Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 10
RÆÐA GYLFA...
Framhald úr opnu.
ir ' stjórnarflokkarnir tillögur
um lausn þeirra, þótt samstaða
næðist ekki, svo sem kunnugt
er. Vorið 1958 stakk Framsókn
arflokkurinn upp á því, að lagt
yrði almennt gjald á bæði út-
flutning og innflutping, jafn-
hátt á báða bóga. Jafngilti þetta
að sjálfsögðu gengislækkun, og
var bæði Framsóknarmönnum og
okkur öllum hinum það jafn-
Ijóst. Þá var gengislækkun m.ö.
o. leið út úr vandanum. Það var
rétt hjá Framsóknarmönnum,
’ enda voru þeir þá í stjórn. En
þegar núverandi stjórnarflokk-
ar lækkuðu gengið tæpum
tveim árum seinna, var það orð
ið alrangt, enda voru Framsókn
armenn þá ekki í stjórn.
A*. Einn ráffherrastóll — eða
tveir?
’i
Með hliðsjón af öllu þessu
mega foringjar Framsóknar-
flokksins hreint ekki verða
hissa á því, þótt mönnum detti
í hug, að þeir séu í raun og veru
alls ekki á móti gengislækkun-
inni, þótt þeir flytji vantraust
á rikisstjórnina hennar vegrna.
Vita í raun ogr veru ekki allir,
sem þekkja dálítið til Framsókn
arflokksins, að það hefði verið
Irtill vandi að fá hann til þess
að samþykkja grengislækkunina.
Iáklegra hefði einn ráðherra-
5 stóll dugað. Engrinn vafi er á,
j að tveir hefðu verið fullnægrj-
andi. En ríkisstjórnin er þejrr-
ij ar skoðunar, að grengislækkun-
I iu sé iafn nauðsynlegr, hvort
:■ sem Framsóknarflokkurinn er
með henni oða móti. Meira
máli skiptir þó hitt, að það er
hægrara að láta grengislækkun-
ina koma atvinnuvegunum að
gragrni, að það er hægrara að
verja þá, sem höllustum standa
fæti, áföllum vegma gengrislækk-
nnarjonar án Framsóknarflokks
ins en með honum. Þess vegna
látum við okkur í léttu rúmi
iigrgrja, þótt hann tali gegn
henni. Við vitum, að hún var
nauðsvnleg. Við vitum Iíka, að
það hefði verið auðvelt að fá
Framsóknarflrftkinn í lið með
henni. En við kærum okkur ekk
ert um að grejffa þaff verff fyrir
fylgri Framsóknarflokksins sem
við þykjumst vita, að hann
mundi setja upp. Viff kærum
okkur ekki um að taka upp þá
afturhaldsstefnu í efnahagrsmál
um, sem Framsóknarflokkurinn
affhyllist. Viff kæri-m okkur ekk
ert um þaff aff grefa kost á að
efla þá sérhag^muni. sem viff
vitum, aff hann ber fyrir
brjósti.
Það er i sannleika sagt ö.mur-
legt, hvílíkt hlutskipti næst-
stærsti stjórnmálaflokkur þjóð-
arinnar, Framsóknarflokkurinn,
hefur kosið sér á síðari árum.
Það er engu líkara en níu ára
vist utan stjórnarráðsins hafi
rænt forystu flokksins allri heil
brigðri dómgreind og ábyrgðar-
tilfinningunni í þokkabót. —
Flokkurinn er orðinn harðasti
kaupkröfuflokkur þjóðarinnar.
Engin kauphækkunarkrafa er
sett fram án þess að Framsókn
arflokkurinn styðji hana. Sam-
tímis styður hann allar kröfur
atvinnurek(enda um aukna styrki
úr ríkissjóði. •Hann heimtar auk
in bankalán til atvinnurekenda
og húsbyggjenda og lækkaða
vexti. Jafnframt er hann á móti
ráðstöfunum, sem ætlað er að
auka sparifjármyndun. Hann
'krefst hækkaðs hlutar úr fisk-
verði til sjómanna, samtímis
því, að hann telur bátana hafa
of lélega afkomu. Jafnframt tel
ur hann frystihúsin berjast í
bökkum og þurfa að fá aukinn
ríkisstyrk. Hann ber fram til-
lögur um stóraukin ríkisútgjöld
samtímis því, að hann krefst
lækkunar skatta og tolla. Hann
ýtir undir óánægju kaupmanna
með ólagningu sína og krefst
afnáms verðlagseftirlits jafn-
framt því, sem hann segir neyt-
endur þurfa að fá lægra vöru-
verð. Hann krefst hækkaðs
verðs á landbúnaðarafurðum til
þess að hækka kaup bændanna
jafnframt því, sem hann hvíslar
því að verkamanninum, að hann
hljóti að sjá, hversu dýrtíðin sé
voðaleg. Og þannig mætti lengi
telja. Ef Framsóknarflokkurinn
fréttir einhvers staðar af kröfu
gerð, þá er hann komipn þang-
að til þess að styðja hana. Ef
Framsóknarflokkurinn fréttir
af einhverjum hópi manna, sem
'hann telur að hægt sé að gera
óánægða, þá er hann kominn
þangað til þess að blása í glæð-
urnar. Ef hann telur einhverj-
ar líkur á verkfalli, þá hvetur
hann til þess. Ef reynt er að
ná sáttum í vinnudeilu, eins og
í farmannadeilunni um daginn,
þá reynir hann að koma í veg
fyrir það.
