Alþýðublaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 4
Eltstjórl: Benedlkt Gróndtd. Stmar 14900—14903. — Auglýstngastml:
1*906. — ACsetur: AlþýSuhúslð vtfl Hverftsgötu, Rvflc. — Prentsmlðja
AtþýOublaðsIns. Slmi 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — t lauttr
sBlu kr. 7.00 elntakifl, — Útgefandl: AlþýOuftokkurlim.
Ekki einir
ENDA ÞÓTT ivitað sé, að framsóknarmenn eru
sanntrúaðastir fylgismenn gengislækkunar hér á
landi, er Tíminn svo tækifærissinnaður, að hann
ræðst á ríkisstjórnina fyrir gengislækkun, sem hefur
enn ekki verið gerð! Segir blaðið, að gengislækkunin
sé eingöngu ríkisstjórninni að kenna og afleiðing af
•stjórn landsins um árabil.
í þessu sambandi er ástæða til að rifja upp, hvort
framsóknarmenn hafi flutt mikið af tillögum eða boð
'að stefnu, sem hefði leitt þjóðina í aðra átt og forðað
henni frá gengislækkun nú. Kemur í ljós, að svo er
auðvitað ekki. Framsóknarmenn hafa í átta ára stjórn
arandstöðu haldið uppi stefnu, sem hefði reynzt olía
á eld verðbólgu. Ef tillögur framsóknarmanna hefðu
verið framkvæmdar, væri gengislækkun fyrir löngu
orðin.
★ Hafa framsóknarmenn ekki krafizt stóraukinna
fjárveitinga úr ríkissjóði?
★ Hafa framsóknarmenn ekki krafizt lægri vaxta
og stóraukinna útlána bánkanna?
★ Hafa framsóknarmenn ekki lagt til, að gjaldeyr-
issjóðnum yrði eitt.
★ Hafa framsóknarmenn ekki stutt ítrustu kröfur
bæði um kauphækkanir og hærra afurðaverð til
bænda?
★ Hafa framsóknarmenn ekki tekið undir kröfur
verzlunarinnar um hærri álagningu?
Þannig mætti lengi telja. Hin óábyrga stefna fram-
sóknarmanna hefði ekki dregið úr verðbólgu í land-
inu, heldur magnað verðbólguna til muna. Þannig
hefði framleiðslukostnaður útflutningsvörunnar auk*
izt hraðar og fyrr komið til gengislækkunar en raun
ber vitni.
Menn, sem þannig hafa talað undanfarin ár, hafa
sannarlega ekki ráð á að gagnrýna núverandi ríkis-
stjórn. Hún hefur notað hagstjórnartæki til að spyrna
við iverðbólgu. En það hefur ekki tekizt til fulls hér
frekar en í mörgum löndum Evrópu og Ameríku.
Gengisfellingin í Bretlandi ætti að færa mönnum
heim sanninn um, að íslendingar hafa ekki verið einir
um efnahagsvandræði síðustu misseri. Hins vegar
má minnast þess, að íslenzka þjóðin hefur aldrei ver
ið eins vel undir það búin og nú að mæta erfiðleikum
og sigrast á þeim. Hún hefur mikil og góð fram-
leiðslutæki í höndum og þarf aðeins að sameinast um
ábyrga stefnu til að snúa vandræðum í nýja sókn til
betri lífskjara.
4 23. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HAFNARFJÖRÐUR HAFNARFJÖRÐUR
SPILAKVÖLD
Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður í Alþýðuhúsinu í kvöld fimmtu
dagákvöld 23. nóv. kl. 8.30 stundvíslega.
Félagsvist. ýý Kaffiveitingar.
Ávarp: Vigfús Sigurðsson bæj arfulltrúi, flytur.
Myndasýning.
Munið vinsælu spilakvöldin í Alþýðuhúsinu.
Spilað á tveimur hæðum.
Pantið aðgöngumiða í
SÍMA 50499.
Öllum er heimill aðgangur.
SPILANEFNDIN.
krossgötum
★ SKATTSVIK OG SPILLING
Ungur skattborgari slcrifar og er ekki myrk-
ur í máli:
„Það er gert ráð fyrir að gengið lækki til
muna innan nokkurra daga, og er kannski ekkert
við því að segja. Slíkar ráðstafanir eru stundum
nauðsynlegar og efni þessa bréfs er ekki að ræða
um það. En mig langar til að biðja Alþýðublaðið
að koma á framfæri þeirri skoðun sem mér er kunn
ugt um að fleiri ungir menn hafa en ég, hvort ekki
sé kominn timi til að gera gangskör að því að upp
ræta alls konar svik sem sýnilega viðgangast í þjóð
félaginu, þó að þetta sé kannski „tabú” í blöðum.
Ég held að allir viti að það er svikið í stórum stíl
undan skatti. Ég hef dæmi þess fyrir framan mig
um tvo vini, annar fastlaunamann og hinn sem er
atvinnurckandi, að fastlaunamaðurinn borgar á
hverju ári hærri skatta en vinur hans, sem þó er
ekki verr staddur en svo að hann á þrjá bíla og
fer til útlanda oft á ári. Það getur vel verið að
skattaskýrslur þeirra gefi fyllilega tilefni til þess
að sá ríkari borgi minna, en þá er skatta- „system-
ið” hreinlega vitlaust.
Eins er ekki farið í launkofa með það að
smygl á sér stað og menn eiga fé í bönkum erlend
is, kannski mikið, um það veit ég ekki. En erindi
mitt með þessu bréí'i er að spyrja hvort stór part-
ur af vandamálinu sé ekki einmitt slík spilling sem
ég hef vc-rið að benda á hér á undan.”
★ HVE MIKILL ÁRÓÐUR BORG
AR SIG?
Bílstjóri skrifar:
,Það má mikið vera ef hægriumferðaráróður*
inn verður ekki búinn að snúa líka þeim bílstjór-
um sem með hægri umferð hafa verið ef áfrarn
verður haldið eins og nú er fyrir nokkru byrjað á
Ég er ckki móti því að hægri umferðin sé kynnt
en maður verður leiður á of mikilli endurtekn-
ingu. Ég scgi þetta að gefnu tilefni þtþ að ég er
þegar farinn að heyra það á fólki að því finnist
nóg um. Það er a.m.k. ekki gott að fæla frá mál-
staðnum þá bílstjóra sem honum fylgja því að þef
eru ekki það margir.“
★ AÐ FARA AUSTUR Á BÓGINN
. ■ ■. i
Vegfarandi skrifar:
„Okkur er nú sagt að breyta eigi Hverfis-
götunni í tvístefnugötu þó að ég skilji ekM. hvernig
hægt verður fyrir vorið að gera hana nógu breiða
til þess. Þá er okkur líka sagt að það eigi að aka
áfram niður Laugaveg og liggur það þó alls ekki
vel við þegar komið er að austan eftir hægri kanti.
Það liggur fyrir að spyrja: Á að gera manni þægi
legra fyrir að fara vestur á bóginn í bænum held-
ur en austur? Að vísu er að nafninu til einstefnu
aksturs gata austur á bóginn á móti Laugaveginum
þ.e. Grettisgatan, en það er að kalla ómögulegt
nema eftir krókaleiðum að komast inn á hana úr
miðbænum. Þyrfti því í rauninni að setja ein-
stefnuakstur austur á’ bóginn bæði á Amtmanns-
stíg og Hallveigarstíg þó að kannski verði örðugt
að koma því við”.
MUNIÐ