Alþýðublaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 15
Pele «
Framhald af 11. síffu.
Hann óskar gjarnan eftir bví
a'ð leika í landsleikjum, ef
hann verður valinn, en ekki
HM.
— Ég óska ekki eftir að
verða eins konar „skotskífa“
eins og margir leikmenn eru í
heimsmcístarakeppni, segir
Pele.
Á HM í fyrra var Eusebio
me'ðhöndlaður af hörku í varn
arspili margra þjóðanna á
HM.
Sveinamet
Framhald af 11. síðu.
800 m. hlaup:
Ólafur Þorsteinsson KR 2:OG.O
Rúdolf Adolfsson Á 2:06.3
Sigvaldi Júlíusson UMSE 2:06.9
Einar Ólafsson UMSB 2:10.4
Einar Þórhallsson KR 2:12.1
Halldór Guðlaugsson UMSE 2:12.2
Hinrik Þórhallsson KR 2:25.0
Jón Kristjánsson HSK 2:29.9
Elías Sveinsson ÍR 2:33.4
Eggert Sv. Jónsson HSH 2:33.5"
3000 m. hlaup:
Ólafur Þorsteinsson KR 10:29.5
Éinar Ólafsso" UMSB 1:00.5
Sigurður Blöndal KR 14.9
80 m. grindahlaup:
Birgir H. Signrðsson KR 12.3 ?
Einar Þórhallsson KR 12.G
Borgþór Magnússoo KR 12.7
Stefán Jóhannssón Á 13.0
Helgi M. Haraldsson ÍR 13.3
Rúdolf Adolfsson Á 13.4
Þorbjörn Pálsson ÍBV 13.5
Guöni Sigfússon Á 13.7
Iíelgi Helgason KR 13.8
Fiskveiðar
Framhald af 2. síðu.
smiðjur hérlendis og frásögn
af veiðiferð með síldveiðiskip-
inu „Guðrúnu Þorkellsdóttur”
til fjarlægra miða.
Að lokum er fjallað um síld
arflutninga af miðunum með
tankskipum og tækni þá sem
' hér er notuð við að dæla síld-
inni milli skipa.
„Fishing News International”
er mánaðarrit og flytur ýmsan
fróðleik og fréttir um fiskveið
ar í heiminum. Meðal annars
efnis í nóvemberhefti ritsins
má nefna greinar um fiskveið-
ar í Sómalíu, fiskmarkaðsmál
og hafrannsóknarskip sem Bret
ar hafa nýlega byggt fyrir Mat-
væla og landbúnaðarstqfnun
Sameinuðuþjóðanna. Þá eru í
ritinu greinar um fiskiskip og
fiskveiðar og ýmiss tæknileg at
riði þar að lútandi.
Ritið er rúmlega 90 síður að
stærð, prýtt fjölda mynda, og
vandað í hvívetna
Tyrkir
Franhald af 1. síffu.
Lester Pearson, forsætisráð-
herra Kanada, og Ilarold Wilson,
forsætisráðherra Breta, hafa nú
setið á. rökstólum í London og
reynt að finna lausn deilunnar.
Hafa þcir haft samband við bæði
grísku og tyrknesku ríkisstjórn-
ina, cn ekkert hefur enn komið
jram, som bent getur til að til_
rannir þeirra félaga berr -árang
ur. Mikil spenna liggur í loftinu
á Kýpur og erlendir sendimenn
þar reyna sífellt að sannfæra rík
isstjórn eyjarinnar um. að stríðs
undirbúningur Tyrkja sé raun-
verulegur. í gær flaug tyrknesk
herflugvél yfir eyna annan dag
inn í röð.
Stríðsgöngum í Istanbúl var
stjórnað af stúdentasamtökum í
borginni. Voru þar borin flögg
og borðar, þar sem þess var kraf
izt, að Kýpur og Aþena yrðu
tekin herskildi. Undir göngunni
var leikin hernaðartónlist og
trommur voru barðar. í röðum
göngumanna voru verkalýðssinn
ar og fyrrverandi hermenn. Voru
brenndir tveir bandarískir fánar
og stríðsyfirlýsing fest á dyr
gríska sendiráðsins í borginni.
