Alþýðublaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 1
VIKAN 26. nóvember — 2. desember 1967.
FULLVELDIS
HÁTÍÐ 1. DES.
Á föstudaginn kemur, 1. des-
ember halda íslendingar hátíð-
legan fullveldisdag sinn. Efni
hl.iáðvarpsins þann dag ber ríku
legan keim' af fullveldisafmæl-
inu og að venju ber þar hæst
hlut stúdenta. Útvarpað er frá
messu þeirra um morguninn og
kl. 14,00 hefst svo útvarp frá
stúdentahátíð í HásKóla Islands.
þar sem Sigurður A. Magnússon
mun m. a. flytja ræt.i og stúd
entakór skemmta. Um kvöldið er
svo útvarpað dagskrá Stúdenta-
félags Reykjavikur og má nefna,
að meðal efnis er ræða Péturs
Thorsteinssonar, sendiherra, um
ísland og samfélag þjóðanna og
einnig mun Ólafur Haukur Ólafs
son, læknir, flytja ræðu.
o
Stundarkorn
Á miðvikudaginn kemur stjórnar
Baldur Guðlaugsson þættinum
Stundarkorn. Gestir hans cru að
vcnju allmargir og sitt úr hvorri
áttinni. Sveinn R. Hauksson er
læknanemi og jafnframt einn
helzti fox-vígismaður Tengla, en
svo nefnir sig hreyfing ungs
fólks, sem vinnur sjálfboðastarf
í geðverndarmálum. Hann segir
frá þessari starfsemi. Elísabet
Erlingsdóttir heitir ung söng-
kona, sem er í þann mund að
ljúka söngnámi við tónlistarhá.
skóla i Þýzkalandi. Hun syngur
4 íslenzk lög í þættinum. Þá er
rætt við Eddu Þórarinsdóttur,
leikkonu, en hún lauk leiklistar-
námi á síðasta vori. Sömuleiðis
er rætt við Óskar Sigurpálsson,
íslandsmeistara í lyftingum og
sýnd stutt kvikmynd af þjóðlaga
tríó, svonefndu Hryntríói, en það
er skipað þeim Jóni Stefánssyni,
organista að öðru jöfnu, og Kenn
araskólanemunum Ólöfu Harðar-
dóttur og Helga Einarssyni. A3
lokum segir svo Vilborg Árnadótt
ir nokkuð frá ævintýraríku
starfi sínu við íslenzku sýningar
deildina á heimssýningunni í
Montreal sem nýlega er lokið.
o
Á MORGUN
Hljóðvarp kl. 11.00 og 20.00,
Um nokkra árabil hefur verið hald
in kirkjuleg sumarhátíð að Hól-
um í Hjaltadal, og stendur að
henni félag, sem hefur viðreisn og
framfarir staðarins á stefnuskrá
sinni, svo og rækt við forna sögu
hans, og heitir það Hólafélagið. Nú
á sunnudag (26. nóv.) verða á dag
skrá útvarpsins tveir meirihátt-
ar dagskrárliðir frá síðustu Hóla-
hátíð, er haldin var 13. ágúst í
sumar. Kl. 11 verður útvarpað guð
þjónustu þeirri, er þá fór fram í
dómkirkjunni á Hólum. Þar prédik
aði séra Benjamín Kristjánsson
prófastur Eyjafirði, sem hefur síð-
an látið af embætti. Að messu-
gerðinni standa með honum prest
arnir Björn Björnsson á Hólum
prófastur Skagfirðinga, séra Þórir
Stephensen á Sauðárkróki og séra
Jón Kr. ísfeld á Bólstað. Kirkju-
kór Sauðárkróks syngur undir
stjórn Eyþórs Stefánssonar tón-
skálds, sem annast einnig orgel-
leikinn ásamt dóttur sinni Guð-
rúnu. í messunni stjórnar Eyþór
írumflutningi kórverks, er hann
samdi beint af tilefni þessarar há-
tíðar: „Dona Nobis P^cem”, sem
tileinkað er minningu Jóns bisk-
ups Ögmundssonar hins helga.
Ætlunin mun að halda framvegis
þeim hætti, sem upp var tekinn í
sumar, að á Hólahátíð sé minnzt
einhvers hinna fyrri Hólabiskupa
eða annarra framámanna staðar-
ins.
Elísabet Erlingsdóttir syngur íslenzk lög við undirlcik Jóns Stef-
ánssonar (miðvikudug). (Ljúsmynd: Sigurliði Guðmuiidssou).