Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 11
fcsRitstiórTOm Gunnlaugur Hjálmarsson ekki valin í landsliðið! íslendingar og Tékkar leika tvo landsleiki um helgina íslendinffar og Tékkar leika tvo landsleiki í handknattleik á sunnudag og mánudag. Eins og kunnugt er urðu Tékk)ir heims- meistarar í handknattleik í fyrra vetur, það verður því þungur róð ur fyrir íslenzka landsliðið um helgina. i ' ‘ ★ Gunnlaugur ekki valinn í landsliðið íslenzka landsliðið hefur verið valið og var tilkynnt ájfundi með íþróttafréttamönnum í gær. Lið- ið er þannig skipað. Þorsteinn Björnsson, Fram, Logi Kristjáns- son, Haukum, Örn Hallsteinsson, FH, Geir Hallteinsson, FH, Stef- ón Sandholt, Val, Sigurður Ein- arsson, Fram, Sigurbergur Sig- steinsson Fram, Guðjón Jónsson, Fram, Ingólfur Óskarsssn, Fram, Lennart Larsson ræðir við ís- lenzkan dómara SÆNSKI dómarinn Lennart Larsscn talar á fundi dóm- aranefndar HSÍ og Hand- 'Hnattleiksdómarafél. Reykja víkur í Valsheimilinu á sunnudag kl. 10 — 12. Hann ræðir við íslenzka dómara um tveggja dómara kerfið. Skorað er á íslenzka dómara að mæta á þessum fundi. Einar Magnússon, Víking og Her mann Gunnarsson, Val. íþróttafréttamenn urðu að von um dálítið undrandi, þegar í ljós kom að Gunnlaugur Hjálmarsson, scm talinn hefur verið sjálfsagð- ur í landsliðið sl. áratug, er ekki álitinn einn af 11 beztu! í leikj- um við erlend lið á þessu hausti var Gunnlaugur yfirleitt álitinn bezti maður þess liðs, sem hann lék með í viðtölum við erlenda þjálfara og forystumenn, sem komið hafa með viðkomandi lið- um. íslenzkir sérfræðingar virð- ast ekki vera á sama máli. En þeirra er valið og þar við situr. Það er dálítið vafasamt að velja Ingólf Óskai^sson í landsliðið nú, hann var frá vegna meiðsla í tvær eða þrjár vikur nýlega og er ekki í góðri æfingu. Nú er hann val- inn fyrirliði landsliðsins. Her- mann Gunnarsson er snjall hand tjnattleiksmaður um það deila fá ir, en hann hefur meira fengist við knattspyrnuna í haust og þeg ar hann hefur leikið með, hefur hann ekki sýnt neitt sérstakt, miðað við það bezta áður. Hann lék að vísu saemilega gegn Ár- manni í fyrrakvöld, en vörn Ár- manns var nú ekki upp á marga fiska, svo að það er hæpið að miða við það. Formaður landsliðsnefndar, Hannes Þ. Sigurðsson, var mætt- ur á fundinum í gær og sagði, að erfitt hefði verið að velja lið- ið, því að margir væru í boði. Þeir í landsliðsnefndinni hefðu gert sitt bezta og benti á, að hugs Framhald á 15. síðu. ísland meö í næstu HM 1970 ÍSLAND hefur tilkynnt þátttöku í næstu heimsmeistarakeppni í handknattleik, sem fram fer í Frakklandi 1970. — Undankeppni þessa móts hefst í byrjun ársins 1969. Ingólfur Oskarsson, fyrirliði landsliðsins. Tveir nýliðar / ísl. landsliðunv T V E IR nýliðar eru í íslenzka landsliðinu á sunnudag, þeir Ein- ar Magnússon, Viking og Sigur- bergur Sigsteinsson, Fram. Sig- urður Einarsson hefur leikið flesta landsleiki eða 20. í svigum á eftir nöfnum leikmannanna er landsleikjafjöldi landsliðsmanna: Þorsteinn Björnsson, Fram (11). Logi Kristjánsson, Haukar (2). Örn Hallsteinsson, FH (15)._ Geir Hallsteinsson, FH (7). Stefán Sandholt, Valur (11). Sigurður Einarsson, Fram (20). Sigurbergur Sigsteinss., Fram (0). Guðjón Jónsson, Fram (16). Ingólfur Óskarsson, Fram, fyrir- liði (16). Einar Magnússon, Víkingur (0). Hermann Gunnarsson, Valur (11). Reykjavíkurmeistarar Vals í handknattleik kvenna 1967. i. ! ll|#y':\S§ „ '•* T9L '< » Reykjavíkurmeistarar Fram í liandknattleik karla 1967 Engin ákvörðun tekin um Norðurlandamót karla AXEL EINARSSON, formaður Handknattleikssambands íslands og Valgeir Ársælsson, stjórnar- maður HSÍ, sátu fund handknatt leiksleiðtoga Norðurlanda nýlega í Danmörkíu. Á fundi þessum var m. a. rætt um Norðurlandamót í karlaflokki, en talað hafði verið um að keppni hæfist milli land- anna sem stæði fjögur ár, þann- ig að löndin lékju bæði heima og heiman á þessu tímabili. — Á þinginu í Danmöru var málinu frestað, en Svíar komu með þá varatillögu, að fram færi Norð- urlandamót með sama sniði 0g •mót kvenna og unglinga, mót sem stæði yfir í þrjá daga. Ekki hefur verið tekin endanleg á- kvörðun um málið, en það verður gert bráðlega. HSÍ hefur tilkynnt þátttöku í Nórði^rlandamótum pilta og stúlkna í vetur. — Drengjamóiið verður háð í Tönsberg, Noregi, en stúlknamótið í Lögstör, Dan- mörku. Bæði mótin fara fram 29. til 31. marz n. kj. 80. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.