Framsókn verri en komm-
únistar.
Þetta er ótrúlegt, en það er
því rriiður satt. Svona hefur eng
inn flokkur hegðað sér áður á
íslandi, ekki einu sinni komm-
únistar. í hópi þeirra hafa oft
reynzt vera menn, sem litið hafa
á vandamál dagsins af ábyrgð-
artilfinningu. Allar götur síðan
Sósíalistaflokkurinn var stofn-
aður hefur verið á allra vitorði,
að sú fylking hefur verið sam-
ansett af mönnum með mjög
ólíkar skoðanir, og sá ágrein-
ingur hefur hvað etir annað
komið upp á yfirborðið. En því
miður virðist enginn ágrein-
ingur vera í þingliði Framsókn-
arflokksins. Það virðist næstum
ó'hugnanlega sammála um lýð-
skrumið og ábyrgðarleysið. Svo
grátt hefur níu ára dvöl utan
ríkisstjórnar náð að leika Fram
sóknarflokkinn.
Góðir hlustendur! Þessi van-
trauststillaga verður að sjálf-
sögðu felld, og ríkistjórnin mun
halda áfram störfum sínum í
samræmi við mótaða stefnu. En
því fer víðs fjarri, að sá þing-
meirihluti, sem stendur að baki
ríkisstjórnarinnar, hyggist nota
vald sitt af yfirlæti. Okkur er
ljóst, að þjóðin hefur orðið fyr-
ir miklu áfalli í efnahags-
málum. Við drögum enga dul á,
að fram undan eru erfiðir tím-
ar. Við komum fram af hrein-
skilni og segjum þjóðinni, að
hún verði að sætta sig við
nokkra kjaraskerðingu í bráð.
Okkur er ljóst, að gengislækkun
er alvarlegur atburður. Einmitt
þess vegna var e'kki gripið til
hennar fyrr en hún var talin
óhjákvæmileg og augljóslega
langskynsamlegasta úrræðið. —
Þegar slík alvara er á ferðinni,
er okkur ljóst, að okkur ber að
leita allra ráða til þess að öll
framkvæmd gengislækkunarinn
ar og ráðstafana í sambandi við
hana sé sem sanngjörnust og
réttlátust og allt sé gert til þess
að áhrif hennar verði sem
minnst hjá þeim, sem erfiðast
eiga með að þola hana.
Við ætlum okkur ekki þá dul,
að viff í ríkisstjórninni eða
stjórnarflokkunum vitum allan
sannleika í þessum efnum. Þess
vegna viljum viff gjarnan hafa
sem nánust samráff viff þá að-
ila, sem líklegast er, að gefið
geti vísbendingar um, hvernig
hægt sé að haga framkvæmda-
atriðum skynsamlegast. Að því
er hagsmuni launþega snertir,
er liklegast að heildarsamtök
þeirra geti hér gefiff góð ráð.
Þess vegna hefur ríkjsstjórnin
lagt á það áherzlu, að samstarf
takist og haldist viff Alþýðusam
band ísiands. — Ríkisstjórnin
mun reyna að taka tillit til allra
ábendinga og allra góðra ráffa,
semi þaðan berast, «g líkleg
væru til þess að létta Iaunþeg-
um þær byrðar, sem nú þarf
því miður aff leggja á herðar
þeirra um sinn. Á sama hátt
telur ríkisstjórnin sjálfsagt að
liafa samráð viff samtök atvinnu
rekenda, bæði í sjávarútvegi,
iðnaffi og verzlun, sem og
bændasamtökin, um þaff, með
hvenjum. hætti fyllsta gagn geti
orðið að gengisbreytingunni. —
Ríkisstjórnin er því ekj;i heldur
andvig aff hafa um þessi mál
samvinnu við þá stjórnmála-
flokka, sem eru í stjórnarand-
stöðu. En slík samvinna má
ekki byggjast á hrossakaupum,
heldur á sameiginlegum skiln-
ingi á vandamálum og sam-
starfsvilja til þess að leysa þau.