Hundruð manna hafa komið í
sjúkrahús og boðist til að gefa
blóð. Útvarpsstöðvar hafa hætt
að senda út veðurfregnir og grísk
skip, sem voru í höfninni, leyst
landfestar og siglt á liaf út. Út-
varpið hefur lýst því yfir, að nú
sé komið að skuldaskilum og öllu
hiki og vafningum verði hætt.
Forsætisráðherra Tyrkja, Sul-
eyman Demirel, er stöðugt á
fundum með yfirstjórn hersins
og hefur verið tilkynnt að tyrk
neski sjóherinn sé fullbúinn til
átaka.
Fréttir frá Aþenu herma, að
Tyrkir hafj krafizt brottflutnings
alls herliðs Grikkja frá Kýpur
og frávikningu Grivasar hershöfð
ingja sem foringja liðsins, áður
en samningur um friðsamlega
lausn geti hafizt. Bendir allt til
að þetta séu atriðin, sem tyrk-
neska stjómin vill fá svar við
innan 48 klst. Tyrkir hafa einn-
ig krafizt skaðabóta fyrir bá
tyrknesku-mælandi Kýpurbúa,
sem drepnir hafa verið í róstun
um undanfarið, og afvopnunar
grísk-kýprísku lireyfinganna á
einni. Ennfremur, að kúgun tyrk
nesku.mæland; fólks verði hætf.
Makarios, forseti, og Spyros
Kyprianou, utanríkisráðherra,
hafa látið í ljósi áhyggjur sínar
vegna hótana Tyrkja. Fréttamenn
á eynni hafa bent á, að hið
15.000 manna gríska herlið, sem
T.vrkir hafa krafizt að flutt verði
frá eynni, 'sé i raun og veru það
ei:ia, sem kemur í veg fyrir að
blóðugir bardagar hefjist millí
tyrknesku og grískumælandi e.vj
rrskeggja. Tilkvnning um, að
hinn umdeildi yfirmaður gríska
liðsins, Grivas hershöfðingi, hafi
boðizt til að segja af sér, hefur
ekki dregið úr spennunni. Grísk
ir Kýpurbúar hafa hótað því, að
Tyrkir á eynni myndu yerða hin
ir fyrstu að blæða, ef Tyrkland
gerir árás á eyna.
Mikill órói ríkti í Aþenu í gær.
Panayotis Pipinelis, sem gerður
var utanríkisráðherra fyrir
tveim dögum með það sérstak-
lega fyrir augum að finna lausn
Kýpurdeilunnar, átti í gær langt
viðtal við Grivas hershöfðing.la.
en ekki er vitað um árangur
þess.
Varaforsetj Kýpur, dr. Fazil
Kuchuk, sem jafnframt er leið-
togi tyrkneskumælandi manna 5
eynni, sagði í viðtali við frétta-
menn frá AFP í gær, að raun- <
verulega • væru engir möguleikar
lengur fyrir hendi um friðsam-
lega lausn málsins. Hann sagði
að Tyrkir væru ekki að sækj
ast eftir stríði, en þeir gætu ekki
sætt sig við ástandið lengur.
H-nefnd
Erainhald af 1. síðu.
í framhaldi af þessu sagði Bene
dikt, að þeir, sem unnið hafi
við upplýsingamiðstöðina þann
ma, sem hún liafi starfað, hafi
-nnið heilmikið starf.
Þetta hefur engar breytingar í
för með sér á starfsemi okkar
og verður haldið áfram eins og
okkert hafi í skorizt, sagði Bene
d kt að lokum.
Benedikt Gunnarsson hringdi í
blaðið í gærkvöldi og tilkynnti,
að búið yæri að ráða Hafstein
■n-ildvinsson, lögfræðing og fyrr-
verandj bæjarstjóra í Hafnar-
firði, í stað þeirra Péturs og
^agnars. Mun hann eiga að ann
ast þau störf hjá Upplýsingamið
^öð hægri umferðar, sem þeir
háðir, Pétur og Ragnar, áttu að
'^nast.
Blaðið hafði síðdegis í gær
- mband við þá Pétur Svein-
' "'narson og Ragnar Kjartans-
? og spurði þá um ástæðuna
*Vr:r uppsögn þeirra frá starfi á
"egum H-umferðar.
