leyfa börnunum að færa þeim brauð-
mola, þegar kólnar og harðnar að, með því ætti að
slcapast velviljað viðhorf barnanna til fugla og
dýra yfirleitt, sem eiga eftir að vcrða á vegi þeirra
seinna meir úti í náttúrunni.
Annars er mér nær að halda, að of-
fíölgunarvandamálið sé að byrja að segja til sín í
aridaþjóöfélaginu á Tjörninni. Þeim virðist hafa
fjölgað ískyggilega mikið þar á síðustu árum. Það
er ekki að sjá, að pillan sé neitt farin að draga
úr viðkomunni, eins og menn þykjast sjá merki
um í hinu mannlega samfélagi á íslandi. Ekkert
er heldur líklegra en að endurnar yrðu erfiðar
viðureignar í þessu tilliti, ef til einhverra gagn*
í-áðstafana yrði gripið, engu síður en hjónakornin
í Indlandi, þar sem ekki þykir annað hæfa en láta
guð og náttúruna ráða. |i
★ VERÐUR BENT LARSEN
HEIMSMEISTARI ?
Danski stórmcistarinn Bent Larsen
vann einn glæsilegasta sigurinn á skákferli sínum:
á millisvæðamótinu í Túnis nú fyrir skemmstu,
varð langefstur tuttugu og tveggja keppenda. Var
þó við margan kræfan karl að etja. Því miður
hætti Bobby Fischer, sem hafði mjög hagstæða
vinningatölu, þátttöku í mótinu í miðjum klíðum
af trúarlegum ástæðum, en slíkt mundi naumast
henda Norðurlandabúa, skákin gengur allajafna
fyrir guðsdýrkuninni, enda göfug íþrótt.
Ýmsir spyrja, hvort Larsen eigi eftir
að verða hcimsmeistari í skák. Engu skal ég spá
um það. Leiðin upp í heimsmeistarasessinn er bæði
löng og ströng. Það er ekki eins og að fara í lyftu,
þar sem allt gerist sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust.
Hitt er greinilegt, að Larsen er ennþá í framför,
og maður mcð hans metnað, sjálfstraust og hæfi-
leika ætti að geta komizt langt, enda varla að efa,
að hann ætlar sér mikinn hlut.
Það er stundum talað um að færra sé
með íslendingum og Dönum en vera ætti og frænd-
semi þessara þjóða, svo og Norðurlandaþjóðanna
yfirleitt, minna rækt en skyldi. Hvað sem því líð-
ur, þá fylgjast íslendingar af áhuga með fram-
gangi Bent Larsens og gleðjast yfir afrekum lians
og sigrum, nema auðvitað þegar þeir sitja sinn
hvorum megin við skákborðið hann og Friðrik Ól-
afsson ! — S t e i n n .
MUNIÐ