Alvörutímar eins og þeir, sem
víð nú lifum, e.iga ekki að vera
tími þjóðfélagsátaka og ófrjórra
dejlna, heldur tímar samstarfs
og sameiginiegs átaks til þess
að koma þjóðarskútunni út úr
þeim þunga straumi, sem hún
hefur nú orðið að sigla gegn
um hríð. Það getur tekizt. Það
vdrður að takast. íslendingar
hafa oft áður orðið fyrir mikl-
um áföllum í efnahagsmálum. —
Nægir í því sambandi að minna
á lijreppuárin eftir 1930 og árin
eftir 'heimsstyrjöldina síðari. Ég
er að vísu þeirrar skoðunar, að
þá hafi 'í bæði skiptin verið lát-
ið dragast of lengi að grípa til
þeirra ráðstafana sem dugðu. —
En ég ásaka engan í því sam-
bandi. Það er alltaf erfitt að
taka afdrifaríkar ákvarðanjr. —
Það hefur eínnig átt sér nokk-
urn aðdraganda að þessu sinni,
að hin endanlega ákvörðun væri
tekin um að lækka gengi krón-
unnar. En það er þó gert fyrr
nú en nokkru sinni áður undir
svipuðum kringumstæðum, —
nema 1961. Einmitt það ætti
að geta gefið fyrirheit um, að
gengislækk/unin komi að því
gagni, sem til er ætlazt. En
frumskilyrði í því sambandi er,
að ekki verði hækkun á fram-
leiðslukostnaði innanlands fyrst
um sinn. Ef það verður, er hag-
ur útflutningsatvinnuveganna
og iðnaðarins af gengislækkun-
inni rokinn út í veður og vind,
og vofa hallareksturs, greiðslu-
halla og atvinnuleysis komin á
kreik aftur, sú vofa, sem geng-
islækkuninni einmitt er ætlað
að halda frá dyrum okklar.
Eins og ég sagði í upphafi
máls míns, hef ég þá bjargföstu
trú á dómgreind íslendinga, að
þeir sjái og skilji, að við erum
á réttri braut, að nú höfum við
gert rétt, og að nú þurfum við
um sinn að sætta okkur við
minna en undanfarin ár, til
þess að ný sókn geti hafizt fram
á við, fyrir framförum og bætt-
um lífskjörum. Við búum í góðu
landi, sem okkur þykir vænt um,
sjórinn er gjöfull, og við eigum
auðlindir í hverum og fallvötn-
um. En mesti auður okkar er þó
fólkið sjálft, vel menntað, vel
verki farið og harðduglegt. Þótt
á móti blási um sinn, er því
engin ástæða til þess að ör-
vænta. Lífskjör okkar hafa ver-
ið með því -bezta sem gerist f
heiminum. Við eigum fullkomn-
ari framleiðslutækfi en nokkurn
tíma áður í sögu þjóðarinnar.
Við erum því vel undir það
búin að standast áföll. Það mun
um við gera. Við munum sigr-
ast á þeim erfiðleikum, sem nú
hafa orðið á vegi okkar. Og frá
þeim átökuið munum við koma
stæltari en nokkru sinni fyrr.
Bækur
Framhald af 5. siðu.
e.t.v. eftirminnileg að því skapi;
annað fólk er áskapað heimi sög-
unnar, náttúrlegt þar, — „það
hefði alveg eins getað komið of-
an úr f jallinu og dottið niður um
strompinn,” eins og sagan segir
sjálf.
Bókin er ljómandi laglega úr
garði gerð af Kristínu Þorkels-
dóttur sem er með hagvirkustu
bókagerðarmönnum um þessar
mundir. En ekki kann ég við
grímuna á kápu og kili bókar-
innar, — hún heyrir áreiðanlega
öðrum til en sauðaþjófum. Ó.J.
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á brenndu og möluðu kaffi frá inn-
lendum framleiðendum:
í heildsölu, pr. kg.
í smásölu með söluskatti, pr. kg.
Reykjavík, 28. nóv. 1967
Verðlagsstjórinn.
kr. 73,60
” 92,00
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á „Jurta-smjörlíki” frá Afgreiðslu
smjörlíkisgerðanna, frá og með 29. nóv. að
telja:
í heildsölu, hvert kg. í 500 gr. .... kr. 51,85
í smásölu með söluskai.ti hvert kg. 500 gr.
— 63,00
í heildsölu hvert kg. , 250 gr. pk. • • — 52,85
í smásölu með söluskatti hvert kg.
í 250 gr. pk............... — 64,00
í heildsölu hvert kg. í 250 gr. dósum — 55,25
í smásölu með söluskatti hvert kg.
í 250 gr. dós........• • • •........ — 67,00
Óheimilt er þó að hækka smásöluverð á því
smjörlíki, sem keypt er af smjörlíkisgerðum
fyrir þann tírria.
Reykjavík, 29, nóv. 1967. Verðlagsstjórinn.
30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