Þeir sögðu: í lok októbermán
•«ar var leitað til okkar um að
'■nma á fót og veita forstöðu
TTr,nlýsinga_ og fræðslumiðstöð
H-umferðar, en til hennar átti
að stofna að tillögu sænska áætl
unarhópsins, sem hingað kom
um svipað leyti.
Gerðum við okkur þegar ljóst.
eftir ýtarlegan yfirlestur þeirra
áætlana, sem fyrir lágu, að hér
væri um mjög umfangsmikið
starf að ræða.
Heildaráætlunin gerðj ráð fyr
ir, að samfellt fræðslu- og upp-
lýsingastarf hæfist 13. nóvember
s.l. Var þá gert ákveðið sam
komulag við fyrirsvarsmenn
Framkvæmdanefndar hægri um-
ferðar um alveg ákveðna starfs
tilhögun upplýsinga- og fræðslu-
miðstöðvarinnar.
Ekki leið langur tími, unz
þetta samkomulag var brotið af
hálfu framkvæmdanefndar. Álit-
um við þá, að ef til vill gæti
verið um einhvern misskilning
að ræða og buðumst við því til
að hætta störfum strax og enn
fremur buðumst við til að að-
stoða við val nýrra manna í okk
ar stað. í því skyni gáfum við
nefndinni upp nöfn 27 manna,
sem við töldum að til greina
kæmu. Við lögðum á það ríka
áherzlu, að ekkj kæmi til mis_
skilnings eða árekstra eftir að
upplýsingamiðstöðin var form-
lega tekin til starfa.
Síðastliðinn föstudag var sam
komulag það, sem áður hafði
verið gert um ákveðna starfstil-
:rbro|t
högun miðstöðvarinnar, þverbro
ið, að okkar áliti.
Það sem hér var um alvarlegt
ágreiningsefnj að ræða, sem
varðar vinnutilhögun og mögu-
leika á að framkvæma þær áætl
anir, sem fyrir liggja, sáum við
okkur tilneydda að segja upp
starfi.
Að lokum sögðu þeir Pétuf
Sveinbjarnarson og Ragnar
Kjartansson: „Hér er um að
ræða mjög alvarlegt slysavarn'S
mál. Leggja verður á það miklá
áherzlu, að breytingin yfir Í
hægri umferð verði mjög vel uná
irbúin og hún fari í alla stað vel
fram“.
Nýtt gengi
Framhald af 1. siðu. ,1
í sambandi við hana. Þá er frmri
varpið um efnahagsráðstafanis
orðið algerlega úrelt og þarf að
gerbreyta því. Verður þettá
hvort tveggja eðlj málsins sam-
kvæmt að afgreiðast í skyndi k
eftir sjálfri gengisbreytingunni.
Má því telja víst, að Alþingí
hafi mikið að gera á föstudag ag
laugardag. •
Eins og horfur eru nú um
málið, verður varla hægt atf
hefja gjaldeyrisverzlun eða toll-i
afgreiðslu fyrr en á laugardag
eða jafnvel ekki fyrr en á sunnu
dag.
Frank B. Stane hershöfðingi blaðar í bókinni, hjá honum standa norsku góefendurnir.
Tveir starfsmenn norskrar
lóranstöðvar i heimsókn
Nýlega komu til Keflavíkurflug
vallar itveir Norðmenn sem starf
að ‘hafa í loran stöð þeirri sem
Norðmenn starfrækja á Jan May
en.
Þeir félagar höfðu meðferðis
’oqk, sem þeir gáfu Frank B.
Slone hershöfðingja yfirmanns
Varnarliðsins á íslandi. Bókin
sem er myndskreytt er um dvöl
Norðmannanna tveggja og 34 fé
laga þeirra á Jan Mayen eyju.
Jan Mayen liggur í 360 mílna
fjarlægð norðaustur af íslandi
milli Grænlands og Noregs og er
hún hlekkur í varnarkeðju NATO
Norðmennirnir, Oli Hagen og
Christian Gloersen notuðu tæki-
færið og dvöldu í vikutíma í lor í
anstöðinni á Keiflavíkurflugvelli:
og ræddu við stárfsbræður sína.
Úautinant Lafayette Ifarbiaan,'
yf irmaður loranstöðvlarinnar ,á j
Keflavíkurflugveili var gestgjafi)
Jíorðmannanna meðan á dvöl-
þeirra stóð.
23. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15